Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 13
Sigurður Kári Kristjánsson kosinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
Telur kjör endur-
spegla kynslóðaskipti
SIGURÐUR Kári Kristjánsson
varð hlutskarpastur í kosningu um
formann Sambands ungra sjálf-
stæðismanna á 35. þingi þess í Vest-
mannaeyjum um seinustu helgi.
Tveir voru í framboði og fékk Sig-
urður Kári 211 atkvæði en andstæð-
ingur hans, Jónas Þór Guðmunds-
son, 143 atkvæði. Alls kusu 356, en
auðir og ógildir miðar voru tveir.
Rétt til setu á þinginu höfðu rúm-
lega 450 manns.
Sigurður Kári kveðst ánægður
með úrslitin. Honum komi þau ekki
mjög á óvart miðað við það sem bú-
ið var að reikna út fyrir kosningar
og búist var við fyrirfram, en mun-
urinn á frambjóðendum hafi þó ver-
ið heldur meiri en hann átti von á.
„Mitt fólk skilaði sér betur til
Vestmannaeyja en fólk Jónasar. Við
unnum einnig mikið og markvisst
starf á þinginu og þar sem Ijóst var
að ekki voru allir þingfulltrúar
ákveðnir þegar þeir komu á staðinn,
tókst okkur að vinna marga á okkar
band þar,“ segir Sigurður Kári.
Baráttan frekar til skaða
Hann kveðst þeirrar skoðunar að
málefnaágreiningur milli frambjóð-
andanna tveggja hafi verið lítill sem
enginn og hafi valið fyrst og fremst
snúist um menn. „Við Jónas höfum
staðið saman að mörgum málum hjá
SUS og ég hugsa að málefnastaða
okkar sé svipuð. Eg hugsa hins veg-
Jónas Þór segir
veður hafa
valdið afföllum
ar að þessi úrslit þýði að ákveðin
kynslóðaskipti hafi orðið hjá SUS.
Seinustu formenn hafa verið fæddir
á árunum 1967 til 1968, en ég er
töluvert yngri, eða tuttugu og sex
ára gamall. Sömuleiðis hefur orðið
mikil endumýjun í stjóm SUS og
þangað kom inn yngra fólk sem sat
ekki þar áður. Hins vegar em ein-
hverjir þar einnig sem eiga sér
langa sögu í starfi fyrir SUS og því
um ágætis blöndu að ræða. Það er
mjög gott að mínu viti að í þessu
starfi sé fólk á öllum aldri og að
stjómin endurspegli sjónarmið allra
aldurshópa," segir Sigurður Kári.
Hann kveðst þeirrar skoðunar að
kosningabaráttan hefði mátt fara
fram með öðram hætti og til greina
komi að hans mati að endurskoða
hvemig að kosningum verði staðið í
framtíðinni.
„Eg er viss um að þessi barátta
sem átti sér stað hjálpar okkur
ekki. Hún var frekar til þess að
skaða hreyfinguna og flokkinn held-
ur en hitt og ég held að það hafi ver-
ið óheppilegt hvernig hún þróaðist.
Ég velti því fyrir mér hvort ekki
þurfi að kanna hvort ekki sé rétt að
breyta kosningafyrirkomulaginu
með einhverjum hætti. Það væri t.d.
mögulegt að leyfa öllum flokks-
bundnum sjálfstæðismönnum á
aldrinum 15 til 35 ára að kjósa sér
formann. En þrátt fyrir þessi átök
sem sýndu greinilega að margir létu
sér ekki standa á sama hver tæki
við þessum samtökum, sem sýnir að
innan hreyfingarinnar er líf, lít ég
svo á að menn geti unnið saman
sáttir,“ segir Sigurður Kári.
Jónas Þór kveðst hafa gert sér
grein fyrir að munurinn gæti orðið
sá sem raun ber vitni þegar kom að
kosningum á sunnudag, þar sem
nokkur affóll hafi orðið í stuðnings-
mannaliði hans. Fyrst og fremst
hafi veður sett strik í reikninginn,
en lengi vel var ekki flugfært til
Vestmannaeyja vegna þoku.
Leggur SUS áfram lið
„Ég er ekki að halda því fram að
ég hefði borið sigur úr býtum þó svo
að staðan hefði snúist við og stuðn-
ingsmenn Sigurðar hefðu ekki kom-
ist til Vestmannaeyja, en munurinn
hefði að minnsta kosti getað verið
minni. Það var hins vegar lengi vel
erfitt með flug á sunnudagsmorgun
og gat bragðið til beggja vona fyrir
báða aðila. Þarna vora tveir í fram-
boði og menn völdu þann sem þeir
töldu hæfari til að leiða hreyfing-
una. Ég er þeirrar skoðunar að
kosningar sem þessar styrki hreyf-
inguna til lengri tíma, mikill kraftur
Samtök ritstjóra á Norðurlöndum funda í Reykjavík
Baráttan fyrir prentfrelsi
grundvallarmarkmið IPI
Morgunblaðið/Jim Smart
Norrænir ritstjórar funduðu á Hótel Sögu í gær. Þar var meðal annars
rætt um harða samkeppni dönsku dagblaðanna Jyllandsposten og
Berlingske Tidende, deilur um siðferðileg álitaefni í sænskri fjölmiðl-
un og kaup stærstu fjölmiðlakeðju Finnlands á hlut í norsku fyrirtæki
af sama toga.
