Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 48

Morgunblaðið - 16.05.1999, Side 48
;48 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens l^,We»Swv,c“'lnc' f £GHEFHe/RT/lÐþiptSEm Y V ) KnMií? bbrr b/r> stun / ÉG6ET LyrT H5ILU 6&iM4t/ / BEkr/cPEessUi Hundalíf Sjáðu, pabbi minn keypti handa Pabbar hunda geta ekki keypt hluti.. Beit pabbi þinn einhvern mér poka með marmarakúlum.. tímann einhvern? % BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sérfræðingar, kyn- skiptiaðgerðir og meint mistök guðs Frá Glódísi Karin E. Hnnnesdóttur: Staðreynd Ég er meybam við fæðingu 1960. ÉG trúi því að ég sé kvenkyns enda fór ekkert úrskeiðis við þann þátt félagsmótunar minnar að sannfæra mig um að ég er kvenkyns. Omenntuð móðir mín átti auðvelt með að greina að hún hafði fætt meybam þegar ég fæddist, enda er þetta ekki flókið heldur einfalt. Þetta er ein af staðreyndum lífs- ins og flest böm vita að þau era annaðhvort drengir eða stúlkur á innan við tveimur ámm. Af þessari staðreynd mótast kynhlutverkin sem em lærð og sveigjanleg ólíkt staðreyndinni um kjm manns. Meint mistök guðs Það þarf stundum (reyndar mjög sjaldan) að kalla til sálfræðinga til þess að skera úr um hvort þú ert karl eða kona. Þessir sérfræðingar álíta að guð eða náttúran eins og þeir kjósa það geri stundum mistök og setji drengi í kvenlíkama og stúlkur í karllíkama. Þeir telja sig geta greint mistök guðs með prófum sínum og leiðrétt svo mistökin með skurðaðgerð. Fórnarlömb mistaka manna Ég tel að þeir sem íhugi kyn- skiptiaðgerð séu fómarlömb óskýrra skilaboða manna um stað- reynd lífsins og ruglaðra skilaboða um að þessari óumbreytanlegu staðreynd sé hægt að breyta, ásamt algjöm markaleysi svokallaðra sér- fræðinga sem „rökræða" um jafn augljósa staðreynd eins og hvort guð skapaði þig karl eða konu. Möguleikinn á kynskiptiaðgerð er að mínu mati mistök. Einstaklingar í þessum vanda, að halda að þeir séu í röngum líkama, leita til sérfræðinga og fá marklaus- ar úrlausnir sem lýsir að mínu mati villuvegi sálfræðinnar, takmarka- laust bull. Margir sérfræðingar byggja síð- an á mati sálfræðinnar og hafa oftrú á niðurstöðum hennar. Spumingar Hafa þessir sálfræðingar, læknar eða aðrir sérfræðingar sem að þess- um málum koma engin mörk? Geta læknavísindin „hjálpað" mér að verða froskur ef ég er sannfærð um að innra með mér er ég froskur í mannslíkama? Finnst læknavísindunum eðlilegt að beita meðferð undir þessum kringumstæðum sem freistar þess að sannfæra mig um að ég hafi ranghugmyndir um eigið eðli eða hnífnum? Hvert stefnir og hvar endar þetta? GLÓDÍS KARIN E. HANNESDÓTTIR, Hábergi 7, Reykjavík. Forn-grískar skáldkonur Frá Tryggva V. Líndal: NÚ ÞEGAR Kvennalistinn er fyrir bí og afturkippur virðist kominn í hina löngu vegferð íslenskra kvenna til jafnréttis við karla, þurfa þær ef- laust að leita sér nýs innblásturs til afrekskvenna í fortíðinni. Ég held að fáum þeirra muni þó vera ijóst hversu langt aftur í tímann er hægt að finna kvenrithöfunda sem Ijóð em varðveitt eftir. Vil ég því greina stuttlega frá fímm slíkum. Saffó (Skarandrónýmosardóttir) var frá Lesbey í Miðjarðarhafí, á sjöttu öld fyrir Krist (líkt og skáld- bróðir hennar Alkaios). Hún var af aðalsættum. (Bróður átti hún sem hét Karaxos. Hún gekk að eiga Kerkýlas nokkurn á Andrey, og fékk dóttir þeirra nafnið Kleiis; eftir móð- ur hennar.) Seinna mátti hún fara í útlegð til Sikileyjar, ásamt öðra að- alsfólki á Lesbey, en fékk svo að snúa heim aftur. Af Ijóðum hennar að dæma snér- ust áhugamái hennar mest um per- sónuleg sambönd; (einkum við hóp af hástéttarstúlkum. Hétu þær helstu Atthis, Anaktóría, Andrómeda og Gorgó). Hún var einnig mjög trúuð; einkanlega á ástargyðjuna Afródítu. Af þeim sem hafa þýtt ljóð eftir hana á íslensku má nefna Bjama Thorarensen, Helga Hálfdanarson, Kristján Amason og undirritaðan. Praxilla hét önnur skáldkona. Hún var uppi á fimmtu öld f.Kr., í Sikyon í Argólishéraði á Grikklandi. Hún orti bæði drykkjuvísur og helgisöngva. Telesilla bjó á Argey á fjórðu öld f. Kr. Hún reit lofsöngva til guðanna, einkum ætlaða konum. Korinna var uppi á sömu öld, í Bó- etíuhéraði á Grikklandi. Hún orti einkum söguljóð handa kvennakór- um. Anýte bjó í Arkadíu á Pelópsskaga Grikklands, á þriðju öld f. Kr. Hún orti stuttljóð, skopstælingar á erfíljóðum, og Ijóð um náttúrana. Ljóð eftir þessar skáldkonur má finna í erlendum bókum; t.d. í Greek Lyric Poets, eftir Willis Barnstone. Vil ég eindregið ráðleggja íslenskum konum að kynna sér þessar fom- grísku kynsystur sínar, því fátt segir af kvenrithöfundum í heiminum næstu þúsund árin á eftir þeim; og fer þeim reyndar ekki að fjölga að ráði fyrr en tvö þúsund áram seinna; eða á 18. öld eftir Krist. TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Rvík. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.