Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nú er í Dritvfk daufleg vist MY]\DLIST Kjarvalsstaðir MÁLVERK & TEIKJVIJVGAR PATRICK HUSE Til 24. október. Opið daglega frá kl. 10-18. Aðgangur kr. 300. Sýningar- skrá kr. 3.900. PATRICK Huse er eins og svo margir samlandar hans afar upp- tekinn af frumspekilegum tengsl- um manns og náttúru. Líkt og hjá okkur íslendingum leikur náttúran afar stórt hlutverk í norskri þjóðar- sál, og persónugerving hennar er aldrei langt undan í verkum þar- lendra landslagsmálara. Með þung- lyndislegum söknuði bregða norsk- ir listamenn sér á eintal við fjöllin og firnindin til að finna í þeim speg- il eigin sálarteturs. Ef eitthvað er þá verður þetta eintal mun dramat- ískara og angurfyllra en samtal ís- lenskra listamanna við sína nátt- úru. Að minnsta kosti gerir Huse - líkt og samlandi hans Bjorn Sigurd Tufta og svo margir aðrir norskir málarar ef því er að skipta - mun meira úr sálrænum eigindum slíkra samskipta manns og óspilltrar nátt- úru en íslenskir starfsbræður hans. Jafnvel þótt við reyndum að tína til hann Georg Guðna okkar - en hann kemst allra landa sinna einna næst þeirri list að fást við landslag með menningar- og heimspekileg- um hætti - nægir að keyra Öxna- dalinn í sudda og glennum til að sjá landið með augum hans. Um leið fer maður að efast um að verk hans séu eins nietzschönsk og rómantísk og manni finnst þau vera þegar maður hefur ekki norðlensku heið- arnar fyrir augunum. Það þarf að standa býsna lengi ofan við Krísuvík og Dritvík til að finna einhver slík tengsl milli stað- anna beggja og verkanna sem Huse hefur málað af þeim. Það er ekki af því hann sé svo slappur, heldur er hann að fást við landslagið með allt öðrum formerkjum en Guðni. Galapagosmynd Errós frá 1963 væri miklu nærtækari samanburð- ur við verk hans; sálræn, súrrealísk mynd af furðum náttúrunnar, til þess gerð að draga fram með dramatískum og jafnvel ógnvæn- legum drunga margfeldi tegundar - táknmynd okkar mannanna? - sem þó telur einstaklinga sem hver hefur sín óræku sérkenni. Úfnar hraunstrýtur Huse eru óteljandi, en þó eru engar þeirra eins. Þær eru hver með sínu nefi, sem gerir þær örlítið í ætt við okk- ur mennina, alveg eins og horfnar kynslóðir sáu þær; sem ógnvekj- andi kynjamyndir; álfa eða tröll. Hann beitir mjög afgerandi graf- ískri tækni og dregur óspart fram hátóna líkt og birtan falli á hraunið úr ákveðinni átt. Þá er sjónarrönd- in hátt á myndfletinum eins og hjá Kjarval okkar, og reyndar eiga þeir grafíska pensil- og spaðatækni sameiginlega. Eitt það eftirtektar- verðasta og jafnframt fallegasta í verkum Norðmannsins er meðferð hans á himninum andspænis lands- laginu. Munurinn á Huse og Kjarval er þó sá að saknaðarkenndur ein- manaleiki var aldrei með í spilinu hjá þeim síðarnefnda þótt hann væri öllum stundum einn. I verkum Huse er einmanaleikinn allsráð- andi, jafnvel þar sem augu gægjast fram úr gjótunum. Þegar betur er að gáð stafar það af gróðurleysinu. Hjá Kjarval var mosinn svo áber- andi. Hraunið hjá Huse er nakið brunahraun sem vantar 611 önnur litbrigði en jarðtóna. Nær allar myndir hans eru brúnar, gráar og svartar. Um leið verða þær ójarðneskar; tunglkenndar, eins og af öðrum heimi og horfnum. I teikningunum, Dritvík. Olíulitir á striga, 180 x 190 cm. Frábrugðmr tvíburar, tindar. Oli'uiirJr á striga, 190 x 340 cm. sem standa málverkum Huse síst að baki, er jafnvel mikið af grafísk- um eigindum gamalla landabréfa. Fornlegur blærinn ljær þeim enn saknaðarkenndari og eyðilegri svip. Að vísu er sá ljóður á ráði lista- mannsins að hann fylgir teikning- unum og málverkunum eftir með alltof yfirþyrmandi innrö'mmun. Slípaðir, kaldir stálrammar gera ekkert annað en hefta áhrif teikn- inganna og loka þær af undir djúpu gleri. Málverkin sleppa betur sök- um stærðar sinnar og glerleysis. Þessi rustaskapur í innrömmun gengur jafnframt í berhögg við áleitnar og heimspekilegar yfirlýs- ingarnar á veggjum salarins, en margar þeirra eiga skilið jafnlanga íhugun og verkin. Ef til vill er galdurinn í verkum Huse fólginn í þeim millivegi sem hann finnur milli grafískrar mynd- lýsingar - representasjónar - og spaðatækni, sem stendur sjálfstæð sem áferð; öldungis laus við alla teikningu, Þegar þessar ólíku áherslur mætast á fletinum nálgast Huse það sem hann og landslag hans vildi sagt hafa. Halldór Björn Runólfsson Á vængjum mannfuglsins ERLElXDAR RÆKUR Spennusaga ÞEGAR VINDURINN BLÆS „WHEN THE WIND BLOWS" eftir James Patterson. Warner Books 1999.416 síður. BANDARISKI spennusagnahöf- undurinn James Patterson er með vinsælustu afþreyingarhöfundum vestan hafs eftir að hann