Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 8

Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nóg af berjum - lít- ið af laxi „ÞAÐ var eiginlega hátíð í morgun þegar þeir fengu tvo fyrir neðan Æðarfossa. Sannast sagna hefur aldrei verið neitt í gangi þar í sum- ar, engar göngur, bara svona kropp og kropp. Þetta er mjög ró- legt sem fyrr, þetta 2 til 4 laxar á dag og ekkert svæði að gefa frekar en annað. Veiðimenn eru að hringja í mig og spyrja frétta, menn sem eiga eftir að koma. Eg segi þeim bara að hér sé nóg af berjum!“ sagði Þórunn Alfreðs- dóttir, bústýra í Vökuholti við Laxá í Aðaldal, í gærdag. Þá voru komnir 518 laxar af svæðum Laxárfélagsins og á annað hundrað laxar af öðrum svæðum, en þar ber hæst svæði Núpa, Ness og Árness. „Þeir eru mikið að veiða og sleppa þar upp frá og það kem- ur sér vel í laxleysinu að geta veitt sama laxinn aftur og aftur. En það er reyndar von á maðkagengi og þá er litlu sleppt,“ bætti Þórunn við. Fengu ekki regn „Við fengum ekki rigninguna, þvert á móti man ég ekki eftir öðru eins hlýindasumri þau ár sem ég hef verið hér við Hauka- dalsá sagði Júlíana Magn- úsdóttir, bústýra við Haukuna, í gærdag. Þá náði rigning og slagveður niður í miðja Bröttu- brekku Dalamegin og varla var stætt í rokinu við Miðá á sama tíma og ekki bærðist hár á höfði manna við Haukadalsá. „Veiðin nú er alveg um 500 laxar og síðasti hópur fékk 18^ laxa á tveimur dögum. í fyrra komu 930 á land og við náum ekki að jafna það í sumar, það er ljóst. Eg held samt að vel megi una við veiðina í sumar, því það er talsverður lax í ánni og skil- yrði til veiða hafa oft verið erfið,“ bætti Júlíana við. Enn líflegt í Soginu Tíu laxar veiddust í Alviðru í Soginu á sunnudag, m.a. 21 punds hængur. Rífandi veiði hefur verið á svæðinu síðustu tvær vikurnar og í gær voru komnir 133 laxar á land. Á Ásgarði hefur einnig glæðst verulega og á sunnudag veiddust þar t.d. átta laxar. Tuttugu eru komnir úr Bíldsfelli og fimm úr Syðri-Brú, eða alls 194 laxar. Kyrrð og friður við fallega á. Göngumannahylur í Laxá á Refasveit. ið af mjög fallegri bleikju, 2-3 punda. „Þetta fór mun seinna í gang í sumar heldur en í fyrra, áin var mjög gruggug og köld, en þegar ástandið batnaði var veiðin strax mjög góð. Sem dæmi um afla- brögðin veiddi eitt hollið um 300 fiska, var með fjórar stangir í tvo daga á svæðum 4 og 5. Vænsta bleikjan er þar, neðar er meira af smærri fiski. Flugan er að gefa langmestu veiðina, sérstaklega púpur og nymfur með kúluhausa sem menn veiða upp fyrir sig með tökuvara," sagði Jón Gunnar. Hörgá hefur einnig skilað góðri veiði, en á stundum hefur hún verið skoluð og erfið af þeim sökum. „Það hefur verið meira veitt í Hörgá en áður því ásóknin í Eyja- fjarðará er orðin svo mikil. Þá fá menn færri daga þar en þeir vildu og fara í Hörgá í staðinn. Það er ekki í kot vísað, því það er fín bleikja í ánni og menn hafa fengið góða veiði. Fiskurinn er líka vænn, sérstaklega ofarlega og ég veit af stærstum 7 og 7,5 punda," sagði Jón Gunnar enn fremur. í Eyja- fjarðará hefur hins vegar stærst veiðst 8,5 punda bleikja og á efsta svæðinu veiddist meira að segja nýverið 17 punda lax. Morgunblaðið/Þorkell Tvær af þeim flugum sem duga best í Eyjafjarðará, Pheasant Tail og gul Stone- head, púpur með kúluhausum. Veiði byrjaði illa í ánni og var grugginu í jökulvötnunum kennt um. Nú gæti stefnt í góða heildar- tölu þrátt fyrir allt. Alls hafa um 280 bleikjur veiðst, en það er mun minna