Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 29
I- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 29 við þegar var að koma HM ár og þannig er að þá fáum við alltaf miklu fleiri verkefni upp í hendurn- ar en annars - lið sem eru að fara í úrslitakeppnina þurfa að fá æfinga- leiki. Hann fékk því góða mögu- leika á tiltölulega skömmum tíma til að búa til sitt lið, með þeim mönnum sem hann vildi nota. Guð- jón hefur sjálfur þann hæfileika, sem er svo svakalega mikilvægur í dag, að fá leikmenn til að trúa á það sem þeir eru að gera; fá þá til að trúa að mögulegt sé að ná ár- angri sem hingað til hefur ekki ver- ið álitið að væri hægt. Nú vinna menn allir sem einn að því að ná svo langt.“ Fréttir af því að KSÍ hefði ekki rætt við Guðjón um áframhaldandi samning skutu upp kollinum eftir landsleikina tvo í vetur, en samn- ingurinn rennur út í haust. „Upp- runalega gerðum við samning til tveggja ára sem rennur út í haust og alltaf var ljóst af minni hálfu að ég myndi ekki ræða við hann um áframhaldandi samning fyrr en eftir leikina í júní í sumar,“ segir Egert. „Af og til hafa hafa birst fregnir um að erlend lið hafi sýnt honum áhuga og það finnst mér bara mjög spenn- andi og jákvætt. Eg held að við hjá KSÍ lítum svo á að alveg eins og draumur hvers knattspymumanns er að komast utan til að leika við bestu aðstæður sem atvinnumaður þá er það líka draumur okkar hæf- ustu þjálfara að fá tækifæri til að þjálfa góð lið erlendis. Ef sá draumur rættist hjá Guðjóni að hann fengþgott tilboð að utan er ljóst að KSÍ myndi aldrei setja hon- um stólinn fyrir dyrnar. Auðvitað yrði mikil eftirsjá að Guðjóni ef hann færi frá landsliðinu og ég vona að hann verði áfram hjá okk- ur, ég vona að ég nái áframhaldandi samningi við hann þegar við förum að tala saman í sumar. En fjárhag sambandsins er þröngur stakkur skorinn og við getum ekki keppt við erlend lið sem bjóða himinhá laun.“ Draumsýn um hið opinbera Stærstur hluti starfs forystu- manna í íþróttahreyfingunni snýst um peninga og Eggert hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi þau mál. „Ég hef talað lengi um að framlag hins opinbera á Islandi til íþrótta þurfi að vera miklu meira en raun ber vitni. Æskulýðs- og unglingastarf félaganna er geysi- mikið; þau taka við börnum nánast sem smábörnum og ala þau meira og minna upp til unglingsára; á sumrin, þegai- skólar era ekki starf- andi, eru félögin með knattspyrnu- skóla og nokkurs konar barnagæslu og ég held að foreldrar sem era með börnin í gæslu hjá íþrótta- hreyfingunni séu mjög ánægðir með það. Ég held líka að það sé mjög gott fyrir börnin; það er heillavænlegt og þroskandi að taka þátt í starfi íþróttahreyfingarinnar, bæði í leik og ekki síst keppninni sjálfri. Og svo má ekki gleyma hversu mikið forvarnarstarf er unnið þar; hve gildi íþróttanna gagnvart heilbrigði er mikið og vonandi þarf minni peninga í heil- brigðismálin vegna þeirra sem stunda íþróttir frá barnæsku og halda því áfram en annarra. Mér finnst hreinlega að við í íþrótta- hreyfingunni þurfum að taka hönd- um saman og berjast fyrir því að fá meiri peninga beint frá Alþingi. Við þurfum að standa betur saman; við erum stór og sterkur hópur sem verður að afla meiri peninga. Petta verður að gerast undir stjórn Iþrótta- og ólympíusambandsins (ISÍ) en við forystumenn í íþrótta- hreyfingunni erum allir tilbúnir að berjast með.