Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 27

Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 27 NEYTENDUR Morgunblaðið/Arnaldur Innpakkaðar bökunarkartöflur ekki seldar út á kílóverði Allt að 37% verðmun- ur í sömu verslun NEYTENDUR greiða mishátt kíló- verð fyrir innpakkaðar bökunar- kartöflur í verslunum samkvæmt athugun sem Samkeppnisstofnun gerði á dögunum. Bökunarkartöflur eru seldar út á stykkjaverði en ekki kílóverði og er það brot á reglum um verðmerkingar að sögn Kristín- ar Færseth, deildarstjóra hjá Sam- keppnisstofnun. Á umbúðum er ekki gefin upp þyngd innihalds og er því engin leið fyrir neytendur að átta sig á því hve mikið þeir eru í raun að borga fyrir kartöflumar miðað við kílóverð á öðrum kartöflum. Teknir voru fimm bakkar af handahófi úr hverri verslun og þeir vigtaðir. í ljós kom að allt að 300 g þyngdarmunur er á bökkunum og er því um afar mismunandi kílóverð að ræða. Getur munað þriðjungi í verði I Nýkaup var þyngd bakkanna á bilinu 672-964 g og verðið á þeim 198 kr. Ef reiknað er út kílóverð er það því 295 kr. fyrir léttasta bakk- ann og 205 kr. fyrir þyngsta bakk- ann. Sama verð var á bökkunum í Nóatúni en þeir vógu frá 710-912 g. Kílóverðið á þeim er því frá 279 kr. og niður í 204 kr. I Hagkaupi kostuðu bakkamir 189 kr. og var þyngd þeirra á bilinu 718-912 g og var kflóverðið því frá 263 kr. í 207 kr. Til samanburðar má nefna að kflóverð á bökunar- kartöflum sem seldar eru í lausu er rétt undir 200 kr. í umræddum verslunum. Meðalkflóverð léttustu bakkanna í þessum þremur verslunum er 279 kr. og meðalkflóverð þyngstu bakk- anna er 204 kr. Því er að meðaltali 75 kr. munur á kílóverði innpakk- aðra bökunarkartaflna í sömu versl- un. Léttustu kartöflurnar í verslun- unum eru því að meðaltali 37% dýr- ari en hinar þyngstu. Hjá verslunum fengust þær skýr- ingar á þessum verðmuni að varan kæmi frá framleiðanda pökkuð á þann hátt sem hún er seld í verslun- unum. Hún væri jafnframt keypt inn á stykkjaverði og því væri verð- inu ekki breytt í kflóverð þegar var- an er komin í verslanir. Nýtt Sérvalið lambakjöt GOÐI hefur sett á markað svo- kallað gourmet-lambakjöt, sem er sérvalið, 1. flokks og fitusnyrt. I fréttatilkynningu frá Goða kemur fram að gourmet-lambakjöt er kryddað með mildri náttúrulegri kryddblöndu. Kryddblandan inni- heldur bæði hvítlauk og papriku auk annarra kryddtegunda. Ennfremur kemur fram að í go- urmet-vörulínunni er bæði hægt að fá hefðbundið iambakjöt eins og lærissneiðar, en einnig er boð- ið upp á nýjungar. Það er t.d. boð- ið upp á beinlausa ofnsteik úr framparti, mjaðmasteik og læri án mjaðmabeins. Þetta eru minni stykki en áður og henta því betur minni fjölskyldum. REYKJAVÍK Borgarholtsskóli Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Verzlunarskóli ísiands Viðskiptaháskólinn í Reykjavík REYKJAJMES Grindavík Reykjanesbær Sandgerði Svartsengi Vogar FRAMX/IIMOA -----HA.GUR M/VIM OG fJÚOAN STARFSM£NNTARAÐ Ný 120 síÖna handbók um vörur og þjónustu BM*Vallá 0 CKÍbnlsteinn i Fegraðu hús og gar BM»Vallá auöveldar þér verkiðl Komdu í heimsókn og fáðu ókeypis eintak af handbókinni „HÚS OG GARÐUR“ í söludeild okkar í Fornalundi. í handbókinni finnur þú meðal annars allar nýju vörurnar. Landslagsráðgjöf BM»ValIá hjálpar þér síðan að útfæra þær á skemmtilegan hátt fyrir garðinn þinn. Miðaldasteinn Q > NYTT Hljóðskermar — bogaeiningar Óðaisrennusteinn Berlinarsteinn Oxfvrdsteii óðalströppnsteií York steinjlísar Vínarsteinn © BM’VALLÁ Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 Sími 585 5050 Fax 585 5051 hcmdbok@bmvalla.is AJ.LAN SOLAR- HRINGINN © 800 5050 www.bmvalla.is Opnunartímar: Virka daga kl. 9:00-18:00. Opið á laugardögum kl. 10:00-14:00. jftik hönnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.