Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Ástkæra yndislega dóttir okkar, systir, barna-
barn og frænka,
KRISTÍN ÞÓRA ERLENDSDÓTTIR,
Hlíðarhjalia 69,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 26. ágúst kl. 15.00.
Elfa Björk Vigfúsdóttir, Erlendur Atli Guðmundsson,
Egill Örn
og Ólöf Ósk.
Vigfús Ingvarsson, Guðrún Sigríður Ingimarsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
fóstri og afi,
ÓLAFUR SIGURÐSSON
fyrrverandi yfirlæknir,
Ásabyggð 12, Akureyri,
sem lést föstudaginn 13. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
25. ágúst kl. 13.30.
Anna Björnsdóttir,
Halldóra Ólafsdóttir, Kjartan Mogensen,
Sigurður Ólafsson, Klara S. Sigurðardóttir,
Ragnheiður Ólafsdóttir, Paul M. Smith,
Anna Ingeborg Pétursdóttir
og barnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐLAUG RAGNARSDÓTTIR,
Safamýri 77,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju
miðvikudaginn 25. ágúst kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Lárus S. Marinusson,
Steinunn Ásgeirsdóttir, Tommy Hákansson,
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Andrés Jónsson,
Reynir H. Jónsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS FRIÐRIKS VALBY
GUNNARSSONAR,
Lyngbergi 21,
Þorlákshöfn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- og
dvarlarheimilinu Kumbaravogi.
Guð blessi ykkur öll.
Þyri Sóley Jónsdóttir,
Gunnar Jónsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞÓRHÖLLU BJÖRNSDÓTTUR,
hjúkrunardeildinni Víðihlíð,
Grindavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar og
kórsystranna, sem aðstoðuðu í erfidrykkjunni.
Guð blessi ykkur öll.
Ester Karlsdóttir,
Björg Steingrímsdóttir,
Karl Steingrímsson, Soffía Jónasdóttir,
Árni Björn Steingrímsson,
Laufey Steingrímsdóttir,
Anna Dóra Steingrímsdóttir, Magnús Ingvarsson,
Sigurður Steingrímsson,
Rósa Steingrímsdóttir,
Kjartan Steingrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
HAUKUR
JÓHANNESSON
+ Haukur Jóhann-
esson fæddist á
Kvennabrekku í
Dölum 15. febrúar
1915. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 13. ágúst síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Kópavogskirkju 23.
ágúst.
Um himin lífsins líða
daganna ský
og loka stundum útsýn um
vogogfjörð.
En alltaf þau veita úrugan
svala á ný
og athafnaskap, að glíma við stein og svörð.
Og jafnan af plógi starfsins er hönd mín hlý,
og hjarta mitt styrkir ilmur þinn, móðir jörð.
Hjá þér finn ég alltaf mitt traust er ég til þín
sný,
og tii þín ósjálfrátt beinist mín þakkargjörð.
En stundum birtir í lofti við ljóðrænan klið,
og Ijómandi heiðríkjan blasir þá sjónum við.
Þá finn ég að tilveran áður var ósönn og hálf.
Pá finn ég að stritið var ekki ákvörðun mín,
að andi minn leitar sífellt að firðarsýn,
að á hann kallar hin eilífa fegurð sjálf.
(Yngvi Jóhannesson)
Með þessum ljóðlínum eftir
Yngva, bróður þinn, vil ég kveðja
þig, kæri tengdafaðir, og þakka þér
góða samfylgd í rúm 30 ár. Hyggja
þín og elska fyrir fjölskyldu þinni
mun fylgja okkur um ókomin ár og
verða okkur öllum gott veganesti
og dýrmæt minning um góðan og
traustan mann. Tengdamóðir mín,
sem nú saknar eigin-
manns og góðs félaga í
rúma hálfa öld, guð
styrki þig og styðji í
þinni miklu sorg.
Jórunn.
Um víðáttu hafsins
heiðríkjustormur fer,
og hraðfara síðustu
skýjavæhginaber
nú fyrir í vestri við
birtunnar blikandi hlið.
Anda þú svalur i hjarta mér
heiðríkjublær,
og huga minn teygðu, ljóssins ómælissær
að beini hann djarfur flug á hin
fjarlægu mið.
(Yngvi Jóhannesson)
Það var erfitt símtal sem við
systurnar áttum síðustu helgi úr
símaklefa í Stykkishólmi. Við viss-
um jú að afi væri mjög veikur en
það var sama hversu oft hann fór á
spítalann, alltaf náði hann sér aftur
og fór heim til ömmu í Sunnuhlíð-
ina. En núna var hans tími kominn
til að kveðja og við vitum að núna
líður honum vel efth- þessi erfiðu
veikindi.
Hann afi okkar var góður maður
og þegar maður hugsar til baka sér
maður hann fyrir sér þar sem hann
sat í stólnum sínum í Bankaselinu
með blaðið í hönd og kveikt á út-
varpsfréttunum við hliðina á sér,
hann fylgdist alltaf svo vel með öllu
sem var að gerast.
Oft fengum við að gista hjá afa
og ömmu í Kópó þegar foreldrar
okkur fóru utan. Þá var alltaf farið í
sund á morgnana og leikið sér svo í
stóra garðinum þeh’ra með öllum
steinunum og háu stráunum. Ekki
má gleyma að alltaf á jóladag þegar
öll fjölskyldan hittist hjá afa og
ömmu, fórum við frænkurnar alltaf
í leynilögregluleik inni á kontór og
notuðum fjarskiptatækin hans afa
til að gera þetta nú allt raunveru-
legra.
