Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Konráð Magniisson hefur skotið um 400 sflamáva í Hafnarfírði í sumar Stuggað við varg- fuglinum Morgunblaðið/Þorkell Konráð Magnússon gefur öndunum og gæsunum brauð til að lokka mávana að veisluborðinu. Konráð og felldi sjö máva í fjórum skotum. H AFN ARF JARÐ ARBÆR greiðir Konráði Magnússyni, sem rekur meindýraeyðing- arfyrirtækið Firringu, fyrir að skjóta vargfugl í landi bæjarins. I gærmorgun fór Konráð að Læknum og skaut sflamáv en kvartanir hafa borist frá íbúum og dýra- verndunarfélagi undan því að vargfugl íþyngi samfélagi anda og gæsa við Lækinn. „Fólk kvartar undan því að það gefi öndunum og gæsun- um brauð en um leið og það gangi frá komi mávurinn, reki endumar í burtu og éti brauðið," sagði Konráð þegar Morgunblaðið fylgdist með honum að störfum við Læk- inn. Konráð byrjaði á að velja sér hom við Lækinn og gaf fuglunum þar brauð til að ná athygli þeirra og til að lokka sflamávinn að. Það brást ekki að um leið og hann gekk frá bakkanum að bfl sínum birt- ist mávager og rak endumar frá kræsingunum. Síðan sett- ist vargurinn að veislu. Á meðan var Konráð búinn að taka sér stöðu á bakkanum með haglabyssu og þegar endumar vom flúnar glumdu fjögur skot við og sjö mávar lágu dauðir eftir en hinir flugu hátt á loft. Endur og gæsir voru hins vegar í ör- uggri fjarlægð. Konráð og hundurinn hans söfnuðu sam- an hræjunum og fjarlægðu þau og endurnar og gæsimar tóku til við að gæða sér á brauðinu að nýju. „Það má búast við að ein- hverjir kvarti undan mér núna,“ sagði Konráð. „Það er mikilvægt fyrir mig að það komi fram að endumar og gæsirnar sakaði ekkert. Gæs- imar em sallarólegar yfir skothríðinni," sagði hann og benti á gæsahóp, sem hafði ekki látið skothríðina raska Hundur Konráðs sótti hræin út í Lækinn. ró sinni og synti um á Lækn- um. Konráð segist hafa skotið um fjögur hundruð máva í sumar, flesta suður í hrauni, á hafnarsvæðinu og við varp- svæði mávsins. Hann segist ekki stórtækur í þessari eyð- ingu miðað við Bessastaða- hrepp þar sem um 3 þúsund mávar hafa verið skotnir í sumar í grennd við Bessa- staði. Konráð segir að öll sveitarfélög á svæðinu frá Akranesi að Reykjanestá láti eyða sílamáv, nema eitt. „Umhverfisnefnd Garðabæj- ar hefur ekki viljað láta skjóta máv í sínu landi. I Garðabæ er eitt stærsta sfla- mávavarp á svæðinu en þeir em stoltir af því og vilja ekki láta eyða fuglinum,“ segir Konráð. Þetta var fyrsta skotferð Konráðs að Læknum í sumar en hann reiknar með að gera fleiri ferðir þangað næstu daga. Hann segist ekki fara að Læknum fym en sérstak- Um leið og Konráð dró sig í hlé flugu sílamávarnir yfir og endur og gæsir lögðu á flótta. lega hefur verið kvartað und- an vargfúglinum þar og nú hafði bæjarstjóm Hafnar- fjarðar borist erindi frá dýra- vemdunarfélagi bæjarins um að stuggað yrði við fuglinum. Hann segir að ekki stafi hætta af eyðingunni svo ná- lægt byggð en vegna hennar kemur hann sér alltaf þannig fyrir að hann skjóti niður á við. Það var eins og sflamáv- urinn vissi það og þeir óvel- komnu mávar sem lifðu af hreinsun gærdagsins hnituðu hringi í ömggri fjarlægð meðan Konráð lauk við að at- hafna sig við Lækinn. Hafnarfjörður Verulegur ávinningur af sameiningu slökkviliða Hafnarfjarðar og Reykjavíkur Astand tækjabúnaðar slæmt og þörf á nýju húsi Hafnarfjördur SAMEINING slökkvilið- anna á höfuðborgarsvæð- inu er hagkvæmasti kost- urinn sem Slökkvilið Hafn- arfjarðar stendur frammi fyrir í dag, samkvæmt nýrri hagkvæmniathugun sem VSO ráðgjöf hefur gert á