Morgunblaðið - 16.05.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 11
BREYTTAR DÁNAR-
ORSAKIR Á NÝRRIÖLD
Líkur eru á að
kransæðasjúkdómar og
sjúkdómar sem rekja
má til tóbaksreykinga
eigi eftir að draga mun
fleiri til dauða eftir
tuttugu ár en nú við lok
20. aldarinnar. For-
vitnileg grein sem fjall-
ar m.a. um dánarorsak-
ir og helstu ástæður
heilsuleysis á fyrstu
tugum nýrrar aldar
vakti forvitni Maríu
Hrannar Gunnars-
dóttur og stiklar hún
hér á stóru um helstu
atriði greinarinnar.
Morgunblaðið/Golli
HJARTAAÐGERÐ á Landspítala.
AREIÐANLEGAR upplýs-
ingar um algengi sjúk-
dóma sem og aðrar far-
aldsfræðilegar upplýsingar
um hvernig tíðni sjúkdóma eða ann-
arra heilsufarslegra áfalla breytist
með tíma eru afar mikilvægar þeim
sem starfa að heilbrigðismálum.
Upplýsingarnar eru meðal annars
notaðar til að forgangsraða og til að
meta hvenær ástæða er til að grípa
inn í þróun mála. Tölur um dánaror-
sakir fólks víða um lönd, og þá aðal-
lega í þróunarlöndunum, liggja aftur
á móti ekki á lausu og þær sem til
eru eru yfirleitt hvorki nákvæmar
né sambærilegar við tölur frá lönd-
um þar sem skráning og eftirlit er
orðið gott. Engu að síður hefur verið
unnið að því að safna heiisufarsupp-
lýsingum frá öllum löndum heims,
allt frá skrám yfir dánarorsakir til
einstakra rannsókna þar sem
áhersla hefur verið lögð á afmörkuð
rannsóknarefni svo sem malaríu.
Undanfarin ár hafa þrjár virtar
stofnanir, Harvard-háskólinn, Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) og Alþjóðabankinn, t.d. unn-
ið sameiginlega að því að safna þess-
um mismunandi gögnum saman tii
að meta ástand heilbrigðismála hjá
þjóðum heimsins og skilgreina
ástæður sjúkdóma og áverka svo
marka megi stefnu í heilbrigðismál-
um við upphaf nýrrar aldar. Verk-
efnið heitir á ensku The Global Bur-
den of Disease og var því hleypt af
stokkunum árið 1992. í grein sem
birtist í tímaritinu Nature medicine
nýlega er einmitt sagt frá verkefn-
inu og m.a. fjallað um helstu dánar-
orsakir á heimsvísu árið 1990 annars
vegar og hins vegar hvaða sjúkdóm-
ar og áföll eru líklegust til að verða
jarðarbúum að aldurtila árið 2020.
Þriðjungur deyr
úr smitsjúkdómum
Markmið verkefnisins eru þrí-
þætt. í fyrsta lagi er reynt að meta
hversu mörgum árum við góða
heilsu fólk verður af ef það veikist
eða slasast svo alvarlega að það
deyr eða hlýtur örorku af. í öðru
lagi til að tryggja að allt skipulag og
áform í heilbrigðismálum séu byggð
á hlutlægum faraldsfræðilegum og
lýðfræðilegum gögnum og án þess
að lögfræðingar hafi þar hönd í
bagga, eins og segir í greininni. I
þriðja lagi er markmiðið að meta
byrði og álag sem fólk verður fyrir
vegna sjúkdóma og slysa með því að
nota mælistiku sem einnig mætti
nota til að meta hvort íhlutun myndi
hafa áhrif á kostnað.
