Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Grettir Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þakkir Frá Erlu Gunnarsdóttur Vilji ég minnast vors og æsku vitja ég heim í fjörðinn minn. (Pétur Jónsson frá Nautabúi, 1938.) SKAGAFJÖRÐURINN tjaldaði sínu fegursta laugardaginn 7. ágúst sl. þegar ég fagnaði frændum og vinum í Varmahlíð í tilefni þess að ég varð sjötug á þessu ágæta ári. Fjallahringurinn skartaði sínu besta. Blönduhlíðarfjöllin ljómuðu í kvöldsólinni. Tindastóll stóð sinn vörð og Drangey reis úr djúpi hafs- ins í norðri. Mælifellshnjúkur gnæfði yfir til suðurs og Glóðafeyk- ir stóð í tign sinni í austri hjúpaður roða kvöldsins. Húseyjarkvísl og Héraðsvötn runnu hljóðlega til sjáv- ar um fætur fagurgrænna túna og engja. Yfír öllu gnæfði bláhiminn Skaga- fjarðar. Innilegustu þakkir og bestu kveðjur til ykkar allra sem senduð mér skeyti, kveðjur og góðar gjafír og heiðruðuð mig með heimsókn þennan dýrðardag. Sérstakar þakkir vil ég færa Sig- ríði Ólafsdóttur frá Álftagerði, fyrr- verandi húsfreyju að Ytra-Vallholti, dætrum hennar, Guðrúnu og Val- gerði Jóhannesdætrum og fjöl- skyldum þeirra í Hveragerði, fyrir framúrskarandi fagran blómvönd með sjötíu rósum, sem skrýddu hlaðborðið okkar í Varmahlíð. Einnig vil ég færa sérstakar þakkii' Steinunni Guðmundsdóttur og Fróða Jóhannssyni, garðyrkju- bændum að Dalsgarði í Mosfellsbæ, fyrir fangið fullt af rósum. Eg þakka þeim frændsystkinum mínum, Emmu Hansen, Reykjavík, og Erlendi Eysteinssyni, bónda, Stóru-Giljá í Húnaþingi, fyrir fögur ljóð, sem fylgja hér með, og ykkur öllum vinum og frændum að koma og vera með okkur Syðra-Vallholts systkinunum _ þessa gleðistund í Varmahlíð. Ég þakka Markúsi á Reykjarhóli, hátt á tíræðisaldri, fyr- ir að heiðra mig með komu sinni, skólasystkinum mínum frá bama- skólanum í Húsey, Varmahlíðar- skólanum 1945-46, frændum og vin- um úr Reykjavík, Húnaþingi, Skagafírði og víðar. Sérstakai- þakkir til Stefáns R. Gíslasonar fyr- ir harmoníkuleikinn og ykkur öllum fyrir sönginn og dansinn. Herdísi Þorvaldsdóttur og Ingi- björgu, systur minni, þakka ég ljóðaflutning. Herdís fór með ljóð eftir sr. Sigurð Einarsson frá Holti: Geturðu sofið um sumamætur, og Ingibjörg fór með tvö skagfirsk ljóð: Vilji ég minnast vors og æsku, eftir Pétur Jónsson frá Nautabúi, tileinkað Héraðsskóla Skagfírðinga í Varmahlíð árið 1938 og: Nú er vor yfír jörð, eftir sr. Tryggva H. Kvar- an frá Mælifelli, tileinkað Félaginu Varmahlíð á vorhátíð árið 1940. Einnig þakka ég þeim Sóleyju og Lilju veislumatinn, Rósu og Regínu fyrir aðstoðina og Helgu Pálsdóttur fyrir alla hjálpina varðandi skóla- húsið sem var okkar ágæti veislu- og dvalarstaður. Svona eru sumarblómin sífellt græn og ilma vel Erla þú ert ættarsóminn einstök perla að ég tel. (Erlendur Eysteinsson. Stóru-Giljá.) Heillakveðjur til ykkar allra. ERLA G. GUNNARSDÓTTIR, frá Syðra-Vallholti, búsett í Bandaríkjunum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi. Ferdinand Smáfólk S0MMER CAMP? YES, I 60T Y0UR BROCHORE..YES, THANK YOO.. NO, I WASN'T PLANNINS 0N 60IN6T0 CAMPTHI5 YEAK.. WELL,IF I CHAN6E MY MINP, C0ULD I BRIN6MY BROTHER'S WOLF WITH ME ? Sumarbúðir? Já, ég Nei, ég hafði fékk bæklinginn frá ekki áætlað að ykkur.. já, þakka fara í sumar- þér fyrir búðir í ár... Nú, ef ég skipti um skoðun, gæti ég þá komið með úlfinn hans bróður míns með mér? Voffí sumarbúðimar sem ég þarf ekki að fara í... ÚTSALAN Qíflnstu dagar Aðeins kr. 1.995 Fiordi una Vandaðir ítalskir leðurskór Mikið til í stærðum 36-37 og 41-42 Einnig strigaskór í úrvali kr. 395 Komið og gerið góð kaup. T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.