Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 25 . . . og eru frelsinu fegnar. séu einstaklingarnir jafn misjafnir í þeim efnum og þeir eru margir. Ymsar tegundir eru þó sýnu úr- ræðabetri eða „greindari", allt eftir því hvaða orð fólk vill nota, en aðr- ar. Má þar nefna hrafna, starra og fleiri. A mælikvarða fugla almennt eru svokallaðar „gráar gæsir“, en til þeirra telst heiðagæsin, vel ofan meðallínunnar. Aðrar gæsir virðast ekki „hugsa“ á jafn skýrum línum. Skotveiðimenn þekkja þetta vel og ekki að ástæðulausu að þeir kunna margar sögur um kiæki og kænsku grágæsa og heiðagæsa, en kalla helsingja sín á milli „heimskingja“. Grágæsir, náfrænkur heiðagæsa og miklu mun þekktari fuglar á Is- landi, eru uppátækjasamar. Dæmi eru um að grágæsir hafi verið vand- ar að mannabústöðum til sveita með matargjöfum og almennri nær- gætni. Gæsimar hafi í kjölfarið sýnt á sér óþekktar hliðar. Á einum sveitabæ urðu menn þess varir, að gæsimar söfnuðust saman undir glugga á sunnudagsmorgnum og hlýddu á útvarpsmessu. Pað var einkum kórsöngurinn sem heillaði gæsimai-, en er presturinn tónaði, tók allur skarinn undir. Yfirgassinn í hópnum vann það hetjuvirki dag einn, að knýja dyra á bænum með nefinu og lokka hús- freyju út í móa með furðulegum fettum, brettum og óstöðvandi Freðmýri og varpsvæði heiðagæsa í Nautaölduveri í Þjórsárverum. skvaldri, að djúpri holu þar sem lít- ill gæsamngi lá og komst hvergi. Fleiri sögm- era til af uppátækja- semi gæsa, en þetta verður látið nægja. Fellistöðvarnar „sérstakar" Þegar komið er fram í júlí, taka sig upp geldgæsir og gæsir sem hafa misst egg sín eða unga og fljúga til fellistöðva. Ein mikflvæg- asta fellistöðin eru margumtalaðfl' Eyjabakkar. Að sögn Amórs Sig- fússonar eru fellistöðvar gæsa ekki valdar af handahófi. „Það er tvennt sem skiptir sköpum. í fyrsta lagi leita gæsirnar að svæði sem þær hafa næði. Þær era ófleygar á þess- um tíma og afar styggar. Þær reyna að forðast rándýr eins og refi og verða að hafa vatn, s.s. tjarnir, tfl að geta flúið út á. í öðru lagi verða gæsimar að hafa aðgang að mjög próteinríkri fæðu. sem þarf til að mynda nýju fjaðrimar. Gæsimar sýna okkur sjálfar hvar heppflegar fellistöðvar era, því við vitum af svæðum sem við gætum vel ímyndað okkur að væru heppi- leg svæði, en þar eru engar gæsir. Það er því óvarlegt að skemma þekktar fellistöðvar. Við höfum ver- Vísindamenn að störfum í Þjórsárverum á nýliðnu sumri. Það þarf að hafa fyrir því að komast í gæsaverin. ið að merkja gæsarunga og felli- fugla á varpsvæðum í fjögur ár og náðum rúmlega þúsund fuglum í Þjórsárveram í sumar. Okkur dytti hins vegar ekki til hugar að smala ófleygum gæsum á þennan hátt t.d. í Eyjabökkum, gæsimar gætu ein- faldlega flæmst burt. Tryggðin við varpsvæði er miklu meiri og of mik- ið ónæði, t.d. vegna merkinga gæti flæmt hluta gæsanna burt.“ Eru einhver fordæmi fyrir því hvað gæsir gera ef fellisvæði eru eyðilögð? „Nei, við getum ekkert sagt um það, t.d. hvað varðar gæsimar sem leita í Eyjabakka. Það hafa ýmsar hugmyndir verið á kreiki, m.a. að rækta upp einhver önnur svæði í stað þeirra sem fara undir vatn, rétt eins og gæsirnar þurfi aðeins gras til að bíta. Það er ekki góð hug- mynd. Flest bendir til að Eyjabakk- ar yrðu úr sögunni sem fellisvæði, því forsendur sem gæsimar gefa sér sjálfar yrðu brostnar, votlendis- gróðurinn sem þær éta hyrfi að mestu og friðurinn á svæðinu væri úti, enda fylgir virkjunarfram- kvæmdum mjög aukin umferð með batnandi vegakerfi.“ Hvað segja fuglafræðingar um hugmyndir formanns Skotveiðifé- lagsins um að eyðilegging fellisvæð- is á borð við Eyjabakka gæti orðið til þess að allur gæsaskarinn þyrpt- ist til baka á varpsvæðin sem aftur gæti haft slæm áhríf á vöxt og við- gang unga? „Vissulega gæti það gerst að geldfuglinn færi þannig í keppni við varpfuglinn og það gæti haft slæm áhrif, það er rétt. Beitarþunginn er þegar mikill á varpsvæðum á borð við Þjórsárver og sitthvað bendir tfl þess að það svæði sé þegar fullsetið. Það sést til dæmis á því, að um leið og ungar era farnir að fljúga hafa gæsirnar enga viðdvöl á svæðinu og leita betri bithaga," segir Amór Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.