Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
í DAG
j.
Velferð á
Norðurlöndum
/
I hugvekju dagsins veltir Stefán
Friðbjarnarson fyrir sér, hvort
tengsl séu á milli kristinna viðhorfa
og velferðar á Norðurlöndum.
í SUNNUDAGSHUGVEKJU
hér í blaðinu 22. marz sl. er fjallað
um skipan kirkjumála hér á landi
og annars staðar í hinum kristna
heimi. Þar segir m.a. að kirkjur
Norðurlanda eigi það sameigin-
legt að vera í senn þjóðkirkjur og
ríkiskirkjur. Þjóðkirkjur í þeirri
merkingu orðsins að þær eru
„breiðar kirkjur og opnar“, sem
axla skyldur við landsmenn alla,
bæði sem heild og einstaklinga.
Ríkiskirkjur að því leyti að náin
tengsl eru milli ríkis og kirkju.
Að baki þessari kirkjuskipan býr
ákveðin hugsun um kristið þjóð-
ríki, þar sem kirkjunni er falið að
standa vörð um
ýmis grundvall-
aratriði þjóðfé-
lagsins.
Norrænar
þjóðir eiga fleira
sameiginlegt en
þá skipan kirkju-
mála er að fram-
an greinir. Sögu-
legt bakland
þeirra, menning
þeirra og þjóðfé-
lagsgerð eru af
sömu rót. Og
þótt Norðurlönd-
in eigi enn
brekku eftir að
því marki að
tryggja öllum
þegnum sínum -
undantekningar-
laust - þau kjör,
sem nútíma kröf-
ur standa til, eru þau samt sem
áður í fylkingarbrjósti í framsókn
þjóðanna til hagsældar og vel-
ferðar. Önnur ríki líta mörg hver
til Norðurlanda sem íyrirmyndar
í stefnumörkun að „velferðar-
ríki“.
í greininni Samfélagsáhrif sið-
bótarinnar (bókin Saga og kirkja
- afmælisrit Magnúsar Más Lár-
ussonar fyrrverandi háskólarekt-
ors -1988) varpar séra Heimir
Steinsson fram athyglisverðri
spurningu:
„Er það tilviijun, að velferðar-
ríki 20. aldar hafa risið hæst í
þeim löndum, sem um aldir
bjuggu við evangelisk-lútherska
kristni og búa enn, að svo miklu
leyt-i sem þjóðarátrúnaður er
virkur í þessum hluta heims um
vora daga?“
I framhaldi af þessari spum-
ingu segir séra Heimir:
„Velferðarríki“ er ekki einung-
is stjómmálalegt fyrirbæri í
þrengstu merkingu þess orðs.
Það byggist vissulega á tiltekinni
skipan efnahagsmála, en það
snýst um fleira en efnahagsmál.
Það tengist tvímælalaust þeirri
kristnu mannúðarstefnu, sem
verið hefur undirtónn þessa
greinarkorns og helzt að sínu
leyti í hendur við tilteknar grund-
vallarhugmyndir lúthersku sið-
bótarinnar.“
Þessi orð prestsins era meira
en íhugunarverð. Reynslan, sem
er ólygnust, sýnir að vísu ótvírætt
fram á þá staðreynd, að ávöxtur
hag- og þjóðfélagskerfa er mis-
mikil, mældur í verðmætasköpun
á hvem þjóðfélagsþegn. Þau era
m.ö.o. misvel í stakk búin til að
rísa kostnaðarlega undir al-
mannatryggingum, félagslegri
þjónustu, heilbrigðiskerfí, skólum
og öðra því sem velferðarríki
heyrir til. En það
þarf fleira til en
verðmætasköp-
unina eina. Það
þarf að nýta hag-
sældina og hag-
vöxtinn með rétt-
um hætti. Og þá
komum við aftur
að spurningu
séra Heimis,
hvort það sé til-
viljun að þetta
tvennt fari saman
á Norðurlöndum,
þjóðkirkjur sið-
bótar og forysta
þeirra í velferðar-
málum. Niður-
lagsorðin í grein
hans eru þessi:
„Ef svarið við
spurningunni
verður á þá lund,
að ekki sé um að ræða tilviljun,
heldur sé unnt að fínna bein eða
óbein tengsl milli siðbótarinnar
og áðurnefndra nútímahátta um
Norðurlönd, leiðir af sjálfu sér,
að samfélagsáhrif lúthersku sið-
bótarinnar hafa aldrei verið meiri
á þessum slóðum en einmitt nú.
