Morgunblaðið - 30.05.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 30.05.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 39 ekki trúa því. Ég gat ekki hugsað mér að missa einu ömmuna sem ég átti, sem ég elskaði svo mikið. Ég sat og hélt í hönd hennar þangað til hún kvaddi þennan heim. Elsku amma, ég veit að þér líður vel núna hjá hinum englunum og þjáningar þínar eru á enda. Núna hittumst við ekki lengur yfir kaffi- bolla hjá þér en ég er þess fullviss að þú ert fallegasti engillinn á himn- um og vakir yfir mér. Ég er svo lánsöm að eiga minningar um allt sem við höfum gert saman. Elsku besta amma mín, ég sakna þín svo mikið en huggun er að vita að þú verður með mér í anda um ókomna framtíð. Guð geymi þig og minningu þína, það mun ég gera alla ævi. Jóhanna Kristófersdóttir. Það er undarleg tilfinning að setj- ast niður og skrifa minningargrein um ömmu sína. Ömmu, sem ég hélt að yrði alltaf til, en við ráðum ekld við mátt lífsins. Elsku hjartans amma mín, ég kveð þig með söknuði og kvíða, já kvíða, því hvað er framundan þegar öllum mínum spumingum er ósvarað? Ég álít samt að eitthvað hafi áunnist þegar ég íifja upp síðustu daga þína og man þegar við sátum tvær einar inni á herbergi á spítalanum og þú I lagðir hönd þína á mína og sagðir að nú væri allt orðið gott og allir sáttir. Þú varst ákaflega hamingjusöm þann dag og þá hélt ég að nú færir þú að komast heim. En heilsan brást og þú kvaddir okkur hljóðlega þann 10. mars sl. Elsku amma, ég gæti skrifað heila bók um allt það sem á daga okkar dreif, um alla bíltúrana í Hveragerði (þegar afi skrapp í golf til Skotlands), allar stundimar sem við sátum sam- an og töluðum saman yfir kaffibolla, allar þær nætur sem ég eyddi hjá þér, alla morgnana þegar þú vaktii- okkur afa með morgunmat í rúmið og um allar reglur lífsins sem þú lagðir fyrir mig. Elsku hjartans amma mín, við kveðjum þig að sinni. Dröfn, Jón Ari og börn. j stundimar í þessu lífi. Það var táknrænt að um það leyti sem hún skildi við þá snjóaði lítillega þrátt fyrir að vorið væri komið. Það var alltaf hátíðarstemming í huga hennar þegar fyrsti snjórinn féll á haustin, þá sagði hún: Það er farið að „fukta“ og kveikti alltaf á kerti. Hún mamma umvafði okkur öll til hinstu stundar og nú að leiðar- lokum vil ég fyrir hönd fjölskyld- unnar þakka allar þær góðu stund- ir sem við áttum saman. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir Jenný. Er sárasta sorg okkur mætír og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) I dag kveðjum við elsku ömmu sem var okkur öllum svo kær. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara í bíltúr til Keflavíkur og fá pönnu- kökur hjá ömmu en þær voru alltaf tilbúnar þegar við mættum á stað- inn. Hún amma var alltaf hress og kát og sá yngsti okkar kallaði hana alltaf „drottninguna" enda voru það orð að sönnu því amma okkar var alltaf svo fín og vel til höfð. Við eigum allir okkar sérstöku minningar um ömmu hver á sinn hátt sem við geymum með okkur. Hún er eina amman sem við kynnt- umst og okkur þótti afar vænt um hana. Amma og afi voru alltaf hjá okkur á jólunum og því er tómlegt að hugsa til þess að á næstu jólum verður sætið hennar autt. Við biðj- um guð að styrkja afa sem nú syrg- ir sinn lífsförunaut en þau höfðu verið gift í fimmtíu og fjögur ár. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Árni Pétur, Helgi Már og Steinar Páll. ÍVAR ÓLAFSSON + Ivar Ólafsson var fæddur að Krosshóli í Skíðadal 21. nóvember 1921. Hann Iést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri annan dag hvítasunnu, hinn 24. