Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Nýstárlegar berjasultur NÚ ER berjatíminn genginn í garð og má víða um land sjá fólk önnum kafið utan við veg að fylla fötumar sínar. Ungir sem aldnir sameinast í þessu árlega fjölskylduverkefni og er magn- ið í fötunni ekki alltaf áreiðanleg heimild um afrakstur dagsins því oft eru litlir, berjabláir munnar betri mælikvarði á það sem tínt hefur verið. En ekki er nóg að tína berin, þau verður líka að matreiða. Flestir eiga í fórum sínum uppskriftir að berja- sultum og söftum sem eru fastir liðir í matarvenjum fjölskyldunnar. Hins vegar getur líka verið gaman að prófa nýjar uppskriftir af berjasult- um og þá ef til vill ekki jafn hefð- bundnar og flestir eiga að venjast. Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti á í fórum sínum óhefðbundnar uppskriftir að sykurlausum sultum. Hún tók það fram að vegna þess að enginn sykur eða rotvarnarefni eru notuð er mikilvægt að gera einungis litið magn í einu því það geymist ekki lengi. Hins vegar sagði hún uppskriftirnar svo einfaldar og íljót- legar að það væri lítil fyrirhöfn að búa til sultuna eftir þörfum, berin þyrfti einungis að frysta í mátulega stórum skömmtum og þau væru tek- in úr frysti um leið og döðlurnar, sem einnig eru notaðar í sultuna, eru lagðar í bleyti. Sólveig fékk einnig móður sína, Hildi Karlsdóttur, til að ljóstra upp nokkrum berjasultuuppskriftum þar sem notað er hunang í stað sykurs. Sulturnar hennar Hildar geymast þó betur en Sólveigar því í þeim er bæði hunang og sultuhleypir. Sykurlaus berjasulta Sólveigar 3 hlutar blóber (eða önnur ber) 1 hluti döðlur Vatn eða nýkreistur appelsínusafi Nýkreistur sítrónusafi ____________1 vanillustöng_________ Bútur af engiferrót Aðferð: Leggið döðlumar í bleyti í vatni yf- ir nótt, enn betra er þó að nota ný- kreistan appelsínusafa. Vökvanum er hellt af en appelsínusafanum ekki hent ef hann er notaður og döðlumar eru maukaðar í matvinnsluvél. Mauk- ið á að vera eins þykkt og hægt er og appelsínusafanum er hellt út í eftir þörfum, notað eins lítið af honum og hægt er. Ef notað hefur verið vatn er sítrónusafa hellt út í maukið eftir þörfum. Ef notuð eru sólber er gott að auka magn sítrónusafans örlítið. Berin em soðin í potti í fimm mínút- ur og döðlumaukinu bætt út í pottinn að þeim tíma liðnum. Auk þess fer í pottinn vanillustöngin sem búið er að opna eftir endilöngu en ekki kljúfa. Engiferrótin er einnig soðin með. Allt þetta er soðið áfram í fimm mín- útur og svo sett beint á glös. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Næringargildi berjanna .(gV© Innihald í 100 grömmum af ætum hluta VÍTAMÍN STEINEFNI © Pró- Kol- E c Natr- Kal- © Orka tein vetni Kalk íum íum Járn kj kkal 9 9 mg mg mg mg mg mg Aðalbláber 193 46 1,0 9,9 1,85 14 20 3 103 Bláber 253 61 0,6 14,3 - 38 15 3 103 0,69 Krækiber 136 32 0,6 6,3 - 11 11 4 93 2,30 Rifsber 230 55 1,4 10,6 0,93 49 35 3 262 0,79 Sólber 297 71 1,6 13,5 2,10 181 60 3 337 0,80 Stikkilsberjasulta Hildar 2,2 kg stikkilsber 1 vanillustöng 1 kanilstöng safi úr einni appelsínu _____ 450 g hunang_____________ 100 g hrósykur eða hlynsíróp _____3 tsk routt melatín (hleypir)_ 1 tsk hrósykur Aðferð: Berin em soðin í 10 mínútur ásamt vanillustöng, kanilstöng og appelsínusafanum. Að þeim tíma liðnum er hunangi og sykri/sírópi bætt út í og allt er soðið áfram í fimm mínútur. Því næst er hleypin- um blandað saman við eina teskeið af hrásykri, því stráð yfir, hrært vel og soðið áfram í eina mínútu í viðbót. Að lokum sett á kmkkur. Sólberjasulta með sítrónu 2 kg sólber safi úr 3 sitrónum 1 kanilstöng 450 g hunang 3 tsk rautt melatín (sultuhleypir) 1 tsk hrósykur Aðferð: Sólberin em soðin ásamt sítrónusafanum, kanilstönginni og hunanginu í 10 mínútur. Því næst er melatíninu og hrásykrinum blandað saman, því stráð yfir, hrært í og allt soðið áfram í tvær mínútur. Að lok- um sett á kmkkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.