slökkviðliðinu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Annar kosturinn er sá að slökkviðliðið bæti Kópa- vogi á sitt starfssvæði. Lakasti kosturinn er sá að rekstur slökkviliðsins haldi áfram í óbreyttri mynd. f skýrslunni kemur fram að fækjabúnaður og hús- næði slökkviliðsins þarfn- ast talsverðrar endurnýj- unar og að verulegur kostnaðarauki yrði af slík- um endurbótum í rekstri slökkviliðsins. Samkvæmt skýrslunni mun þjónusta slökkviliðsins batna við sameininguna. Slökkviliðið hefur í dag aðsetur að Flafahrauni og er staðsetningin talin góð m.t.t. umferðaræða og mið- svæðiðs miðað við þjón- ustusvæðið í dag. Húsnæð- ið er um 750 fermetrar með 5 „bílageymsluhurð- um“. Áætluð framtíðarþörf húsnæðis fyrir slökkviliðið er 11-1200 fermetrar með 6-7 bflageymsluhurðum. Sá möguleiki hefur verið skoðaður að bæta húsnæði áhaldahússins við stöðina þegar starfsemi þess verð- ur flutt og myndi slökkvi- stöðin þá stækka í 12-1300 fermetra. í skýrslu VSÓ kemur fram að þrátt fyrir þá stækkun myndi húsnæðið ekki henta nægjanlega vel. Aðkoma bakatil sé ekki þægileg fyrir stóra bfla eins og dælu- eða stigabfla eftir að nærliggjandi ný- bygging Iðnskólans hefur þrengt að stöðinni. Einnig þyrfti að vera svæði sem svarar a.m.k. tveimur bfl- lengdum dælubfls á breidd fyrir framan stöðina, en í Flatahrauninu er rétt ein bfllengd milli hurðar og götunnar. „Sé horft til framtíðar er æskilegt að byggja eða finna hentugra húsnæði yf- ir slökkviliðið, óháð því hvaða leið verður farin varðandi rekstrarformið þó svo núverandi húsnæði geti dugað örfá ár í viðbót“ segir í skýrslu VSÓ. Tímabært er orðið að end- urnýja tækjakost slökkvi- liðsins. Venjan er sú að miða aldur forystubfls við 10-12 ár, en MAN 12 dælu- bfllinn er orðinn 13 ára gamall. í skýrslu sem Brunamálastofnun ríkisins hefur Iátið gera og VSÓ vitnar í, kemur fram að aldur og ástand bifreiða og véla er talið slæmt hjá Slökkviliði Hafnarfjarðar. „Er þar aðallega átt við ástand forystubfls en hann er of gamall sem slíkur. Dælubfll 1 og 2 væru ásættanlegir sem 2. og 3. bfll. Fordinn, sem er dælu- bfll, er í rauninni eins og safngripur. Sömuleiðis er aldur og ástand annars búnaðar talið slæmt.“ Hagkvæmnisathugun VSÓ leiðir í Ijós að kostnaðar- auki Hafnarfjarðarbæjar vegna endurnýjunar á hús- næði og tækjabúnaði muni verða tæpar 7 niilljónir á ári. Þá er gert ráð fyrir óbreyttu rekstarformi. Ef farin verður sú leið að bæta Kópavogi við þjón- ustusvæðið má gera ráð fyrir svipuðum rekstrar- kostnaði og er í dag. Verði hins vegar slökkviliðið sameinað Slökkviliði Reykjavikur myndi rekstr- arkostnaður Hafnarljarð- arbæjar lækka um rúmar 4 milljónir á ári. Samtals mun Hafnarfjarðarbær því spara sér rúmar 11 milljón- ir króna í rekstri slökkvi- liðsins verði af sameiningu slökkviliðanna á höfuð- borgarsvæðinu. Auk fjárhagslegs ávinn- ings af sameiningu slökkviliðanna mun þjón- ustustigið hækka og við- bragðstími verður styttri. „Frekari uppbygging og færni slökkviliðsins verður að öllum lfldndum mark- vissari og faglegri með þátttöku í sameiginlegu slökkviliði fyrir höfuð- borgarsvæðið. Er það m.a. vegna betri nýtingar á sér- fræðiþekkingu, markviss- ari þjálfunar liðsins og að- gangs að sérmenntuðum starfsmönnum" segir í skýrslunni. Því er lagt til að teknar verði upp við- ræður um sameiningu slökkviliðanna. Náist ekki hagkvæmt samkomulag um slíkt fyrir Hafnarfjarð- arbæ er lagt til að kannað- ur verði nánar möguleik- inn á að bæta Kópavogi á starfssvæði Slökkviliðs Hafnaríjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.