Ein skemmtilegasta minningin
okkar er þó án efa þegar við fórum
í útilegu með ömmu og afa og
keyrðum Fjallabaksleið nyrðri og
fórum í Landmannalaugar þar sem
amma og afi sváfu í Lödunni sinni!
Það var í þeirri ferð sem við og
pabbi byrjuðum með „gúmmíbjarn-
ar-hoppið“ og svo þegar við grilluð-
um um kvöldið sömdum við öll sam-
an lagið: „Það er svo gaman að
borða saman ...“, það hefur oft verið
sungið síðan.
Hann afi okkar virtist alltaf svo
hress þrátt fyrir veikindin og vitum
við að margir taka undir það sem
hittu hann í fimmtugsafmælinu
hans Hauks nú í júní. Þótt afi væri
fámáll tók hann vel eftir og skaut
inn athugasemdum þar sem við
átti. Ekki veigraði hann sér heldur
við að. fá sér bara hákarl og smá-
brennivín!
Það er alltaf sárt að kveðja þótt
maður viti að núna líði afa miklu
betur, manni finnst bara eins og afi
sé enn á spítala og komi aftur heim.
Elsku afi, við kveðjum þig nú
með söknuði en við vitum að núna
hefur þú það gott hjá guði þar sem
þú ert án efa búinn að hitta foreldra
þína og systkini. Vertu sæll, afi
okkar, og blessuð sé minning þín.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran).
Arna Maria og Sigrún
Erna Geirsdætur.
Éf fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll bömin þín, svo blundi
rótt.
(Matth. Joch.)
Elsku drengurinn okkar.
Elsku litli drengurinn minn hefur
kvatt okkur í Ásbúð. Drengurinn
sem ég dáði og hafði alltaf hugann
hjá dag og nótt. Hann geislaði af
miklum krafti bæði til sjós og lands,
og veitti okkur margar ánægju-
stundir sem hefðu mátt vera fleiri.
Hann var alltaf tObúinn að hjálpa
þegar á þurfti að halda. Systkini
Ragnars eru ekki sátt við Guð sinn
núna fyrir að taka hann frá okkur.
Guð ætti frekar að koma niður held-
ur en við öll að fara upp til hans.
Þau minnast allra skemmtilegu
ferðanna og stundanna sem Ragnar
átti með þeim. Við söknum hans öll
sárt.
Það var vorið 1995
sem við hittum þig
fyrst. Við og Árni bróð-
ir þinn sóttum þig á
Raufarhafnarflugvöll
og þama steigst þú út
úr flugvélinni, 15 ára
myndarlegur drengur, og ætlaðir að
dvelja í Vogi yfir sumarið. Ekki leið
á löngu þar til þú varst búinn að
vinna hug og hjörtu alls heimilis-
fólksins og allra sem kynntust þér
og varst orðinn einn af fjölskyld-
unni. Þú varst ekki lengi að afla þér
vinsælda á meðal unga fólksins á
Raufarhöfn, dáður og dýrkaður. Þú
vai’st duglegur í vinnu og ábyggi-
legur og alveg sérlega greiðvikinn.
Það var sama hvað þú varst beðinn
að gera, þú varst alltaf jákvæður og
til í alla hluti. Það var líka svo gam-
an að fylgjast með þér þegar þú
varst búinn að taka þig til og varst
að fara út að skemmta þér. Þú
hiakkaðir alltaf svo mikið til og við
samglöddumst þér, en þegar þú
varst farinn út höfðum við stundum
áhyggjur af þér eins og foreldrar af
syni sínum. Eftir að þú fluttir frá
okkur fylgdumst við alltaf með þér,
en þú varst duglegur að hringja og
segja okkur fréttir af þér. Síðastlið-
ið vor þegar þú dvaldir í Vogi til-
kynntir þú okkur að núna værir þú
búinn að fá gott pláss á skipi, varst
svo ánægður og við samglöddumst
þér. Enn varstu farinn, þú varst
alltaf að koma og fara. Við munum
alltaf eftir síðasta faðmlaginu er við
gáfum þér, en ekki vissum við að
þau yrðu ekki fleiri. Eins og þú
sagðir oft; „svona er lífið“.
Elsku Ragnar Már, við söknum
þín sárt, þú varst okkur sem bróðir,
sonur og félagi en umfram allt góð-
ur vinur.
Far þú í friði.
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Samúðarkveðjur til allra sem eiga
um sárt að binda.
Hólmgrímur, Inga, María
og Jóhann Þór.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargi’ein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist gi’ein efth’
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GUÐNÝJAR GUÐNADÓTTUR,
Breiðabliki 3,
Neskaupstað.
Börn hinnar látnu, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
RAGNAR MAR
ÓLAFSSON
T Ragnar Már
Ólafsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
nóvember 1979.
Hann lést af slysför-
um 14. ágúst síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Mar-
fukirkju í Breiðholti
23. ágúst.
í voða, vanda og þraut
vel ég þig fórunaut,
yfir mér virztu vaka
og vara á mér taka.
Jesús mér fylgi í friði
með fógru englaliði.
(Hallgr. Pét.)
Pabbi, Óli og Día.