Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Kínvers versku þjóðarinnar hafi nú efni á að fjár- festa í einkabíl. Hingað til hafa þó aðeins fáir keypt sér þarfasta þjóninn, skrifar Niels Peter Arskog, fréttaritari Morgun- blaðsins í Kína, í þriðju grein sinni um til- veruna í Kína nú á tímum. KÍNVERJAR hafa ekki farið vai'hluta af auknum lífsgæðum undanfarin tuttugu ár eða síðan land- ið, árið 1979, opnaði dyr sínar fyrir alþjóðlegum áhrifum og gaf mark- aðsöflunum færi á að leika lausum hala. Aætlunarbúskapur kommún- ismans vék fyrir „sósíalísku mark- aðsskipulagi" sem enn er í þróun en hefur gerbreytt Kína í átt að auð- valdssamfélagi. í hverri fjölskyldu eru a.m.k. þrír einstaklingar - nú búa um 1,3 milljarðar manna í Kína - sem segja að lífsgæði þeirra séu nú mun meiri en árið 1979, og að efnahagur fjölskyldunnar sé blómlegur. „Fyrir um tíu árum notuðum við um 70% af tekjum fjölskyldunnar til daglegrar neyslu, en í dag hefur þetta hlutfall lækkað í 30-35%,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins í Peking nýverið. Víst er að fjöl- skylda þessi er ekki frábrugðin öðr- um sem í höfuðborginni búa. Af- gangur teknanna er svo notaður til að láta óskir um veraldlegar neyslu- vörur rætast. Kínverskur almenn- ingur á í dag samanlagt andvirði 45.390 milljarða íslenskra króna á sparifjárreikningum. Á sjöunda áratugnum voru það reiðhjól, saumavélar, armbandsúr og útvörp sem fylltu óskalista fjöl- skyldumeðlima. Á áttunda áratugn- um komu kæliskápar, litasjónvörp, myndbandstæki og uppþvottavélar til sögunnar. Nú er einkatölvan í efsta sæti. Farsíminn fylgir þar fast á eftir, ásamt geislaspilaranum. Ekki má þó gleyma þarfasta þjónin- um, einkabifreiðinni. Þeir sem starfa í bifreiðageiran- um segjast búast við að fólk kaupi um 900.000 bifreiðar á þessu ári. Telja þeir jafnframt að á næsta ári muni kaupendur verða yfir ein milljón. Árið 1998 voru 1,6 milljónir bifreiða framleiddar í Kína, þar af voru aðeins 507.000 einkabifreiðar - flestar af Volkswagen-tegund - af- gangurinn var vörubifreiðar og rút- ur. En auk þessa voru framleiddar um 2,5 milljónir landbúnaðartækja, þriggja hjóla ökutækja og ódýrra flutningabifreiða. 123 bifreiðaframleiðendur í Kína í Kína eru nú 123 bifreiðaverk- smiðjur, en flestar þeÚTa eru afar smáar og meirihlutinn óarðbær. Samanlagt tap þessara verksmiðja á síðasta ári var um 2,2 milljarðar yu- an, eða tæpir nítján milljarðar ísl. króna. Stjórnvöld hafa því mælst til þess að fýrirtæki þessi skuli samein- ast eða þá hætta framleiðslu. Er það yfirlýst stefna stjórnarinnar að inn- an nokkurra ára verði aðeins þrír til fimm stórir bifreiðaframleiðendur í landinu. Einn þeirra mun að sjálfsögðu verða Volkswagen, sem í dag er langstærsti framleiðandinn á mark- aðnum og eru Volkswagen bifreiðar framleiddar í tveimur verksmiðjum sem eru í eigu bæði Þjóðverja og Kínverja. Á síðasta ári voru fram- leiddar 300.000 bifreiðar af Santana- gerð, 66.000 VW Jetta og 11.000 Audi bifreiðar í Kina. í febrúarmánuði sl. hóf bandaríski bifreiðarisinn General Motors fram- leiðslu á nýrri gerð Buick í Kína. Þeir stóðu betur að vígi en Ford í samkeppni um framleiðslurétt á bif- reiðum í landinu en stjórnvöld settu árið 1995 auknar hömlur á inn- streymi erlendra framleiðanda til landsins. „Enga fleiri bifreiðafram- leiðendur," sögðu kínverskh' vald- hafar. En í kjölfar opinberrar heim- sóknar Jiangs Zemins, forseta lands- ins, til Bandaríkjanna árið 1997, var afráðið að leyfa General Motors að fjárfesta í verksmiðju í Kína fyrir 1,6 milljarða bandaríkjadala, eða um 117 milljarða ísl. króna. Bandaríski bifreiðaframleiðandinn Chrysler var íyrsti erlendi aðilinn sem, í upphafi níunda áratugarins, setti