skrií'aði fjöldamorðingjatryllinn „Kiss the Girls" en úr henni varð mjóg viðun- andi spennumynd með Morgan Freeman. Síðan þá hefur Patterson sent frá sér nokkrar bækur sem klifrað hafa upp metsölulistana vestra, nú síðast Þegar vindurinn blæs eða „When the Wind Blows" er kom nýverið út í vasabroti hjá Warner Books. Hún er sögð sjötta metsölubók hans í röð en það er ekki tekið fram að hún hlýtur að vera með lélegustu bókum höfundarins, einstaklega ótrúverðug líftæknileg spennusaga sem honum tekst engan veginn að segja á sannfærandi máta. Erþettafugl? Kannski er hann að skrifa fyrir Hollywoodframleiðendurna sem geta gert orðið hvað sem þeim sýn- ist með tölvubrellum og vonast til að þeir kaupi hugmyndina. Sagan hans hefst á því að ellefu ára gömul stúlka flýr ásamt bróður sínum frá leynilegri tilraunastöð fjarri manna- byggðum í Colorado og í Ijós kemur að hún getur flogið. Hún er nýjasta afurð erfðavísindanna, einskonar mannfugl, sem býr yfir öllum eigin- leikum fuglanna og mörgum bestu kostum mannanna. Allt frá þvi í ljós kemur að sagan fjallar um þetta undarlega fyrirbæri versnar hún með hverjum kaflanum. Patterson er mjög misjafn höf- undur en sennilega hefur geta hans risið hæst í „Kiss the Girls". Hann hefur skrifað vondar bækur áður þótt ekki hafi það haft áhrif á vin- sældir hans. Fjöldamorðingjasagan Köttur og mús var t.d. mun síðri „Girls" en líklega hefur hann náð botninum með Þegar vindurinn blæs. Patterson er ekki góður penni og þegar það leggst saman við vonda sögu er útkoman bull. Mannfuglinn kemst undir hendur dýralæknisins Frannie O'Neill en læknirinn maðurinn hennar var ný- lega myrtur undir dularfullum kringumstæðum og þegar líður á söguna kemst hún að því hvers vegna. Henni til aðstoðar er svo hinn stórmyndarlegi og bráðsniðugi FBI-maður Kit Harrison. Hann kallar ekki allt ömmu sína, er besti FBI-maðurinn á svæðinu og ein- staklega nærgætinn kvennamaður. En öll eru þau í stórhættu því vondu kallarnir af tilraunastöðinni eru á eftir þeim með byssur, verstur þeirra allra barnamorðinginn Thom- as Harding. Ffll í postulínsbúð Patterson veður í gegnum sóguna eins og fíll í postulínsbúð. Allar til- raunir hans til þess að búa til með- aumkun með vængjuðu stúlkunni og vinum hennar í tilraunastöðinni verða að engu þegar hann tekur að velta sér upp úr því sem tilrauna- starfsemin hefur skapað. Það er ekkert óhugnanlegt við það eða spennandí eða sorglegt eíns og hann vill vera að láta, aðeins gróft og subbulegt. Helstu viðmið hans í skrifunum virðast vera bíómyndir og hann er sífellt að líkja einhverju við þekkta leikara eða myndir. Þessi eru helst sem komast á blað: Emma Thomp- son, Júragarðurinn, Maður og kona, Tom Cruise og Jerry McGuire, ET, Innrás líkamsþjófanna og í ljósa- skiptunum. Innan og saman við bullið leynist eflaust sæmilegur efniviður um líf- tæknivísindi á villigötum en þegar fer saman fáránlegur söguþráður, léleg persónusköpun og illa saminn texti stendur ekkert eftir nema vond saga og Þegar vindurinn blæs er sannarlega vond saga. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Arni Sæberg Una Sveinbjarnardóttir tekur við viðurkenningu úr hendi Arnar Jóhannssonar. Ungur fiðluleikari hlýtur viðurkenningu UNA Sveinbjarnardóttir fiðluleikari Maut viðurkenningu úr minningar- sjóði Jean Pierre Jacquillat, en hann er kenndur við fyrrverandi stjórn- anda Sinfóníuhljómsveitar íslands. Afhending viðurkenningarinnar fór fram í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar á föstudag. Örn Jóhannsson, formaður stjórnar sjóðsins, bauð gesti vel- komna fyrir hönd Jean Pierre Jacquillat-sjóðsins og flutti því næst stutta tölu. Viðurkenningin var að þessu sinni veitt í áttunda skipti, en hlutverk sjóðsins er að styrkja tón- listarfólk til að afla sér reynslu og menntunar. Um leið er nafni Jean Pierre Jacquillat haldið á lofti, en hann studdi ötullega tónlistarlíf á íslandi. í ræðu Arnar kom fram að tónlist- arlíf hér á landi einkenndist af mik- illi grósku og sagði hann sautján tónlistarmenn hafa sótt um viður- kenninguna að þessu sinni. Hún féll nú í hendur Unu Sveinbjarnardóttur fiðluleikara, en viðurkenningin hef- ur áður m.a. verið veitt söngvurum, píanóleikara og stjórnanda. Að lokinni tölu Arnar þakkaði Una fyrir sig með því að leika stutt verk eftir Johann Sebastian Bach og Mozart. Hún kvaðst ánægð með við- urkenninguna og sagði hana hvetj- andi. „Ég er mjög þakklát fyrir styrkinn. Þetta er mikill heiður." Una stundar framhaldsnám í fiðlu- leik við Hdk skólann í Berlín, en hún lauk námi við Tónlistarskólann hér heima 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.