Morgunblaðið - 30.05.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 30.05.1999, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 Nám til meistara Meistaraskóli fyrir: Bakara Framreiðslumenn Kjötiðnaðarmenn Matreiðslumenn Kennsla hefst í september. Innritun fer fram í skólanum 2.-3. júní. Umsóknum fylgi staöfesting á sveinsprófi. Skrifstofan er opin frá kl. 8.00—16.00. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI v/Digranesveg - 200 Kópavogur, sími 544 5530, fax 554 3961. Netfang mk@ismennt.is Viðskiptaháskólinn í Reykjavík Skólaárið 1999-2000 Umsóknarfrestur um skólavist er til 9. júní 1999. • Markmið skólans er að útskrifaðir nemendur séu framúrskarandi fagmenn sem eru eftirsóttir í at- vinnulífinu og eigi greiðan aðgang að framhalds- námi við erlenda háskóla. • Kennt er í tveimur deildum. Nám í tölvunarfræði- deild er þriggja ára nám til BS-prófs í tölvunarfræði. Eftir tvö ár útskrifast nemendur sem kerfisfræðingar VHR og býðst þeim þá að sækja um nám á þriðja ári, sem lýkur með BS-prófi. • Viðskiptadeild býður upp á þriggja ára markvisst nám í viðskiptafræði. Nemendur útskrifast með BS- gráðu að námi loknu. Einnig gefet nemendum kost- ur á að útskrifast eftir tveggja ára nám með diploma í viðskiptafræði. • Umsæfýendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Við val á umsækjendum eru ein- kunnir á stúdentsprófi lagðar til grundvallar, en einnig er tekið tillit til þess á hvaða braut nemendur hafa stundað nám. Sérstaklega er horft til góðrar undirstöðu í stærðfræði og upplýsingatækni. Tekið er tillit til viðbótarmenntunar, starfsferils og annarra upplýsinga sem fylgja umsókn. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Viðskiptaháskólans fýrir 9. júní 1999. Umsóknareyðublöð eru fáanleg á skrif- stofú VHR að Ofanleiti 2, 103 Reykjavik, og á vefsíðu www.vhr.is/umsokn. 5 Viðskiptaháskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2,103 Reykja- I vík Sími 510 6200. Símbréf510 6201. Netfáng vhr@vhr.is. I Vefslóð: www.vhr.is VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN I REYKJAVlK ______________________MORGUNBLAÐIÐ ljstír Rifrildi minnisins MYJVPLIST Listasat'n Arnesinga MÁLVERK PÉTUR HALLDÓRSS0N Opið klukkan 14 til 18. Sýningin stendur til 30. maf. PÉTUR Halldórsson er líklega þekktastur fyrir olíumálverk sín þar sem hann túlkar á stórum fleti flóknar hugmyndir með grófum en markvissum strokum, en undan- farin ár hefur hann unnið að því að blanda saman ýmsum efnum í myndum sínum svo úr verður eitt- hvað sem segja má að falli mitt á milli málverks og klippimyndar eða collage. Á sýningu sinni í Listasafni Árnesinga á Selfossi sýnir hann átján slíkar myndir sem eru að vísu smærri en maður á að venjast frá hans hendi en sóma sér þó vel í salnum. I myndunum má sjá rifrildi af ýmiss konar pappír, stundum áprentuðum með auglýsingaefni, trúarlegum indverskum myndum eða óræðum, moskulegum frétta- myndum. Yfir þetta allt og í kring hefur Pétur síðan teiknað og mál- að með farva og lími svo úr verður margra laga málverk þar sem fundið efni og frumverk málarans rennur saman í eitt. í teikningum Péturs kennir ýmissa grasa en þó eru svipmyndir frá Reykjavík nokkuð áberandi og þar má greina þekktar byggingar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju innan um annað. Vinna Péturs með auglýsingar hefur nokkur áhrif á gerð þessara mynda, ekki síst þegar kemur að því áprentaða efni sem hann nýtir í myndirnar. Pó er það sem áður fyrst og fremst formbyggingin og tilfinning Péturs fyrir efni og áferð sem vekur athygli. Hann hefur greinilega afar fágaða til- finningu fyrir bæði efni og formi en ögrar sífellt í myndunum bæði sjálfum sér og áhorfendum með því að beita grófu efni og grodda- legum pensilstorkum, líkt og hann vilji kanna þanþol formsins og jafnvel ganga af því dauðu. Hver