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ólafur Tryggvi Sigurðsson og Kristjana Jóndóttir. Systkini Ivars eru: Snjólaug Aðalheiður sem er látin; Sigurður sem býr að Syðra- Holti; Jón Gunnlaugur sem er lát- inn; Sveinn Blómkvist, rafvéla- virki í Reykjavík og Stefanía sem er látin. Árið 1931 fluttist fjöl- skyldan að Syðra-Holti í Svarfað- ardal. Ivar fluttist til Akureyrar árið 1941 þar sem hann hóf ævi- starf sitt við járnsmíðar. Hinn 4. maí 1946 kvæntist ívar eftirlifandi eiginkonu sinni Val- gerði Aðalsteinsdótt- ur frá Jórunarstöð- um í Eyjafjarðar- sveit, fædd 12. júlí 1923. Börn þeirra eru: 1) Stefán Ævar ketil- og plötusmiður í Járnsmiðjunni Varma, f. 1.3. 1948. 2) Kristjana Ólöf dreifingarstjóri hjá Ásprenti, f. 29.6. 1965, sambýlismaður hennar er Sigurgeir Einarsson, f. 23.12. 1962. ívar og Val- gerður bjuggu allan sinn búskap á Akureyri, fyrst í Brekkugötu 33, sfðan byggðu þau sér hús að Sólvöllum 5 og fluttu þangað 1949, þar bjuggu þau í 30 ár, en fluttu þá til sonar síns í Lönguhlíð 18, sfðar eignuð- ustjjau íbúð í Iljallalundi 10. Utför Ivars fer fram frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 31. maf og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Vinnan göfgar manninn." Þessi orð hafa mér alltaf fundist eiga einkar vel við vin minn Ivar Olafs- son, því engan mann hef ég þekkt vinnusamari eða göfugri. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ótrúlegt að liðin séu rúm tuttugu ár síðan Ivar hringdi til mín og bauð mér vinnu á skrifstofu fyrirtækis síns og Jónasar Bjarnasonar, Járnsmiðj- unnar Varma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um, heldur þáði boðið og hef aldrei séð eftir því. Betri vinnuveitendur er ekki hægt að hugsa sér. Það er dýrmætt, þeg- ar maður er að vinna úti frá ungum börnum að geta vandræðalaust fengið frí hvenær sem er til þess að vera heima, ef börnin eru veik, eru í fríi frá leikskóla eða skóla, jafnvel tekið sér gott jóla- og páskafrí til þess að vera með fjölskyldunni. Þegar mín börn fengu þessar venjulegu umgangspestir og ég var heima að gæta þeirra, kom það oft fyrir að Ivar hringdi til að spyrja um heilsufarið og sagði þá gjarnan, láttu smáfólkið sitja fyrir, annað getur bara beðið. Áhugi hans fyrir börnunum mínum var ómetanlegur, hann fylgdist með þeim og hafði áhuga fyrir skólagöngu þeirra og framtíðaráformum. Ég og mín fjölskylda eigum Ivari ótal margt að þakka, marga hlutina smíðaði hann fyrir okkur og er ég stolt yfir þeim listaverkum sem við eigum eftir hann. Þótt Ivar væri vinnusamur mað- ur, gafst honum tækifæri til að taka sér frí og ferðast með fjölskyldu sinni á húsbílnum þeirra bæði hér- lendis og erlendis, hann naut þess- ara ferða og hafði dálæti á fallegu umhverfí og náttúruperlum. Ur þessum ferðum kom Ivar færandi hendi og gleymdi aldrei börnunum. Nú er Ivar farinn í sitt langa ferðalag þar sem örugglega blasir við honum fallegt umhverfi og vel er tekið á móti honum í eilífri birtu og sólskini. Erfiður vetur er að baki, sumarið er komið og sólin mun senda okkur geisla sína. Kom til að lífga, {jörga, gleðja, fæða og frelsa, leysa, hugga, sefa, græða. I brosi þínu brotnar dauðans vigur, í blíðu þinni kyssir trúna sigur. jM.Joch.) Við minnumst Ivars Olafssonar með virðingu, söknuði og þakklæti. Valgerði, börnum, tengdasyni og öðrum ættingjum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Dóra Gunnarsdóttir og Qölskylda. ívar Ólafsson var fæddur og upp- alinn Svarfdælingur en flutti ungur til Akureyrar, þar sem hann hóf nám í eldsmíði hjá Sveini Tómassyni (sem nú er látinn). Síð- an lá leiðin í Vélsmiðjuna Odda þar sem Ivar vann við járnsmíði og nokkru seinna í Véla- og plötu- smiðjuna Atla. Fljótt eftir 1950 hófu þeir samstarf Ivar og Björn Kristinsson (sem einnig er látinn). Upphafið að því samstarfi var fólg- ið í vinnu utan venjulegs vinnutíma, þá aðallega um helgar og á kvöldin eftir að annarri vinnu lauk. Þessa aukavinnu sína stunduðu þeir í bragga sem þeir höfðu komið sér upp á Oddeyri. Árið 1954 bættist Jónas Bjarnason rennismiður í hópinn. Þetta voru ungir og at- hafnasamir menn fullir af krafti og starfsorku. Ivar og Jónas