Þá er einnig í nokkram mæli
vitað, hvað það er, sem vér skyld-
um kappkosta að varðveita og
skila í hendur óbomum kynslóð-
um, - ef vér að öðra leyti erum
eftir atvikum sátt við það samfé-
lag, sem hér er til orðið.“
Því hefur áður verið haldið
fram í pistlum þessum að allt það
bezta í lýðræðissamfélögum Vest-
urlanda reki rætur til kristins-
dóms. Orð séra Heimis, sem hér
er vitnað til, renna rökum undur
þá stæðhæfingu. Eftir þúsund
ára farsæla samleið kirkju og
þjóðar ætti okkar að vera ljóst
„hvað það er, sem vér skyldum
kappkosta að varðveita og skila í
hendur óbomum kynslóðum“.
Ræktum tengslin við sóknar-
kirkjuna okkar!
Höfundur er fyrrvernndi
blaðamaður við Morgvnblaðið.
KALEIKUR úr Dómkirkj-
unni, smiðaður af Sigurði
Þorsteinssyni.
VINKLAR A TRE
HVEfKM UEQRI VERD
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRUGGJANDI
^ BNKAUMEOP
Þ.Þ0RfiRÍRRSS0N & C0
Ármúla 29 - Reykjavík - Sími 553 8640
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver kannast
við fólkið á
myndunum?
ER einhver sem kannast
við fólkið á þessum mynd-
um? Ef svo er þá vinsam-
lega hafíð samband við Guð-
rúnu A Kristjánsdóttur,
Akureyri, í síma 4621473.
Bjöllur á kettina
SIGRÍÐUR sem býr í
Vogahverfi hafði samband
við Velvakanda og vildi
hún koma á frambæri
ábendingu til kattareig-
enda um þeir hefðu kettina
sína með bjöllu um háls-
inn, sérstaklega á þessum
árstíma. Segir hún að í
garðinum hjá sér hafi fugl-
ar verið búnir að hreiðra
um sig og farnir að byggja
sér hreiður en nú séu þeir
báðir farnir, kettirnir bún-
ir að veiða þá. Sigríðiu-
segist gjaman vilja fá að
vita hvernig kattalögin
nýju eru, hvaða rétt hún
t.d. hafi gagnvart köttum
sem nota garðinn hennar
og sandkassa barnanna
sem salerni?
Dýrahald
Kettlingur fæst gefins
KETTLINGUR fæst gef-
ins. Hann er 13 vikna,
kassavanur og kelinn.
Hann er grár með hvítt
kringum trýnið. Upplýs-
ingar 565 8430.
Högni óskar
eftir heimili
KOLSVARTUR eins árs
gamall högni óskar eftir
heimili. Upplýsingai' í síma
5513441 og 8694481.
Lítill köttur
óskar eftir heimili
LÍTINN og sætan kött
vantar nýtt heimili. Hann
er svartur með hvítt trýni
og er kelinn. Upplýsingar í
síma 698 2822.
upp á minningar-
mótinu um Capa-
blanca í Havana á
Kúbu í vor. Luis
Manuel Perez
(2.400) hafði hvítt
og átti leik gegn
Maikel Gongora
(2.425). Þeir era
báðir frá Kúbu.
16. Rxf7! - Kxf7
17. Rg5+ - Ke8
18. Rxe6 og svart-
ur gafst upp, því
drottningin er fall-
in. Englendingur- HVÍTUR leikur og vinnur.
inn Tony Miles sigraði á
mótinu með 8‘/2 vinning af
13 mögulegum, næstir
komu Atalik, Tyrklandi og
heimamennimir Brazon og
Becerra með 8 v.
SKAK
llnisjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom
COSPER
HALTU bara áfram, fótleggirnir eru hvort
sem er ekki í mynd.
Víkveiji skrifar...
FRÉTT birtist hér í Morgun-
blaðinu 4. apríl í fyrra um frá-
bærar viðtökur sem Sjálfstætt fólk,
bók Halldórs Laxness, hafði fengið
hjá lesendum í Bandaríkjunum sem
sent höfðu Amazon-bóksölunni um-
sagnir á Netinu. „Tímalaust meist-
araverk um okkur öll“ var fyrirsögn
fréttarinnar og vitnað í einn lesand-
ann. Sex lesendur höfðu þá gefið
bókinni einkunnina 9 af 10 möguleg-
um. „Einfaldlega besta bók sem ég
hef lesið," sagði þá lesandi frá Ida-
ho. Annar líkti Laxness við nóbels-
verðlaunahafann Gabriel Garcia
Marques, og sá þriðji við rithöfund-
inn James Joyee.
