Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Gunnar Skirbekk Heimspeklsaga eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje er mikil að vöxtum, enda segir hún frá vestrænni heimspeki allt frá tíð Forngrikkja til samtímans. En í viðtali við Kristján G. Arngrímsson verður Skirbekk tíðrætt um mikilvægi þess að segja sögu án stórra orða, og að hún nái til áheyrand- ans. Hann nefnir, að kannski séu litlu orðin einkenni norrænnar heimspeki. G held að ætli maður að skrifa bók eins og þessa þá verði maður að vera kenn- ari. Maður þarf að vita hvemig hægt er að ná til fólks. Eg hóf kennslustörf 1962 og fyrstu at- riðin voru því skrifuð um það leyti, en ég var ekki kominn með handrit fyrr en um 1970,“ segir Skirbekk. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Bergen í Noregi. Sér- svið hans eru vísindaheimspeki og heimspekisaga. „Hugmyndin að bókinni kviknaði 1967 eða ‘68 þegar ég var í Kaliforn- íu, þar sem ég var aðstoðarmaður Herberts Marcuses. Ég hafði notað kennslubók eftir Arne Næss, fyrr- verandi kennara minn við Háskól- ann í Osló. Hann er ákaflega góður heimspekingur og fimur við að með- höndla röksemdafærslur. En hann er ekki alveg eins vel að sér í sögu- lega þættinum. Svo kynntist ég Marcuse og hann var aftur á móti mjög góður í að setja hugmyndir í sögulegt sam- hengi, en ekki eins gefinn fyrir röksemdafærslurnar. Þegar ég kom heim aftur og var byrjaður að kenna fékk ég þá hugmynd að kannski mætti setja þessi tvö við- horf saman fyrir nemendur mína. Þá fór ég að skrifa hjá mér ýmis atriði, en hafði þó ekki fengið þá hugmynd að skrifa bók, þetta var bara fyrir kennsluna. Það varð til handrit, bara fjölrit á A4 blöðum. Svo fóru aðrir að nota þetta, og þeir voru að koma með ýmsar tillögur. Þannig hófst þetta smám saman. En ég held að meginhugmyndin hafi verið að tvinna saman rökhugs- un Næss Marcuses.“ og söguhugsun íslenski hátturinn? „Ég vildi einnig tengja þetta frá- sagnarlistinni. Kannski er það ís- lenski hátturinn, að maður eigi að segja fólki sögur. Maður leitar vin- sælda í þeim skilningi að maður leit- ast við að gera sig skiljanlegan öðr- um með því að leyfa sér að segja sögur. Gera efnið þannig að fólki finnist það raunverulegt og nálægt sér. Síðan fóru menn að koma til mín og segjast vilja nota bókina og spyija hvort ég gæti orðið við til- teknum beiðnum og þannig hefur hún smám saman breyst.“ - Hafðirðu frásagnarlistina sér- staklega í huga þegar þú skrifaðir bókina? „Já, en þetta varð mér ljósara eftir því sem árin liðu. Ég vissi af þessum þætti, en eftir á að hyggja sé ég bet- ur hvað þetta var jákvæður þáttur." - Fannst þér þú einhvemtíma verða að slaka á fræðilegum kröfum til þess að geta haldið frásögninni gangandi og vera viss um að lesand- inn myndi skiija? „Þetta er ætíð mikið vandamál. Þetta er svo umfangsmikið að mað- ur getur ekki verið sérfræðingur á öllum sviðum og verður að leita samstarfs við fagsystkin sín. Enda hef ég nú meðhöfund, fyrrverandi nemandi minn er nú meðhöfundur. Vandinn er ekki síst sá, að maður fer að skrifa fyrir fagsystkin sín en ekki annað fólk. En þessi bók er ekki fyrir fagsystkinin heldur aðra. Maður gerir auðvitað tiislakanir og maður skrifar þetta ekki eins og maður myndi skrifa doktorsritgerð. En þama er farinn millivegur, og í bókinni er mikið af neðanmáls- greinum og því um líku, og reynt er að vera eins nákvæmur og hægt er. Samt verður maður að skrifa á máli sem nær til fólks. Að finna þennan meðalveg held ég að sé eitt af því erfíðasta.“ „Love is all you need“ „Ég held, bæði sem rithöfundur og kennari, að mestu skipti það sem segir í laginu, „Love is all you need,“ maður þarf að kæra sig um það sem maður er að fjalla um og þá sem maður talar við eða skrifar fyr- ir. Ef maður kærir sig ekki um þá sem maður er að tala við og ef mað- ur kærir sig ekki um viðfangsefnið þá held ég að maður ætti að gera eitthvað annað. En ég kann vel við þetta, og mér finnst spennandi að færa fólki þetta og ég held að það sé einmitt sú spenna sem heldur manni gangandi. Maður fær svörun. Það er auðvitað sífelldur vandi að finna milliveginn milli þess að skrifa fyrir fagsystkin og almenning. Þetta verður maður að sætta sig við, annars ætti maður ekki að skrifa fyrir almenning heldur halda sig í háskólanum og skrifa fyrir fag- bræður