Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 23/5 -29/5
►VINNSLUSTÓÐIN hf. til-
kynnti á þriðjudajjfinn að
allri landfrystingu í núver-
andi mynd yrði hætt og 89
manns sagt upp störfum.
Þetta er gert vegna 600
milljóna króna taps á rekstri
fyrirtækisins fyrstu 6 mán-
uði rekstrarársins.
►RÍKISSTJÓRNIN hefur
ákveðið leyfilegan heildar-
afla fyrir næsta fiskveiðiár,
en að mestu er farið eftir til-
lögum Hafrannsóknastofn-
unar. Þorskaflinn verður
250.000 tonn.
►UA og Burðarás hafa
keypt öll hlutabréf Raufar-
hafnarhrepps í Jökli hf. eða
61% hlutafjárins og var
kaupverðið um 580 milljónir
króna. Gert er ráð fyrir að á
þessu ári verði reksturinn
sameinaður rekstri ÚA.
►ÍSLENSKI jeppaleiðang-
urinn er kominn yfir Græn-
landsjökul og er það í fyrsta
skipti sem austur- og vestur-
ströndin hafa verið tengd
landleiðina. Leiðangurinn er
nú á leiðinni til baka yfir
jökulinn.
►HÉRAÐSDÓMUR Reykja-
ness hefur dæmt 24 ára Ní-
geríumann í 12 mánaða
fangelsi fyrir að hafa í febr-
úar sl. haft 11,2 milljónir
króna af Islandsbanka í
Keflavík með skjalafalsi og
fjársvikum.
►TALSMENN Samtaka
verslunarinnar fóru á föstu-
dag á fund Samkeppnis-
stofnunar og ræddu þar
stöðu Baugs hf. á matvöru-
markaðnum, en þeir telja að
Baugur, sem markaðsráð-
andi aðili, misnoti aðstöðu
sína.
Ný ríkisstjórn
ÞRIÐJA ríkisstjómin undir forsæti
Oddssonar tók við stjórnartaumunum á
ríkisráðsfundi á Bessastöðum á fóstu-
daginn, en það eru sjálfstæðismenn og
framsóknarmenn sem stjórna landinu
eins og á síðasta kjörtímabili. Sam-
kvæmt stjómai'sáttmálanum verða
helstu markmið stjórnarinnar að vinna
að sem víðtækastri sátt um fiskveiði-
stjórnkerfið og beita aðhaldssamri hag-
stjóm þannig að ííkissjóður verði rek-
inn með umtalsverðum afgangi. Þá á að
endurskoða lög um Stjórnarráð Islands
og færa Byggðastofnun undir iðnaðar-
ráðuneytið og fella Seðlabanka íslands
undir forsætisráðuneytið.
Fimm nýir ráðherrar
NOKKRAR breytingar era á ráðherra-
skipan, því fimm nýir ráðherrar setjast
nú í ráðherrastóla. Flokkarnir halda
sömu ráðuneytum og á síðasta kjör-
tímabili en fjölga þeim úr tíu í tólf.
Fjórir þingmenn taka við ráðuneytum
þeirra Guðmundar Bjamasonar og Þor-
steins Pálssonar, sem eru hættir þing-
mennsku, þ.e. Guðni Agústsson verður
landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdótt-
ir verður umhverfisráðhema, Árni M.
Mathiesen verður sjávarútvegsráð-
herra og Sóiveig Pétursdóttir verður
dóms- og kii'kjumálaráðherra. Þá lætur
Halldór Blöndal af störfum sem sam-
gönguráðherra og tekur við embætti
forseta Alþingis, en Sturla Böðvarsson
verður samgönguráðherra. Síðar á
kjörtímabilinu er ráðgert að Valgerður
Sverrisdóttir taki við félagsmálaráðu-
neytinu af Páli Péturssyni.
Milosevic ákærður
fyrir stríðsglæpi
LOUISE Arbour, aðalsaksóknari
stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóð-
anna í Haag, tilkynnti á fimmtudag, að
formleg ákæra og
handtökuskipun hafi
verið gefin út á
hendur Slobodan
Milosevic, fórseta
Júgóslavíu, og fjór-
um öðmm háttsett-
um ráðamönnum
landsins. Em þeir
ákærðir fyrir glæpi
gegn mannkyninu. í
flestum vestrænum
ríkjum var tilkynningu Arbours fagnað,
en ráðamenn í Kína og Rússlandi sögð-
ust óttast að ákæran gæti torveldað
friðarumleitanir. Þá sagði Constantine
Mitsotakis, fyrrverandi forsætisráð-
herra Grikklands, að ákæran væri „al-
varleg mistök" og að hún drægi úr lík-
um á því að samkomulag næðist um frið
í Kosovo. Þá var greint frá því á
fimmtudag, að Rússar muni ef til vill
senda tíu þúsund manna friðargæslulið
til Kosovo náist samkomulag í deUunni í
héraðinu. Þá var hermt að BUl Clinton
Bandaríkjaforseti teldi til greina koma
að senda 90.000 manna landher til
Kosovo, náist ekki samkomulag á næstu
þrem vikum.
