Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 28

Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 28
'28 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ EGGER.T MAGNÚSSON FORMAÐUR KNATTSPYRNUSAMBANDS ÍSLANDS Morgunblaðið/Skapti EGGERT Magnússon er önnum kafinn maður. Hér talar hann heim til íslands frá Barcelona. Myndin er tekin í anddyri hótels sem kennt er við Spánarkonung og málverk af Jóhanni Karli er í bakgrunni. EGGERT var nefndur karlinn í kexinu í fyrirsögn greinar um fyrirtæki hans, kexverk- smiðjuna Frón, hér í blaðinu fyrir nokkrum misserum. Karlinn í knattspyrnunni á ekki síð- ur við um formann KSI, því sú fagra íþrótt fangar huga hans að miklu leyti daglega. Hann var á Wembley um síðustu helgi á úrslita- leik ensku bikarkepninnar og sá svo úrslitaleikinn í Barcelona á mið- vikudag. Og leiddist ekki. „Það að ég skuli vera formaður í Knatt- spymusambandinu og þar á undan verið í stjómunarstörfum hjá stóra félagi í nokkur ár er allt tilkomið af þeirri staðreynd að ég hef brenn- andi áhuga á fótbolta og hef haft síðan ég var smástrákur. Eg er oft spurður að því hvemig ég geti rekið eigið fyrirtæki, þar sem reksturinn verður sífellt umfangsmeiri, sam- hliða því að vera á kafi í fótboltan- um og hef svarað því til að knatt- spyman hefur gefíð mér miklu meira en ég hef sjálfur lagt af mörkum. Mér þykir þetta bara svo skemmtilegt," segir Eggert. Formaður KSI hefur nú í fjögur ár setið í einni helstu nefnd Knatt- spyrnusambands Evrópu (UEFA), svokallaðri félaganefnd (Club committee) sem sér um öll Evrópu- mót félagsliða og er einnig í ung- linganefnd alþjóða knattspymu- sambandsins (FIFA). Eggert sækir sex til átta fundi á ári erlendis vegna UEFA-nefndarinnar, t.d. er alltaf fundur daginn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Með honum í nefndinni era til að mynda varafor- maður enska stórliðsins Arsenal (og sá sem sagður er öllu ráða á þeim bæ), David Dein, Galliani forseti ný- krýndra Italíumeistara AC Milan, formaður sænska knattspymusam- bandsins, þess hollenska og rúss- neska og þess má geta að formaður UEFA, Svíinn Lennart Johansson og framkvæmdastjórinn Gerhard Aigner, sitja einnig alla fundi henn- ar. „Ég fer líka stundum sem eftir- litsmaður út á stærri leiki, og gæti gert meira af því ef ég hefði meiri tíma. Það er ómetanlegt að kynnast mörgum nýjum forystumönnum, starfið víkkar sjóndeildarhringinn og svo skemmir auðvitað ekki fyrir að ég sé mjög mikið af skemmtileg- um leikjum!" Eggert segir að fyrir þá sem séu í forystu í jafn stóru sambandi og KSI, skipti alþjóða- tengsl miklu máli og ljóst er að hans mati að það yrði mjög óhentug þró- un að menn sætu of stutt í embætti eins og formanns KSÍ, ef þeir eru á annað borð hæfir. „Kynni af fólki skipta miklu; leikimir sem við sömdum um við MöKumenn um daginn komu til dæmis bara til vegna vinskapar míns við formann knattspymusambands Möltu. Það var mjög gott að fá leikinn úti um daginn, vegna þess að við erum að fara í leik sem við þurfum helst að geta stjórnað og því kom leikurinn sér vel fyrir Guðjón landsliðsþjálf- Eggert Magnússon varð formaður KSÍ 1989, starf- semi sambandsins hefur vaxið ört undir stjórn hans og hann trúir því að nú hilli jafnvel undir það ævintýri að ísland eigi í fyrsta skipti raunhæfa möguleika á að komast í úrslitakeppni stórmóts. Skapti Hallgrímsson settist niður með Eggerti í Barcelona á miðvikudag- inn, fyrir úrslitaleik Meist- aradeildar Evrópukeppn- innar, til að ræða um eitt og annað sem tengist helsta áhugamál for- mannsins, knattspyrnu - sem Eggert hefur brenn- andi áhuga á, svo vægt sé til orða tekið. / ara og strákana. Svo spilum við aft- ur við Möltu heima í sumar fyrir Andorraleikinn." Lykilleikur á laugardag ísland mætir Armeníu í Laugar- dal næstkomandi laugardag og í kjölfarið fylgir viðureign við Rússa úti miðvikudeginum þar á eftir. ís- land gerði markalaust jafntefli í Ar- meníu í fyrra en sigraði þá Rússa heima, og hefur níu stig í þessum undanriðli heimsmeistaramótsins, þar sem eru einnig lið heimsmeist- ara Frakka, Úkraínu og Andorra. „Leikurinn við Armeníu er lykilleik- ur fyrir okkur; við eram með níu stig, okkur hefur gengið ævintýra- lega vel og ég