Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBBR 1999 53 Er Shirley Temple var barn lék hún i fjölda mynda og aflaði góðra tekna. Er hún komst á fullorðinsár var hún samt skuldum vafin. Macaulay Culkin sá fyrir fjöl- skyldu sinni en nú fá pabbi og mamma ekki krónu af pening- unum hans. Lög sem vernda barnastjörnur NÝ LÖG verða væntanlega sam- þykkt í Bandaríkjunum á næstunni en þau eiga að tryggja fjárhagslegt öryggi barnungra leikara. Til eru lög er kallast Coogan-lögin og eru frá árinu 1938 og byggjast nýju lögin að hluta til á þeim. Með þeim verður forráðamönnum leikaranna ungu gert skylt að setja a.m.k. 15% tekna bamanna í sjóði sem leikararnir hafa einir aðgang að er þeir verða fjár- ráða. Coogan-lögin náðu aðeins yfir samninga ungra leikara sem sam- þykktir höfðu verið fyrir rétti. Slíkt var algengt á árum áður en í dag er fágætt að sú leið sé farin. Með nýju lögunum er það tryggt að tekjur leikaranna séu þeirra einkaeign og notaðar í þeirra þágu en ekki for- ráðamannanna en í eldri lögunum segir að foreldrar ráði yfir tekjum barna sinna. Coogan-lögin eru kennd við leikar- ann Jackie Coogan sem var barna- stjarna og uppgötvaði á fullorðinsár- um að hann var blankur og að móðir hans og stjúpfaðir höfðu eytt öllum peningum hans. Til eru fleiri dæmi um þetta. Leik- konan Shirley Temple, sem var ein frægasta barnastjarna allra tíma, endaði með nokkra þúsundkalla í vasanum og skuldaði stórfé í dúkku- húsinu sínu sem var í bakgarði for- eldranna. Macauley Culkin hélt uppi stórri fjölskyldu sinni þar til málið fór fyr- ir dómstóla og foreldrum hans, sem stóðu í skilnaði, var meinaður að- gangur að tekjum sonarins. Vonast er til að nýju lögin eigi eft- ir að standa vörð um réttindi barna í skemmtanaiðnaðinum svo þau komi til með að njóta góðs af tekjum sín- um seinna meir en komi ekki að tómu húsi eins og dæmin sýna. Resilience Lift fyrir andlit og háls SPF 15 frá ESTEE LAUDER ISTGe laup^,, Hér er komin lyftingin sem húð þín þarfnast til þess að líða sem best þegar þú ert komin yfir fertugt. Yndisleg áferð, afar virk rakagjöf og öflug orkuvæðing fyrir þreytta húð. Athyglisverð formúla með einstöku „lift complex" veitir húð þinni nýjan þrótt til að takast á við tilveruna. Innan fárra vikna geturðu glaðst yfir sléttara og fastmótaðra andliti geislandi af nýju lífi. Hygea Kringlunni, Lyfja Lágmúla, Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Lyfja Setbergi, Amaró, Akureyri, Sara Bankastræti, Lyfja Hamraborg, Apótek Keflavíkur. Hygea Laugavegi, Snyrtistofan Hrund, Grænatúni, FÓLK í FRÉTTUM Kilmer og Willis saman í sæng ►LEIKARINN Bruce Willis er maður dagsins í Hollywood. Mynd lians, The Sixth Sence, tröllríður öllu vestanhafs um þessar mundir en leikarinn hefur hafnað tilboði um að leika í myndinni Ace in the Hole þar sem hann hefði einn farið með aðalhlutverk. Hann hefur hins vegar ákveðið að slást í lið með Val Kil- mer í myndinni Outlaws að sögn blaðs- ins The Hollywood Reporter. Ef það gengur eftir munu þeir félagar leika bankaræningja sem komast í hann krappan er þeir verða ástfangnir af sömu konunni en þá tekur að slettast upp á vinskapinn. Enn hefur ekki verið ákveðið hver mun fara með hlutverk konunnar. Kilmer verður framleiðandi myndarinnar og ef Willis gengur til Iiðs við hann mun hann líka vera í framleið- andalilutverkinu. Enn hefur enginn leik- sljóri verið nefndur til sögunnar en tök- ur eiga að hefjast í janúar. ÞU FINNUR ORUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJÁ OKKUR o — ai-LIR KENNARAR SKÓLANS enska OVtKAR M/ NÁMSKEIÐIN HEFJAST 13. SEPT. ÁHERSLA Á TALMÁL FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ í BOÐI INNRITUN STENDUR YFIR í SÍMA 588 0303 EÐA 588 0305. Hringdu og fáðu frekari upplýsingar EnskUskólinn FAXAFENI 10, 108 Reykjavík r > Nautilus líka msrækta rstöðva r í Hafnarfirði og Kópavogi Tilboð sem þú getur ekki hafnað - heilsunnarvegna! 17.990 kr. (1.499 kr. á mánuði) Komdu í alvöru líkamsrækt í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem faglærðir kennarar leiðbeina hverjum einstaklingi um þjálfun í nýjustu og fullkomnustu Nautilus tækjunum. Eins og fyrr býður Nautilus einstakt tilboð; árskort á Innifalið er aðgangur að sundlaug hvenær sem hún er opin. Tilboðið gildir fyrir Nautilus líkamsræktarstöðina í Sundlaug Kópavogs og Suður- bæjarlauginni Hafnarfirði. Korthafar geta notað báðar stöðvarnar en hafa aðgang að sundi í þeirri laug sem þeir kaupa kortið í. Nautilus á íslandi Sundlaug Kópavogs Sími 564 2560 og Suðurbæjarlaug Hafnarfirði Sími 565 3080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.