Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Lands- símans, afhendir Þorsteini ÓJafssyni, formanni SKB, búnaðinn. Helga Þórðardóttir og Jón Agnar Ármannsson sjúkrakennarar fylgjast með. Morgunblaðið/Arnaldur Sonja Ólafsdóttir, fv. krabbameinssjúklingur, og Jón R. Kristinsson læknir ræddu við sænskan lækni Sonju, með aðstoð myndfundabúnaðarins, en Sonja gekkst undir mergskipti í Svíþjóð fyrir átta árum. Ferðir um Eyja- bakka- svæðið Egilsstaðir - Flugfélag ís- lands og Tanni Travel bjóða á næstunni skipulagðar skoðun- arferðir á Eyjabakkasvæðið. Ferðirnar eru dagsferðir og sú fyrsta verður laugardaginn 28. ágúst. Síðan verður farið alla laugardaga í september. Flogið er frá Reykjavíkur- flugvelli kl. 8 til Egilsstaða og þaðan ekið um Fljótsdalsheiði og á Eyjabakkasvæðið. Þá er farið um Ytri Kárahnúk og að Hafrahvammagljúfri og það skoðað. Komið er við í Klaust- urseli á Jökuldal og er brott- fór frá Egilsstaðaflugvelli um 20.35 að kvöldi sama dags. Listamenn með gjörning á svæðinu Að sögn Einars Halldórs- sonar, umdæmisstjóra Flug- félags íslands á Egilsstöðum, virðist vera töluverður áhugi fólks á að skoða þetta svæði. Ferðirnar hafa ekkert verið auglýstar og er þátttaka í fyrstu ferðina þegar orðin góð. Aðra helgi munu síðan ýms- ir listamenn verða með í for og fremja gjörning á Eyja- bakkasvæðinu. Einar sagði áhugasama geta fengið upp- lýsingar bæði hjá Flugfélagi Islands í Reykjavík og á Egilsstöðum. MORUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá orkuspárnefnd: „Að undanförnu hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um raforkunotkun á landinu þar sem því hefur m.a. verið haldið fram að raforkuskortur sé framundan og að spár orkuspárnefndar hafi staðist illa. Orkuspárnefnd telur að hér sé um misskilning að ræða og til að leiðrétta hann eru hér teknar sam- an upplýsingar um raforkunotkun landsmanna. Raforkuspár orkuspárnefndar hafa allt frá árinu 1985 staðist ein- staklega vel en á þessu tímabili hafa komið út þrjár spár árin 1985, 1992 og 1997. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári var almenn raf- orkunotkun með töpum (leiðrétt vegna skerðingar síðasta árs á ótryggðri orku) um 6,5% minni en spáð var árið 1985 sem verður að teljast mjög góður árangur. Ef raf- orkunotkun síðustu tveggja ára er borin saman við nýjustu spána Myndfundabúnaður fyrir krabbameinssjúk börn LANDSSÍMI íslands afhenti á föstudag Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB, þijú sett af myndfunda- búnaði og þijár tölvur sem tengjast honum. Verðmæti bún- aðarins er um 600 þúsund krónur. Myndfundabúnaður auðveld- ar sjúkum börnum að stunda nám sitt, halda sambandi við skólafélaga og eiga samskipti við fjölskyldu og vini. Einnig er farið að nota búnað sem þennan til Ijarlækninga, t.d. til læknis- viðtala og læknisskoðunar milli landa. Þessi þijú eintök verða til út- láns frá skrifstofu Styrktarfé- lagsins, einkum inn á heimiii barna sem fá tímabundið að fara heim af sjúkrahúsinu en mega þó ekki vera í skóla sínum vegna sýkingarhættu. Yfírlýsing borgarstjóra um Reykjavíkurflugvöll Engin fyrirheit gefin um framtíðina MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra: „Vegna umræðna um framtíð Reykjavíkurflugvallar undanfarna daga og ummæla samgönguráð- herra í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á flugvellinum tel ég rétt að koma eftirfarandi á fram- færi: í Aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir tímabilið 1996-2016 sem samþykkt var í júlí 1997 var ákveðið að Reykjavíkurflugvöllur héldi áfram að vera miðstöð innanlandsflugs út sldpulagstímabilið. Sú ákvörðun borgaryfirvalda tekur einungis til þess tímabils og engin fyrirheit hafa verið gefin um framtíðina í því efni. Að ósk samgönguyfirvalda voru gerðar tilteknar breytingar á skipu- lagi vallarins áður en ráðist var í endurbætur á honum. Þær endur- bætur voru löngu tímabærar enda segir í skýrslu flugmálastjómar um endurbætur á flugvellinum: „Sára- litlu fé hefur í raun verið varið til viðhalds flugvallarins frá því að Bretar afhentu harin Islendingum fyrir rúmum 50 árum.