einasta sýning Péturs Halldórs- sonar er átakasýning og þótt myndimar í Listasafni Arnesinga séu ekki stórar eru átökin þar hörð líkt og áður. EIN mynda Péturs Halldórssonar. SAFNSÝNING ÝMSIR LISTAMENN í EFRI sölum Listasafns Ái-nes- inga - svokölluðum Bjarnveigai-- og Halldórssal - hefur verið sett upp sýning þar sem konur og karl- ar úr héraðsnefnd hafa valið verk úr eigin eigu eða annarra til sýnis og skrifað með sögu verksins nokkra greinargerð um valið. Á sýningunni kennir að vonum margra grasa. Þar er að finna mál- verk eftir ýmsa þekkta listamenn en einnig gömul hannyrðaverk, myndir eftir böm og ýmislegt fleira. Þarna má sjá merkilega mynd eftir Kjarval frá fjórða ára- tugnum, „Konuna með hattinn“ mynd eftir Finn Jónsson, fallega mynd af rjúpum eftir Eggert Guð- mundsson og þrykk af lynghrauni eftir Jón Reykdal. Þá er á sýning- unni ansi merkileg mynd eftir Erró sem sögð er vera frá árinu 1950 og sýnir fugl á bláum gmnni, dreginn einföldum línum. Grétar Guð- mundsson - Tarnús - á líka stórt verk frá árinu 1970 á sýningunni þar sem hann málar hesta í sam- spili við kjarvalskt hraunlandslag. Að þessum þekktu listamönnum ólöstuðum er þó eitt skemmtileg- asta verkið á sýningunni myndin „Klakahöllin", lítil olíumynd í hvít- um og bláum tónum. Þessi mynd mun hafa verið keypt af manni sem dvaldist á Kleppsspítala fyi-ir all- nokkrum árum og þekkja eigendur myndarinnar hann ekki undir öðru nafni en Bóbó. Sýning héraðsnefndarinnar er vel til fundin og sýnir að þræðir listarinnar liggja víða og merkasta listasafnið er það sem er í vörslu heimilanna vítt um landið. Jón Proppé SÁLUFÉLAGARí LEIT AÐ ÁSTINNI KVIKMYJVPIR Regnboginn Vorvindar — Kvik- myndahátíð Háskóla- bíós og Regnbogans VESTRI „WESTERN" ★★★ Leikstjóri: Manuel Poirier. Handrit: Poirier og Jean - Francois Goyet. Aðalhlutverk: Sergei López, Sacha Bourdo, Elisabeth Vitali, Marie Matheron. Frakkland 1997. FRANSKA myndin Vestri eða „Western" er yndisleg lítil kómedía og vegamynd um tvo puttaferðalanga og vini á ferð um norðvesturhéruð Frakklands. Annar, Paco, er nýrekinn skósölu- maður frá Katalóníu en hinn, Nino, er aumingjalegt flækings- grey, ættaður frá Rússlandi. Fundum þeirra ber þannig saman að Nino rænir bifreið Pacos svo Paco missir vinnuna en hefur af tilviljun upp á Nino og lemur hann í klessu. Vinskapur þeirra hefst á sjúkrahúsinu þegar Paco heim- sækir Nino að vita hvernig hann hefur það. Þeir eru báðir einstaklega skemmtilegir ferðafélagar þótt gjörólíkir séu og vináttusamband- ið sem þróast á milli þeirra er bæði ljúfsárt og fallegt. Paco hef- ur allt til að bera til að vera vin- sæll kvennamaður, myndarlegur, samræðugóður og heillandi. Nino er ekkert af þessu, flækingur sem sefur í pappakössum og „kannski einu sinni, tvisvar á ári á farfugla- heimili“, ræfilslegur mjög til fara og næstum mösulbeina og upp- stökkur með víni þegar kvenfólkið veitir vini hans alla athyglina en lífskúnstner og heimspekingur inn við beinið. Saman gera Paco og Nino þessa frönsku mynd að sérlega ánægju- legri skemmtun. Flækingur þeirra um Frakkland, kvennafar og sam- ræður allar eru bæði launkómísk- ar en einnig alvarlegar og hið raunsæja yfirbragð, sem leikstjór- anum Manuel Poirier tekst að skapa, eykur mjög á vigt hennar; það er sjaldnast sem maður verð- ur var við að verið er að kvik- mynda líf þessa fólks. Hvergi feilpúst að finna í leikn- um hvort sem í hlut eiga Sergi Lopez í hlutverki Pacos eða Sacha Bourdo í hlutverki Ninos eða kvenfólkið allt sem á vegi þeirra verður. Þetta er hjartastyrkjandi mynd um sanna vináttu manna sem báðir eru útlendingar í Frakklandi og leita undir niðri leiða út úr flækingi sínum, sálufé- lagar í leit að ástinni. Vestri er alltof sjaldgæft íyrirbrigði í bíó hér, nefnilega óvæntur glaðning- ur. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.