verksmiðju á fót í Kína. Auk Volkswagen verksmiðjanna sem voru reistar um miðbik níunda áratugar- ins, eru starfræktar Citroén verk- smiðjur í borginni Wuhan sem stend- ur við Yangtze ána. Franski bifreiða- framleiðandinn Peugeot íramleiddi bifreiðar í landinu í nokkur ár en hætti starfsemi fyrir tveimur árum eftir að salan stóð ekki undir vænt- ingum. Seldi fyrirtækið verksmiðjuna til japanska framleiðandans Honda, sem hefúr enn ekki lokið við smíði verksmiðju sinnar í Guangzhou þar sem fyrirhugað er að hefja fram- leiðslu Accord-gerðarinnar. Auk hinna erlendu bifreiða framleiða Kín- verjar sjálfir íburðarmikla glæsi- vagna sem bera nafnið „Rauði fán- inn“, ásamt nokkrum tegundum smá- bíla sem að mestu leyti eru notaðir til leiguaksturs. Þá eru ennfremur fram- leiddar bifreiðar með leyfi frá Dai- hatsu fyrirtækinu og ber gerðin nafn- ið Xiali, en er betur þekkt á Vestur- löndum sem Charade. Fyrir áramót er þó ráðgert að verksmiðjan hefji framleiðslu á Toyota Corolla með leyfi frá Toyota fyiTrtækinu. Fiat, Renault og Nissan standa í röð og bíða þess að stjórnvöld leyfi þeim að opna nýjar verksmiðjur í Kína. Eftir að Kínverjar hófu sjálfir framleiðslu á einkabifreiðum hefur hlutfall innfluttra bifreiða - sérstak- lega Mercedes, Volvo og banda- rískra bifreiða - fallið úr 180.000 árið 1993 í tæplega 160.000 á ári. 10 milljónir einkabifreiða Þrátt fyrir að það virðist ótrúlegt, miðað við umferðarþungann, kíló- metra langar umferðarteppur - í borgum Kína, þá er fjöldi bifreiða enn hlutfallslega lágur. Alls eru um 52 milljónir ökutækja á skrá, en mestur hluti þessa eru bif- hjól og vespur, rútur, vöru- og flutn- ingabifreiðar, auk landbúnaðar- tækja. Aðeins um tíu milljónir einka- Morgunblaðið/Kong Qing Yan Umferðarþunginn er mikill frá morgni til kvölds í gatnakerfi Peking borgar. Hefur ríkisstjórn landsins gagnrýnt borgai-yfirvöld fyrir að hafa ekki bætt úr aðkallandi vanda. bifreiða aka um kínverskt vegakerfi. Flestar þein-a eru í eigu fyrirtækja eða ríkisstofnana. Aðeins um þrjár milljónir bifreiða eru í einkaeigu í landinu, þar af eru 500.000 í Peking en alls aka þar 1.400.000 bifreiðar um götur. Hlutfallið er ein bifreið á hverja tíu íbúa. Eru þá meðtaldar vöruflutningabifreiðar, rútur og 72.000 leigubifreiðar. Aðeins um þrjú prósent kín- verskra fjölskyldna er búa í stór- borgum hafa til þessa fjárfest í einkabifreið og þrjú prósent til við- bótar, samkvæmt nýlegri könnun, hugleiða bílakaup á næstunni. Sam- kvæmt sömu könnun hyggjast um 7% fjölskyldna kaupa bifreið innan tveggja ára. Tíundi hluti þessara fjölskyldna segist bæði geta keypt og vilja draumabílinn innan árs. „Ég hef hugsað mér að kaupa Santana, líklegast í haust,“ sagði Wu Ming, 35 ára, sem starfar við eigið fyrirtæki, er Morgunblaðið hitti hann að máli í bifreiðasölu Peking, Beijing Asian Games Automobiles Exchange, þar sem hann spígsporaði á milli bílanna ásamt hundruðum annarra tilvonandi bifreiðaeigenda. Fyrsta skrefið í bílakaupum er í Peking, eins og annars staðar, að kanna hvernig landið liggur á mark- aðnum. Staðalútgáfan af VW Sant- ana 2000 kostar 169.000 yuan, eða 1.443.300 krónur íslenskar, á meðan kínverski smábíllinn Alto kostar 59.800 yuan, eða 508.300 krónur, og er hann ódýrasti bíllinn á kínverska markaðnum. Citroen Fukan kostar 119.000 yuan, 1.011.500 krónur. Nýi Buick bíllinn, sem framleiddur er í Shanghai, er verðlagður á bilinu 250.000-300.000 yuan (2.125.000- 2.550.000 krónur). Margir nýir ökuskólar Næsta skref er að verða sér úti um ökuskírteini. Milljónir Kínverja hafa tekið ökupróf á síðustu árum og að undanfömu hefur aragrúi nýrra ökuskóla verið opnaður um landið allt. í Peking einni eru nú um 100 ökuskólar starfræktir