en búist var við. Mikið um bleikju í Eyjafjarðará Ekki liggur fyrir hvað búið er að veiða af sjóbleikju í Eyjafjarð- ará þar eð menn skila þar inn veiðkortum sem eru að tínast inn langt fram eftir hausti. Hins vegar sagði Jón Gunnar Benjamínsson í Veiðihorninu í Húsasmiðjunni að mjög góð veiði hefði verið og mik- Aldrei fleiri farþegar um Egils- staði Egilsstaðir - Farþegamet hefur verið sett hjá Flugfélagi íslands á innanlandsleiðinni Egilsstaðir- Reykjavík. Farþegar í júlí voru um 6.000 talsins og áætlun sýnir far- þegafjölda fara yfir þá tölu í ágúst- mánuði. Að sögn Einars Halldórssonar, umdæmisstjóra Flugfélags íslands á Egilsstöðum, eru þetta mestu farþegarflutningar um Egilsstaði frá upphafi. Einar segir að fyrstu fimmtán dagana í ágúst séu far- þegar um 700 fleiri heldur en á sama tíma í fyrra. Hann segir aukninguna íyrst og fremst vera vegna innlendra gesta en algengt sé að fólk komi saman í 15-20 manna hópum í þeim tilgangi að ganga um fjöll og firnindi á Aust- urlandi. Áætlunarflug í samt lag ÁÆTLUNARFLUG Flugleiða komst í eðlilegt horf í fyrradag, en á föstudag og laugardag var mikil röskun á millilandaflugi félagsins og seinkaði því að jafnaði um þrjár til fjórar klukkustundir. Röskunin er rakin til bilana í tveimur Boeing 757-flugvélum fé- lagsins á fímmtudaginn og ollu tafir af þeim sökum keðjuverkandi áhrifum, þannig að flug annarra véla raskaðist einnig. Nú er búið að gera við vélarnar tvær og flug- samgöngur því komnar í samt lag, að sögn Margrétar Hauksdóttur hjá upplýsingadeild Flugleiða. Hún sagðist ekki vita hversu miklu fjárhagslegu tjóni félagið hefði orðið fyrir en að það væri þónokkurt. Ók á ljosa- staur BIFREIÐ var ekið á ljósastaur við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í fyrrakvöld. Öku- maðurinn var fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, en talið var að hann hefði hlotið höfuðáverka og jafnvel einhver innvortis meiðsl. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, er talinn hafa fengið aðsvif með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bifreiðinni, fór á rangan vegarhelming og ók þar á staur. Heimur Guðríðar í Kaupmannahöfn Vegferð Steinunnar og Guðríðar SUNNUDAGINN 12. september verð- ur sýnt í Kaup- mannahöfn leikrit Stein- unnar Jóhannesdóttur; Heimur Guðríðar, sem fyrst var frumsýnt á kirkjulistahátíð í Hall- grímskirkju í Reykjavík 1995. Leikritið hefur síðan verið sýnt víða í kirkjum á íslandi og erlendis. Stein- unn var spurð hver væri aðdragandinn að þessari sýningu í Kaupmanna- höfn? Leikferðin hefur lengi staðið tO. Leikritið verður sýnt í Hellig kors Kirke að Kapelvej 38 (við Assistens^ Kirkegaard) á vegum íslendingafélags- ins í Kaupmannahöfn með styrk frá íslenskum og dönskum aðilum. Islend- ingafélagið í Kaupmannahöfn á stórafmæli um þessar mundir, það er munu vera 80 ár frá form- legri stofnun þess, þótt löngum hafi landar safnast saman í Kaup- mannahöfn þar sem ótalmargir þeirra stunduð nám öldum saman, m.a. Hallgrímur Pétursson. - Er ástarsaga hans og Guðríð- ar Símonardóttur rakin rækilega í leikrinu þínu? Já, hún hófst einmitt í Kaup- mannahöfn í haustbyrjun 1636, þegar Guðríður kom til borgar- innar úr sumarlangri reisu norður Evrópu frá Alsír (Barbaríinu). Kaupmannahöfn er því einn af sögustöðum leikritsins. En það var einmitt upphaf að leikferðum með verkið að sýna það á sögu- slóðum þeirra hjóna og höfðu Vestmanneyingar frumkvæðið að því. Fyrsta sýningin utan Reykja- víkur