hef stillt dæminu þannig upp að ef við vinnum Ar- meníu og Andorra heima, eins og við ætlum auðvitað að gera, þá verð- um við komnir með 15 stig, sem hef- ur aldrei gerst. Eftir Andorraleik- inn heima í september fáum við Úkraínumenn í heimsókn - og það gæti orðið hreinn úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum. Ef það ævin- týri gerðist síðan að við ynnum Úkraínu heima í september þá yrðu stigin orðin 18. Mér segir svo hugur að Úkraínuleikurinn verði stærsti leikur sem Island hefur nokkum tíma spilað," segir formaðurinn. Miklar breytingar Gífurleg breyting hefur orðið á rekstri KSÍ á síðasta áratug, segja má að hann hafi tekið stakkaskipt- um. „Já, það má orða það þannig. Veltan hefur farið úr 40 til 50 millj- ónum upp í 150 til 160 milljónir á ári á þessu tímabili. Við eram komnir með mjög öfluga skrifstofu sem þjónustar félögin mjög vel. Sú þjón- usta þykir þeim sjálfsögð, en ekki er lengra síðan en þegar ég var for- maður knattspymudeildar Vals að við þurftum til dæmis að sjá algjör- lega um allt sjálfir varðandi Evr- ópuleiki. Það er ánægjulegt að við skulum geta þetta; breytingarnar hafa í raun orðið meiri en ég átti von á en geysileg breyting hefur líka orðið í knattspyrnunni í Evrópu almennt." Eggert varð formaður KSÍ í árslok 1989 og hann segir að fljótlega eftir hafi náðst tímamóta- samningur í sambandi við sjón- varpsréttindi. „Það var algjör ævin- týrasamningm- fyrir Island á þeim tíma; við vorum í undanriðli EM með Spáni og Frakklandi og dutt- um í þann lukkupott að fyrirtækið sem við sömdum við var einmitt að sækja mjög fast fram til að ná tang- arhaldi á markaðnum í löndunum tveimur. Við lentum í þeirri hring- iðu og náðum mjög góðum samn- ingi. Segja má að á áranum eftir 1990 hafi orðið mikil sprenging varðandi sjónvarpsréttindi í Evr- ópu. Við höfum nú tvö tímabil í röð verið með samning við þýska fyrir- tækið UFA, mjög hagstæða að okk- ar mati og þeir hafa gjörbreytt möguleikum okkai'; enda hefur ver- ið hægt að gera miklu meira til upp- byggingar ungra leikmanna en áð- ur, svo dæmi sé tekið. Þeir hafa fengið íleiri leiki og síðan hefur orð- ið algjör bylting varðandi kvennaknattspyrnuna. Þegar ég tók við var ekkert kvennalandslið í gangi en nú era þau fjögur." Landslið karla hefur gert frá- bæra hluti að undanfórnu undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þjálf- arinn nefndi það í viðtali í Morgun- blaðinu fyrir skömmu að styrkja þyrfti stöðu liðsins, útgerð þess þyrfti að verða sambærileg og hjá öðrum þjóðum. Hvað segir formað- urinn; er þetta raunhæf krafa? „Nei, því er fljótsvarað. Ef við tökum enska, danska, norska og sænska landsliðið sem dæmi - lið frá þjóðum nálægt okkur, lið sem hafa tekið þátt í úrslitakeppni stór- móta undanfarið - þá höfum við ein- faldlega ekki fjárhagslegt bolmagn til að búa eins að okkar liði og þess- ar þjóðir. Islenska liðið hefur náð mjög góðum árangri undanfarið en það hefur þó ekki haft áhrif fjár- hagslega, ekki ennþá. Kæmumst við hins vegar í úrslitakeppni EM yrði stökkbreyting þar á. Þegar vel gengur er starfið reyndar mun létt- ara að mörgu leyti og samstarfsaðil- ar ánægðari en það skapar ekki meiri peninga - ekki fyrr en við komumst í úrslitakeppni.“ Hvað fengi KSÍ mikla peninga, til dæmis fyrir að komast í næstu úr- slitakeppni Evrópumóts landsliða? „Við fengjum líklega ríflega 100 milljónir frá UEFA um leið og við kæmumst áfram og svo meira síðar. Staðreyndin er hins vegar sú að eins og tekjur sambandsins eru í dag þá er stærsta hlutfallið vegna sjónvarpsréttar og gegnum sam- starfsaðila. Því miður er innkoma af landsleikjum ekki mikil en ég vona að það eigi eftir að breytast á næst- unni. Við geram ráð fyrir því að Laugardalsvöllur verði fullur á þeim leikjum sem eru á næstunni vegna þess hve vel liðinu hefur gengið undanfarið. Að fólk komi til að sjá og hvetja eigið lið vegna þess að því hefur gengið svo vel en ekki bara til að horfa á góð erlend lið, þegar þau koma til landsins." Guðjón gert stórkostlega hluti „Það er alveg ljóst að Guðjón hefur gert stórkostlega hluti með landsliðið," heldur Eggert áfram. „Hann hefur nú mótað sitt lið, tók

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.