“ Eggert gagnrýndi mjög starf- semi Afreksmannasjóðs ÍSÍ á síð- asta ársþingi KSI. Snúast stærstu baráttumál hreyfingarinnar í dag um peninga? „Já, og hvað varðar afreks- mannasjóðinn eru ákveðnar reglur sem hafa verið í gildi og þær hafa fyrst og fremst beinst að afrekum í einstaklingsíþróttum en mun erfið- ara hefur verið fyrir flokkaíþróttir að fá styrkveitingar úr sjóðnum. Ég gagnrýndi meðal annars að ekki skyldi hægt að veita styrki vegna tiltekinna afreka - til dæmis þegar landslið okkar í knattspyrnu gerði jafntefli við Frakka. Ég held að varla hafi verið unnið meira afrek en að gera jafntefli við heimsmeist- arana í vinsælustu íþróttagrein heims. Það er alveg ljóst að KSÍ og t.d. körfuboltasambandið hafa setið eftir við styrkveitingar.“ Gagnrýni Eggerts var m.a. svar- að þannig til á sínum tíma að A- landslið karla væri sjálfbært, m.a. af forseta ISI. „Mér finnst sú rök- semd bara út í hött. Það má ekki gleymast að nánast allar tekjur knattspyrnusambandsins eru til komnar vegna A-liðsins og þar vega tekjur vegna sjónvarpsréttar þyngst. Ef A-landsliðið væri ekki til væri engin önnur starfsemi í gangi. Menn mega heldur ekki gleyma því að ekkert sérsamband hefur haft jafn mikinn metnað í hæfileikamót- un og KSÍ, nánast alveg síðan 1990, og það er meðal annars ástæða þess að við erum að ná jafn góðum árangri nú og raun ber vitni. Ungir menn sem spila 50-60 unglinga- landsleiki fá mikla reynslu og þeir verða betri leikmenn íyrir vikið. St- arfið hjá félögunum er líka mjög mikið og gott og allt þetta gerir það að verkum að fleiri leikmenn en ella komust til erlendra félaga og það stuðlar svo áfram að betra A-lands- liði.“ Varðandi peningamálin segir Eggert það hafa verið meiriháttar með hverju árinu. Áhuginn er mestur á ÉM og HM - stóru þjóð- irnar hugsa um stórleikina; Þýska- land, England, Frakkland, Spánn og Ítalía vilja helst bara spila inn- byrðis. Það er því ekki sjálfgefið að við höfum alltaf svo stórt hlutfall af okkur tekjum af sjónvai-pi, ef þetta breyttist, því lítil áhugi er á að kaupa sjónvarpsréttindi vegna leikja milli lítilla þjóða. Við verðum að vera meðvitaðir um það. Þess vegna berjumst við á hverju einasta ári hjá KSÍ við að láta hlutina ganga upp, við gerum áætlanir og verðum að vera harðir að láta þær standast. Ef ekki á að reka sam- bandið með tapi verðum við að gjöra svo vel að kunna að segja nei! Til dæmis þurfum við stundum að neita leikjum sem bjóðast." Eggert segir hins vegar að búið sé að þenja starfsemi KSÍ svo mik- ið út, mörg landslið séu í gangi og umfangið í heild mikið, að ekkert megi út af bregða. „Við gætum lent í tapi og jafnvel slæmu tapi sum ár, og það er ekkert gaman að vinna í slíku umhverfi til lengdar.“ Traustur fjárhagur mikilvægur „Það er mikilvægt fyrir KSI að fjárhagsleg uppbygging þess sé ávallt traust, það er eitthvað sem ég má ekki sjá fyrir mér að við að minnsta kosti lágmarksmennt- un. Það er gott og við eigum að gera kröfur um þetta, því það er í yngri flokkunum sem efniviðurinn mótast og það skiptir verulegu máli uppá framhaldið hvernig staðið er að málum í byrjun." Spennandi framtíð Eggert segir af nógu að taka í framtíðinni, verkefni skorti ekki og margt spennandi sé vissulega að gerast. „Til dæmis stofnun hlutafé- laga þar sem KR og Fram riðu á vaðið. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þau mál þró- ast. Ég tel að þróunin hljóti að taka nokkurn tíma; að menn verði að fara fetið í þessum efnum, en ef þetta skapar meiri peninga fyrir ís- lenska knattspyrnu er það af hinu gððu því hreyfíngin þarf sífellt meiri peninga. „Það er ánægjulegt að ákvörðun skuli hafa verið tekin um byggingu knattspyrnuhúss í Keflavík og ég vil óska Keflvíkingum til hamingju með að vera iyrstir til að taka þetta stóra skref inn í framtíðina. En ég tel alveg ljóst, og treysti því, að knattspyrnuhús muni rísa í Reyka- vík innan tveggja ára - tel mig hafa vissu fyrir því frá pólitískum meiri- hluta í Reykjavík að svo verði. Mér finnst málið reyndar hafa dregist of mikið og við hjá knattspyrnusam- bandinu eram orðnir langeygir eft- ir lokaákvörðun um að húsið verði byggt - okkur finnst málið hafa verið lengi til umfjöllunar í nefnd- um - en ég trúi ekki öðru en lokaá- kvörðun verði tekin í sumar. Síðan tel ég óhjákvæmilegt að knattspyrnuhús rísi á Eyjafjarðar- svæðinu. Þar er rík knattspyrnu- hefð og ef svæðið á ekki að sitja al- mikið og hann hefur verið að tala um? „Fyrst og fremst vegna æsku- lýðs- og unglingastarfsins. Auðvit- að tvinnast það svo saman, við keppnina en þessu er líka hægt að svara á þann hátt að það kemur fullt af peningum inn í þjóðfélagið vegna knattspyrnunnar, til dæmis vegna leiksins við Frakka í fyrra. Og svo er auðvitað erfitt að finna betri landkynningu eii knattspyrnu þegar íslenska landsliðinu gengur vel og það er áberandi í löndum þar sem viðskiptahagsmunir okkar era miklir, eins og á Frakklandi og Spáni. Knattspyrnan er svo vinsæl í þessum löndum að þetta er besta landkynning sem hugsast getur. Það er engin spurning.“ Fótboltinn mitt áhugasvið Brátt verða liðin tíu ár frá því Eggert varð formaður í KSÍ. Stefn- ir hann að því að sitja lengi áfram í því embætti? „Já, eins og er hef ég nægan kraft og alltaf jafn gaman af þessu. Ég hef verið að byggja upp eigið fyrirtæki og þurft að vinna mikið, oft myrkranna á milli, en þetta er vinna sem ég hef mjög gaman af. Tíu ár eru náttúrlega talsverður tími en eins og staðan er í dag hef ég ekki hugleitt að hætta. Að því kemur fyrr eða síðar að ég velti því fyrir mér en ég tel mig enn hafa fullt að gera á þessum vettvangi, ég fæ mikið út úr því og það gefur mér meira að segja mikla orku sem nýt- ist mér í hinu starfmu." Eggert hefur gagnrýnt forystu íslensku íþróttahreyfingarinnar nokkuð fýrir styrki úr afreks- mannasjóði eins og áður kom fram. Kæmi til greina að reyna að ná „Ég hef talað lengi um að framlag hins opinbera á íslandi til íþrótta þurfi að vera miklu meira en raun ber vitni.“ EGGERT með David Dein (t.v.), varaformanni enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Þeir félagar sitja saman í Evrópumótanefnd UEFA. sigur sem vannst í fyrra þegar sjónvarpsréttur fyrir efstu deild karla og bikarkeppnina var seldur erlendu fyrirtæki. „Það tókst fyrst og fremst vegna þess að samstarfs- fyrirtæki okkar hafði áhuga á A- landsliðinu, og við settum það sem skilyrði að það keypti líka réttinn fyrir deild og bikar.