Morgunblaðið - 16.05.1999, Page 14
14 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999
Hátækni í sókn en
lagakerfið er stirt
Lengi vel hefur verið litið á Kína sem van-
þróað land að mörgu leyti og er það ekki
að ástæðulausu, segir Eyjólfur Sigurðsson
í grein sinni. Síðustu aldir hafa Kínverjar
tekið lítinn þátt 1 mótun þeirrar tækni-
þróunar sem orðið hefur í heiminum en
það er ólíkt því sem áður var og líklegt
að breyting sé að verða á.
Reuters
GESTIR á hátæknisýningu í Peking virða fyrir sér nýjungum.
KÍNVERJAR voru búnir að
uppgötva og innleiða marg-
víslega tækni löngu áður en
það gerðist annarstaðar í
heiminum, til dæmis má þar nefna
pappír, prenttækni, púður og átta-
vita. Þeir héldu þessari forystu
fram að iðnbyltingunni en upp frá
því má segja að þeir hafi lítið annað
gert en að fylgja eftir þeirri tækni-
þróun sem hefur átt sér stað annar-
staðar í heiminum með misgóðum
árangri.
Nú er ýmislegt sem bendir tii
þess að Kínveijar séu óðum að
minnka þetta tæknibii og er jafnvel
álit sumra að möguleiki sé á að þeir
geti komist í fremstu röð á sumum
sviðum. Það er aðallega tvennt sem
veldur þessu.
Fyrri ástæðan er sú að háskólar
í Kína hafa lagt mikla áherslu á
tæknimenntun nemenda sinna.
Stærðfræðiþekking er á háu stigi
og önnur þekking eins og á hug-
búnaði er jafnvel betri heldur en
gerist annarstaðar í heiminum. Það
hefur síðan aftur skilað sér í þvi að
stór alþjóðleg fyrirtæki hafa séð
sér hag í því að koma á fót rann-
sóknar- og þróunardeildum þar í
landi. Tvö þessara fyrirtækja eru
Microsoft og Intel og eru rann-
sóknar- og þróunardeildir þeirra
einar af örfáum sem staðsettar eru
utan Bandaríkjanna. Þessi fyrir-
tæki starfa náið með háskólunum i
Kína og veita þeim nemendum sem
skara framúr bæði námsstyrki og
trygga atvinnu. Það að þessi fyrir-
tæki velji Kína í þessu efni sýnir að
þau telja að þar sé einmitt einn
besti staðurinn fyrir áframhald-
andi þróun í hugbúnaði og vél-
tækni.
Síðari ástæðan, þótt undarlegt
sé, er að hluta til orðin vegna
fjöldamorðanna á Torgi hins
himneska friðar. Fjölmargir Kín-
verjar hafa á undaförnum árum
farið til náms í Bandaríkjunum og
er talið að allt að 50.000 manns hafi
verið þar við nám þegar
fjöldamorðin voru framin árið 1989,
en eftir þau tók Bandaríkjastjóm
þá ákvörðun að veita þeim sem þar
voru við nám ótakmarkaða land-
vistarheimild. Margir þessara
námsmanna nýttu þetta tækifæri
til að fara í framhaldsnám og af
þeim fór stór hluti í nám við tölvu-
vísindi og rafmagnsverkfræði. Nú
er svo komið að þúsundir þessara
fyrrverandi nema vinna við há-
tæknistörf í Bandaríkjunum og að
minnsta kosti 1.600 þeirra vinna í
fyrirtækjum í Silicon Valley. Vitað
er að hluti þessa hóps hefur hug á
því að fara aftur heim og með því
gætu möguleikar Kina á að koma á
fót hátækniiðnaði í landinu aukist
líkt og gerðist í Tævan.
Ýmsir erfíðleikar
Þrátt fyrir að þekkingin og
möguleikamir séu til staðar í land-
inu er ekki þar með sagt að aðrar
aðstæður séu hliðhollar nýtingu
þeirra. Stjórnvöld í Kína hafa gert
sér grein fyrir því að besta leiðin til
uppbyggingar slíks iðnaðar, er að
styðja við bakið á einkafyrirtækjum
og koma á markaðsbúskap en það
hefur hinsvegar gengið hægt.
