Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR •• Qlgerðin Egill Skallagrímsson ehf. kaupir Catco hf. • • Olgerðin færir út kvíarnar Jón Ásgeir Jóhannesson Gagnrýni til varnar heildsölum JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að Haukur Pór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, væri með gagnrýni sinni á fyrirtækið, sem birtist í blað- inu í fyrradag, fyrst og fremst að verja hagsmuni heildsala, þannig að hann væri ekki að tala fyrir munn allra í sínu félagi. „Við höfum sagt að það verði að verða breyting á heildsölustiginu; ég veit ekki hvort menn kalla það hortugheit að Baugur sætti sig ekki við að heildsalar séu með 26-30% meðalálagninjgu og haldi uppi háu vöruverði á Islandi," sagði Jón As- geir. Jón Asgeir sagði að e.t.v. myndi Samkeppnisstofnun skoða málið eitthvað, en bætti því við að fá- keppni yrði aldrei á matvörumark- aði hérlendis vegna þess góða að- gengis sem væri inn á markaðinn. Pá sagði hann að markaðshlutdeild Baugs væri ekki 60-70% heldur um 65% á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson ehf. hefur fært út kvíarnar og keypt fyrirtækið Catco hf., sem staðsett er í Borgamesi, af Ama Helgasyni og Pórhalli Guðmundssyni, en Catco, sem fæst við framleiðslu á sterkum vínum, hefur m.a. framleitt Islenskt brennivín. Jón Snorri Snorrason, fram- kvæmdastjóri Ölgerðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að rétt fyrir páska hefði Ölgerðinni verið boðið að kaupa Catco og að síðan þá hefðu hlutirnir gerst hratt, en Jón Snorri vildi ekki gefa upp hvert kaupverðið var. Taka yfír allar eignir Auk þess að taka yfir rekstur Catco, mun Ölgerðin yfirtaka allar eignir, öll framleiðslutæki og vöru- merki fyrirtækisins. Þau vöramerki sem um ræðir era íslenskt brenni- vín, Hvannarótarbrennivín, Jökla- krap, Eldurís vodka, Tindavodka, Dillon gin og Kveldúlfur, sem er Hot’n’Sweet lakkrísstaup. Auk þessa mun Ölgerðin hafa fram- leiðsluleyfi á Pölstar vodka hér á landi, en Árni Helgason mun alfarið snúa sér að dreifingu Pölstar á er- lendum mörkuðum. Fellur vel að sölu- og dreifíngarkerfínu Jón Snorri sagði að innanlands- markaður væri helsta markaðssvæði þessarar framleiðsluvöru, en að Is- lenskt brennivín, Dillons gin og Eldurís vodka hefði verið flutt út til Færeyja, sem og að ýmsar tegundir væra seldar í fríhöfnum og farskip- um. „Pessi rekstur fellur vel að sölu- og dreifingarkeifi okkar á veitinga- hús landsins," sagði Jón Snorri. „Þetta eru vörur sem fara að stóram hluta á þessa staði, þannig að við fá- um betri nýtingu á okkar sölu- og dreifingarkerfi og það gerir okkur kannski öflugri í að bjóða veitinga- mönnum heildarlausnii', þar sem þeir geta fengið gosið, blanddrykki, bjórinn og helstu áfengisdrykki eins og vodka og gin hjá okkur.“ Aðspurður um það hvort Ölgerð- in hygðist færa enn frekar út kví- arnar, sagði Jón Snorri: „Það er auðvitað ekkert ólíklegt, fyrst við erum komnir með sterk vín, að við athugum hvort þörf sé á því að bæta við einhverju í þeirri línu sem við erum nú komnir með.“ Að sögn Jóns Snorra verður fyr- irtækið áfram rekið í Borgamesi, en fyrirtækið Engjaás ehf. mun áfram sjá um framleiðslu afurðanna í verktöku, en um 6 til 7 manns hafa unnið við hana þar. Rauði krossinn undirbýr komu fleiri flóttamanna til íslands 28 ættingjar frá Kosovo á leiðinni RAUÐI kross íslands vinnur nú að því að koma um það bil 28 manna hópi albanskra flóttamanna frá Kosovo til Islands. Þetta era allt nánir ættingjar Kosovo-AIbana sem búsettir hafa verið á íslandi í þrjú ár eða lengur, að sögn Hólm- fríðar Gísladóttur hjá Rauða krossi Islands. Hólmfríður sagði að það gengi seint að koma fólkinu til landsins. Vegna álags ytra miði ekkert heilu dagana og árangurslaus símtöl til að reyna að greiða fyrir hópnum skipti tugum eða hundruðum. Flóttamennirnir flestir skilrikjalausir Fólkið er flest skilríkjalaust og verið er að vinna að því að fá AI- þjóðaráð Rauða krossins til að gefa út ferðaskilríki til fólksins. 