Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 25

Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 25 VIÐSKIPTI Stálsmiðjan hf. sendir frá sér afkomuviðvörun vegna árshlutauppgjörs Heildartap 22 milljónir STÁLSMIÐJAN hf. sendi frá sér af- komuviðvörun í gær þar sem fram kemur að samkvæmt fyrstu tölum úr 6 mánaða uppgjöri félagsins sé ljóst að ríflega 2% tap af veltu verði á reglulegri starfsemi félagsins. Heild- artap Stálsmiðjunnar hf. er um 22 milljónir króna. Tap af reglulegri starfsemi verður 9 milljónir króna og sölutap af hlutabréfum Stálsmiðjunn- ar í Landsmiðjunni hf. um 13 milljón- n. Velta félagsins er um 350 milljónir króna. Árshlutauppgjör Stálsmiðj- unnar verður birt á föstudag. Ágúst Einarsson, forstjóri Stálsmiðjunnar hf., segir stjórn fyr- irtækisins hafa átt von á því að sjá meiri árangur í landverkefnum fé- lagsins og vissulega hafi niðurstaðan komið á óvart. „Þetta er að vísu hlut- fallslega lítið tap af reglulegri starf- semi eða 9 milljónir af 350 milljóna króna veltu. I þessari atvinnugrein hefur orðið töluvert launaskrið sem við höfum orðið að taka þátt í til að halda í okkar menn. Einnig má nefna að við höfum verið afspyrnu óheppin með veðráttu í sumar. Skip hafa ver- ið í slipp tvöfalt eða þrefalt lengri tíma en eðlilegt mætti teljast vegna þess að ekki gafst tækifæri til að mála vegna rigningar. Þegar stytti upp þurfti svo að vinna allan sólar- hringinn þannig að kostnaður hlóðst upp og nýting var takmörkuð," segir Ágúst. Aðsgurður um aðhaldsaðgerðir segir Ágúst þær þegar hafnar. „Við stundum almennt aðhald í rekstrin- um en fyrr á þessu ári tókum við meðal annars til endurskoðunar bónuskerfið hjá fyrirtækinu og höf- um reynt að stemma stigu við yfir- vinnu.“ Stálsmiðjan hefur skilað hagnaði síðastliðin ár en Ágúst segir erfitt að spá fyrir um þetta ár í heild. Fyrr í þessum mánuði var tilkynnt um samkomulag um sameiningu Stálsmiðjunnar og Slippstöðvar- innar og töluverð samlegðaráhrif þar af. Mikill vöxtur í tekjum Infostream ASA Velta íslenska hlutans jókst um 33,9% frá í fyrra HAGNAÐUR norska hugbúnaðar- fyrirtækisins Infostream ASA, móðurfélags Strengs hf., fyrstu sex mánuði ársins eftir skatta var rúm- ar 2,4 milljónir norskra króna, eða rúmlega 22 milljónir íslenskra króna, og í frétt frá Viðskiptastofu SPRON kemur fram að þetta sé talsverður viðsnúningur frá sama tíma í fyrra en þá var tap upp á 5,1 milljón norskra króna. Sala fyrstu sex mánuði ársins jókst um 38,5% frá því á sama tíma í fyrra og fram- legð jókst úr 11,87% í 15,96%. Infostream hefur farið í gegnum mikla endurskipulagningu frá því á seinni helmingi síðasta árs og hefur vöxtur þess og framlegð aukist vegna þessa á tímabilinu. Infostr- eam er með starfsemi í þremur löndum, þ.e. á Islandi, Danmörku og Svíþjóð, og fram að þessu hefur íslenski hlutinn, Strengur hf., skilað mestum tekjunum. I frétt Við- skiptastofu SPRON kemur hins vegar fram að samkvæmt upplýs- ingum forráðamanna félagsins sé þó breyting þar á. Velta norska hlutans fyrstu sex mánuði ársins jókst um 81,3% frá sama tíma í fyrra og hagnaður var 328 þúsund norskar krónur. Á sama tíma í fyrra var tapið á rekstrinum hins vegar 4,8 milljónir norskra króna. Velta íslenska hlutans jókst um 33,93% ef miðað er við sömu tímabil og jókst hagnaðurinn að sama skapi um 178,36%. Sænski hlutinn jók sömuleiðis