Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 47% FRÉTTIR Ræða lýð- ræði og rafræn viðskipti RÁÐHERRAR Norðurlanda á sviði upplýsingatækni (UT) hittast í fyrsta sinn opinberlega mánudag- inn 25. október á Islandi. Fyrir fundinn fjölluðu embættismenn hinna norrænu ráðherra á sviði UT um upplýsingatækni, lýðræði og rafræn viðskipti á ráðstefnu í Reykjavík í júnímánuði. „Þátttakendurnir á ráðstefn- unni bentu á allnokkrar nýjar vís- bendingar í þróun upplýsinga- tækni,“ segir í fréttatilkynningu frá Norrænu ráðherranefndinni. „Fyrri áhyggjur manna vegna skiptingar upplýsingatæknisamfé- lagsins í A- og B-lið eiga tæpast við rök að styðjast vegna þess að ný tækni er nú almennt aðgengi- leg á Norðurlöndum - á heimilum, á vinnustöðum, í skólum og á bókasöfnum. Efasemdir eru uppi um hvort hið opinbera geti styrkt lýðræðið fyrir tilstilli upplýsingatækni, en upplýs- ingatækni bætir ugglaust mögu- leika almennings til að afla sér upplýsinga og rækja samskipti við yfirvöld. Slíkt breytir í sjálfu sér forsendum íyi-ir framkvæmd lýð- ræðis. Opinberar stofnanir á Norður- löndum líta orðið á það sem sjálf- sagðan hlut að kynna sig á Netinu. Upplýsingarnar eru enn að tak- mörkuðu leyti lagaðar að þörfum almennings og aðeins í óverulegum mæli er hvatt til gagnkvæmra sam- skipta milli almennings og yfir- valda. Einungis fá fyrirtæki í heimin- um hafa hagnað af því, eins og er, að stunda viðskipti á Netinu en líkt og annars staðar í heiminum eru væntingar manna á Norðurlöndum miklar varðandi þennan viðskipta- máta. Forsendurnar á Norður- löndum eru hagstæðar vegna þess að aðgangur að Netinu er almenn- ur. Fyrirtækin hafa hins vegar verið of treg til að nota Netið á þessu sviði með skilvii-kum hætti. Skýringin á takmörkuðum rafræn- um viðskiptum á Norðurlöndum getur verið sú að mönnum þyki áhættusamt að stunda viðskipti á Netinu. Almennt var á embættismanna- ráðstefnunni lögð áhersla á að tækniþróun sé svo hröð að skipu- lagning til langs tíma á vegum hins opinbera sé erfiðleikum háð.“ -------------------- GSM á Filipps- eyjum VIÐSKIPTAVINIR Landssímans hafa frá og með 1. september getað nýtt sér GSM-þjónustu farsímafyr- irtækisins Smart á Filippseyjum. Þar með bætist við 56. landið, þar sem viðskiptavinir Símans GSM geta notað símakortið sitt. Smart rekur GSM 1800-kerfi í höfuðborg- inni Manila en GSM 900 kerfi víð- ast út um eyjarnar. Frá og með 2. september geta viðskiptavinir Landssímans jafn- framt notfært sér GSM-þjónustu Celcom í grannlandi FUippseyja, Malasíu. Þetta er þriðji reikisamn- ingurinn sem Landssíminn gerir í Malasíu. Virkir reikisamningar Landssímans við erlend farsímafé- lög eru nú orðnir 111 talsins. -------------------- LEIÐRÉTT Kristján en ekki Kjartan Nafn Kristjáns M. Ólafssonar misritaðist í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Skaftahlíð 9 — opið hús 5 herb. 127,3 fm gullfalleg hæð í fjórbýlishúsi. íbúðin sem er á 2. hæð skiptist í 2 mjög fallegar stofur, gott forstofuherb. (sem getur tengst stofu), 2 svefnherb., eldhús, rúmgott hol og baðherb. Ný- legt parket og gler. Bílskúr. Mjög góð hæð á þessum frábæra stað. Verð 14,2 millj. Einkasala. Eignin verður sýnd í dag frá kl. 14—16. Fasteignasalan Garður, sími 562 1200. Opið hús — opið hús Fýlshólar 5 n.li. í dag frá kl. 14-16 Neðri sérhæð með aukaíbúð. Frábær staðsetning. Stórkostlegt útsýni. