Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.1999, Blaðsíða 38
J38 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 *--------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigurður Guð- björn Ólafsson var fæddur í Reykjavík 5. sept- ember 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. maí siðastliðinn. For- eldrar Sigurðar voru Ólafur Einars- son, bifreiðarstjóri, f. 1.9. 1887, d. 19.6. 1974, og Magdalena Margrét Benedikts- dóttir, húsfreyja, f. 13.5. 1891, d. 7.6. 1930. Ólafur og Magdalena áttu átta börn auk Sigurðar, en þau eru: 1) Bene- dikt, f. 19.8. 1910. 2) Einar Kjai-tan, f. 11.6. 1913, d. 20.10. 1992. 3) Björgvin, f. 6.8. 1916. 4) Hallóra Kristjana, f. 20.12. 1918. 5) Guðgeir Oddur, f. 27.5. 1920. 6) Kjartan Siguijón, f. 1.8. 1921, d. 24.6. 1986. 7) Guðrún Jóhanna, f. 16.11. 1923, d. 26.8. 1988. 8) Þórólfur Valur, f. 6.4. 1925. Seinni kona Ólafs var Guðrún Halldórsdóttir,hús- freyja, f. 14.7. 1908, d. 29.4. 1993. Þau áttu þrjár dætur: 1) Magdalenu Margréti, f. 29.8. 1931. 2) Ólaffu Auði, f. 21.12. 1934. 3) Dagnýju Ólu, f. 21.9. 1940. Árið 1960 hófú þau sambúð Við kveðjum ástkæran föður okkar: Sú trú, sem ijöllin flytur, oss fári þyngstu ver, ei skaða skeyti bitur, þann skjöld ef berum vér, í stormum lífe hún styður og styrkir hjörtu þreytt, í henni’ er fólginn friður, sem fær ei heimur veitt. Minn Jesús, lát ei linna í lífi trú mér hjá, svo faldi fata þinna égfáiþreifaðá og kraftinn megi kanna, semkemuræfráþér til græðslu meinum manna og mest blessun lér. Sigurður og Ólafía Sigríður Brynjólfs- dóttir frá Minna-Kn- arrarnesi á Vatns- leysuströnd, f. 28.2. 1936. Þau gengu í hjónaband 31. desem- ber árið 1966 en slitu samvistum 11 árum síðar. Börn Sigurðar og Ólafíu eru: 1) Ólaf- ur, f. 23.7. 1961, sam- býliskona hans er fris Guðmundsdóttir, syn- ir þeirra eru Helgi Már og Birgir. 2) Bryndís Hólm, f. 7.10. 1962, synir hennar eru Kristján Kári og Daníel Heimir. 3) Mar- grét Guðrún, f. 14.12. 1963, sam- býlismaður hennar er Brynjar Bjarnason, dætur þeirra eru Jó- hanna og Elena, sonur Margrétar er Hilmar Guðbjöm. 4) Sigurður Garðar, f. 15.12. 1964, eiginkona hans er Lína Dagbjört Friðriks- dóttir, sonur Sigurðar Garðars er Brynjólfúr Öm. 5) Magdalena Margrét, f. 6.7. 1966, sambýlis- maður hennar er Símon Amar Sverrisson, börn Magdalenu em Aðalheiður Ósk og Sigurður Ró- bert. Ólafía átti fyrir synina Gunnar f. 18.10. 1952 og J. Brynjólf Hólm f. 4.2. 1954. Sigurður ólst upp í stómm systkinahópi í Bræðraparti í í trú mig styrk að stríða og standast ein og ber, í trú mig láttu k'ða, svo líki, Drottinn, þér. Er dauðans broddur bitur mér beiskri veldur þrá, þá trú, er ijöliin flytur, mig friða láttu þi (H. Hálfd.) Ólafur, Bryndís, Margrét, Sigurður og Magdalena. Við kveðjum afa Sigurð með söknuði. Þegar við lítum til baka, koma margar góðar minningar upp í hugann sem gaman er að rifja upp. Þó svo að síðustu mánuðir hafi verið erfíðir hjá honum, snéri hann oftast Laugardal hjá föður sínum og stjúpmóður, en móður sína missti hann þegar hann var 9 mánaða. Árið 1942 fluttist fjöl- skyldan í Kirkjubæ við Laugar- nesveg 58 og bjó Sigurður þar allt til ársins 1960 er hann stofnaði heimili sjálfur. Sigurður hóf störf hjá Eim- skip árið 1948 en fram að þeim tíma hafði hann m.a. haft það að sumarstarfi frá 11 ára aldri að annast mjólkurflutninga á hestakerru frá Laugabóli í Laugardal. Eftir tveggja ára starf hjá Eimskip hóf hann störf þjá Áburðarverksmiðj- unni