“ Ríkisvaldið er nú að súpa seyðið af áratuga van- rækslu í viðhaldi og verður að greiða þann kostnað sem því er samfara. Tvennt hefur gerst nýtt í málefn- um Reykjavíkurflugvallar síðustu mánuði. Borgaryfirvöld hafa náð sam- komulagi við samgönguráðherra um að draga úr umhverfisáhrifum flug- umferðarinnar og að flytja snerti- lendingar í æfinga- og kennsluflugi á flugvöll í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík. Borgaryfirvöld gerðu þessa kröfu þar sem þau telja ekki veijandi að íbúar í borginni búi við óbreytt ástand varðandi hávaða- mengun frá flugvellinum út skipu- lagstímabilið. Samgönguyfirvöld hafa ákveðið hvernig staðið verði að endurbótum á Reykjavíkurflugvelli. Á grundvelli sérfræðirannsókna sem þau létu vinna er niðurstaða þeirra sú sem fyrir liggur, þ.e. að leggja í mjög umfangsmiklar og kostnaðarsamar endurbætur á flugvellinum. Þessi ákvörðun er algjörlega á ábyrgð samgönguyfirvalda og hljóta þau að færa rök fyrir því að í henni felist ábyrg meðferð á fjármunum ríkis- ins, ekki verði undan því vikist að kosta eins miklu til og raun ber vitni. í þeirri röksemdafærslu verð- ur að vera alveg skýrt og liggja fyrir yfirlýsingar af hálfu Reykjavíkur- borgar um að flugvöllurinn skuli vera miðstöð innanlandsflugs í lengri tíma en til loka núverandi skipulagstímabils. Það fer væntanlega ekki framhjá samgönguyfirvöldum fremur en borgaryfirvöldum að í Reykjavík eru þær raddir mjög sterkar sem krefjast þess að inannlandsflug verði flutt úr Vatnsmýrinni að þessu skipulagstímabili loknu. Stjórn- valdsákvarðanir um breytt deiliskipulag af flugvellinum eða endurbætur á flugbrautum tryggja enga sátt um flugvöllinn eins og samgönguyfirvöld virðast gera sér vonir um. í grein sem birtist í Morgunblað- inu hinn 16. júlí sl. lýsti ég því yfir að ég teldi framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni að loknu þessu skipu- lagstímabili mál sem væri vel til þess fallið að leggja í dóm borgar- búa í almennri atkvæðagreiðslu. Eðlilegt væri að sú atkvæðagreiðsla færi fram í tengslum við endurskoð- un Aðalskipulags Reykjavíkur sem hefst nú í haust. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu yrði bindandi og borgarbúar, borgaryfirvöld og stjórnvöld ríkis yrðu að sætta sig við hana hver sem hún væri. Niðurstað- an væri veganesti okkar inn í nán- ustu framtíð og grundvöllur sáttar um málið. Á grundvelli alls þess sem hér hefur verið sagt tekur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sín- ar ákvarðanir í málefnum flugvallar- ins og ber á þeim fulla og óskoraða ábyrgð. Af orðum hans að undan- fömu mætti ætla að hann ynni bara í samgönguráðuneytinu en réði þar engu. Það er hvorki við hæfi að æðsti ráðamaður samgöngumála tali með slíkum hætti né heldur að hann geri sér það að leik að búa til póli- tískan gambít úr máli sem varðar borgarbúa og raunar landsmenn alla jafn miklu og framtíð flugvallarins." Almenn raforkunotk- un og raforkuspár kemur í ljós að árið 1997 var notk- un almennrar forgangsorku með töpum eins og spáð var en árið 1998 var hún 13 GWh meiri en áætlað var (hitastigsleiðrétt). Á fyrri helmingi þessa árs hefur al- menn notkun forgangsorku vaxið um 3,5% (hitastigsleiðrétt) en ef tekið er tillit til þess að flutnings- töp hafa minnkað verulega með til- komu nýrra flutningsvirkja verður aukningin 2,4%. Þróun raforku- notkunar á fyrri hluta þessa árs bendir því ekki til þess að hún muni víkja verulega frá spá orku- spárnefndar. Meginástæða þess að notkunin var meiri á síðasta ári en áætlað var er að nú er mikill uppgangur í efnahagsmálum hér á landi og hag- vöxtur meiri en í flestum ná- grannalandanna. Slíkt skilar sér í aukinni raforkunotkun þó svo að sveiflur séu ekki eins miklar í vexti raforkunotkunar og í hagvextinum. Til lengri tíma litið er ekki við því að búast að hagvöxtur verði eins mikill hér á landi og hann hefur verið að undanfömu og því ekkert sem bendir til þess að raforkuspáin sé verulega of lág til lengri tíma lit- ið. Orkuspárnefnd reynir að taka tillit til slíkra skammtímasveiflna með að fylgjast með raforkunotk- uninni ársfjórðungslega og með því að endurreikna spána á hverju ári. Ef einhverjar vísbendingar eru um að notkunin ætli að þróast á annan veg en raforkuspáin miðast við eru gerðar breytingar á spánni við endurreikninginn. Ef litið er á einstaka landshluta þá var spá fyrir höfuðborgarsvæð- ið 4 GWh of há árið 1997 en 7 GWh of lág árið 1998. Á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum hefur notkunin á þessu ári vaxið hraðar en miðað var við í orkuspá en hæg- ar í öðrum landshlutum. Árið er þó aðeins hálfnað og ekki er víst að aukningin verði eins mikil á höfuð- borgarsvæðinu á seinni hluta árs- ins. Orkuspárnefnd vill því benda á að ekkert bendir til þess að framundan sé raforkuskortur né að verulegar skekkjur séu í raf- orkuspá nefndarinnar. Þó svo að ótryggð orka hafi verið skert síð- asta vetur og komið geti til skerð- inga næsta vetur er slíkt ekki óeðlilegt. Ótryggð orka er í boði í raforkukerfinu hér á landi þar sem við byggjum að stórum hluta á vatnsorku og rennsli við virkjanir er breytilegt milli ára. Landsvirkj- un hefur því farið út í að selja ótryggða orku til að nýta vatn við virkjanir í góðum vatnsárum en slík orka er þá ekki til staðar þeg- ar veðurfar er óhagstæðara og hún því seld á margfalt lægra verði en forgangsorkan. Nýjar virkjanir eru því ekki byggðar til að draga úr skerðingu á ótryggðri orku enda er slíkt engan veginn hag- kvæmt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.