Helsta umkvörtunarefni þeirra sem
vilja nýta þessa tækniþekkingu
með því að stofna einkafyrirtæki
eða þróa einhverja vöru er að mjög
erfitt sé að fá til þess nægilegt fjár-
magn.
Þeir sem stjórna ríkisbönkunum
eru ekki enn búnir að venjast þeirri
hugmynd að lána fé til einkafyrir-
tækja og finna hátæknifyrirtæki
mjög fyrir þessu. Þau hafa mörg
hver litlar eignir á bakvið sig til
tryggingar og geta ekki sýnt fram á
ömggan hagnað og því er næstum
ómögulegt fyrir þau að fá lán.
Einnig er erfitt fyrir þau að skrá
sig á hlutabréfamarkað, því tak-
markaður fjöldi fyrirtækja fær að
skrá sig á hveiju ári og oftar en
ekki era það stóra ríkisreknu fyrir-
tækin sem fá leyfin.
Annað atriði sem er þrándur í
götu nýrra hátæknifyrirtækja er að
skýrt orðað lagakeifi til að vemda
hagsmuni þeirra og hugmyndir er
lítt þróað sem leiðir til þess að
erfitt er að veijast hugbúnaðar- og
hugmyndastuldi. Þá hefur einnig
reynst erfitt að kæra og fá skaða-
bætur eftir samningsbrot milli
kaupenda og seijenda.
Stjórnvöld í Kína hafa reynt að
bæta úr þessu með því að innleiða
ný og betri lög. Fyrir stuttu breytti
þingið í Kína stjómarskránni í
þeim tilgangi að styrkja stöðu
einkafyrirtækja sem era nú skil-
greind sem ,mikilvægur þáttur“ í
hagkerfinu í staðin fyrir að vera
lýst sem ,viðbót“ við það. Þingið
samþykkt einnig ný lög um við-
skiptasamninga sem leysa af hólmi
margar flóknar reglugerðir og ger-
ir alla samninga mun auðveldari.
Hinsvegar hefur á undanfómum
áram ekki verið nóg að breyta lög-
um og stjórnarskrá til að breyta því
hvemig hlutirnir era framkvæmd-
ir. Oft vantar mikið upp á að lögun-
um sé framfylgt af yfirvöldum og
stjómarskráin hefur oftar en ekki
verið þverbrotin, þó að það eigi sér-
staklega við í mannréttindamálum.
Auk þessa hefur dómskerfið alls
ekki getað kallast hlutlaust því að
kommúnistaflokkurinn hefur lengi
getað stjómað hvernig dómar falla
og ekki bætir úr skák að spilling
embættismanna er mikið og viðvar-
andi vandamál í Kína sem gerir
dómstólana enn frekar óáreiðan-
lega.
Þegar litið er til sögunnar er ekki
óeðlilegt að hægt gangi að koma á
markaðskerfi og lagakerfi að vest-
rænni fyrirmynd í Kína. Astæðan
er ekki eingöngu sú að kapítalískt
markaðskerfi hefur aldrei áður ver-
ið innleitt í Kína, heldur einnig að
það lagakerfi sem þarf til að koma
því á er í grandvallaratriðum ólíkt
því lagakerfi sem hefur verið við
lýði í Kína seinustu árþúsundin.
Kínversk stjómvöld hafa á unda-
fömum áram gert róttækar breyt-
ingar á lagakerfinu svo að það líkist
því sem gerist á Vesturlöndum, en
þrátt fyrir þá viðleitni er það á
mörgum sviðum vanbúið að fara
eftir þeim breytingum.
Myndun lagakerfiisins
í Kína
Saga lagakerfisins í Kína er löng
og er hægt að rekja upphaf þess
löngu fyrir daga Krists. Fyrst er
minnst á lög í Kína í sögu sem á að
hafa gerst um 2.000 f.kr. en þar
vora þau sett í sambandi við ósið-
menntaða þjóðflokka og talin stríða
gegn ,alheimsskipulaginu“ (cosmic
order). Sama andstaða var enn til
staðar um 1.500 árum seinna þegar
fyrsta lagabókin sem vitað er um í
Kína var skrifuð. Ein af þeim rök-
semdum sem notuð vora gegn
skrifuðum lögum var, að þegar fólk
myndi vita hver réttur þess væri,
þá myndi það hafna hinum óskráðu
lögum er giltu í samfélaginu og not-
færa sér lögin til að útkljá hin
minnstu deilumál sem upp kæmu í
hinu daglega lífi.