Samkvæmt þeiin niðurstöðum
rannsóknarinnar sem þegar er búið
Fimmtán algengustu sjúkdómar eða áföll
sem valda fólki örorku eða ótímabærum
dauðdaga árið 1990 og spá fyrir árið 2020
1990
Sjúkdómur/áverki
Lungnasýkingar
Niðurgangur
Burðarmálsvandamál
Alvarlegt þunglyndi
Kransæðasjúkdómar
Æðasjúkdómar í heila
Berklar
Mislingar
Umferðarslys
Meðfæddir gallar
Malaría
Langvinn lungnateppa 12
Meiðsli vegna hrösunar 13
Járnskortur 14
Próteinskortur
og orkuþurrð
t**í
að birta er talið að um 50 milljón-
ir manna hafi dáið árið 1990 og að
þrír fjórðu þeirra hafi búið í þró-
unarlöndum. Um þriðjungur allra
dauðsfalla er vegna smitandi sjúk-
dóma og eru langflestir sem hljóta
þau örlög fólk frá þróunarlöndun-
um, aðallega böm. Flest dauðsföll í
þróunarlöndum eru þó vegna sjúk-
dóma sem ekki eru smitandi en
nokkuð er breytilegt eftir heims-
hlutum hversu margir deyja vegna
smitsjúkdóma og hve margir úr öðr-
um sjúkdómum eða slysum. Hlut-
fallslega fleiri deyja t.d. úr smitsjúk-
dómum í Indlandi og Afríku sunnan
Sahara-eyðimerkurinnar en í Kína
og Suður-Ameríku. Kransæðasjúk-
dómar eru algengasta dánarorsökin
á Vesturlöndum (2,7 milljónir árið
1990) en slag og lungnakrabbamein
eru næst í röðinni. Einungis einn
smitsjúkdómur, sýkingar í lungum,
er á lista tíu helstu dánarorsaka í
þessum sömu löndum. Lungnasýk-
ingar dróga aftur á móti einn af
hverjum tíu af íbúum þróunarlanda
til dauða árið 1990.
LífsUkur eftir
heimshluta
Smitsjúkdómar eru langfyrirferð-
armestir á hsta yfir tíu algengustu
heilbrigðisvandamálin sem þjóðir
þróunarlanda standa frammi fyrir.
Þar á meðal er niðurgangur en úr
honum dóu 2,9 milljónir manna á ár-
inu 1990, nýburasjúkdómar (2,4
milljónir), berklar (1,9 milljónir),
mislingar (1,1 milljón) og malaría
(0,9 milljónir). Það kom rannsakend-
um hins vegar á óvart að önnur og
þriðja algengasta dánarorsök í þró-
unarlöndum á árinu 1990 voru
kransæðasjúkdómar sem taldir eru
hafa dregið 3,6 milljónir manna til
dauða og slag sem varð 3.0 milfjón-
um manna að aldurtila. Atta hund-
ruð þúsund manns létu lífið í um-
ferðarslysum í þessum heimshluta
árið 1990. Tvö hundruð þúsund vest-
urlandabúar létu lífið í umferðar-
slysum á sama ári.
Rannsóknamiðurstöðumar varpa
skýra ljósi á þá staðreynd að lífslík-
ur fólks fara mikið eftir því í hvaða
heimshluta það býr. Líkur á að bam
sem fæðist í Afríku sunnan Sahara
deyi áður en það nær 15 ára aldri
era 20-25% en 1-2% líkur ef það
fæðist í iðnríkjunum. Langflest
bamanna í Afríku sunnan Sahara
deyja úr einhverjum smitandi sjúk-
dómi. Þá era 40% líkur á að karl-
maður á 16. aldursári sem býr í Af-
ríku sunnan Sahara deyi fyrir sex-
tugt en aftur á
móti 14% ef
hann er frá hin-
um iðnvædda
heimshluta.
Þessar tölur
era byggðar á
upplýsingum
frá 1990. Karl-
menn sem bú-
settir era í
Austur-Evr-
ópu þar sem
kommúnistar
réðu áður
ríkjum era
helmingi lík-
legri en
karlar frá
iðnríkjun-
AP um til að
að valda mun fleir- deyja áður
v<5 oru talin eiga citir.“ ., • ( rútuslysi en þeir ná
UMFERÐARSL ® aivarlegu LeúsuH ^ 26 sextíu ára
um en nú er ^ð^andaríUjnn«m est 21 m ajdri. Kon-
sem nýlega varð i »» slosuðust. ur frá fyrrver„
andi kommúnistaríkjum era hins
2020
Sjúkdómur/áverki
1 Kransæðasjúkdómar
2 Alvarlegt þunglyndi
3 Umferðarslys
4 Æðasjúkdómar í heila
5 Langvinn lungnateppa
6 Lungnasýkingar
Berklar
Stríð
Niðurgangur
Alnæmissmit
11 Burðarmálsvandamál
12 Ofbeldi
13 Meðfæddir gallar
14 Sjálfsáverkar
Krabbamein í barka,
berkjum og lungum
vegar mun betur settar hvað þetta
varðar en landar þeirra af karlkyni
og er munurinn á þeim og konum
frá iðnríkjunum ekki svona hróplega
mikill.
Geðsjúkdómar
áberandi
Rannsóknin leiðir einnig í ljós
hvaða sjúkdómar eða áfóll era helst
til að valda fólki örorku. Þessar
ástæður era yfirleitt allt aðrar en
þær sem valda fólki dauða og segja
rannsakendurnir að þær verði
gjaman útundan í umræðu um
heilsuvemd og forgangsröðun.
