Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýjar rannsóknir staðfesta dvöl íslenskra landkönnuða á Nýfundnalandi NÝJAR rannsóknar á eld-tinnu, eða jaspis, frá víkingaöld sem fannst fyrir mörgum árum við fom- leifagröft við L’Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands, benda eindregið til þess að íslenskir menn hafi komið þar við sögu. Ennfremur eru líkur taldar á því að téður staður sé Straumsfjörður sem getið er um í Grænlendingasögu og þar sem Snorri Þorfinnsson (Karlsefnis) fæddist fyrstur evrópskra manna í nýja heiminum. Stjómandi rannsóknarinnar, dr. Kevin H. Smith, aðstoðarforstöðu- maður á mannfræðideild Vísinda- safnsins í Buffalo í Bandaríkjunum, kynnti niðurstöðumar ásamt Bimi Bjamasyni menntamálaráðherra á kynningarfundi í menntamálaráðu- neytinu í gærmorgun. Menntamála- ráðherra benti á, í formála að kynn- ingu Smiths, að upp væri runnin „söguleg stund“ þar sem í fyrsta skipti hefði fengist staðfesting á veru íslenskra manna á Nýfundna- landi. „Fingraför“ benda til Isiands Rannsóknarverkefnið var stutt af menntamálaráðuneyti Islands, þjóð- görðum Kanada og Vísindasafninu í Buffalo. Smith var fenginn til rann- sóknarinnar árið 1997 af þjóðgörð- um Kanada og beindist athygli hans einkum að nokkrum jaspisáhöldum frá L’Anse aux Meadows, ellefu brotum alls. Jaspis er rauður steinn sem líkist tinnu og var m.a. notaður til að tendra eld. Fram kom í máli Smiths að til þess að komast að því hvaðan jaspis- brotin væru upprunnin safnaði hann sýnishomum frá 59 stöðum í Nor- egi, á Islandi, Grænlandi, í Kanada og Bandaríkjunum, til samanburðar. Með samanburði á efnafræðilegum „fingraforum“, sem fundin voru með geislun í kjarnakljúf Toronto-há- skóla, var hægt að rekja fimm brot- anna ellefu til Islands, einkum ákveðinna staða á landinu vestan- verðu, m.a. Hestháls í Borgarfirði og Reykholtsdals. Fjögur þeirra voru ættuð frá Grænlandi en eitt frá Mið-Nýfundnalandi, 250 km suður af L’Anse aux Meadows. Þessi niðurstaða kom að sögn Smiths verulega á óvart en með henni er fundin fyrsta vísindalega tengingin milli Nýfundnalands og íslands. Hann sagði að eld-tinna, sem fyndist víða, kvamaðist fljótt og hefði verið nánast eins og eldspýtna- stokkur fyrir landkönnuði á víkinga- „Söguleg stund“ að mati mennta- málaráðherra öld. „Þetta var því ekki hlutur sem líklegt er að hafí gengið milli manna í vömskiptum heldur er sennilegra að sá sem bar íslenska steininn hafi komið frá Islandi,“ sagði Smith. Fyrsti bústaður Evrópumanna í nýja heiminum? Smith áréttaði mikilvægi þess að fundist hefði jaspis bæði frá Græn- landi og íslandi. í sögulegum heim- ildum væri aðeins getið um eina könnunarferð með þátttöku manna frá báðum löndum og þar sem brot frá löndunum hefðu fundist, sum af sama steininum, í öllum bústöðunum sem grafnir hefðu verið upp í L’An- se aux Meadows, bentu líkur til að staðurinn væri Straumsfjörður sem getið væri um í Grænlendingasögu. Þar að auki ættu staðarlýsingar í sögunni mjög vel við. Þessi nýja vitneskja mun að mati Smiths hafa í för með sér breytt við- horf tO landafunda Norður-Amer- íku, einkum utan íslands. „íslend- ingar hafa lengi vitað að þeir áttu hlut að máli og hafa ekki efast um frásagnir Islendingasagna. í Banda- ríkjunum er krökkum að vísu kennt það núorðið að víkingarnir hafi skot- ið Kólumbusi ref fyrir rass en þá er fyrst og fremst talað um Norðmenn og Grænlendinga. Nú tel ég að við getum sýnt fram á það að hafi ekki verið alfarið um íslenska landkönn- uði að ræða, hafi íslendingar í það minnsta stigið á land við L’Anse aux Meadows og tekið sinn þátt í könn- un Norður-Ameríku fyi-ir þúsund árum.