ÁBYRGÐ blaðamanna og þörf fyrir
sterka ritstýringu vora meðal um-
ræðuefna á fundi Norðurlandadeild-
ar IPI - International Press
Institute, alþjóðasamtaka ritstjóra
og annarra stjórnenda fjölmiðla,
sem haldinn var í Reykjavík í gær.
Jafnframt fundaði sérstök
stýrinefnd samtakanna, sem meðal
annars er skipuð formanni og fram-
kvæmdastjóra og ætlað er að móta
ný stefnumið í tilefni aldamótanna
og fimmtíu ára afmælis alþjóðasam-
takanna árið 2000.
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins og formaður Is-
landsdeildar IPI, setti fund Norður-
landadeildarinnar í gærmorgun.
Næstur talaði Geir Haarde fjár-
málaráðherra og fjallaði um efna-
hagsuppganginn á Islandi á síðustu
áram. Aðalræðu fundarins flutti
Matthías Johannessen, ritstjóri
Morgunblaðsins, og fjallaði hann
um ábyrgð blaðamanna og þörfina
fyrir sterka ritstýringu.
Johann P. Fritz, framkvæmda-
stjóri IPI, og formaður samtakanna
Moegsien Williams ritstjóri, frá
Suður-Afríku, kynntu starf og
stefnumál samtakanna fyrir fundar-
mönnum.
Baráttan fyrir prentfrelsi
meginverkefnið
IPI-samtökin vora stofnuð í
Bandaríkjunum árið 1950 af hópi
ritstjóra frá fimmtán löndum. Nú
era meðlimimir um 1200 og frá yfir
hundrað löndum. Aðalverkefni sam-
takanna er baráttan fyrir prent-
frelsi um allan heim. Formaður IPI,
Moegsien Williams, ritstjóri frá
Suður-Afríku, segir að þau hafi
meðal annars beitt sér í þessum
efnum nýlega í Indónesiu, Eþíópíu,
Kamerún og Suður-Ameríku. Þau
hafa einnig lagt áherslu á þjálfun
blaðamanna í Austur-Evrópu og
löndum Sovétríkjanna sálugu.
Williams segir samtökin sjaldan
eða aldrei hafa verið sterkari, ekki
síst vegna öflugs starfs fram-
kvæmdastjóra þeirra, Johanns P.
Fritz, síðastliðin sex ár. Þróunin geri
það þó að verkum að huga þurfi að
breytingum á stefnumiðum þeirra.
„Flestir einstaklingar fara að hugsa
sinn gang þegar þeir verða fimmtíu
ára og sama gildir um okkur. Þetta
era góð tímamót til að huga að því
hvert eigi að halda næst.“
Williams segir að ákveðinn þrýst-
ingur sé á samtökin að breyta um
stefnu vegna þess að önnur samtök
af svipuðum toga keppi við þau með
því að leggja áherslu á að hjálpa fé-
lagsmönnum sínum í markaðsmál-
um og starfsaðferðum þeim tengd-
um. Hann segir að grandvallar-
markmið IPI, baráttan fyrir prent-
frelsi, verði þó óbreytt. Aukin
áhersla verði hins vegar lögð á að fá
unga ritstjóra og útgefendur til að
starfa í samtökunum og jafnframt
verði reynt að fjölga konum í áhrifa-
stöðum innan þeirra, enda fjölgi sí-
fellt þeim konum sem gegna stjóm-
arstöðum hjá fjölmiðlum. Einnig
verði reynt að höfða til stjómenda
netfjölmiðla af öllu tagi.
Williams er formaður stýrinefnd-
arinnar, sem á að móta tillögur í
þessa átt, en þær eru unnar í sam-
ráði við fulltrúa aðildarlanda sam-
takanna. Endanlegar tillögur verða
lagðar fram á fundi í maí á næsta
ári. Hann verður haldinn í Boston í
Bandaríkjunum þar sem samtökin
vora stofnuð á sínum tíma.
Morgunblaðið/Pétur Biöndal
Sigurður Kári og Jónas Þór
féllust í faðma eftir að úrslit
kosninga um embætti formanns
SUS lágu ljós fyrir.