Kínverjar sakaðir
um njósnir
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna,
hét því á þriðjudagskvöld að frekari
ráðstafanir til þess að vemda kjam-
orkuleyndarmál landsins eftir að örygg-
ismálanefnd Bandaríkjaþings birti
skýrslu þar sem fullyrt er að Kínverjar
hafi stundað umfangsmiklar njósnir í
Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi.
Kínversk stjómvöld hafa vísað ásökun-
um þessum á bug og segjast aldrei hafa
stundað kjamorkunjósnir í Bandarfkj-
►GENGI evrunnar, hinnar
sameiginlegu Evrópumyntar,
féll í vikunni. Um miðjan dag
á fimmtudag var gengi henn-
ar gagnvart Bandaríkjadoll-
ar 1,0410 og hafði aldrei ver-
ið lægra. Það hækkaði aðeins
síðar um daginn. Nýbirtir
hagvísar Evrópusambands-
ríkjanna eru meginástæða
hinnar skyndilegu lækkunar
og eru taldir vera til marks
um stöðnun i efnahagslífi
Evrópuríkja.
►PAKISTANAR kváðust á
fimmtudag hafa grandað
tveim indverskum orrustu-
þotum er flogið hafi yfir yfir-
ráðasvæði þeirra í Kasmír.
Indveijar héldu því hins veg-
ar fram að þoturnar hafi
farist Indlandsmegin við
markalínuna er skiptir hér-
aðinu í tvennt. Indverjar
hófu á miðvikudag árásir á
skotmörk í Kasmír til að
flæma burt pakistanska
skæruliða sem voru sagðir
hafa laumast yfir á indverskt
yfirráðasvæði.
►ÆRIN Dollí, sem einrækt-
uð var fyrir þrem árum,
fæddist miðaldra, ef svo má
segja, að því er vísindamenn-
imir, sem ræktuðu hana,
greindu frá á fimmtudag.
Erfðaefni hennar var fengið
úr sex ára gamalli á, og er
því níu ára, þótt DoIIí sjálf sé
aðeins þriggja ára. Ekki er
alveg ljóst hvaða áhrif þetta
mun hafa á líf Dollíar.
►NY sljómarkreppa var yf-
irvofandi í Rússlandi á föstu-
dag eftir að Míkhaíl Zadorn-
ov sagði af sér embætti að-
stoðarforsætisráðherra. Þyk-
ir þetta staðfesta fréttir und-
anfarið um að óljóst sé hver
fari í raun með stjórn efna-
hagsmála í Kreml.
FRETTIR
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
ÁRNI Johnsen, Þorsteinn Pálsson og Steindór Gestsson frá Hæli, leiðtogar sunnlenskra sjálfstæðismanna frá 1967.
Ársskýrsla
Rauða kross íslands
Sextíu milljón-
ir í neyðarað-
stoð á sex
mánuðum
í ÁRSSKÝRSLU Rauða kross ís-
lands, sem lögð var íyrir aðalfund
félagsins í gær, kemur m.a. fram að
tekjur félagsins á síðasta starfsári,
frá 31. júlí til 31. desember 1998,
voru tæþíega 346 milljónir króna. Á
þessum sex mánuðum varði félagið
um 104 milljónum til alþjóðahjálp-
arstarfs, sem náði til 36 landa. Áf
þeirri upphæð var um 60 milljónum
króna varið til neyðaraðstoðar.
Verkefni vegna náttúruhamfara
og félagslegrar neyðar voru áber-
andi í hjálparstarfi félagsins á
starfsárinu, sem nær aðeins til síð-
ari helmings 1998 vegna breytinga
á fjárhagsári félagsins. Aðstoð við
Rússa, en talið er að um 17 milljónir
þeirra lifi undir fátæktarmörkum,
var umtalsverð. Hún fólst í matvæl-
um, fatnaði og fjármagni að and-
virði um 36 milljónir króna. Þá varði
Rauði krossinn um tíu milljónum til
hjálparstarfs vegna náttúmhamfar-
anna í Mið-Ameríku þegar fellibyl-
urinn Mitch gekk yfir.