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf Sími 5624250 Borgartúni 31 Sími 588 0150 - Fax 588 0140 - eignaval@eignaval.is Sigurður Óskarsson, lögg. fasteignasali BÁRUGATA 12 - OPIÐ HÚS Vorum að fá (einkasölu f þessu gamla og sjarmerandi húsi stórglæsilega 92 fm hæð (3 herb.) og um 102 fm kjallara með aukaíbúð. Auðvelt er að sameina þær sem eina heild. Húsið hefur mikið verið end- umýjað, t.d. ný rafmagnstafla og nýr stofn inn í húsið, hitakerfið nýtt, nýjar rennur og niðurföll. Nýir gluggar og karmar á hæðinni. Innihurðir nýlakkaðar, nýtt eldhús og bað endumýjað. Sjón er sögu ríkari! Áhv. 6 m. V. 18,2 m. 1778. Þau Ásgeir og Aðal- heiður bjóða ykkur velkomin til sln á sunnudaginn milli kl. 16 og 18. Flókalundur - Hótel Höfum fengið i einkasölu þetta landsþekkta hótel sem býður upp á mikla möguleika. Hótelið og veitingastaðurinn standa í afar faliegu um- hverfi. Áhv. 9 m. í góðum lánum. V. TILBOÐ 1821 Fasteignir á Netinu & mbl.is ALL.TA/= e/TTH\SA£} A/ÝT7 Sumarbústaðarland óskast innan 30 km radíuss frá Reykjavík. Staðgreiðsla í boði. Upplýsingar í s. 0044 171 5116543, ^ netfang: manjunair@mailexcite.com Opið hús sunnudag kl. 14.00-16.00 KEILUGRANDI I einkasölu mjög falleg og rúmgóð íbúð með stæði í bílgeymslu. íbúðin er hæð og ris í vesturbæ Reykjavíkur. íbúðin er alls 106 fm. Rúmgott eld- hús, parket á gólfúm og frábært útsýni. Verð 12,2 millj. Sjón er sögu ríkari. Björgvin tekur á móti með ykkur heitt á könnunni ATVINNUHÚSNÆÐI LYNGÁS Til sölu/leigu í Garðabænum mjög gott atvinnu- húsnæði ca 1.335 fm. Húsnæðið býður upp á mikla mögu leika, góð skrifsatofuaðstaða og starfsmannaaðstaða með sturt- um. Tveir stórir vinnusalir með hlaupaköttum sem geta fylgt með. Þrennar innkeyrsludyr. Góð loftræsting. Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur f sfma 899 7673_____________________ ‘0*533 4800 Suðurlandsbraut 4a ♦ 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Opið virka daga frá kl. 9-18 Malarhöfði 2 - til leigu Glæsilegt rúmlega 320 fm atvinnuhúsnæði í góðu húsi. Hentar vel undir margvíslega starfsemi, gott aðgengi og öll aðstaða til fyrirmyndar. Tilboð óskast. 2356 Smiðjustígur - miðbær Vorum að fá nýstandsett 155 fm atvinnupláss á jarð- hæð á þessum frábæra stað. Eignin hentar vel fyrir t.a.m. arkitekta, hönnuði eða listamenn. Glæsileg hönnun. V. 10,8 m. 2439 Kleifarás. Vandað og gott einbýli meö möguleika á tveimur (búðum á frábærum út- sýnisstað. Á efri hæð er u.þ.b. 188 fm íbúð m. glæsil. stofum og 4 svefnherb. Neðri hæðin er í dag tengd efri hæöinni en þar er m.a. mögul. á að útbúa 100 fm aukaíb. Góður u.þ.b. 40 fm bflskúr. V. 23 m. 2271 Barðastaðir - Glæsieign. Glæsileg 115,8 fm endaíbúð með sérinngangi og sér- garði á jarðhæð í litlu fjölbýli, auk u.þ.b. 30 fm bílskúrs. Vandaðar innréttingar. Glæsilegar stofur og þrjú stór svefnberbergi. Samelgh er öll fullfrágengin. Stutt (golf. Áhv. húsbréf 7,6 millj. V. 12,8 m. 2398 Tjarnarból. Vorum að fá í sölu mjög góða 4ra herb. u.þ.b. 75 fm íbúð á þessum vibsæla stað í vesturbænum. Parket á stofum og holi. Svalir í suður. V. 7,9 m. 2426 Við Vatnsstíg. Um150 fm einbýli á góöum stað í miðbænum. Fjögur svefnherbergi. Húsið er að hluta til endurnýjað, m.a. nýtt lagnakerfi og rafmagnstafla, gólfefni o.fl. Utleigumögu- leiki á jarðhæð. V. 13,9 m. 2064 Sigluvogur. Höfum fengið í sölu u.þ.b. 115 fm efri sérhæð á þessum eftirsótta stað. Þrjú herbergi og tvær saml. stofur, svalir. Sérinn- gangur og sérgarður. V. 11,9 m. 2411 SkaftahKð - Glæsiíbúð. Vorum að fá j sölu 112 fm glæsiíbúð ( litlu fjölbýli við Skaftahlið. íbúðin er endaíbúð á 1. hæð. Hún er öll endurnýjuð, t.d. ný mahóní-eldhúsinnr., nýjar mahóní-hurðir, nýir mahónf-fataskápar, ný gólfefni, raflagnir og þjófavarnakerfi. Sjón er sögu ríkari. Ábv. 6,0 millj. jafngreiðslulán til 25 ára. V. 12,5 m. 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.