og var þar til ársins 1955 er hann flutti sig til íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflug- velli þar sem hann starfaði á þungavinnuvélum _ og ýmsum tækjum í 10 ár. Árið 1958 fór hann ásamt hópi vinnufélaga til Bandaríkjanna á námskeið í meðferð vinnuvéla og tækja. Frá 1965 til 1970 starfaði Sig- urður hjá Jarðýtunni s/f og eft- ir það hjá Ámokstri s/f til árs- ins 1976 er hann hóf störf þjá BM Vallá. Upp frá því, utan ár- anna 1978 til ‘80 er Sigurður ók eigin vörubíl á Vörubílastöðinni Þrótti, starfaði hann hjá BM Vallá allt til ársins 1993. Sig- urður hafði alla tíð mikinn áhuga á verkalýðsbaráttunni og var um tíma í stjórn Dags- brúnar og í trúnaðarmannaráði félagsins. Utför Sigurðar verður gerð frá Áskirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 13.30. öllu á besta veg og gantaðist með hlutina. Núna vitum við að honum líður vel og er laus við allar þjáning- ar. Hann er kominn til foreldra og systkina umvafinn hlýju. Megi góði Guð geyma hann. Helgi Már og Birgir. Mig langar að minnast tengda- föður míns, Sigurðar, í örfáum orð- um. Við þekktumst í þrjú ár, það voru góð ár en ég hefði viljað hafa þau fleiri. Hann sýndi mér einstak- an hlýhug og tók mér sem dóttur strax frá fyrsta degi. Hver hefði trúað því þegar ég og Bói giftum okkur fýrir tveimur ár- um að Sigurður ætti svona stuttan tíma eftir með okkur? Við héldum að honum hefði tekist að sigrast á veikindum sínum, reyndar tókst honum að hafa betur í nokkur ár með vilja, trúarstyrk og sínu aðals- merki sem var húmorinn. Það var sama hvað á gekk, hann gat alltaf gert grín og gott úr öllu saman. Eg er þakklát fyrir þessi þrjú ár sem ég fékk að þekkja Sigurð. Ég kveð hann með söknuði. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafiia, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (M. Joch). Lína D. Friðriksdóttir. Sigurður Ólafsson er látinn. Hann fæddist í húsinu Bræðrapart- ur í Laugardal í Reykjavík árið 1929 og hefði því orðið 70 ára á þessu ári. Hann missti ungur móður sína og var yngstur í stórum systk- inahóp en eignaðist fljótlega ágæta fósturmóður sem gekk honum í móðurstað. Faðir hans var Ólafur Einarsson bifreiðastjóri og starfaði hann meðal annars lengi á Hreyfli. Þótti hann mikill sögumaður og naut óskiptrar athygli þeirra er á hlýddu. Það má segja að Sigurður Ólafsson hafí erft þarna tvennt frá föður sínum. Hann starfaði alla tíð við bifreiðastjóm eða við stjóm vinnuvéla og frásagnarlistin var honum í blóð borin ásamt fleiri góð- um kostum. Þessara kosta fengum við vinnufélagar hans að njóta í rík- um mæli og viljum við þakka honum samfylgdina og vináttuna. Sigurður var starfsmaður steypustöðvarinnar BM Vallá þegar fundum okkar bar saman. Hann var þar trúnaðarmað- ur starfsmannanna og vakti yfir vel- ferð þeirra í hvívetna. Þama kom fram enn einn kostur þessa manns en það var áhugi hans á verkalýðs- málum. Hann var alla tíð mikill verkalýðssinni og hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum svo að ekki sé kveðið fastar að orði. Faðir hans stundaði smábúskap í Bræðraparti og ólst hann upp við almenn sveita- og heimilisstörf sem þótti sjálfsagt að börn fengju að taka þátt í. Einnig ók hann hestvagni fyrir ná- grannabóndann, bar út blöð og fleira. Hann stundaði nám í Laugar- nesskólanum og sótti auk þess fundi KFUM í Drengjaborg hjá Friðriki Ólafssyni, sem var leiðtogi þar. Sigurði þótti ávallt vænt um Laugardalinn og sótti kirkju í ná- grenni