Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 33
Menningarnótt haldin í fjórða sinn
Borgin
vakir
Sögur af brennivínsberserkjum í Skugga-
hverfí, umræður um tilgang lífsins á
Kjarvalsstöðum, píanótónleikar í
Operunni og hreingjörningur í Austur-
stræti var meðal þess sem Margrét
Sveinbjörnsdóttir heyrði og sá á menning-
arnóttinni í miðborginni.
LITRÍKAR regnhlífar og
regnfatnaður voru áber-
andi í götumyndinni í
Reykjavík á Menning-
arnótt, sem haldin vai’ hátíðleg um
helgina. Eiginlega mætti allt eins
tala um menningarsíðdegi og
menningarkvöld, því dagskráin
hófst síðdegis á laugardag og hélt
áfram fram eftir kvöldi en flestum
skipulögðum viðburðum lauk um
miðnæturbil. Þá hélt fólk hins veg-
ar áfram gleðinni á kaffihúsum,
knæpum og öðrum skemmtistöðum
borgarinnar, þeir allra hörðustu
langt fram á morgun.
Dagskrá Menningarnæturinnar
hófst í rigningarúða í Lýðveldis-
garðinum við Hverfisgötu um fjög-
urleytið. í setningarávarpi sínu lét
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri í ljósi ánægju sína með að
Menningarnóttin væri þegar búin
að skapa sér sess í borgarlífinu, nú
þegar hún væri haldin í fjórða sinn.
Ánægjulegt væri að sjá hvernig all-
ir legðust á eitt um að gera daginn
sem eftii-minnilegastan; einstak-
lingar, fyrirtæki, stofnanir og síð-
ast en ekki síst listamenn.
Allir góðir hlutir verða
til á nóttunni
Hallgrímur Helgason var fulltrúi
listamanna við setninguna og sagði
m.a. frá því í ávarpi sínu hvað hon-
um leiddist óstjórnlega mikið þegar
hann var barn í Reykjavík. En nú
væri öldin sem betur fer orðin önn-
ur. „í dag er gaman að búa í
Reykjavík. Við getum verið stolt og
glöð af borginni okkar. Borgin sem
alltaf sefur hefur breyst í borgina
sem vakir, af list. Hin snjalla hug-
mynd, Menningarnótt, er nú fram-
kvæmd í fjórða sinn. Skemmtileg-
asta kvöld sumarsins gengur í garð
og nóttin fyllist af fólki fullu af
áhuga á því sem listamenn borgar-
innar þeirra hafa legið andvaka yfir
síðustu sextíu nætur. Því eins og
þið vitið, þá verða allir góðir hlutir
til á nóttunni, eins og til dæmis við
sjálf,“ sagði Hallgrímur um leið og
hann bauð „góða nótt“.
Dagskránni í Lýðveldisgarðinum
lauk með líflegu dans- og tónlistar-
atriði ungs fólks frá Marokkó, Tún-
is, Finnlandi og íslandi og átti hóp-
urinn sá eftir að skjóta upp kollin-
um víðar um bæinn þegar á leið
kvöldið.
Drjúgur hluti þeirra sem voru
viðstaddir setninguna í Lýðveldis-
garðinum lögðu að henni lokinni
upp í sögulega gönguferð um
Skuggahverfið í fylgd Guðjóns
Friðrikssonar sagnfræðings. Enn
ýrði úr lofti og ágerðist heldur úr-
koman eftir því sem á leið en ekki
virtist fólk láta það á sig fá. Að
minnsta kosti fylgdist fjöldi fólks
með af athygli þegar Guðjón hóf
upp raust sína og sagði frá kotinu
Skugga, sem hverfið dregur nafn
sitt af, og var fyrsta húsið í Skugga-
hverfi. Hann sagði frá gosdrykkja-
verksmiðjunni Sanitas, brjóstsyk-
ursgerðinni Nóa og smjörlíkisgerð-
inni Smára, sem allar hófu starf-
semi sína í hverfinu, sem var á sín-
um tíma helsta iðnaðarhverfi bæj-
arins. Sögur af fátækum tómthús-
mönnum, alræmdum brennivíns-
berserkjum og gömlum steinbæj-
um runnu upp úr Guðjóni og meðal
göngumanna voru gamlir Skugg-
hverfingar sem gátu bætt við sög-
urnar og svarað spurningum sem
upp komu.
Hreingjörningur, tilgangur
lífsins, óskir og vonir
Úr Skuggahverfinu lá leið ski-if-
ara niður í Kvosina. Var þá komin
rigning og nokkur vindur og menn
sem voru að setja upp sýningar-
tjald utan á íslandsbanka í Lækjar-
götu fyrir útibíóið seinna um kvöld-
ið virtust eiga fullt í fangi með að
hemja tjaldið. En upp komst það á
endanum, svo bíóþyrstir menning-
arnæturhrafnar gátu séð kvikmynd
Þráins Bertelssonar, Nýtt líf, á
gafli bankans. Gott var að flýja í
skjól inn í Iðnó, þar sem fjöldi
barna á öllum aldri hafði komið sér
notalega fyrir til þess að hlusta á
Vilborgu Dagbjartsdóttur rithöf-
und segja sögur úr Biblíunni. Það-
an lá leiðin í Ráðhúsið, þai- sem ís-
firðingar réðu ríkjum, en ísafjörður
var gestabær Menningarnætur ‘99.