15 úr þessum hópi eru nú í Svartfjallalandi, ýmist í flótta- mannabúðum eða inni á heimilum vina eða vandalausra. Reynt verð- ur að koma fólkinu heim í gegnum Sarajevo vegna þess að ólíklegt þykir að unnt verði að fara með fólkið stystu leið yfir til Albaníu vegna spennu milli Svartfjallalands og Albaníu. í Sarajevo eru svo fimm til við- bótar úr þeim hópi, sem hér fær landvistarleyfi; skilríkjalaust fólk bíður þess að komast til ísland,. þannig að hugsanlega koma 20 manns í gegnum Sarajevo. Til við- bótar er 8 manna hópur í Albaníu, sem þarf að fá útgefna pappíra fyr- ir. Vitað er um tvo til viðbótar, sem veita átti landvistarleyfi, sem era inni í Kosovo en ekkert er hægt að gera fyrir það fólk. Um 200 Kosovo-Albanar á íslandi Þegar utanríkisráðherra ákvað að taka við til íslands tilteknum hópi náinna ættingja þeirra Kosovo-Albana sem hér hafa búið undanfarin ár bárust um 170-180 umsóknir, að sögn Hólmfríðar. Nokkrir úr þessum hópi, sem fengu atvinnu- og dvalarleyfi, komu til landsins á eigin vegum um svipað leyti og fyrstu flóttamenn- irnir komu hingað til lands en aðrir eiga einnig umsóknir í meðföram hjá stjómvöldum. Kosovo-Albanar, búsettir á íslandi, eru nú um 200 talsins, að meðtöldum þeim 73 flóttamönnum, sem komið hafa til landsins undanfarnar vikur. Morgunblaðið/Ástvaldur ÁTTA íslendingar aka nú yfír Grænlandsjökul á leið til Syðri- Straumíjarðar. Myndin er tekin í um 2.400 m hæð, 180 km austur af DYE-2 ratsjárstöðinni. Morgunblaðið/MU ÁSTVALDUR Guðmundsson ekur jeppanum Pamelu yfir jökul- sprungu. Smíðaðar voru meðfærilegar brýr til að leggja yfir sprungur. Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Míru. Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Tóbaksvarnar- nefnd í tilefni Reyklausa dagsins á mánudag. Jepparnir á leið til Syðri-Straumfj arðar LEIÐAN GURSMENNIRNIR í ICE225 leiðangrinum voru á Ieið að DYE-2 ratsjárstöðinni og áttu ófarna um 180 km þangað um hádegi í gær. Ætlun þeirra var að setja upp búðir við stöðina í nótt. Þaðan verður svo haldið áleiðis til Syðri-Straumfjarðar þar sem Toyota-jepparnir verða settir í flutningaskip. Nú er orð- ið siglingarfært þangað en ekki er von skipakomu til austur- strandarinnar fyrr en eftir mitt sumar. I Isortoq kvöddu Islendingarn- ir Danina sem tóku þátt í fyrstu ökuferðinni yfír Grænlandsjökul. Þeir Arngrímur Hermannsson, Freyr Jónsson, Ingimundur Þor- steinsson og Ástvaldur Guð- mundsson fóru til baka með bíl- ana og í Isortoq bættust í hópinn þeir Arni Árnason, Emil Ágústs- son, Hallgrímur Arngrímsson og Ómar Ragnarsson. Leiðangurs- menn gera ráð fyrir því að kom- ast til Syðri-Straumfjarðar jafn- vel strax á mánudag. Ferðin hefur gengið vel frá Isortoq. Uppi á jöklinum rákust leiðangursmenn á villuráfandi sleðahund, sem þeir gáfu að éta. Dagbók leiðangursmanna, mynd- ir og fleiri upplýsingar eru á fréttavef Morgunblaðsins, http://www.mbl.is. Samgöngubót eða náttúruspjöll á Vatnaheiði? ►Fyrirhuguð vegargerð yfir Vatnaheiði á Snæfellsnesi fær misjafnar viðtökur. /10 „Framtak íslands til fyrirmyndar“ ► Rætt við Anne-Christine Eriksson, almannatengslafulltrúa fyrir svæðisskrifstofu Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. /12 Nýsköpun ‘99 ► Rætt við sigurvegara í sam- keppni um viðskiptaáætlanir. Áttatíu og tvær hugmyndir bárust í keppnina. /26 Sólin sest aldrei hjá STRAX ►Viðskiptaviðtalið er við Óla Ant- on Bieltvedt í Hong Kong. /30 ► l-24 Alheilaga meyjan ► Guðrún Nielsen tálgar merki- lega gripi listavel og var móðir hins mikla listamanns, Alfreðs Flóka. /1&2.4 Hittust eftir 55 ár ►Goðafossslysið vekur enn sárar minningar í hugum mai'gra. Ný- lega hittust nokkur sem af komust. /6 Kvikmyndahátíðin í Cannes ► Litast um á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem lauk um síðustu helgi. /12 FERÐALÖG_________ ► l-4 Reykjanes - Langanes ►Ekið um vetur frá Reykjanestá yfir landið austur að Fonti. /2 Álfasteinar á Borgarfirði eystri ► Steiniðja er rekin á Borgarfirði eystri. /4 D BÍLAR ►i-8 r ABS-bremsur auka öryggi ► Umfjöllun um ABS-hemlakerfi og hvernig þau virka. /2 Reynsluakstur ► Daihatsu Cuore er sæmilega snöggur og ódýr bíll. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Rafrænn tæknigarður fyrir upplýsingatækni ►Evrópusambandið fjármagnar samstarfsverkefni. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir W4/8/bak ídag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjörnuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34 Hugvekja 50 Minningar 36 Fólk í fréttum 54 Viðhorf 36 Útv/sjónv. 52,62 Myndasögur 48 Dagbók/veður 63 Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 22b INNLENDAR PRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.