og í hverjum mánuði hefja um 100-130 nýir nem- endur nám í hverjum þeirra. Framundan eru ökutímar til tveggja mánaða og þá er skírteinið í höfn - að því tilskildu að nemendur standist ökuprófið. Ceng Xu, 28 ára, er einn þeirra sem nýverið fengu ökuskíi-teini sín og eru nú að hugleiða kaup á nýjum bíl. Ceng stjórnai- eigin fyrirtæki og er dæmigerður fulltrúi nýrrar stétt- ar manna, er starfa hjá fyrirtækjum í eigu erlendra aðila, kvikmynda- stjai-na, rokkstjarna, blaðamanna eða hinna örfáu embættismanna, er hafa efni á að kaupa eigin bifreið. Einn sölumannanna hjá Beijing Asian Games Automobile Exchange segir að fjölskylda er hyggur á bíla- kaup verði að hafa minnst 100.000 yuan (850.000 ísl. krónur) í árslaun, ef hún á að ráða vel við að kaupa og reka bíl. Samt er það aðeins lítið brot al- mennings sem hefur svo háar tekjur. Rannsóknir sýna að 11% Kínverja eim velstæð og hafa árstekjur yfir 100.000 yuan. Meðaltekjur eru hins vegar aðeins um einn tíundi hluti af þeirri upphæð. Þrátt fyrir það er rífandi gangur í bílasölu. E.t.v. er það að þakka nýj- um fjárfestingarleiðum sem bankar og lánastofnanir kynntu nýverið og er ætlað að stuðla að auknum fjár- festingum og styðja við bakið á stefnu stjórnarinnar um gjöfulan bif- reiðaiðnað. Stefna stjómvalda í þessum mál- um er þó eilítið þversagnakennd. Annars vegar vilja menn stefna að blómlegum iðnaði en á hinn bóginn vilja stjórnvöld einnig sinna um- hverfismálum. Á liðnu ári var bannað að selja blý- bætt bensín í stórborgum Kína. Þar að auki hafa nýjar reglui- verið kynntar sem kveða á um að í bifreið- um beri að koma í veg fyrir umhverf- ismengandi útblástur. Daglega klippa lögregluþjónar skráningar- númer af fjölda bifreiða vegna þessa, eða þá að eigendum þeirra er gert skylt að koma fyrir hvarfakútum á sérstökum verkstæðum. Mengun af útblæstri bifreiða ber að halda í lág- marki. Vilja selja bíla og koma í veg fyrir loftmengun Yfirvöld hafa ennfremur sett hömlur á skráningu vélhjóla í stór- borgum landsins og á sú stefna einnig að minnka loftmengun - sam- tímis því sem hún styður við bakið á bifreiðaframleiðendum. Síðastliðið haust hugðust stjórn- völd slá tvær ílugur í einu höggi; ýta undir bílakaup almennings með því að nema úr gildi skatta og vegagjöld sem voru innheimt í héruðum lands- ins og þess í stað kynna nýtt bensín- gjald til sögunnar er renna myndi til ríkisvaldsins. Ekkert varð af stefnubreytingunni vegna ákafra mótmæla héraðs- stjórna sem sáu fyrir sér mikið tekjutap. Bifreiðaeigendur höfðu verið afar sáttir við stefnubreyting- una sem einfaldaði rekstur bifreiða. Stjórnvöld neyddust því til að breyta lagafrumvarpinu í þá veru að nú er sveitarstjórnum endurgreiddur hluti gjaldanna sem innheimt eru. Lítrinn af blýlausu bensíni kostar 2,32 yuan eða 19,72 ísl. krónur. Er hin nýju bensíngjöld hafa verið tekin upp mun bensínlítrinn hækka í 3,47 yuan, eða 29,50 krónur. Hins vegar munu ýmis vegagjöld og skattar hverfa. Þetta þýðir þó ekki að ríkið eða héraðsstjómir muni hætta við vega- framkvæmdfr. Þvert á móti juku stjórnvöld vegaframkvæmdir á síð- asta ári. Lagðir voru 37.000 km af þjóðvegum þannig að nú geta kín- verskir ökuþórar ekið um 1,26 millj- ón km vega sem liggja þvers og kruss um þetta risavaxna land. Á yf- irstandandi ári er ráðgert að auka vegaframkvæmdir um 12-15% frá síðasta ári. Ástæðan er tvíþætt. Allir hinir nýju, metnaðarfullu ökuþórar þurfa vegi til að aka um. En ástæðan er ekki síður sú að útvega atvinnu hinum mikla fjölda manna sem á hverjum degi sem líður missa at- vinnu sína er fyrirtæki verða gjald- þrota og leggja upp laupana. í góðui Kunnugir segja að um ellefu prósent kín-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.