Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK
hafa gert myndina get ég sagt þér
að það var afar strembið."
Þú hefur verið óhræddur við að
skipta um ham frá einni mynd til
annarrar á leikferli þínum.
„Já, ég held að það sé mikilvægt
fyrir leikara að...“ hann hugsar sig
um og botnar: „nú, að leika.“
Baulið var mikils virði
Þú leikstýrðir myndinni „The
Brave" fyrir tveimur árum. Hvernig
finnst þér að vera þeim megin við
borðið?
„Það var mikilvæg reynsla fyrir
mig,“ svarar Depp. „Hver einasta
fruma í líkamanum á mér lagði sitt
af mörkum til myndarinnar. Mig
dreymdi hana; ég gat ekki einu
sinni flúið hana í svefni. Þannig var
ástatt um mig í þó nokkra mánuði.“
Myndin fékk ekki alltof góða
dóma, þú klipptir hana aftur og
styttir um hálftíma.
„Það var til að bíóhúsin hefðu
meiri tíma til að selja popp og kók,“
segir hann og hlær. „Nei, ástæðan
var sú að ég vildi komast að kjarn-
anum. Þegar ég klippti hana á sín-
um tíma var alltaf verið að ýta á eft-
ir mér vegna Kvikmyndahátíðarinn-
ar í Cannes, ég yrði að ná myndinni
þangað. Því miður felldi ég mig
undir það og fór í kapphlaup við
tímann að ljúka við myndina fyrir
hátíðina. Þannig á ekki að klippa
myndir. Það er dálítið spaugilegt að
viðbrögð fjölmiðla voru afar sterk,
þeir bauluðu á myndina og mér
finnst það fyndið. Því ef menn hafa
svo sterkar skoðanir á mynd að þeir
þurfi að baula þá ... ég er dálítið
upp með mér af því,“ segir hann
einlægur og brosir. „Það þýðir að
ég fór ekki eftir einhverri staðlaðri
fonnúlu. Eg er glaður að hafa náð
að stela tveimur og hálfum tíma úr
lífi þeirra. Og ég hef hug á að stela
meiru.“
Viðbrögðin við Fear and Loat-
hing in Las Vegas voru líka hörð.
„Ég les ekki gagnrýni lengur
segir Depp kæruleysislega. „Fólk
getur átt sínar skoðanir í friði. Að fá
borgað fyrir að gefa álit sitt á ein-
hverju svo aðrir geti fylgt því í
blindni er fásinna. Þá skulum við
dæma MaeDonalds hamborgara eða
Burger King.“ Hann apar eftir
ímynduðum gagnrýnanda: „Mér
finnst hann smakkast vel en ekki
vini mínum. Svo ég veit ekki hvað
skal segja.“ Hann heldur áfram:
„Það sér hver heilvita maður að
þetta er fáránlegt. Við bjuggumst
alltaf við að fólki myndi blöskra
þessi mynd, að við myndum ganga
fram af einhverjum."
...vegna eiturlyfjanna?
„Já, vegna eiturlyfjanna og við-
fangsefnisins," svarar Depp. „Þetta
er ekki þjóðemissinnuð mynd og
hún gefur engar afsakanir fyrir
neinu, fer bara sínu fram. Ætli það
hafi ekki verið ælan sem gerði úts-
lagið.“
Hvaða persóna hefur haft mest
áhrif á leikferil þinn. Maður hefur á
tiifinningunni að það gæti verið
Marlon Brando.
„Marlon hefur vissulega veitt
mér mikinn innblástur. Það er frá-
bær kennari og vinur,“ segir Depp.
„Annars lærir maður af öllum. Jafn-
vel þótt ég hafi lifibrauð mitt af leik-
list er það líka ástríða í þeim skiln-
ingi að ég er eilífðamemandi."
SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 55
•Jeíf íhmiðls Cíir|pih.3f Lloyd
Dumband Dumber
Back to the Future
HliSlí) í
Austin Powers
MY
FAVORITE
■ JPmW WWIml III
MARTIAN
Landsbanki
f a ísiands
is§ Bankl allra landsmanna
NVJAliÍC)
KEFLAVlK - SÍMI 4*1 1170
BÍéHftHBiM
Vesturbæjarlaug
Oóð íVrir sóldvrkeiuliir
3
Opið Vetur Sumar
Virka daga 6:30-21:30* 6:30-22:00*
Helgar 8:00-19:00* 8:00-20:00*
* Sölu hætt
því þar skín sólin
'idÍllláÍS
Upplýsingasími sundstaða í Reykjavik er 570-7711.
Í5UKSU AUClfjlHCAStOf** tdf.