Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 30

Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 30
30 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís ISLAND ER ÞROSK- AÐUR MARKAÐUR VIÐSKIin fflVINNULÍF ASUNNUDEGI ►Navision Software ísland komst í fréttirnar í vikunni sem leið vegna samnings um þýðingu á Windows 98 og Internet Explorer 5.0. En þýðingar á hugbúnaði eru aðeins ein af greinum fyrirtækisins, sem er í örum vexti þrátt fyrir ungan aldur, stofnað í ágúst 1997. Framkvæmdastjóri Navision Software ísland er Katrín Olga Jóhannesdóttir og Morgun- blaðið ræddi við hana í vikunni. I ÞÝÐINGARMIÐSTÖÐ Navision Software Island. eftir Guðmund Guðjónsson Katrín Olga er fædd á Núpi í Fljótshlíð 1. ágúst 1962. Hún er samt Reykvíkingur í húð og hár og segir fæðingarstaðinn til- viljanakenndan þar eð móðir henn- ar var gestkomandi hjá móður sinni að Núpi er bamið vildi óvænt í heiminn. „I þá daga var ekki hægt að sjá út nákvæmlega hvaða dag bömin myndu fæðast, þannig að þessi fæðingarstaður var bara til- fallandi," segir Katrín Olga. Hún fór algenga leið í skólakerfínu, varð stúdent ft-á Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1982, lauk síðan við- skiptafræðinámi við Háskóla ís- lands og fór síðan til framhalds- náms í rekstrarhagfræði við Há- skólann í Óðinsvéum í Danmörku. Þegar heim var komið vann hún við markaðsstjómun, m.a. hjá Halldóri Jónssyni ehf. og Lystadún- Snæland, en síðustu þrjú árin hef- ur hún starfað við rekstrarráðgjöf hjá VSÓ Ráðgjöf. Eiginmaður hennar er Hávarður Finnbogason. Navision Software ísland er heildsölufyrirtæki fyrir Navison Financials fjármálakerfið, við- skiptahugbúnað, sem Navision Software A/S í Danmörku fram- leiðir og selur víða um heim. Þannig er Navision Software Is- land hluti af alþjóðlegri keðju sem hefur útibú í 20 löndum. Utibúin hafa síðan alls um 700 óháða sam- starfsaðila sem sinna smásölu og annarri þjónustu sem fellur til. „Navision hugbúnaðurinn sam- anstendur af Fjölni og Navision Financials, en Fjölnir er eldri út- gáfa af Navision Financials sem er nýjasta útgáfa hugbúnaðarins. Na- vision Financials er viðskiptahug- búnaður fyrir stór og millistór fyr- irtæki og er uppbyggt sem stjóm- tæki fyrir stjórnendur og starfs- menn fyrirtækja. Þannig sam- anstendur hugbúnaðurinn ekki eingöngu af fjárhagskerfí, heldur er einnig um að ræða ýmis kerfí sem nýtast við daglega stjómun s.s. eignakerfi, starfsmannakerfi og markaðskerfi svo eitthvað sé nefnt. Vel hefur tekist til við markaðs- setningu á Navision á íslandi sem endurspeglast í mjög góðri mark- aðsstöðu hugbúnaðarins. Markaðs- staða Navision á Islandi hefur ver- ið kortlögð, þar sem markaðnum var skipt upp í fimm einingar eftir veltu. I fyrirtækjum með veltu yfir 100 milljarða upp í veltu yfir 3 milljarða er Navision með 35-45% markaðshlutdeild, á meðan helstu keppinautamir eru með markaðs- hlutdeild á bilinu 20-22%. Þetta er því fín staða og sýnir að við erum mjög leiðandi á íslenskum mark- aði,“ segir Katrín Olga. En úr hvaða jarðvegi er fyrir- tækið sprottið? Það er Kögun sem á þetta fyrir- tæki og við samnýtum margt með Kögun, m.a. skrifstofuhúsnæði, kaffiaðstöðu og fleira. Kögun er einnig hugbúnaðarfyrirtæki, en á allt öðm sviði þannig að starfsemin skarast ekki. Navision Software Is- land er þannig tilkomið að Kögun gafst kostur á að kaupa heildsölu Strengs sem sá bæði um heildsölu og smásölu á hugbúnaði Navision. Það var svolítið skrýtið og sýnir kannski hvemig þessi geiri er, að þegar samið var við Streng fyrir ónefndar milljónir þá einfaldlega réttu þeir okkur einn CD-disk. Enda fara öll viðskipti fram í því sem við köllum skeljum, en það er rafrænn miðill sem Naviason hefur sett upp.