“ Niðurstöðurnar kynntar á Smithsonian á næsta ári Aðspurður kvaðst Smith viss um að hlutur Islendinga mundi upp frá þessu hljóta viðurkenningu en treysti sér ekki til að giska á hvenær þessi nýja vitneskja yrði færð í Morgunblaðið/Jim Smart Dr. Kevin H. Smith, aðstoðarforstöðumaður við Visindasafnið í Buffalo, útskýrir mikilvægi jaspis-brota sem fundust í víkingabyggð við L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi. Steinninn var m.a. notaður til að tendra eld og var nánast „eldspýtnastokkur" í vasa víkinga. Björn Bjarnason menntamálaráðherra og dr. Kevin H. Smith á kynn- ingarfundi í menntamálaráðuneytinu í gærmorgun. kennslubækur. „Það tók nærri 40 ár að koma víkingunum að! En það hefst. Þetta eru fyrstu nýjungamar í rannsóknum á þætti víkinga í landafundum Norður-Ameríku í meira en áratug og tímasetningin hefði ekki getað verið betri þar sem hátíðahöld árþúsundsins standa fyr- ir dyrum.“ Niðurstöður rannsóknanna verða m.a. kynntar á Smithsonian-stofn- uninni næsta sumar, auk þess sem þær verða birtar í fagtímaritum á næstunni. Smith taldi niðurstöðurnar að auld hafa visst vægi fyrir rannsóknir á Islendingasögunum. „Ef hægt er að marka frásagnir þeirra af atburð- um sem áttu sér stað í fjarlægum löndum, eins og á Nýfundnalandi, þá spyr maður sig hvort ekki megi taka töluvert mark á þeim varðandi at- burði sem áttu sér stað hér á landi,“ sagði Smith. Þjóðminjasafn íslands var ein þeirra stofnana sem veittu Smith að- stoð. Þór Magnússon þjóðminja- vörður var ekki í vafa um að niður- stöður Smiths hefðu mikla þýðingu. „Það má náttúrlega segja að við Is- lendingar höfum nú lengi ekki efast um það að norrænir menn hafi verið þarna á ferðinni. En það er nú svo að ritaða málið þarf líka stuðning annars staðar frá, til dæmis frá fomleifafræðinni. Ég tel mjög merkilegt að það skuli vera hægt að sýna fram á hvaðan þessir jaspis- steinar em upprannh’ með rann- sóknum sem virðast vera mjög áreiðanlegar," sagði Þór. Um framhald á rannsóknum sagði Smith ýmislegt á döfinni. „Það er auðvitað takmarkað af minjum en við eram að saftia fleiri sýnishomum af jaspis hér á Islandi í þeim tilgangi að þrengja hringinn og staðsetja með meiri nákvæmni hvaðan brotin komu. Það er líka athyglisvert fyrir okkur að kanna hvemig eld-tinna var notuð á bæjum hér á landnáms- öld. I þessum tilgangi stendur til að kanna rauðan jaspis sem fundist hef- ur á Eiríksstöðum við Breiðafjörð. I haust ætla ég að snúa mér aftur að minjasafninu frá L’Anse aux Meadows og skoða fleiri eldfæri úr öðram steintegundum. Vonandi kemur í Ijós að þau era ekki bara úr næsta nágrenni heldur frá stöðum lengra inni í landi. Ef svo er getum við kannski leitt getum að því hversu langt norrænu landkönnuð- imir fóra. Að slíkri vitneskju yrði mikill fengur,“ segir Smith. Borgarstjóri Brima fer í siglingar til að fá hlé frá stjórnmáliim Morgunblaðið/Sverrir Henning Scherf, borgarstjóri Brima, klifrar upp á bryggju þar sem skútan, sem hann siglir nú á yfir Atlantshafið, lá í Reykjavíkurhöfh um helgina. Hús Islenskra sjávarafurða selt Með skútu yfir Atl- antshafið HENNING Scherf, borgarstjóri Brima, hélt á sunnudag í siglingu austur um haf í stórri