Tekist var á um þessi tvö and-
stæðu sjónarmið um 200 f.kr. og
var þá mörkuð sú stefna í lagakerfi
Kína sem farið var eftir til okkar
tíma. Þar tókust á kennimenn sem
hlynntir vora konfúsískum viðhorf-
um og kennimenn sem hlynntir
vora stöðugu og almennu lagakerfi.
Hugsunin bakvið hin konfúsísku
viðhorf var að maðurinn væri góður
í eðli sínu eða a.m.k. að hann gæti
lært að vera góður og gegn í samfé-
laginu og það væri samfélagið og
hinar almennu reglur í því sem
gerðu manninn að góðum borgara.
Þessar reglur kenndu mönnum
hvað væri rétt og rangt og kæmu
því í veg fyrir að framin væra ill-
virki. Aftur á móti kæmu lög ekki í
veg fyrir illvirkin, þau kæmu aðeins
til framkvæmda eftir að illvirkið
væri framið og væru því gagnslaus.
Þeir sem vildu stöðugt lagakerfí
færðu rök fyrir því að ein lög sem
væra skráð niður og næðu yfir allt
landið myndu bæði bjóða upp á
stöðugleika og myndu auðvelda alla
stjómun á landinu. Það myndi
einnig minnka þann skaða sem
óhæfur keisari gæti valdið því að
alltaf væri hægt að styðjast við lög-
in og stjómkerfið í kringum þau.
Kenningar þeirra síðarnefndu
vora innleiddar og notaðar í um 14
ár (221-207 f.kr.). Á þeim tíma var
lagður grannurinn að keisaraveld-
inu í Kína og stjórnun þess. Hins-
vegar fór það svo vegna grimmi-
legra laga, fjöldamorða á konfús-
ískum kennimönnum, bókabrenna
og margra annarra óvinsælla að-
gerða var gerð bylting og aftur
snúið til hinna konfúsísku viðhorfa.
Þrátt fyrir það var lagakerfið
sem komið hafði verið á ekki
afnumið að fullu, til þess var það of
gott stjórntæki. Haldið var áfram
að rita lög og dómstólar vora enn
notaðir til stjómunar í ríkinu en
konfúsískar kenningar áttu nú
greiðari aðgang að þessu kerfi og
höfðu mikil áhrif á hvemig það
starfaði næstu aldirnar.
Hið hefðbundna
dómskerfi
Dómarar störfuðu út frá þeirri
reglu að hver sá sem var ákærður
væri sekur þar til annað væri sann-
að. Þessi regla var byggð á þeirri
kenningu að enginn löghlýðinn
borgari myndi nokkum tímann
komast í kast við lögin. Ennfremur
þurfti dómarinn ekki að hafa neinar
beinar sannanir til að handtaka og
kæra fólk og þar sem pyndingar
vora ekki óalgengar við yfirheyrsl-
ur, var það álit fólks að það að
blandast í dómsmál væri ein mesta
ógæfa sem komið gæti fyrir. Leiddi
þetta til þess að fólk reyndi eftir
fremsta megni að leiða deilumál sín
til lykta fyrii' utan dómskerfið.
Áldrei kom til aðskilnaðar dóms-
og ríkisvalds, því tilgangur laganna
var aðallega að vera stjórntæki rík-
isvaldsins. Það leiddi meðal annars
af sér að lögin fjölluðu lítið um rétt
einstaklingsins og komu þvi sjaldan
við sögu þegar t.d. kom upp brot á
samningi milli tveggja einstaklinga.
Það var ekki fyrr en í byrjun ald-
arinnar sem reynt var að innleiða
MORGUNBLAÐIÐ
lagakerfi að vestrænni fyrirmynd.
Þessi litla uppbygging fór hinsveg-
ar forgörðum í þeim óróa og ólgu-
tíma sem var milli 1920-1950.
Kommúnistastjómin reyndi einnig
að innleiða þetta kei-fi en hætti
snarlega við það þegar upp komu
kröfur frá löglærðum mönnum um
að dómstólarnir yrðu sjálfstæðir,
því enn var sú skoðun ríkjandi hjá
yfirvöldum að dómstólarnir ættu að
vera stjómtæki ríkisins.