“ Hlutverkin Katrín Olga segir að Navision Software ísland hafi nokkur hlut- verk. Fyrst sé að telja umsjón með aðlögunum á hugbúnaðinum s.s. þýðingum og einnig að fylgjast með íslenskum reikningsskilavenj- um og koma þeim inn í íslensku út- gáfu Navision Financials. Annað er uppbygging á söluneti Navision á íslandi, en í dag em sex söluaðilar hér á landi sem annast sölu og þjónustu fyrir hugbúnaðinn. Þetta em Heimilistæki, HSC, Navís- Landsteinar, Strengur, Tölvu- myndir og Tölvuþjónustan á Akra- nesi. Okkar hlutverk er að þjón- usta þessa aðila og koma viðhorfi þeirra og viðskiptavina áleiðis til móðurfyrirtækisins í Danmörku og jafnframt að endurspegla stefnu móðurfyrirtækisms þannig að ákveðið samræmi sé á stefnu Na- vision hvar sem er í heiminum. „Þetta er mjög skemmtilegt starfs- umhverfi," segir Katrín, „það er skemmtilegt að vera íslendingur á þessu sviði. Það er mikið horft til Islands því hér er mjög þroskaður markaður. Til marks um það, þá vom fimm af átta aðilum, sem boð- ið var að halda fyrirlestur og kynna hugbúnað sinn á heimsráðstefnu Naviasion, frá íslandi. Flestir sem starfa á þessu sviði hér á landi hafa verið að þróa hugbúnað fyrir er- lendan markað og yfírleitt era menn að fá frábærar viðtökur." Stóri samningurinn Sem fyrr segir, var fyrirtækið í fréttunum í vikunni sem leið vegna þýðingarverkefnis á Windows 98 og Intemet Explorer 5.0. Katrín Olga segir að aðdragandinn að verkefninu hafi verið þónokkur. Þannig hafi verið unnin ákveðin greinargerð um fyrirtækið og hvers það væri megnugt. Microsoft kaus að fara þá leið að ráða til verksins alþjóðlegt fyrirtæki á sviði þýðinga og fyrir valinu var L&H Mendez í Svíþjóð, sem síðan valdi Navison Software Island sem samstarfsaðila við þýðingamar. Ef ég velti meira fyrir mér hvað tek- ur við þá blasa við ýmis sóknarfæri og það sem við erum og höfum verið að gera er þá í lykil- hlutverki, því við verðum dæmd af verkum okkar Þannig hefur L&H Mendez yfir- stjóm verksins en þýðingarvinnan verður að stóram hluta unnin hér á. landi. L&H Mendez mun einnig sjá um prófanir á þýðingunni, en hjá þeim starfa tveir íslendingar, auk þess sem það sér um þjálfun starfsmanna NSÍ. Starfshójiur sem skipaður er fulltrúum frá Islenskri málstöð. Skýrslutæknifélaginu og menntamálaráðuneytinu fer svo yf- ir endanlegu þýðinguna. Hvað sögðuð þið um ykkur sjálfí greinargerðinni? „Að bera nafn Navision er gæða- stimpill í sjálfu sér. Við sögðum frá því að við væmm faglegt fyrirtæki með hæft og vel menntað starfs- fólk. Við höfum einnig verið að þýða yfir á önnur mál fyrir sam- starfsaðila okkar, og t.d. höfum við þýtt fyrir Tölvumyndir „Wise Fish“-hugbúnaðinn fyrir sjávarút- veg, sem þeir eram m.a. að selja í Kanada. Það er því komin góð reynsla á að þýða hugbúnað hjá fyrirtækinu og úrvinnsla okkar hefur verið það góð að verkefni hafa streymt til okkar og fleiri era í burðarliðnum. Þannig höfum við sett á stofn full- komna þýðingarmiðstöð, með öll- um þeim búnaði sem nauðsynlegur er til að vinna verkin faglega og á vandaðan hátt. Hvenær verða Windows 98 og Explorer 5.0 tilbúin og hvað tekur síðan við? „Við kvíðum ekki verkefnaleysi. Það er áætlað að þýðingu Microsoft ljúki á þessu ári. Við er- um sífellt að þýða nýjar uppfærsl- ur í Navision Financials-hugbúnað- inum og þar era einnig í burðar- liðnum ýmsar spennandi nýjungar fyrir markaðinn, s.s. netverslun sem tengir Netið og Navision Fin- ancials saman, framleiðslukerfi og tenging við Microsoft SQL 7.0 gagnagranninn svo eitthvað sé tahð. En það er gaman að líta um öxl til þess tíma er fyrsti vísirinn að þýðingarmiðstöð varð til. Það þótti mikil fjárfesting á sínum tíma, en það má skoða samninga á borð við Microsoftsamninginn sem afrakstur framsýninar. Ef ég velti meira fyrir mér hvað tekur við þá blasa við ýmis sóknar- færi og það sem við eram og höfum verið að gera er þá í lykilhlutverki, því við verðum dæmd af verkum okkar. Þetta er gífurlega hraður markaður og honum fylgir mikil „dínamík“. Við megum alls ekki sofna á verðinum þrátt fyrir góða markaðsstöðu heldur verðum við að vera vel vakandi yfir þröfum viðskiptavina okkar, enda er þeirra ánægja okkar ánægja „ segir Katrín og heldur svo áfram: Því má ekki gleyma, að þótt kastljósið hafi verið á þýðingar- stöðinni okkar að undanfömu þá er það bara einn hluti af starfsemi okkar. Sóknarfærin hggja ekki ein- ungis í þýðingum á hugbúnaði. Við höfum verið að vaxa ört sem heild- sölufyrirtæki og sjáum fram á að vöxtur geti enn haldið áfram. Við þurfum að sama skapi að vita hvað við áttum ekki að gera, t.d. munum við ekki færa út kví- amar með því að halda inn á smá- sölumarkaðinn. Þá væram við farin að keppa við samstarfsaðila okkar. Við munum heldur ekki gerast full- trúar hérlendis fyrir neina þá sem keppa við þá sem við eram fulltrú- ar fyrir nú þegar. En umfram allt þá era spennandi tímar framund- an.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.