Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Umtalaðasti fugl íslands síðustu misseri hefur án nokkurs vafa verið heiðagæsin og svo virðist sem hún komi við sögu ævinlega þegar mikil virkjunaráform á hálendinu eru annars vegar. Menn muna eftir því að horfið var frá því að sökkva Þjórsárverum og þau voru vernd- uð í kjölfar baráttu náttúruverndarsinna er Ijóst varð að þar er mesta heiðagæsavarp veraldar. Nú eru það ekki varpstöðvar heldur felli- stöðvar í Eyjabökkum sem eru í deiglunni. Síðustu fjögur árin hafa farið fram viðamiklar merkingar og rannsóknir á gæsum á íslandi, m.a. heiðagæsum og Jóhann Óli Hilmarsson Ijósmyndari fór með leiðangri á vegum Náttúrufræðistofnunar íslands og Wildfowl and Wetlands Trust, með íslenskra, breskra og katalónskra fuglafræð- inga í Þjórsárver í sumar, en Guðmundur Guðjónsson safnaði saman eftirfarandi fróðleik og ræddi við Arnór Sigfússon fuglafræð- ing hjá Náttúrufræðistofnun íslands um ýmis málefni heiðagæsa. Heiðagæsir komnar í girðinguna, Arnór Sigfússon vörpulegur t.v. HEIÐAGÆSASTOFNINN er nokkuð stór, en varp- stöðvar hans eru mjög staðbundnar og það gerir hann viðkvæman. Verpa gæsimar einvörðungu á íslandi, Grænlandi og eitthvað á Svalbarða. Að sögn Amórs Sigfússonar hefur fjölgað í heiðagæsarstofninum síðan talning- ar hófust 1950 en mest upp úr 1980, en síðustu árin hefur fjölgunin stöðvast, rétt eins og einhverju há- marki sé náð. Fjölgunin kom frem- ur fram í dreifðari varpstöðum á há- lendinu og á stöku stað alveg niður undir byggð, heldur en í fjölgun á þekktum varpsvæðum. Breskir fuglafræðingai’ hafa talið bæði heiðagæsir og grágæsir á vetrarstöðvunum á Bretlandseyjum síðan á sjötta áratugnum og stend- ur heiðagæsastofninn nú í 230.000 fuglum og er þá átt við bæði ís- lenskar og grænlenskar heiðagæsir. Að sögn Arnórs eru að minnsta kosti 80% stofnsins, jafnvel meira, á íslandi. Ævar Petersen segir í fuglabók sinni, að varpstofninn sé á bilinu 20.000 til 25.000 pör. I bók Ævars um íslenska fugla segir eftirfarandi um hætti og út- breiðslu heiðagæsa Islandi: „Heiða- gæsin er fyrst og fremst hálendis- fugl sem heldur sig bæði norðan og sunnan heiða, á Austurlandshálend- inu og í örlitlum mæli á Vestfjörðum. Varplönd heiðagæsa em einkum í gróðurvinjum á hálendinu og em Pjórsárver langmikilvægustu varp- stöðvarnar en þar er jafnframt stærsta heiðagæsabyggð í heimi. Þær verpa einnig meðfram ám og í árgiljum og gljúfmm á mörkum há- lendis og láglendis og sumar verpa niður undir eða í byggð. Stök hreið- ur hafa fundist í grennd við sjó og úti í eyjum. Síðsumars, þegar heiða- gæsir fella fjaðrir og eru ófleygar, halda þær sig í hópum víðs vegar á hálendinu. Hluti þeirra, geldgæs- irnar, flýgur til Norðaustur-Græn- lands til að fella fjaðrimar. Hreiður heiðagæsa er oft á ár- bakka, gilbarmi, snös eða ofan á smádranga. Það er gjaman óhulið, en finnst þó einnig inni í víðimnn- um, einkum þar sem auðgengt er að því. Hreiðrið er gmnn laut og sum hreiðurstæði hafa verið notuð lengi eins og sjá má af uppgrónum börm- um þeirra. Helsta hreiðurefnið er landseyjum á veturna. Merktir fugl- ar hafa þó fundist í Hollandi og Noregi en slíkt er undantekning. Heiðagæsú eru jurtaætur sem sækja einkum í mýrargróður, star- ir, hálmgresi og fleira. I Þjórsárver- um virðast þær halda niðri við- kvæmum og næringarríkum plönt- um, svo sem fífu, elftingu og kom- súm, með beit sinni. Þær sækja mun minna í tún en grágæsir, enda halda þær sig einkum ofan byggðar. Helst ber á þeim á túnum á vorin.“ Óvítlausir fuglar Allur gangur er á því hvað fólk telur fugla greindar skepnur, en all- ar líkur em á því að í fuglaríkinu Gæsirnar taka sig vel út með nýja háls- tauið . . . Hálsmerki brugðið á heiðagæs. dúnn en einnig sina, mosi, víðilauf og fleira. Egg em fjögur til sex og hefst varp skömmu fyrir miðjan maí og stendur fram í fyrri hluta júní. Heiðagæsir dveljast hér frá því í apríl og fram í október. A vorin koma þær heldur seinna til landsins en grágæsir, einkum í síðustu viku aprílmánaðar og sjaldan fyrir 20. apríl. Flestar hverfa svo af landi brott í fyrri hluta október. Islenski varpstofninn heldur til á Bret-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.