við hann og hélt mikið uppá þá presta sem þjónuðu þar. Sigurð- ur er alinn upp á miklum umbrota- tíma í sögu þjóðarinnar og hreifst með þeim áhrifum sem bárust hing- að frá öðrum þjóðum og í vélamenn- ingu og skemmtanahaldi. Hann starfaði lengi hjá Loftleiðum og einnig á Keflavíkurflugvelli svo að eitthvað sé nefnt og á tímabili rak hann sinn eigin vörubíl á Þrótti. Hér er ekki hægt að gera nægilega grein fyrir Sigurði vini okkar á þann hátt sem honum bæri. Það væri efni í heila bók ef ekki tvær. Við viljum aðeins þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessum manni og eiga hann að vini og eins- konar föður því hann kom fram við okkur eins og hann ætti í okkur. Sigurður var tvíkvæntur og átti hann fimm böm með fyrri konu sinni sem syrgja föður sinn og vilj- um við senda þeim og öllum hans systkinum og öðrum ættingjum og vinum okkar samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur og hugga í sorginni. Albert og Birgir. í viðtali sem ég átti við vin minn Sigurð G. Ólafsson í Morgunblaðinu í júh'mánuði árið 1996 rifjaði hann m.a. upp bemskuár sín í Laugardal í Reykjavík á fjórða áratug aldar- innar þegar Laugardalurinn var dæmigert íslenskt sveitaumhverfi. Sigurður ólst upp í stóram systkina- hópi, bræðurnir vora sjö og syst- urnar fimm. Þar af eru þrjár hálf- systur sem Ólafur, faðir Sigurðar átti með stjúpmóður Sigurðar. I við- talinu minntist Sigurður stjúpmóð- ur sinnar með hlýhug og virðingu. Sigurður G. Ólafsson var fæddur í Reykjavík 5. september árið 1929. Móðir Sigurðar, Magdalena Mar- grét Benediktsdóttir lést þegar Sig- urður var aðeins níu mánaða og hann var alinn upp á Laugarmýrar- bletti 7 í Laugardal hjá föður sínum Ólafi G. Einarssyni, sjómanni, vöra- bifreiðastjóra og síðar leigubifreiða- stjóra og stjúpmóður Guðrúnu Hall- dórsdóttur. Sigurður ólst upp í Reykjavík á árum heimskreppunnar miklu á fjórða áratug aldarinnar þegar at- vinnuleysi og skortur gerði vart við sig og miklir erfiðleikar vora hjá verkafólki. Ólafur G. Einarsson fað- ir Sigurðar var dugnaðarforkur og Sigurður lagði áherslu á það í fyrr- nefndu viðtali að á æskuheimilinu hefði aldrei vantað neitt og þar hefði alltaf verið nóg að bíta og brenna. Ólafur G. Einarsson var togarasjómaður til ársins 1928 að hann kom í land og keypti vörabif- reið og stundaði um árabil vörubif- reiðaakstur og síðar leigubifreiða- akstur. A unglingsáram vann Sigurður ýmis störf t.d. var hann í bæjarvinn- unni hjá Sigurbergi Elíassyni og við losun og lestun skipa hjá Eimskip við Reykjavíkurhöfn árið 1948, sama ár og hann tók bílpróf. Þá vann hann um tíma hjá Aburðar- verksmiðjunni eða til ársins 1955. A þeim árum tók hann virkan þátt í verkalýðsbaráttunni og var um tíma í stjóm Dagsbrúnar og í trúnaðar- mannaráði félagsins. Hann var alla tíð einlægur verkalýðssinni og bar- áttumaður fyrir þjóðfélagi jafnréttis og bræðralags. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu aímælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmæhsfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. LEGSTEINAR t Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 SIGURÐUR OLAFSSON Um miðjan sjötta áratug aldar- innar réði Sigurður sig í vinnu hjá Islenskum aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli á þungavinnuvélum, jarðýtum, vegheflum, krönum og ýmiss konar tækjum og starfaði þar í tæpan áratug, en árum saman eftir að hann hætti störfum þar suður frá vann hann á