var í Landakirkju 1. nóvem- ber 1995. - Er auðvelt að ferðast með svona verk á milli landa? Það er auðvelt að því leyti til að búnaður okkar er einfaldur, ég hef stundum sagt í gamni að ferð- ist um með legstein og kistu - kistan geymir leikmuni og bún- inga en steinninn er eftirgerð af legsteini Steinunnar dóttur Hall- gríms og Guðríðar sem varðveitt- ur er í Hvalsneskirkju. Það er erfitt á hinn bóginn vegna þess að það er dýrt að vera með leikrit á ferðalagi og mikið mál að afla fjár til hverrar ferðar. - Hcfur þetta leikrit komið út á bók? Já, það kom út í vor hjá Skál- holtsútgáfunni og þessa dagana er það að koma út í danskri þýðingu Bjöms Sigurbjömssonar hjá sömu útgáfu. Þýðing Bjöms er ákaflega falleg að mínu áliti, en hann hefur áður þýtt Passíusálma Hallgríms Péturssonar á dönsku og fengið frábæra dóma fyrir það verk. - Liðin eru fjögur ár frá frumsýningu verksins, eru sömu leikararnir enn í sömu hlutverkum? Það hefur orðið ein breyting frá framsýningunni þar sem Helga Bachmann var í hlutverki Guðríð- ar eldri. Frá 1996 hefur Margrét Guðmundsdóttir leikið það hlut- verk. Helga E. Jónsdóttir hefur aftur á móti leikið hlutverk Guð- ríðar yngri frá upphafi og sama gildir um Þröst Leó Gunnarsson í hlutverki Hallgríms. Tónlist er eftir Hörð Áskelsson, búningar og leikmynd eftir Elínu Eddu Árna- dóttur, ég sjálf er leikstjóri. ►Steinunn Jóhannesdóttir fæddist á Akranesi 1948. Hún lauk stúdentsprófí frá Akur- eyri 1967 og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1970. Hún var við framhalds- nám í leiklist og leikhúsfræðum til ársins 1972. Hún var leik- kona hjá Þjóðleikhúsinu frá þeim tíma til 1986. Jafnframt skrifaði hún mikið í dagblöð og tímarit og liefur samið bækur af ýmsu tagi, m.a. Sögu Halldóru Briem sem út kom 1994. Fyrsta Ieikrit hennar var frumsýnt 1981; Dans á rósum. Hún hefur samið nokk- ur önnur leikrit, síðast Heim Guðríðar, sem frumsýnt var á Kirkjulistarhátíð í júní 1995 og hefur verið sýnt í kirkjum um allt land með hléum. Stein- unn starfar sem rithöfundur. Hún er gift Einari Karli Har- aldssyni ritstjóra og eiga þau þrjár dætur. -Er saga Guðríðar og Hall- gríms enn mörgum kunn? Hér á Islandi er hún það, eink- um meðal eldri kynslóða. Erlendis þekkja hana auðvitað fáir. Nú gefst mér tækifæri til að kynna hana bæði með leikferðinni en ekki síður á norrænni samkirkju- legri kvennaráðstefnu sem haldin verður í Svenborg á Fjóni 26. tO 29. ágúst nk. þar sem ég verð full- trúi á vegum íslensku þjóðkirkj- unnar. Þar mun ég segja frá Guð- ríði og flytja part úr verkinu í fyrrnefndri danskri þýðingu Bjöms Sigurbjörnssonar. Þarna verða saman komnar 90 konur frá ólíkum kirkjudeildum á Norður- löndunum og er markmiðið að draga fram þátt kvenna í kirkju- sögunni í aldanna rás. - Hvers vegna fórstu að skrifa leikrit um Guðríði Símonardóttur? Eitt af seinustu stóru hlutverkum mínum í Þjóðleikhús- inu á sínum tíma var hlutverk Guðríðar Símonardóttur í leik- riti séra Jakobs Jóns- sonar; Tyrkja-Gudda. Þar með var áhugi minn á persónunni vak- inn. Hallgrímskirkja er mín sókn- arkirkja og forráðamenn þar fóru þess á leit við mig að ég skrifaði nýtt verk um Guðríði, sem sér- staklega vaeri ætlað til flutnings í kirkjunni. I upphafi voru aðeins fyrirhugaðar tvær sýningar þar en þær eru nú að verða fimmtíu og sér ekki enn fyrir endann á vegferð minni með Guðríði Símon- ardóttur. Verkið að koma út í danskri þýðingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.