veltu sína úr 237 þúsund norskum krónum í 2,910 milljónir á fyrstu sex mánuðum árs- ins og er þó enn tap af rekstrinum þar í landi þrátt fyrir að dregið hafi stórlega úr. Ýmsir stórir samningar gerðir Fram kemur að félagið hafi land- að ýmsum stórum samningum það sem af er árinu. Meðal íslenskra fyrirtækja sem samningar hafa náðst við eru Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Morgunblaðið og DeCode. Meðal erlendra aðila eru Statoil, Svenska Dagbladet, Ver- dens Gang og Telenor Novit. Búast forráðamenn félagsins við að veltan aukist með sama hraða á seinni helmingi ársins og framlegð muni að sama skapi aukast, einkum vegna aukinnar sölu á hugbúnaði. Er búist við að hagnaður fyrir skatta verði 9 milljónir norskra króna á árinu. A u&turland Egilsstaðir Fáskrúðsfjörður Hornafjörður Neskaupsstaður D/UiUH SÍI%fEHII\ITUÍ\JA.R VBSturland Akranes Borgarnes Dalabyggð Grundarfjörður Snæfellsbær •• Stykkishólmur IMnréSurlandl BB. ÁGÚST VeatDrálr Isafjörður Patreksfjörður Blönduós Hvammstangi Sauðárkrókur Siglufjörður Skagaströnd IXIorðurland eyatra Akureyri Húsavlk Suáurland Selfoss FRAMVIWaA ------H/H íiU/i tftsvtv ats trj&a/un STARFSMENNTARÁÐ féiagsmAlarAduníytuins Yfirtaka Punch á Allied samþykkt HLUTHAFAR í Allied Domecq hafa, að því er fram kemur á frétta- vef BBC, samþykkt sölu á krám fyrirtækisins til Punch Tavems fyr- ir sem svarar 320 milljörðum ís- lenskra króna. Samningurinn felur í sér að Punch kaupir 3.500 krár Allied ásamt eignarhlutum þess í öðrum fyrirtækjum. Með samþykki hluthafanna nú lýkur fjögurra mán- aða tilboðsstríði Punch og Whitbr- ead um rekstur Allied Domecq. Stjóm AJlied ætlaði upphaflega að taka tilboði Whitbread en Punch gerði óvinveitt tilboð og Whitbread dró tilboð sitt til baka, m.a. vegna afskipta samkeppnisyfirvalda. Til- boð Punch fór allt upp í sem svarar 340 milljörðum íslenskra króna. Víntegundir sem Allied verslar með em m.a. Ballantine’s viskí, Beefeater gin og Kahlua. Leigðu NMT 7.»« " Efpú ætlar að leggja land * undir fót er góður kostur að leigja NMT síma til að hafa með. NMT farsimakerfið hefur mjög rtilkla útbreiðslu. Þú ert í öruggu sambandi með hina frábæru Benefon Sigma eða Benefon Delta 1 farteskinu. Á kortinu getur þú séð hversu viða NMT kerfið nær. Allar frekari upplýsingar færðu hja Simanum í Armúia. en þú getur einnig leitað upplýsinga í netfanginu: NMTleiga@simi.is L.jóSii svíít’ðið er ulbrðidsls NM r .i Ísiíindi, W W W S i 'fYX i í S 'sjá náruTt i simaskránni bls. 15 ÞETTAER MÁLIÐ ! LEO Celeron 400Mhz Celeron 4,3Gb Harðurdiskur 64Mb Vinnsluminni % LEO 15" Skjár 8Mb skjákort 16 bita hljóðkort 40x Geisiadrif Hátalarar CSW020 56kmodem 4 mánaða Internetáskrift M Windows 98 Á, Lyklaborð & mús Norton AntiVirus 79.900 400 LE0 Celeron 400Mhz Celeron 8,4Gb Harður diskur 64Mb Vinnsluminni 17” Skjár 8Mb skjákort 16 bita hljóðkort % LEO 40x Geisladrif Hátalarar CSW020 56k modem 4 mánaða Internetáskrift M Windows 98 Lyklaborð & mús Norton AntiVirus 99.900 LE0 Plll 450Mhz Pentium III LEO 8,4Gb Harður diskur 128Mb Vinnsluminni 17" Skjár 16Mb TNT Skjákort Sound Blaster Live 5x DVD Geisladrif 4 point hátalarar m/bassaboxi 56kmodem /a 4 mánaða Internetáskrift Windows 98 Lyklaborð &mús Norton AntiVirus SoftPC-DVD, Unreal 139.900 aco PC / skipholti 17 sími / 530 1800 www.aco.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.