Morgunblaðið - 05.09.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 05.09.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 25 . . . og eru frelsinu fegnar. séu einstaklingarnir jafn misjafnir í þeim efnum og þeir eru margir. Ymsar tegundir eru þó sýnu úr- ræðabetri eða „greindari", allt eftir því hvaða orð fólk vill nota, en aðr- ar. Má þar nefna hrafna, starra og fleiri. A mælikvarða fugla almennt eru svokallaðar „gráar gæsir“, en til þeirra telst heiðagæsin, vel ofan meðallínunnar. Aðrar gæsir virðast ekki „hugsa“ á jafn skýrum línum. Skotveiðimenn þekkja þetta vel og ekki að ástæðulausu að þeir kunna margar sögur um kiæki og kænsku grágæsa og heiðagæsa, en kalla helsingja sín á milli „heimskingja“. Grágæsir, náfrænkur heiðagæsa og miklu mun þekktari fuglar á Is- landi, eru uppátækjasamar. Dæmi eru um að grágæsir hafi verið vand- ar að mannabústöðum til sveita með matargjöfum og almennri nær- gætni. Gæsimar hafi í kjölfarið sýnt á sér óþekktar hliðar. Á einum sveitabæ urðu menn þess varir, að gæsimar söfnuðust saman undir glugga á sunnudagsmorgnum og hlýddu á útvarpsmessu. Pað var einkum kórsöngurinn sem heillaði gæsimai-, en er presturinn tónaði, tók allur skarinn undir. Yfirgassinn í hópnum vann það hetjuvirki dag einn, að knýja dyra á bænum með nefinu og lokka hús- freyju út í móa með furðulegum fettum, brettum og óstöðvandi Freðmýri og varpsvæði heiðagæsa í Nautaölduveri í Þjórsárverum. skvaldri, að djúpri holu þar sem lít- ill gæsamngi lá og komst hvergi. Fleiri sögm- era til af uppátækja- semi gæsa, en þetta verður látið nægja. Fellistöðvarnar „sérstakar" Þegar komið er fram í júlí, taka sig upp geldgæsir og gæsir sem hafa misst egg sín eða unga og fljúga til fellistöðva. Ein mikflvæg- asta fellistöðin eru margumtalaðfl' Eyjabakkar. Að sögn Amórs Sig- fússonar eru fellistöðvar gæsa ekki valdar af handahófi. „Það er tvennt sem skiptir sköpum. í fyrsta lagi leita gæsirnar að svæði sem þær hafa næði. Þær era ófleygar á þess- um tíma og afar styggar. Þær reyna að forðast rándýr eins og refi og verða að hafa vatn, s.s. tjarnir, tfl að geta flúið út á. í öðru lagi verða gæsimar að hafa aðgang að mjög próteinríkri fæðu. sem þarf til að mynda nýju fjaðrimar. Gæsimar sýna okkur sjálfar hvar heppflegar fellistöðvar era, því við vitum af svæðum sem við gætum vel ímyndað okkur að væru heppi- leg svæði, en þar eru engar gæsir. Það er því óvarlegt að skemma þekktar fellistöðvar. Við höfum ver- Vísindamenn að störfum í Þjórsárverum á nýliðnu sumri. Það þarf að hafa fyrir því að komast í gæsaverin. ið að merkja gæsarunga og felli- fugla á varpsvæðum í fjögur ár og náðum rúmlega þúsund fuglum í Þjórsárveram í sumar. Okkur dytti hins vegar ekki til hugar að smala ófleygum gæsum á þennan hátt t.d. í Eyjabökkum, gæsimar gætu ein- faldlega flæmst burt. Tryggðin við varpsvæði er miklu meiri og of mik- ið ónæði, t.d. vegna merkinga gæti flæmt hluta gæsanna burt.“ Eru einhver fordæmi fyrir því hvað gæsir gera ef fellisvæði eru eyðilögð? „Nei, við getum ekkert sagt um það, t.d. hvað varðar gæsimar sem leita í Eyjabakka. Það hafa ýmsar hugmyndir verið á kreiki, m.a. að rækta upp einhver önnur svæði í stað þeirra sem fara undir vatn, rétt eins og gæsirnar þurfi aðeins gras til að bíta. Það er ekki góð hug- mynd. Flest bendir til að Eyjabakk- ar yrðu úr sögunni sem fellisvæði, því forsendur sem gæsimar gefa sér sjálfar yrðu brostnar, votlendis- gróðurinn sem þær éta hyrfi að mestu og friðurinn á svæðinu væri úti, enda fylgir virkjunarfram- kvæmdum mjög aukin umferð með batnandi vegakerfi.“ Hvað segja fuglafræðingar um hugmyndir formanns Skotveiðifé- lagsins um að eyðilegging fellisvæð- is á borð við Eyjabakka gæti orðið til þess að allur gæsaskarinn þyrpt- ist til baka á varpsvæðin sem aftur gæti haft slæm áhríf á vöxt og við- gang unga? „Vissulega gæti það gerst að geldfuglinn færi þannig í keppni við varpfuglinn og það gæti haft slæm áhrif, það er rétt. Beitarþunginn er þegar mikill á varpsvæðum á borð við Þjórsárver og sitthvað bendir tfl þess að það svæði sé þegar fullsetið. Það sést til dæmis á því, að um leið og ungar era farnir að fljúga hafa gæsirnar enga viðdvöl á svæðinu og leita betri bithaga," segir Amór Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.