Tólf sendifulltrúar störfuðu fyrir
félagið víða um lönd og sjálboðaliða-
starf var sem fyrr öflugt. Nefndir
eru tugir sjálfboðaliða sem tóku
þátt í móttöku flóttamanna á
Blönduósi og sjálfboðaliðar ung-
mennahreyfingarinnar sem unnu að
margvíslegum verkefnum.
I neyðarathvarfi fyi'ir börn og
unglinga, sem er í Rauðakrosshús-
inu, dvöldust 76 ungmenni og gesta-
komur í Vin, athvaif fyrir geðfatl-
aða, voru yfír átta þúsund.
Tombóluböm fá sérstakar þakkir
í skýrslunni en hundruð þeirra
færðu félaginu tæpar 180 þúsund
krónur á tímbilinu sem varið var til
aðstoðar börnum í Hondúras þar
sem fellibylurinn Mitch geisaði.
„Þökkum Ingibjörgu
lánið á Þorsteini“
Hveragerði. Morgunblaðið.
SJÁLFSTÆÐISMENN á Suður-
landi héldu Þorsteini Pálssyni og
konu hans Ingibjörgu Rafnar veg-
legt kveðjuhóf á Hótel Selfossi á
föstudagskvöld. Vel á annað hundrað
Sunnlendingar heiðruðu þau hjón
með nærvem sinni.
Fjölmargh' tóku til máls og vora
þeim hjónum þökkuð góð störf og
vinátta við Sunnlendinga í þau sext-
án ár sem Þorsteinn hefur verið
þingmaður kjördæmisins. Halldór
Gunnarsson, Holti, talaði sérstak-
lega til Ingibjargar Rafnar, eigin-
konu Þorsteins, og sagði Sunnlend-
inga nú vera að skila henni Þorsteini
aftur eftir langa og farsæla sam-
vinnu. Sunnlendingar gerðu sér vel
grein fyrir því álagi sem fylgdi því að
eiga eiginmann í jafn erilsömum
störfum og Þorsteinn hefur gegnt í
gegnum tíðina og fyrir þau störf
þökkuðu þeir nú.
Helgi Ivarsson, Stokkseyri, flutti
hnitmiðaða ræðu til þingmannsins og
konu hans og þeir vom margir sem
tóku undir orð hans þar sem hann
þakkaði Þorsteini framlag hans til
Suðurlands sem og til landsins alls.
Ingibjörg og Þorsteinn hverfa nú til
nýrra starfa á erlendum vettvangi en
hann mun taka við stöðu sendiherra í
London innan skamms. Ef mai'ka má
orð sunnlenskra sjálfstæðismanna
má ætla að gestkvæmt verði í sendi-
ráðinu í London enda hafa þau hjón
eignast marga góða vini á Suðurlandi
í gegnum störf sín þar síðustu 16 ár.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
NÝR landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, tekur fyrstu
skóflustunguna að nýrri garðamiðstöð.
Skóflustunga tekin að
nýrri garðamiðstöð
NÝR landbúnaðarráðherra,
Guðni Ágústsson, lét það verða
Nauðsynleg
áhugafólki
um garðrækt
® Jafnt fyrir
byrjendur sem vana
garðyrkjumenn.
• 550 blaðsíður í
stóru broti.
• 3.000 litmyndirog
skýringarteikningar.
Sannköiiuð aifræði
4>
FORLAGIÐ
Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Jiotoniioii * i»t i
eitt af sínum fyrstu verkum í
gærdag að taka fyrstu
skóflustunguna að nýrri garða-
miðstöð Gróðurvara ehf., versl-
unar Sölufélags garðyrkju-
manna, sem staðsett verður að
Stekkjarbakka 4-6 við norður-
enda Mjóddarinnar í Reykjavík.
Garðamiðstöðinni, sem gerð er
að evrópskri fyrirmynd, er ætlað
að gefa fólki kost á að versla á
einum stað allt sem tengist gróð-
urrækt og garðyrkju. Lögð verð-
ur áhersla á það sérstaka and-
rúmsloft sem tengist gróðri í
notalegu umhverfí.
Stefnt er að því að miðstöðin
verði opnuð fyrir árslok. I fyrsta
áfanga er gert ráð fyrir 2.580 fm
undir verslunarhúsnæði og vöru-
geymslu og 880 fm undir heild-
sölu. Að auki verður 450 fm
plasthús fyrir sumarblómasölu
og stórt útisvæði með yfirbyggð-
um gönguleiðum.
Arkitekt er Ólafur Sigurðsson
hjá Arkþingi en landslagsarki-
tekt er Gunnar Gunnarsson.
Malcolm Scott Consultants Ltd.
veita sérhæfða ráðgjöf og hönn-
un á útiathafnasvæðum ásamt
innanhússkipulagi.