Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 31 Það eru langmest fiskafurðir sem um ræðir. „Það hefur ekki verið nægt geymslupláss hér á landi. Þess vegna er verið að nota geymslur í stórum stíl erlendis fyrir vöru sem er ekki seld. Þannig að jafnvel þótt byggðar væru tíu svona geymslur hér hugsa ég að nægur markaður yrði fyrir þær,“ segir Pétur. „Ég held það sé alveg sama hvar borið er niður, það er alltaf verið að keyra frysta vöru, oft langar vegalengdir, til að koma fyrir í geymslu. Á þessu svæði vantar því tilfinnanlega geymslu.“ stór. Sá stærsti kemur til með að eiga tæplega sex af hundraði í fé- laginu. Hlutafé verður 70 miiljónir. Fyrirhugað er að setja fyrirtækið á hlutabréfamarkað þegar „við höf- um náð að sýna fram á að við- skiptahugmyndin sé góð; jafnvel betri en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir“, segir Hafsteinn. Starfsmenn í húsinu; í ísverk- smiðjunni, frystigeymslunni og á fiskmarkaðnum, verða líklega átta. „Einn af stóru kostunum er að allir verða í sama húsi og því er margt sem samnýtist mjög vel. Frysti- geymslan er mjög tölvuvædd og fyrirtæki geta fylgst með eigin birgðahaldi á Netinu," segir Pétur. Þeir benda á að með nýrri tækni geti seljandi vöru fengið vottorð frá Kuldabola um það hvenær var- an kom til geymslu, hvert hitastig hennar hafi þá verið, við hvaða hitastig hún hafi verið í geymslu og þar fram eftir götunum. „Þetta er í raun heilbrigðisvottorð," segir Hafsteinn. „Verslanakeðjur leggja svo mikið upp úr slíku nú orðið að helst þarf að vera hægt að rekja vöruna ofan í lestir skips í upphafi. Slíkt er ekkert mál með þessari tækni.“ Pétur segir engan fiskmarkað í Bretlandi kældan í dag, en nú eigi að byggja einn slíkan í Hull. „Ein ástæða þess er að stórverslanir banna orðið birgjum sínum að kaupa af öðrum en slíkum mörkuð- um - þeir vilja ekki rjúfa kælikeðj- una.“ Hafsteinn bendir einnig á að Kuldaboli verði umhverfisvænt fyr- irtæki og það skipti miklu máli í dag. „Nýja SIF kæligeymslan í Hafnarfirði er einnig með um- hverfísvænt kerfi, en efnið sem þeir nota er annarrar tegundar og ekki hægt að nota það fyrir frost. Kuldaboli verður því fyrsta frysti- geymslan hérlendis sem notar um- hverfisvænt efni á kælikerfið - svo- kallað HyCool - en fjórar slíkar hafa verið byggðar á Bretlandseyj- um. Mikil umræða er um atriði eins og umhverfismálin og því skiptir þetta verulegu máli.“ Þeir segja umrætt efni, HyCool, brotna sjálf- krafa niður í náttúrunni og ekki hafa eyðandi áhrif á ósonlag gufu- hvolfsins. En svo er það nafn geymslunnar: Kuldaboli! Það vekur eflaust at- hygli. „Það varð mikil umræða í stjórn fyrirtækisins um þetta nafn. Fyrstu viðbrögð sumra voru þau að þeir hrukku í kút og sögðu að þetta nafn gengi ekki. Eftir að menn höfðu hugsað málið í nokkra daga voru svo allir sammála um að nafn- ið væri mjög gott. Það vefst örugg- lega ekki fyrir neinum að muna þetta,“ segir Hafsteinn. Grandi framleiðir ís, fyrst og fremst fyrir sjálfan sig, og leggur ekki áherslu á að þjóna öðrum. Umræða er komin í fullan gang um að byggja ísverksmiðju þó hér séu slíkar verksmiðjur allt í kring. Það kostar 80-100 milljónir að byggja svona verksmiðju eins og við erum með en við getum komið upp full- komnum dreifibúnaði til að dreifa heim í hús hjá öllum á þessu svæði fyrir 10 milljónir. Við höfum möguleika á að dreifa 10 þúsund tonnum á ári hér á svæðinu, ef markaðurinn vill. Við erum með mjög góða verksmiðju og vannýtta framleiðslugetu þannig að við höfum áhuga á að koma þessu út.“ Þeir benda einnig á að umræða varðandi meðferð íss eigi örugg- lega eftir að koma upp. Hafsteinn segir: „Við vitum allir að nánast þarf að hátta sig til að fá að fara inn í frystihús en svo er hægt að keyra ís í opnum körum á vörubíl langar leiðir; fuglinn dritar jafnvel í þetta en það virðist ekkert vanda- mál að fara með slíkan ís inn í frystihús - inn í fæðukeðjuna í hús- inu. Þetta er atriði sem menn hljóta bara að hafa gleymt. Mér segir því svo hugur að víða gæti orðið þörf á að færa mönnum ís, þegar þeir átta sig á þessu. Eg tala nú ekki um ef við getum selt hann á skikkanlegu verði; ef við gætum til dæmis fært þeim hann heim í hús á sama verði og við seljum hann við vegginn hjá okkur.“ Heildarlausn Síðan haustið 1997 hafa þeir gengið með þá hugmynd í magan- um að bjóða upp á „öflugan þjón- ustupakka" eins og það er orðað, og nú er ljóst að sú hugmynd verð- ur að veruleika, eftir að ákveðið var að Fiskmarkaður Þorlákshafn- ar sameinaðist ísfélaginu og flytt- ist inn í nýja húsið. „Fiskmarkað- urinn er í nýbyggðu húsi, mjög góðu, en kostnaður við mannahald og húsnæði er alltof mikill. Mark- aðurinn er góð eining og verður mjög góð inni hjá okkur. Stjórnir beggja fyrirtækja hafa samþykkt sameiningu og hún verður að veru- leika þegar henta þykir,“ eins og Hafsteinn orðar það. „Þá verðum við komnir með þrjár lappir undir þennan rekstur; ísframleiðslu, í skuldlausri verksmiðju, fiskmark- aðinn og geymslurnar. Þar af leið- andi fer ekki allt í klessu hjá okkur þó við fyllum ekki alla geymsluna á fyrstu dögunum. Við getum gefið okkur þann tíma sem þarf til að ná þeirri markaðsstöðu sem við þurf- um til að reka þetta,“ segir Haf- steinn og Pétur bætir við: „Þarna er líka komið fyrirtæki sem nálgast það að geta boðið mönnum heildar- lausn á þeirri þjónustu sem þeir þurfa þegar þeir koma í höfnina; hvort sem það er löndun, íssala, uppboð á fiski, löndun á frystum fiski, geymsla á frystum fiski og svo framvegis, sem er einstakt í sinni röð hér á landi." Hluthafar í ísfélagi Þorlákshafar hafa verið á milli 40 og 50 talsins frá upphafi. Aður en ráðist var í byggingu Kuldabola var hlutafé aukið og hluthöfum fjölgaði. Eftir að fiskmarkaðurinn sameinast fyr- irtækinu verða hluthafar komnir yfir 100, en enginn verður mjög Ungar og upprennandi fimleikadrottningar sýna og kynna fyrir okkur allt það ferskasta i íþróttafatnaði. EB|' ' =' Í: - • ». ÍU .Jlr óú. Kynningarfundur fyrir þær sem skráðar eru i Heilsuátak í vetur. Kynningarfundur fyrir þær sem skráðar eru í Stórátak í vetur. (íiiaíoo^) Síðasti dagur tilboða!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.