Sigurður Kári steig í pontu eft-
ir að úrslitin lágu fyrir og
þakkaði þingfulltrúum stuðning
til embættisins.
leysist úr læðingi enda á í hlut
stærsta stjómmálahreyfmg ungs
fólks á Islandi. Það breytir því þó
ekki að ég hefði gjaman viljað að
kosningabaráttan og aðdragandi
kosninganna hefði þróast á talsvert
annan veg,“ segir Jónas Þór.
Hann kveðst ekki þeirrar skoðun-
ar að sú harðvítuga kosningabar-
átta sem fram fór og ásakanir sem
gengu á milli stuðningsmanna fram-
bjóðendanna hafi varpað rýrð á
SUS. Hann telji að menn geri sér
grein fyrir að ákveðin átök verði í
kringum kosningar af þessu tagi, en
það sé léttvægt í samanburði við
framhaldið.
„Þama fóra fram lýðræðislegar
kosningar og niðurstaðan gat ekki
orðið önnur en að annar frambjóð-
andinn ynni. Sigurður hafði betur
og það sem skiptir mestu máli núna
er að menn sameinist á ný að slagn-
um loknum, horfi björtum augum til
framtíðar og vinni að baráttumálum
ungra sjálfstæðismanna. Ég mun að
sjálfsögðu leggja ungum sjálfstæð-
ismönnum lið héreftir sem hingað
til, eftir því sem ég best get.“
í aðalstjóm SUS vora kosnir 25
manns. Fyrir Reykjavík vora kosnir
eftirtaldir: Andrés Andrésson, Arna
Hauksdóttir, Einar Öm Ólafsson,
Friðjón R. Friðjónsson, Guðrún
Inga Ingólfsdóttir, Ingibjörg Lind
Karlsdóttir, Ingvi Hrafn Oskarsson,
Soffía Kristín Þórðardóttir og Svan-
hildur Hólm Valsdóttir. Fyrir
Reykjanes: Hafsteinn Þór Hauks-
son, Haukur Þór Hauksson, Ingvar
Eyfjörð, Jónas Hvannberg, Skarp-
héðinn Orri Björnsson, Pétur Árni
Jónsson og Ríkharður Ibsen. Fyrir
Vesturland: Bergþór Ólafsson.
Fyrir Vestfirði: Kristján Jónsson.
Fyrir Norðurland vestra: Gunn-
laugur Auðunn Ragnarsson. Fyrir
Norðurland eystra: Arnljótur
Bjarki Bergsson og Gunnþór Ey-
fjörð Eyþórsson. Fyrir Austur-
land: Jens Garðar Helgason. Fyrir
Suðurland: Einar Sigurðsson, Guð-
rún Erla Gísladóttir og Helgi Val-
berg Jensson. Yfirskrift þingsins
var Öldin okkar og var starfað í 20
málefnanefndum. Aðildarfélög
SUS eru tæplega fjöratíu talsins.
Fráfarandi formaður SUS, Ásdís
Halla Bragadóttir, gaf ekki kost á
sér áfram.
Landsstjórn og þingflokkur Framsóknar funda
Ráðherrar sitja
fyrir svörum
ARLEGUR haustfundur lands-
stjómar og þingflokks Framsóknar-
flokksins er haldinn í dag. Fundur-
inn er haldinn í tengslum við árlega
síðsumarferð flokksins sem að
þessu sinni er um Reykjanes.
Þingmenn og landsstjóm flokks-
ins sitja fundinn auk helstu trúnað-
armanna hans í kjördæminu. Að
sögn Hjálmars Ámasonar, starf-
andi formanns þingflokks fram-
sóknarmanna, verður lagt af stað í
skoðunarferð um Reykjanes árdeg-
is. Ymis fyrirtæki verða skoðuð auk
þess sem náttúru- og menning-
arminjar á borð við Krísuvík, Bláa
lónið og Selatangar verða skoðaðar.
Fundarhöld hefjast síðdegis og á
fyrsta hluta fundarins fer formaður
flokksinsyfir stjómmálaástandið al-
mennt. Á síðari hluta fundarins,
sem er opinn fjölmiðlum og flokks-
bundnum félögum úr kjördæminu,
sitja ráðherrar Framsóknarflokks-
ins fyrir svöram, og er gert ráð fyr-
ir að sá hluti fundarins hefjist upp
úr klukkan 16, að sögn Hjálmars.
Fundurinn fer fram í Svartsengi.
Hlíðar — 3ja herb. risíbúð
Fasteignasalan Eignahöllin,
Hverfisgötu 76, sími 552 4111.
í einkasölu mjög falleg 3ja herb. risíbúð í þessu fallega húsi,
sem er á góðum stað við Úthlíð. Suðvestursvalir og frábært
útsýni. Góð lán.