seglskútu eftir fimm daga dvöl á íslandi. Borgarstjórinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann fengi ekki oft tækifæri til að taka sér hlé frá stjómmálum, en á tveggja til Þr'g'KÍa ára fresti færi hann í allt að tveggja vikna siglingu í skútu, sem tilheyrði siglingaklúbbi, þar sem hann væri félagi. Scherf hefur aldrei áður komið til íslands, en þekkir þó vel til ís- lands, ekki síst vegna þeirra við- skipta með físk, sem íslendingar eiga við þýska borgríkið Bremen. Hann sagði að hið nána samband fslands og Brima næði aftur um þúsund ár eða allt til kristnitöku á Islandi og benti á að fyrsti íslenski biskupinn, Isleifur Gissurarson, hefði tekið vígslu í Brimum. Nú tengdi fiskurinn Island og Brima, en hin trúarlegu tengsl væru þó enn við lýði. Vert væri að halda upp á þessi samskipti íslands við meginland Evrópu í gegnum Brima á næsta ári um leið og því væri fagnað að Leifúr heppni hefði fundið Ameríku. Borgarstjórinn sagði að á næsta ári væri ráðgert að halda á Islandi sýningu, þar sem lögð væri áhersla á þessi tengsl, og gefa út sérstakt hátíðarrit af sama tilefni. Skútan, sem borgarsljórinn sigl- ir með, er 16,5 metra löng og öll úr viði. Henni var siglt hingað til lands frá Halifax. Hér var skipt um áhöfn áður en siglingunni var haldið áfram og er Scherf hluti af nýju áhöfninni. Sagði hann að sigl- ingin myndi sennilega taka 10 daga og yrði höfð viðkoma í Orkn- eyjum. GENGIÐ var frá samningum um sölu húss íslenskra sjávarafurða í Sigtúni nú um helgina. Kaupendur era Kringlan ehf. fjárfestingafélag, fyrir hönd nokkurra fjárfesta, sem á ekkert skylt við Kringluna 4-6. Reynir Karlsson hrl. hjá Almennu málflutningsstofunni, sem sá um kaupin, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hvorki yrði greint frá kaupverði hússins né heldur þeim sem standa að baki kaupunum að svo stöddu. Húsið var auglýst til sölu í sunnu- MIKILL viðbúnaður var við Reykja- víkurflugvöll á sunnudagskvöld þeg- ar ATR-skrúfuþota frá Islandsflugi, með 47 manns innanborðs, kom til lendingar með annan hreyfilinn bil- aðan. Slökkvilið Reykjavíkur, lög- reglan og skjúkraflutningamenn vora í viðbragðsstöðu. Götum borg- arinnar var lokað þegar vélin kom inn til lendingar úr norðri, yfir mið- borgina og lenti til suðurs, en lend- ingin tókst giftusamlega. Að sögn Ellerts Eggertssonar, dagsblaði Morgunblaðsins fyrir rúmri viku og var uppsett verð 400 milljónir. Finnbogi Jónsson, for- stjóri IS, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann gerði ráð fyrir að ÍS gæti keypt hús sem nægði starfsem- inni fyi'ir þriðjung þeirrar upphæð- ar sem fékkst fyrir eignina í Sigtúni. Finnbogi sagði söluna þýða tals- verða lækkun á skuldum IS, en sala hússins er liður í hagræðingu hjá IS eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu. Að sögn Finnboga verður húsið afhent kaupendum 1. mars. tæknistjóra hjá íslandsflugi, bilaði háþrýstidæla í hægri hreyfli flugvél- arinnar, en dælan stjórnar olíuflæði og skurði skrúfunnar. Þetta leiddi til þess að flugmennirnir höfðu ekki fulla stjórn á hreyflinum og ákváðu þeir því að slökkva á honum. Ellert sagði að flugmennimir hefðu gert rétt og að í raun hefði ekki verið nein stórhætta á ferðinni. Hann sagði að flugvélin yrði líklega komin í notkun á ný í dag en senda þurfti eftir vara- hlut til Hollands. Lenti í Reykjavík með bilaðan hreyfíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.