Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 27 NEYTENDUR Morgunblaðið/Arnaldur Innpakkaðar bökunarkartöflur ekki seldar út á kílóverði Allt að 37% verðmun- ur í sömu verslun NEYTENDUR greiða mishátt kíló- verð fyrir innpakkaðar bökunar- kartöflur í verslunum samkvæmt athugun sem Samkeppnisstofnun gerði á dögunum. Bökunarkartöflur eru seldar út á stykkjaverði en ekki kílóverði og er það brot á reglum um verðmerkingar að sögn Kristín- ar Færseth, deildarstjóra hjá Sam- keppnisstofnun. Á umbúðum er ekki gefin upp þyngd innihalds og er því engin leið fyrir neytendur að átta sig á því hve mikið þeir eru í raun að borga fyrir kartöflumar miðað við kílóverð á öðrum kartöflum. Teknir voru fimm bakkar af handahófi úr hverri verslun og þeir vigtaðir. í ljós kom að allt að 300 g þyngdarmunur er á bökkunum og er því um afar mismunandi kílóverð að ræða. Getur munað þriðjungi í verði I Nýkaup var þyngd bakkanna á bilinu 672-964 g og verðið á þeim 198 kr. Ef reiknað er út kílóverð er það því 295 kr. fyrir léttasta bakk- ann og 205 kr. fyrir þyngsta bakk- ann. Sama verð var á bökkunum í Nóatúni en þeir vógu frá 710-912 g. Kílóverðið á þeim er því frá 279 kr. og niður í 204 kr. I Hagkaupi kostuðu bakkamir 189 kr. og var þyngd þeirra á bilinu 718-912 g og var kflóverðið því frá 263 kr. í 207 kr. Til samanburðar má nefna að kflóverð á bökunar- kartöflum sem seldar eru í lausu er rétt undir 200 kr. í umræddum verslunum. Meðalkflóverð léttustu bakkanna í þessum þremur verslunum er 279 kr. og meðalkflóverð þyngstu bakk- anna er 204 kr. Því er að meðaltali 75 kr. munur á kílóverði innpakk- aðra bökunarkartaflna í sömu versl- un. Léttustu kartöflurnar í verslun- unum eru því að meðaltali 37% dýr- ari en hinar þyngstu. Hjá verslunum fengust þær skýr- ingar á þessum verðmuni að varan kæmi frá framleiðanda pökkuð á þann hátt sem hún er seld í verslun- unum. Hún væri jafnframt keypt inn á stykkjaverði og því væri verð- inu ekki breytt í kflóverð þegar var- an er komin í verslanir. Nýtt Sérvalið lambakjöt GOÐI hefur sett á markað svo- kallað gourmet-lambakjöt, sem er sérvalið, 1. flokks og fitusnyrt. I fréttatilkynningu frá Goða kemur fram að gourmet-lambakjöt er kryddað með mildri náttúrulegri kryddblöndu. Kryddblandan inni- heldur bæði hvítlauk og papriku auk annarra kryddtegunda. Ennfremur kemur fram að í go- urmet-vörulínunni er bæði hægt að fá hefðbundið iambakjöt eins og lærissneiðar, en einnig er boð- ið upp á nýjungar. Það er t.d. boð- ið upp á beinlausa ofnsteik úr framparti, mjaðmasteik og læri án mjaðmabeins. Þetta eru minni stykki en áður og henta því betur minni fjölskyldum. REYKJAVÍK Borgarholtsskóli Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Verzlunarskóli ísiands Viðskiptaháskólinn í Reykjavík REYKJAJMES Grindavík Reykjanesbær Sandgerði Svartsengi Vogar FRAMX/IIMOA -----HA.GUR M/VIM OG fJÚOAN STARFSM£NNTARAÐ Ný 120 síÖna handbók um vörur og þjónustu BM*Vallá 0 CKÍbnlsteinn i Fegraðu hús og gar BM»Vallá auöveldar þér verkiðl Komdu í heimsókn og fáðu ókeypis eintak af handbókinni „HÚS OG GARÐUR“ í söludeild okkar í Fornalundi. í handbókinni finnur þú meðal annars allar nýju vörurnar. Landslagsráðgjöf BM»ValIá hjálpar þér síðan að útfæra þær á skemmtilegan hátt fyrir garðinn þinn. Miðaldasteinn Q > NYTT Hljóðskermar — bogaeiningar Óðaisrennusteinn Berlinarsteinn Oxfvrdsteii óðalströppnsteií York steinjlísar Vínarsteinn © BM’VALLÁ Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 Sími 585 5050 Fax 585 5051 hcmdbok@bmvalla.is AJ.LAN SOLAR- HRINGINN © 800 5050 www.bmvalla.is Opnunartímar: Virka daga kl. 9:00-18:00. Opið á laugardögum kl. 10:00-14:00. jftik hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.