Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 28

Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Nýstárlegar berjasultur NÚ ER berjatíminn genginn í garð og má víða um land sjá fólk önnum kafið utan við veg að fylla fötumar sínar. Ungir sem aldnir sameinast í þessu árlega fjölskylduverkefni og er magn- ið í fötunni ekki alltaf áreiðanleg heimild um afrakstur dagsins því oft eru litlir, berjabláir munnar betri mælikvarði á það sem tínt hefur verið. En ekki er nóg að tína berin, þau verður líka að matreiða. Flestir eiga í fórum sínum uppskriftir að berja- sultum og söftum sem eru fastir liðir í matarvenjum fjölskyldunnar. Hins vegar getur líka verið gaman að prófa nýjar uppskriftir af berjasult- um og þá ef til vill ekki jafn hefð- bundnar og flestir eiga að venjast. Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti á í fórum sínum óhefðbundnar uppskriftir að sykurlausum sultum. Hún tók það fram að vegna þess að enginn sykur eða rotvarnarefni eru notuð er mikilvægt að gera einungis litið magn í einu því það geymist ekki lengi. Hins vegar sagði hún uppskriftirnar svo einfaldar og íljót- legar að það væri lítil fyrirhöfn að búa til sultuna eftir þörfum, berin þyrfti einungis að frysta í mátulega stórum skömmtum og þau væru tek- in úr frysti um leið og döðlurnar, sem einnig eru notaðar í sultuna, eru lagðar í bleyti. Sólveig fékk einnig móður sína, Hildi Karlsdóttur, til að ljóstra upp nokkrum berjasultuuppskriftum þar sem notað er hunang í stað sykurs. Sulturnar hennar Hildar geymast þó betur en Sólveigar því í þeim er bæði hunang og sultuhleypir. Sykurlaus berjasulta Sólveigar 3 hlutar blóber (eða önnur ber) 1 hluti döðlur Vatn eða nýkreistur appelsínusafi Nýkreistur sítrónusafi ____________1 vanillustöng_________ Bútur af engiferrót Aðferð: Leggið döðlumar í bleyti í vatni yf- ir nótt, enn betra er þó að nota ný- kreistan appelsínusafa. Vökvanum er hellt af en appelsínusafanum ekki hent ef hann er notaður og döðlumar eru maukaðar í matvinnsluvél. Mauk- ið á að vera eins þykkt og hægt er og appelsínusafanum er hellt út í eftir þörfum, notað eins lítið af honum og hægt er. Ef notað hefur verið vatn er sítrónusafa hellt út í maukið eftir þörfum. Ef notuð eru sólber er gott að auka magn sítrónusafans örlítið. Berin em soðin í potti í fimm mínút- ur og döðlumaukinu bætt út í pottinn að þeim tíma liðnum. Auk þess fer í pottinn vanillustöngin sem búið er að opna eftir endilöngu en ekki kljúfa. Engiferrótin er einnig soðin með. Allt þetta er soðið áfram í fimm mín- útur og svo sett beint á glös. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Næringargildi berjanna .(gV© Innihald í 100 grömmum af ætum hluta VÍTAMÍN STEINEFNI © Pró- Kol- E c Natr- Kal- © Orka tein vetni Kalk íum íum Járn kj kkal 9 9 mg mg mg mg mg mg Aðalbláber 193 46 1,0 9,9 1,85 14 20 3 103 Bláber 253 61 0,6 14,3 - 38 15 3 103 0,69 Krækiber 136 32 0,6 6,3 - 11 11 4 93 2,30 Rifsber 230 55 1,4 10,6 0,93 49 35 3 262 0,79 Sólber 297 71 1,6 13,5 2,10 181 60 3 337 0,80 Stikkilsberjasulta Hildar 2,2 kg stikkilsber 1 vanillustöng 1 kanilstöng safi úr einni appelsínu _____ 450 g hunang_____________ 100 g hrósykur eða hlynsíróp _____3 tsk routt melatín (hleypir)_ 1 tsk hrósykur Aðferð: Berin em soðin í 10 mínútur ásamt vanillustöng, kanilstöng og appelsínusafanum. Að þeim tíma liðnum er hunangi og sykri/sírópi bætt út í og allt er soðið áfram í fimm mínútur. Því næst er hleypin- um blandað saman við eina teskeið af hrásykri, því stráð yfir, hrært vel og soðið áfram í eina mínútu í viðbót. Að lokum sett á kmkkur. Sólberjasulta með sítrónu 2 kg sólber safi úr 3 sitrónum 1 kanilstöng 450 g hunang 3 tsk rautt melatín (sultuhleypir) 1 tsk hrósykur Aðferð: Sólberin em soðin ásamt sítrónusafanum, kanilstönginni og hunanginu í 10 mínútur. Því næst er melatíninu og hrásykrinum blandað saman, því stráð yfir, hrært í og allt soðið áfram í tvær mínútur. Að lok- um sett á kmkkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.