keyptu síðan hlut Björns og héldu þessari vinnu áfram. Árið 1958 stofnuðu þeir sitt eigið fyrirtæki Jánsmiðj- una Varma og uppúr því hófu þeir að byggja nýtt húsnæði undir starf- semina og fluttu sig úr bragganum. Fyrirtækið dafnaði og stækkaði, þar var starfrækt plötusmiðja, rennismiðja og síðar blikksmiðja. Allt þetta útheimti mikla vinnu og ósérhlífni og var ívar þar í farar- broddi, frístundirnar voru fáar, það var fyrst og fremst hugsað um að skila sinni vinnu og gera fyrirtækið sem best úr garði. Vinnan var Ivari mikils virði og líklega hefur honum alltaf liðið best þegar hann hafði sem mest að gera, hann var mjög fær í sínu fagi og hafði vandvirkn- ina ætíð að leiðarljósi, hann var ekki að telja tímana sem hann lagði í verkin, fyrst og fremst var hugsað um að gera hlutina vel. I byrjun árs 1984 gerði hjartveiki vart við sig hjá ívari og þurfti hann í framhaldi af því að ganga í gegn- um mikla læknismeðferð, þá kom sér vel hið mikla æðruleysi sem ív- ar hafði til að bera, hann tók þess- um veikindum sínum með mikilli ró og skynsemi. Hann átti því láni að fagna að hafa son sinn Stefán Ævar við vinnu í plötusmiðjunni og sá hann um allt gengi sinn vana gang þrátt fyrir þetta áfall. Ivar komst aftur til vinnu og sló þá hvergi af frekar en áður. Þó ekki sé hægt að segja að ívar hafi náð fullkominni heilsu eftir þetta var ekki að finna annað á honum, en að hann væri vel hraustur og treysti sér til allra verka. Samstarf þeirra ívars og Jónasar var farsælt og hefur hvergi borið skugga á í þessi rúmlega fjörutíu ár. Járnsmiðjan Varmi starfar nú sem plötusmiðja og rennismiðja, en húsnæði blikksmiðjunnar var leigt fyrirtækinu Blikkrás fyrir nokkrum árum. Að Ivari er mikill sjónarsviptir og eigum við eftir að sakna hans sem góðs drengs og félaga. Við þökkum honum samfylgdina og þökkum Guði fyrir þá gæfu að hafa fengið að starfa með honum. Eiginkonu, börnum, tengdasyni og öðrum ættingjum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Samstarfsfólk í Járnsmiðjunni Varma. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ESTERAR SIGURÐARDÓTTUR frá Siglufirði. Sigfús Steíngrímsson, Sædís Eiríksdóttir, Ólöf Steingrfmsdóttir, Jónas Jónsson, Sólveig Steingrímsdóttir, Jón Bjargmundsson, Sigurður Steingrímsson, Sólveig Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VAL SKOWRONSKI, Árskógum 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Landakotskirkju á morgun, mánudaginn 31. maí, kl. 13.30. Guðrún Þórðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Útför konu minnar, móöur, tengdamóður og ömmu, SÚSÖNNU BRYNJÓLFSDÓTTUR, Hólavallagötu 3, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Líknarsjóð Dómkirkjunnar. Ásgeir Jónsson, Jón Ásgeirsson, Þorbjörg Skjaldberg, Ásgeir Jónsson yngri. v + Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okk- ur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GESTS OTTÓS JÓNSSONAR, Ljósheimum 22. Sérstakar þakkir til ykkar í Hátúni 12, dagvistun, og allra þeirra sem aðstoðuðu Gest í veikindum hans. Jónfna Sigurðardóttir, Þröstur Gestsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Svala Gestsdóttir, Hreiðar Örn Gestsson, Halldór Gestsson, Elísabet Gestsdóttir, Jón Gestsson, Bragi Gunnarsson, Frlða Ólöf Ólafsdóttir, Halla Halldórsdóttir, Birgir Kristjánsson, Ásta Pálmadóttir, Sæunn Sigríður Gestsdóttir, Baldur Vagnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, INGÓLFS SIGURBJÖRNSSONAR, Vesturgötu 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Líknardeildar Landspítal- ans í Kópavogi. Anna Margrét Ingólfsdóttir, Kristinn Pálmason, Jón Ingibjörn Ingólfsson, Þuríður Ingólfsdóttir, Sigurþór Ingólfsson, Ingibjörg R. Ingólfsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Nína Sverrisdóttir, Magnús Ólafsson, Elfsa Sigurðardóttir, Herbert Guðmundsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.