Umbætur og
vandamál
Opnun Kína útávið og ekki síst
sú tilraun að koma á markaðskerfi í
landinu hefur orðið til þess að þurft
hefur að koma á miklum umbótum í
lagakerfinu. Dómskerfið var van-
þróað, réttur einstaklingsins var
ekki virtur og margskonar einka-
málalöggjöf var einfaldlega ekki til.
Mikið hefur verið gert á undanförn-
um áram til að bæta úr þessu og í
raun hefur orðið að endurskrifa
lögin frá granni. Einnig hefur orðið
að mennta fólk til að gegna störfum
í hinu nýja dómskerfi og hefur
dómsmálaráðuneytið í Kína setti
sér það markmið að mennta um
100.000 lögmenn fyrir árið 2000 en
fáir búast við því að það takist.
Þrátt fyrir að mikið hafi verið
gert til endurbóta er enn mikið
verk óunnið. Dómskerfið er t.d.
ekki aðskilið frá ríkisvaldinu. Það
ber þó mun minna á því í einkamál-
um heldur en þar sem málefnin
varða öryggi kommúnistaflokksins.
Einnig komast þeir sem sækja mál
á hendur öðram aðilum, eins og fyr-
ir samningsbrot, að því að dóms-
kerfið er ekki alltaf reiðubúið að
refsa þeim sem braut af sér. Hægt
er að rekja það til hugmynda Mao
um refsingar og kannski lengra aft-
ur í tímann þegar fólk gerði út um
sín mál fyrir utan dómstóla.
Að áliti Mao átti einungis að nota
refsingar og þvinganir gegn óvin-
um samfélagsins, en í einkamálum
þar sem ekki var hægt að sanna að
annar aðilinn hefði brotið af sér, og
báðir höfðu kannski nokkuð til síns
máls, var frekar leitast við að sætta
málsaðila heldur en dæma öðram
þeirra í vil.
Einnig hafa margir komist að því
að ef dómstólar dæma annan aðil-
ann til að greiða sekt eða annan
kostnað, er hægara sagt en gert að
fá því framfylgt. Framkvæmda-
valdið hefur átt mun auðveldara
með að fangelsa fyrir brot heldur
en að framfylgja sektargreiðslum
fyrirtækja. Hér er ekki einungis
um vanhæfni og vankunnáttu fram-
kvæmdarvaldsins um að kenna
heldur kemur einnig inn í spilið
spilling og pólitík.
Það sem um hefur verið rætt hér
á undan era aðeins dæmi um þá
lagalegu erfiðleika sem einkafyrir-
tæki geta lent í við starfsemi sína
og þá era ótalin önnur vandamál
eins og óskilvirkt stjórnkerfi og
spilling. Sérstaklega hefur verið
rætt um lögin og framkvæmd
þeirra í þessu tilviki. Ástæðan er sú
að skýrar reglur sem er framfylgt
fljótt og öragglega er homsteinn
þess að hægt sé að koma á kapítal-
ísku markaðskerfi.
Auðvitað vantar að hluta til póli-
tískan vilja í Kína til að innleiða
þær umbætur sem þarf til að koma
á einkavæðingu í landinu. Hinsveg-
ar era þeim lögum sem þegar er
búið að koma á til að hjálpa einka-
fyrirtækjum oft ekki framfylgt sem
skyldi og er þá ástæðan nýtt laga-
kerfi, ný lög og nýr hugsunarháttur
sem tekur tíma að innleiða í hvaða
ríki sem er.
Því má segja að jafnvel þó að
menntun og þekking sé til í landinu
er ekki við því að búast á næstunni
að upp skjótist kínversk hátækni-
fyrirtæki sem verði í fremstu röð í
heiminum.
Frekar má ætla að hæfileikaríkir
einstaklingar muni sækjast eftir að
komast að hjá erlendum fyrirtækj-
um og að þeir sem búi erlendis
muni hugsa sig um tvisvar áður en
þeir ákveða að flytja aftur til Kína.
Höfundur lauk nýlega M.A. námi i
alþjóðastjdmmálum við háskólann
í Durham í Bandaríkjunum.
Lokaritgerð iians fjallaði um
lagakeríi Ki'na.