Þar var leikhópurinn Morrinn með
trúðasýningu allfjöruga og síðar
um kvöldið sýndi hópurinn leikþátt-
inn „Umhverfis ísafjörð“ og fléttaði
inn í hann tónlist ísfirska tónskálds;
ins Jónasar Tómassonar eldri. í
Tjarnarsal gaf einnig að líta sýn-
ingu á málverkum Agnesar
Aspelund myndlistarmanns og
skai-tgripum Dýrfinnu Torfadóttur
gullsmiðs og á veggjum Ráðhús-
kaffis mátti sjá sýningu Ane
Henden Motzfeldt, „Spegill, spegill,
herm þú mér“, þar sem listamaður-
inn velti vöngum yfir lýtaaðgerð-
um.
Næst var haldið í Landsbankann
í Austurstræti, þar sem Pétur Pét-
ursson þulur sagði sögur af þekkt-
um viðskiptavinum bankans og
kom víða við. Það var sem hvítur
stormsveipur færi um Austur-
strætið þegar kona kom askvað-
andi út úr bókaverslun Penn-
ans/Eymundssonar og hóf þrif af
miklum móð undir lifandi tónlistar-
flutningi. Hér reyndist vera á ferð-
inni spunadansarinn og húsmóðirin
Anna Richardsdóttir með svokall-
aðan hreingjörning.
Nú var stefnan tekin á Kjarvals-
staði, þar sem frést hafði af frekari
gjörningum. Skrifari rétt missti af
því þegar stúlkurnar gulklæddu í
Gjörningaklúbbnum veittu fólki
eina ósk og sendu það heim með
nýja von og stjörnuljós en kom hins
vegar rétt tímanlega til að hlýða á
djúpar umræður Þórodds Bjarna-
sonar myndlistarmanns, Gunnars
Hersveins heimspekings og ann-
arra viðstaddra um ekki ómerkara
mál en tilgang lífsins á „Þingi fljót-
andi umræðu“.
Aftur var haldið niður í bæ, nú á
Morgunblaðið/Sverrir
Utibíó í Lækjargötu.
Á tröppum Þjóðleikhússins upplýsti Guðjón Friðriksson meðal annars
að Hverfisgatan væri kennd við Skuggahverfið.
Vilborg Dagbjartsdóttir settist í hægindastólinn á sviðinu í Iðnó og
sagði börnum sögur við góðar undirtektir.
Laugaveg 48b, þar sem Hallgrímur
Helgason hafði fyrr um kvöldið
opnað myndlistarsýningu í Galleríi
one o one. Gestir veltust þar um af
hlátri yfir teikningum listamanns-
ins af Grim og ultu svo út aftur,
sumir beint í flasið á Gjörninga-
klúbbnum gulklædda, sem þar var
mættur á vettvang með fleiri góðar
óskir og vonir. Þegar hér var kom-
ið sögu var að hefjast frumflutn-
ingur á trommuverki Gunnlaugs
Briem fyrir sjö trommur, sem ekið
var á tengivagni frá Sóleyjargötu
um Lækjargötu að hafnarbakkan-
um, þar sem við tók litskrúðug
flugeldasýning. Ekki nóg með það,
heldur uppljómaðist miðborgin
með ljósaveislu Orkuveitu Reykja-
víkur á Arnarhóli um ellefuleytið
en þá var ski-ifarinn kominn í þægi-
legt sæti í íslensku óperunni, þar
sem eina lýsingin var á sviðinu,
nánar tiltekið á Eddu Erlendsdótt-
ur sem lék á píanó fimm smástykki
eftir Edvard Grieg. Hvert sæti var
skipað í Óperunni og gott betur og
fregnir herma að þannig hafi það
verið allt kvöldið á þeim bænum,
þar sem fjöldi listamanna kom
fram í boði BM-Vallár.
Stemmningin í miðbænum þetta
kvöld og þessa nótt var svolítið eins
og á Þorláksmessu. Að minnsta
kosti höfðu margir orð á því að þeir
hefðu hitt þar fólk sem þeir hefðu
ekki séð í mörg ár, rétt eins og oft
gerist á Þorláksmessukvöld þegar
allir sem vettlingi geta valdið drífa
sig í bæinn til að líta þar á lífið. Það
vantaði bara plastpokana og pakk-
ana, svo ekki sé talað um stressið
sem fylgir því gjarnan að vera ekki
ennþá búinn að finna síðustu jóla-
gjöfina. En skrifarinn saknaði þess
ekki vitundarögn og gaf sig óhikað
á vald næturinnar - sem ennþá var
ung.