Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR sókn Rán Baráttan um Italíumeistaratitilinn hófst um síðustu helgi. Sumarið hefur verið heitt syðra og verð á leikmönnum rokið upp úr öllu valdi. Einar Logi Vignisson hefur fylgst með gangi mála - þar sem stærstu liðin hafa sankað að sér sóknarmönnum og mörg þeirra ætla sér að leika Sóknarkerfíð 3-4-3 sem ekki hefur verið mikið í tísku hingað til. Eru miklar vonir bundnar við að tímabilið verði hið skemmtilegasta í mörg ár. boHi Segja má að AC Milan hafi „stolið" titlinum af Lazio á síð- ustu leiktíð og fór það nokkuð fyrir brjóstið á öllum öðrum en stuðn- ingsmönnum Mflanóliðsins enda hafði Lazio leikið liða skemmtileg- astan bolta. Eins vildu margir að eitthvert annað lið en Milan eða Ju- ventus hampaði meistaratigninni enda hafa þau lið skipst á að vinna titilinn allan þennan áratug ef frá er talinn sigur Sampdoria 1991. Milan og Lazio eru talin sigur- stranglegust í ár ásamt hinu Mflanóliðinu, Internazionale, sem hefur farið mikinn á leikmanna- markaðinum svo vægt sé að orði kveðið. Einnig má eiga von á Ju- ventus í toppslaginn eftir fremur dapurt gengi á síðasta ári. Fiorent- ina, Parma og Roma stefna á titflinn en menn hafa ekki alveg sömu trú á þeim og fyrmefndu liðunum. Bologna og Udinese verða eflaust í baráttunni um Evrópusæti en hinn helmingurinn af liðunum í deildinni verður í botnbaráttu eða besta falli miðjuhnoði og hafa sumir áhyggjur af því að deildin sé kannski ójafnari en áður, þ.e. að mikill munur verði milli liðanna í neðri helming deild- arinnar og toppliðanna. Hinir stóru verða stærri Rétt eins og annars staðar í Evr- ópu hefur leikmannaverð á Ítalíu hækkað mjög og stóru liðin hafa æ stærri leikmannahóp á meðan minni liðin eru í stöðugri baráttu að halda sínum mannskap. Það lið sem mest hefur lagt í sölumar er Intem- azionale sem hefur keypt hvorki fleiri né færri en 20 leikmenn! Þeirra dýrastur var Christian Vieri en fyrir hann greiddi liðið 3,7 milij- arða króna. Hóf hann leiktíðina með miklum látum, setti 3 mörk í sínum fyrsta leik og hyggst standa undir nafni sem dýrasti leikmaður heims. Aðrar stórstjömur sem komið hafa til liðsins eru markvörðurinn Ang- elo Peruzzi, Christian Panucci, Vla- dimirJugovic og Laurent Blanc. Á dögunum keypti liðið svo Grikkjann smávaxna Gregoris Ge- orgatos og hefur hann vakið mikla athygli og þykir kaup sumarsins. Inter hefur mistekist herfilega und- anfarin ár þrátt fyrir mikinn fjár- austur í leikmenn og hefur verið hálfhlegið að liðinu. Nú kann að verða breyting á því og kann þar að valda mestu að þjálfarinn er einn sá fremsti í heiminum í dag; Marcello Lippi, sem stjórnað hefur Juventus undanfarin ár. Ólíklegt er að hann láti dynti stórstjamanna slá sig út af laginu og kann að vera einn af örfáum sem er nógu stór karl til að kljást við hinn óútreiknanlega forseta félags- ins, Massimo Moratti. Sóknar- línan með Vieri og Ronaldo ætti að skelfa flesta andstæð- inga en vömin er spumingarmerki. Ef liðið byrjar vel gæti meistaratit- fllinn lent hjá félaginu í fyrsta skipti í 10 ár en hætt er við því að áralang- ur órói í kringum félagið taki sig upp aftur ef illa gengur. Lazio missti naumlega af titlinum í vor og hið rándýra lið félagsins hefur eflst enn frekar ef frá er talið brotthvarf Christian Vieri. Sem hluti af greiðslu fyrir hann kom Di- ego Simeone til félagsins og kann hann að koma með nauðsynlega baráttu á miðjuna þar sem snilling- urinn argentínski Juan Sebastian Veron verður kóngurinn. Landi þeirra Nestor Sensini er góð viðbót í annars mjög trausta vöm og ekki er úrvalið af sóknarmönnum ama- legt: Kennet Anderson, Alen Boksic, Simone Inzaghi (litli bróðir Filippo hjá Juve), Roberto Mancini og Marcelo Salas. Er eins gott að Svíinn Sven Göran Erikson er þekktur fyrir að vera mikill diplómat og kann lagið á að halda þeim góðum sem þurfa að verma bekkinn. Lazio verður erfitt viður- eignar og márgir, þ.ám. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, spá þeim titlin- um. Meistararnir enn sterkari Sígandi lukkan er best segir mál- tækið og það átti sannarlega við um AC Milan á síðustu leiktíð. Liðið náði ótrúlega oft að landa sigri er jafntefli hefði verið rökréttasta nið- urstaðan og eftir því sem leið á vor- ið brosti sólin æ breiðar við liðinu Ukraínski miðherjinn Andriy Shevchenko er kominn til AC Milan, sem vann kapphlaupið um hann, en nær öll stórlið Evrópu voru á höttunum eftir honum. Shevchenko, sem er hér að kljást við Eyjólf Sverrisson í Kiev í Evrópukeppninni, verður í sviðsljósinu á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn - dýrasti knattspyrnu- maðurinn sem hefur komið f dalinn. Lazio í næstsíðustu umferð. í sum- ar bættist úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko í hópinn en nær öll stórlið Evrópu voru á höttunum eftir honum. Brasilíski bakvörður- inn Serginho hefur leyst Christian Ziege af hólmi og tveir ungir og efnilegir ítalskir miðvallarleikmenn gætu átt eftir að sjást á vellinum í vetur, þeir De Ascentis og Gattuso. Það sem vinnur fyrst og fremst með Milan er að í liðinu eru sigurvegar- ar, menn sem hafa unnið til fjölda titla, í bland við yngri leikmenn sem vilja sanna sig. Að mati margra er Milan með heilsteyptasta leik- mannahópinn og þjálfarinn Zaccheroni þykir hafa náð upp leik- gleðinni meðal liðsmanna eftir nokkuð magra tíð undanfarin ár. Juventus átti afleitt tímabil í fyrra eftir að hafa borið ægishjálm yfir önnur lið í deildinni (og í Evr- ópu ef út í það er farið) frá því um miðbik þessa áratugar. Liðið er ekki mikið breytt frá því í fyrra en þó hafa nokkrir mjög sterkir leik- menn verið keyptir. Sunday Oliseh leysir Didier Deschamps af á miðj- unni, Gianluca Zambrotta kemur í stað Di Livio á vængnum og Edwin Van der Sar í stað Peruzzi í mark- inu. Aðrir nýir leikmenn mega eiga von á því að þurfa að byrja á bekkn- um, frægar landsliðskempur á borð við Italann Jonathan Bachini og Jú- góslavann Darko Kovacevic sem keyptur var fyrir 1,5 milljarða frá Real Sociedad. Þrátt fyrir óhemju sterkan mannskap eru menn ekki sannfærðir um að Juve nái að kom- ast á toppinn í vetur. Miklu skiptir að Alex Del Piero lendi ekki í meiðslum á ný og að Zinedine Zida- ne og Edgar Davids nái að endur- heimta fyrra form eftir að hafa dvalið í hálfgerðu hýði um skeið. Þjálfarinn Carlo Ancelotti kom til liðsins um mitt tímabil í fyrra og hefur ekki náð afgerandi árangri á ferlinum, en er hins vegar nokkuð „Juventus-legur“ eins og sagt er, þ.e. hann þykir passa vel inn í hug- myndir þeirra sem öllu ráða hjá Ju- ve, þeirra Luciano Moggi og Ro- berto Bettega. Næstum því - einu sinni enn! Fiorentina gerði í buxumar í fyrra eftir glæsta byrjun - eins og venjulega var þar um að kenna meiðslum fyrirliðans Gabriel Batistuta en án hans er liðið eins og höfuðlaus her. Sigursælasti þjálfar- inn í sögu ítalskrar knattspyrnu, Giovanni Trapattoni, náði ekki að stöðva hnignun liðsins. Trapattoni hafði það í gegn að fá fleiri góða framherja til að leika við hlið Batigol og eru engin smámenni komin til Flórens: Pedrag Mijatovic frá Real Madrid og þeir Enrico Chiesa og Abel Balbo frá Parma. Fyrir eru Morfeo og Oliveira svo ljóst er að Trap hefur úr nógu að velja. Aftar á vellinum versnar í því en kannski ná járnkarlamir Di Li- vio og Alessandro Pierini að smita aðra af frægu baráttuþreki sínu. Þrátt fyrir frábæran þjálfara og skemmtflegt sóknarlið er líklegt að Fiorentina hafi ekki burði til að ná alla leið en von er á að liðið leiki mjög skemmtilegan fótbolta. Parma er annað lið sem verður sennilega enn einu sinni að sæta því að ná „næstum því alla leið“. Liðið hefur undanfarin ár státað af sterk- ustu vöm deildarinnar með Lilian Thuram í broddi fylkingar og nú fær hann sér við hlið „litla Thuram“, skaphundinn Saliou Lass- issi. Ariel Ortega leysir landa sinn Veron af hólmi sem leikstjórnandi liðsins en þessar skiptingar sem og fleiri hafa veikt liðið fremur en hitt. Roma lék afar skemmtilegan bolta í fyrra undir stjórn Zdenek Zeman. Nú er kominn að stjómvel- inum sjálfur Fabio Capello og er von á heldur grimmara liði til leiks. Vörnin hefur verið endurskipulögð og frammi verður skemmtilegt að sjá hvemig Vincenzo Montella nær saman við fyrirliðann og aðalstjömu liðsins, Francesco Totti. Mannskap- urinn hjá Roma er ekki alveg eins sterkur og hjá ofangreindum liðum en engu að síður gæti liðið blandað sér í toppbaráttuna. Bologna er með marga netta spil- ara og gæti gert toppliðunum skrá- veifu. Einnig Udinese sem hefur nartað í hælana á stóru liðunum undanfarin ár. Udinese þarf þó alltaf að sjá á bak einhverjum stjömum á hverju ári og líklegt er að blóðtakan hafí verið of mikil í ár. Af öðmm liðum verður síðan gaman að sjá hvernig nýliðum Torino vegn- ar eftir mikið og langt niðurlæging- artímabil í Serie B. Ekki síst mun verða fróðlegt að sjá hvort töffarinn Gianluigi Lentini nær að slá í gegn áný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.