Það er Víkverja mikil ánægja að
bæta hér ofurlítið við. Þeir sem sent
hafa skoðanir sínar á bókinni síðan
era nefnilega flestir á einu máli um
að hér sé um stórkostlegt verk að
ræða - sem þarf vitaskuld ekki að
segja íslendingum, en þó er alltaf at-
hyglisvert þegar útlendingar hrífast
af því sem héðan kemur. Ekki satt?
XXX
TUTTUGU og þrír lesendur hafa
nú tjáð sig um bókina hjá
Amazon og meðaleinkunn sem þeir
hafa gefið verkinu er fjórar og hálf
stjarna af fimm mögulegum.
Nokkrir gefa bókinni hæstu ein-
kunn, fimm stjörnur. Lesandi frá
Edmonton í Kanada segir meðal
annars: „Það er ánægjulegt að sjá
hve margir hafa nýverið uppgötvað
þessa dásamlegu bók - sem ég las
fyrst fyrir rúmlega þrjátíu áram,
eftir að hafa sótt ísland heim, en
hún varð mér innblástur að meist-
araprófsritgerð minni (um sögu ís-
lands) og nokkrum ferðum til við-
bótar til Islands. Laxness tekst að
fanga harðneskju íslenskrar nátt-
úra og hvernig íslendingar ná að
laga sig að henni.“ Umræddur les-
andi segir Sjálfstætt fólk eina af
þeim bókum sem era ómissandi,
„sem ég vona að allir lesi,“ eins og
hann orðar það.
XXX
ANNAR lesandi sem gefur
Sjálfstæðu fólki fimm stjömur
í einkunn varar reyndar við einu;
lesið ekki formálann fyrst! Bókin sé
frábær, yndislega skrifuð og í henni
sé að finna mörg dramatísk augna-
blik. Svo illa vilji hins vegar til að
inngangurinn að ensku útgáfunni
upplýsi lesandann um flest bestu
augnablik bókarinnar. Til að njóta
verksins, eins og það er frá höfund-
arins hendi, hvetur hann fólk því til
að geyma innganginn þar til síðast -
jafnvel væri best að sleppa honum.
Ekki eru þó allir sammála. „Leið-
inleg,“ segir lesandi frá Kalifomíu,
stutt og laggott og gefur bókinni
tvær stjömur. „Mér finnst leiðin-
legt að hljóma óveraldarvanur, en
ég skil ekki hvers vegna þessi bók
færði höfundi sínum nóbelsverð-
launin. Þetta er skáldsaga um von-
leysi og þriðjungur lengdarinnar
hefði verið nóg. Mér fannst sögu-
þráðurinn algjörlega óaðlaðandi."
Svo mörg vora þau orð.
XXX
LESANDI í Illinois, sem gefur
bókinni fimm stjörnur, segir
bókina hafa haft mikil áhrif á sig og
margt í fari og þankagangi Bjarts í
Sumarhúsum minni á foður sinn. Sá
var danskt einkabam, bóndasonur
frá Jótlandi, og móðirin lést í fram-
haldi fæðingarinnar. Aðstæður voru
allar svipaðar og í Sjálfstæðu fólki;
drengurinn ólst upp á svipuðum
tíma og sagan gerist, húsið var með
stráþaki og hluti þess var hlaða.
Faðir lesandans fluttist til Banda-
ríkjanna 18 ára að aldri, þvert gegn
vilja fóður síns sem neitaði öllum
samskiptum við drenginn í mörg ár
vegna þess að hann yfirgaf fóður-
landið. Fari einhver þá fer hann,
eins og hjá Bjarti, segir Illinois-bú-
inn.
Hann segir jafnframt, að allt þar
til Bjartur hafi farið að haga sér
óvenjulega undir lok bókarinnar,
hafi hann alltaf séð fyrir næsta
skref þessa íslenska bónda. „Bjarti
fannst hann þurfa að vera algjör-
lega sjálfstæður, og var stundum
óvæginn (og heimskur) til að ná því
markmiði sínu og faðir minn hugs-
aði á svipuðum nótum; en báðir
vildu þeir þó vel.“ Með lestri bókar-
innar kveðst lesandinn frá Illinois
hafa gert sér grein fyrir ástæðunum
fyrir hugsunarhætti föður sfns, í
samfélagslegu samhengi, að
minnsta kosti að hluta til.
Hann telur þýðingu J. A.
Thompson mjög góða og lýkur
pistli sínum á þessum orðum: „Það
er mjög skemmtileg reynsla að lesa
óbundið mál eftir skáld; hvort sem
er Nelson Algren, Jorge Borges
eða Halldór Laxness. Ég mæli með
því.“