Alvarlegir geðsjúkdómar, þ.e.a.s.
alvarlegt þunglyndi, geðklofi, þrá-
hyggju- og áráttusjúkdómar og geð-
hvarfasýki, era fjórar af tíu algeng-
ustu ástæðunum íyrir örorku.
Afengisneysla er megin ástæða þess
að karlar á Vesturlöndum verða fyr-
ir heilsutjóni en er, rannsakendun-
um til nokkurrar furðu, í fjórða sæti
meðal karla í þróunarlöndunum.
Markmiðið með rannsókninni er
einnig að gera tilraun til að spá fyrir
um lífslíkur fólks sem og svokallaðar
leiðréttar lífslíkur, þar sem tekið er
með í reikninginn það álag sem fólk
verður fyrir við að missa heilsuna
fyrir aldur fram. Til þess er notað
tiltölulega einfalt líkan þar sem áhrif
þátta eins og menntunar og efha-
hags á þróun einstakra sjúkdóma
era tekin til greina. Tíðni tóbaks-
reykinga og tími era notuð sem
breytur til að sýna fram á tilkomu
farsóttarkenndra langvinnra sjúk-
dóma og tii að hægt sé að segja fyrir
um áhrif framfara og nýjunga á
borð við bólusetningar og aukna
þekkingu.
Þrír listar vora síðan útbúnir þar
sem sjúkdómum eða áverkum er
raðað eftir því hversu líklegt er talið
að þeir valdi fólki fötlun eða dauða
árið 2020. Sá fyrsti er nokkurs kon-
ar bjartsýnislisti, annar svartsýnis-
listi en sá þriðji er nefndur grann-
listi og er hann birtur hér í töflu.
Samkvæmt grannlistanum er talið
að lífslíkur karla í hinum iðnvædda
heimshluta hækki úr 73 áram í 78 ár
á tímabilinu 1990 til 2020 en kvenna
úr 81 ári í 88 ár. Lífslíkur fólks era
taldar batna í svipuðum mæli annars
staðar í heiminum fyrir utan í
kommúnistaríkjunum fyrrverandi
en þar er gert ráð fyrir að þær verði
hinar sömu árið 1990 og 2020.
Talið er að smitsjúkdómar muni
færast niður listann jrfir 15 algeng-
ustu sjúkdómana eða áfollin á
heimsvísu. Kransæðasjúkdómar
munu samkvæmt spánni verða í
efsta sæti árið 2020 og alvarlegt
þunglyndi og umferðarslys í næstu
tveimur. Alnæmissmit mun verða
mun algengara en árið 1990 og fara
upp í 10. sæti árið 2020 úr því að
vera í kringum 30. sæti. Það vekur
einnig athygli að áætlað er að tó-
baksreykingar muni árið 2020 valda
mun fleiram heilsutjóni en nú er.
Fjölmargir sjúkdómar era raktir til
tóbaksnotkunar og er talið að 3,5
miUjónir manna deyi á hverju ári
þeirra vegna. Flestir þeirra sem
munu deyja úr þessum sjúkdómum
eftir tuttugu ár era einmitt reyk-
ingamenn núna og segja rannsak-
endurnir að ef ekki takist að sann-
færa þá um að bregða af þeim vana
sínum muni reykingar draga átta til
níu milljónir manna til dauða árið
2020. Munar þar mest um reykinga-
menn frá þróunarlöndunum þar sem
annar hver karlmaður reykir að
jafnaði.
Rannsakendur segjast í grein
sinni telja að rannsóknin og þær nið-
urstöður sem búið er að birta hafi
nú þegar stuðlað að umræðum um
heilsuvemd og víkkað sjóndeildar-
hring þeirra sem um þessi mál fjalla
á heimsvísu. Menn geri sér t.d. bet-
ur grein fyrir því en áður hversu
mikilvægt sé að beina sjónum að
geðrænum sjúkdómum og öðram
sjúkdómum sem ekki era smitandi.
Þá segja þeir einnig að nú sé það al-
mennt viðurkenndara en áður að
marga sjúkdóma og meiðsli megi
rekja til fötlunar og lélegrar heilsu
þeirra sem fyrir þeim verða. Einnig
segja þeir að menn geri sér nú betur
grein fyrir þeim þáttum sem líkleg-
astir era til að valda fólki
heilsutjóni. Þar tína þeir sérstaklega
til tóbak, áfengi og kynlíf án ábyrgð-
ar sem samanlagt valda jafnmörg-
um heilsutjóni og mislingar, malaría
eða berklar.