þungavinnuvélum, vöruflutningabifreiðum og jarðýtum og t.d um árabil hjá BM Vallá. Á heimili sínu rifjaði Sigurður oft upp árin þegar hann starfaði á Keflavíkurflugvelli. í frásögum Sig- urðar heitins var gálgahúmor og ógleymanlegar lýsingar á vinnufé- lögum og þá fór Sigurður oft á kost- um. Sigurður Ólafsson hafði þannig húmor að jafnvel fólk sem hló helst ekki, hló aldrei hærra og innilegra en þegar Sigurður sagði frá atvik- um og fólki sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni. Kímni og léttleiki var einkennandi í fari Sigurðar Ólafs- sonar. Það era um það bil tveir áratugir síðan ég kynntist vini mínum Sig- urði Ólafssyni. Ég bjó þá í Norður- mýrinni í Reykjavík og þangað kom Sigurður eitt sinn á bifreið með góð- um vini okkar. Þeir vora komnir til að bjóða mér í ökuferð um Reykja- vík. Við Sigurður höfðum ekki fyrr tekist í hendur en mér fannst ég hafa þekkt hann lengi. Hann átti hjónaband að baki og var einhleyp- ur og stundaði dansstaðina og hafði gaman af að dansa, en taldi sig hafa verið óttalegan tréhest á dansgólf- inu framan af. Hann hafði þann góða eiginleika að taka sjálfan sig ekki alltof hátíðlega og að skopast að ýmsu í eigin fari ekki síður en samferðarmanna. Hann var ljúfur og góður félagi og vinur. Sigurður var meðalmaður á hæð, myndarleg- ur á velli, þéttvaxinn, herðabreiður, stæltur og mikið snyrtimenni í klæðaburði. Hann keypti íbúð í nýju fjölbýlis- húsi við Grettisgötuna og þar sátum við stundum á síðkvöldum yfir kaffi og meðlæti. Kvikmyndahús vora þarna allt í kring með nýjustu kvik- myndirnar, en þau freistuðu ekki. Að sitja í stofu heima hjá Sigurði Ólafssjmi og heyra hann segja frá ýmsu sem hann hafi lifað fyrr á ár- um var mun ánægjulegra og skemmtilegra. Hann fór víða og kynntist mörgu fólki og kunni þá list að segja þannig frá að það er ógleymanlegt. Hann hafði ánægju af að lesa ævisögur þekktra íslend- inga og frásagnir af alþýðufólki og fólki sem hafði lifað viðburðaríka ævi. Oft setti Sigurður spólu í myndbandstækið eftir nokkrar skemmtilegar sögur af samferðar- fólki. Á sjónvarpsskerminum birtist gamli sjarmörinn, kvennagullið og glaumgosinn, Frank Sinatra, með hljómsveit Count Basie og söng New York, New York eða My Way. Frank Sinatra, Ella og Louis Arm- strong voru uppáhaldssöngvarar Sigurðar. Þannig stundir vora einnig þegar hann keypti nýja íbúð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ í Reykjavík fyrir örfá- um áram. Þar hlustuðum við á djassmúsík og ræddum sameiginleg áhugamál og þjóðmálin. Sigurður gerði að ganni sínu og var hrókur alls fagnaðar hvort sem var heima í stofu meðal vina og ættingja eða í margmenni. Það var í marsmánuði 1993 að Sigurður greindist með þann sjúk- dóm sem nú hefur lagt hann að velli. Barátta gegn illvígum sjúk- dómi fór í hönd. Vini mínum Sig- urði var brugðið. Hann var ákveð- inn að berjast til þrautar og um tíma voru góðar horfur á að hann fengi bata. Hann þurfti að dvelja af og til á sjúkrahúsi og baráttan var erfið. Um tíma voru töluverðar lík- ur á að Sigurður vinur minn fengi bata. Sigurður G. Ólafsson trúði á handleiðslu þess sem öllu ræður. Hann var sannfærður um að líf væri að loknu þessu lífi og ég trúi því að vel hafi verið tekið á móti vini mínum. Ég flyt börnum Sig- urðar og öðrum ættingjum innileg- ar samúðarkveðjur. Með Sigurði G. Ólafssyni er góður drengur geng- inn. Guð blessi minningu Sigurðar G. Ólafssonar. Ólafur Ormsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.