“ Blikur á lofti Eggert sagði á síðasta þingi að ágætlega hefði gengið hjá KSÍ í fyrra, tekjurnar væru miklar, en benti jafnframt á að útgjöldin væru að sama skapi mikil. „Og ég varaði við því að blikur væru á lofti vegna sjónvarpsréttarmála. Stóra þjóð- irnar hugsa mjög mikið um að búa svo um hnútana að litlu þjóðirnar spili fyrst í einhvers konar und- ankeppni, áður en stóru þjóðirnar komi inn í Evrópukeppni og heims- meistaramót en það má alls ekki gerast. Og þar sem litlu þjóðirnar eru í meirihluta held ég að fyrir- komulagið haldist óbreytt en raddir um breytingar verða þó háværari lendum í fjárhagsvandræðum og þess vegna er alltaf númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur að passa uppá að þær tekjur sem við öflum dugi fyrir útgjöldum á hverjum tíma. Þess vegna verðum við að reyna að auka tekjurnar í framtíðinni um leið og umfang sambandsins eykst enn og draumur minn er reyndar sá að sambandið eigi um það bil helming af ársveltu í varasjóði, þannig að getum alltaf haldið okkar striki, starfað af krafti, þó fjái'hagslega geti gengið upp og ofan eins og í fótboltanum. Annað stórmál er að halda áfram uppbyggingunni, hæfi- leikamótuninni, að skapa unga fólk- inu, körlum og konum, næg verk- efni. Það er mjög mikilvægt með árangur A-landsliðanna í framtíð- inni í huga. Við þurfum líka að huga vel að fræðslumálum sambandsins, það er mjög mikilvægt að við fylgj- umst vel með þróuninni í félögun- um okkar, þar sem þróunin hefur einmitt verið mjög jákvæð, til dæm- is varðandi þjálfun yngra fólksins, en nánast allir þjálfarar eru nú með gerlega eftir verður að rísa þar hús og það tiltölulega fljótt. Okkur knattspyrnumönnum finnst til dæmis synd að hafa ekki lið í Landssímadeildinni frá Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Ástandið á Akureyri sýnir vel þróunina þar varðandi æfingar og þjálfun knatt- spyrnumanna yfir vetrartímann. Það verður allt annað líf fyrir knattspyrnumenn að geta æft inn- anhúss yfir vetrartímann, spilað deildarbikarinn að hluta til innan- húss yfir vetrartímann í skjóli fyrir veðri og vindum og þó ég telji að ekkert kraftaverk gerist um leið og þessi hús komi þá mun það samt skila veralegum árangri hægt og rólega.“ Islendingum er ekki öllum vel við íþróttakeppni frekar en öðrum þjóðum, einsog stundum kemur fram og sumir hallmæla því á stundum hversu mikið fjái-magn rennur til íþróttamála. Hvernig tel- ur Eggert að réttlæta eigi það að hið opinbera eigi að styrkja starf- semi íþróttahreyfingarinnar jafn völdum í ÍSÍ til að ná breytingum fram, ef með þyrfti? Við þessari spurningu er svarið alveg skýrt: „Nei, ég hef engan metnað á því sviði og hef ekki hug- leitt það, enda er fótboltinn mitt áhugasvið," segir formaður KSÍ. „Ég hef hins vegar talið það skyldu mína að taka þátt í starfinu innan hreyfmgarinnar, tók til dæmis virk- an þátt í sameiningarmálum Olymp- íunefndarinnai- og Iþróttasam- bandsins og kynntist þá innviðum hreyfingarinnar vel. Ég var ánægð- ur með að það mál endaði farsællega því alveg síðan ég kom inn í KSI og fór á fyrsta fundinn hjá ÍSÍ sá ég að það var tímaskekkja að hafa hreyf- inguna ekki sameinaða í einu batter- íi. Iþróttasambandið er líka í ágæt- um höndum Ellerts B. Schram, for- seta þess. Og þó menn séu ekki alltaf sammála um hlutina þá leysa þeir málin á farsælan hátt.“ Svo læðist bros ffam á varir Eggerts áð- ur en hann lýkur svarinu: „Ef ekki inni á skrifstofum þá gerum við það bara á fótboltavellinum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.