sína. En ég held að heimspeki sé og eigi að vera hvort tveggja. Ég hef lært mikið af þessu; af spumingum sem fólk hefur lagt fram. Þannig held ég að skiptingin sé ekki alger, að maður sé annað hvort að skrifa fyrir akademíuna eða almenning. Þetta er eiginlega ákveðin bók- menntategund. Maður sér það hjá Platóni, maður sér það hjá Kierkegaard, að hægt er að nota alls kyns bókmenntalegar aðferðir, oft með miklum árangri. Með þeim er hægt að sýna að maður hafi fjar- lægð frá því sem maður er að tala um, nota lítil orð til að koma fyrir- varanum til skila, en ef maður héldi sig við akademískar aðferðir myndi maður þurfa langar útskýringar á fyrirvara hér og þar, röksemda- færslur með og á móti.“ í leit að spurningum „Ég held, að þegar maður kannar verk heimspekinga þá sé alltaf auð- velt að sjá hvaða svör þeir veita. Þeir segja þetta og segja hitt. En til þess að skilja svarið þarf maður að skilja hver spurningin var. Maður þarf einnig að skilja hvaða rök- semdir þessi tiltekni maður notaði. Og þá kemur svarið í ljós. I fjórða lagi sést hvaða afleiðingar það hefur að eitthvað var sagt eða ekki sagt. Tökum sem dæmi heimspeking- inn Þales, sem var einn af fyrstu grísku heimspekingunum. Hann á að hafa sagt að allt sé vatn. Þetta er augljóslega firra. Jafnvel þótt það rigni mikið í Reykjavík og Bergen þá myndum við ekki samþykkja að allt sé vatn. Svo að hann meinti þetta áreiðan- lega ekki bókstaflega. Því þarf mað- ur að reyna að komast á snoðir um hvers konar spurningu hann hafði í huga, og það er réttmætt að álykta að hann hafi verið að spyrja um breytingu - hvað er stöðugt og hvað breytist? Líklega setti hann fram þau rök að vatn geti breyst í ís og gufu og getur tekið á sig ýmsa lögun. Ef til vill væri það svona sem allt yrði til, með umbreytingu, rétt eins og vatn umbreyttist í ís og gufu og jafnvel loft gæti allt breyst með umbreyt- ingu vatnsins. Ut frá þessu ályktaði hann um hvaðeina og þá fer þetta að verða mun mikilvægara og ein afleiðingin er sú, að samkvæmt þessu er allt í heiminum skiljanlegt mönnum, að því leyti sem menn skilja vatn, því vatn er samkvæmt þessu undir- staða alls. Þannig að ef þetta er það sem Þales meinti með því að segja að allt sé vatn, þá er það mjög at- hyglisverð kenning. En svarið eitt og sér er ekki mjög athyglisvert. Það er því ekki nóg að segja frá því að einhver grískur heimspeking- ur hafi sagt eitthvað; maður verður að útskýra hvaða spurningu hann kunni að hafa verið að velta fyrir sér, hvaða rökum hann kunni að hafa beitt. Síðan dró hann ályktun og fann svar. Ég held að þetta geti gefið allri nálguninni dýpri merkingu og ef til vill gert hana áhugaverða, vegna þess að með þessum hætti kemur í ljós hvernig maðurinn gat sagt við sjálfan sig, við getum skilið allt, vegna þess að við getum skilið vatn. Líklega er þetta þó oftúlkun á Þa- lesi. En þetta sýnir hvemig hægt er að brjótast inn og reyna að koma auga á röksemdir í tiltekinni af- stöðu. Morgunblaðið/Jim Smart „Á hinn bóginn verður maður að gera sér grein fyrir því hvernig grísk heimspeki var tengd grísku borgríkjum. Tökum annað dæmi, úr stjómspeki. Grískh- heimspekingar á borð við Platón og Aristóteles hugsuðu yfirleitt um manninn sem mótaðan inni í samfélagi. Hug- myndin um manninn sem einangr- aðan frá þessu samfélagi var ekki þeirra hugmynd. Slíkir menn voru kallaðir „idjótar" á grísku. Maður átti að taka þátt í samfélaginu, því að það var með samfélagsmótun sem maður gat þroskast og notið sín til fulls. Það er mikilvægt að átta sig á því hvernig borgríkin vom gerð. Þau vora álíka stór og Reykjavík, allt var í göngufæri, allir gátu þekkt alla og stéttaskipting ríkti. En hér þarf maður að setja hugmyndina í ytra samhengi; skilja hvernig hugmynd- in tilheyrði hinu pólitíska umhverfi, og einnig hvernig þetta breyttist á endurreisnartímanum þegar til urðu stæmi stofnanir og fæddist hugmyndin um manninn sem ein- stakling, sem finna má í frjáls- lyndiskenningum, og fram koma spumingar um sameignarhyggju og einstaklingshyggju og svo framveg- is.“ Sögulegt samhengi mikilvægt „En hjá Grikkjum hékk þetta enn allt saman, og með því að átta sig á því hvernig frjálsir, grískir karl- menn gátu rætt saman á markaðs- torginu í borgríkinu - hvernig hægt var að hafa beint lýðræði þar og hverjar hugmyndir þeirra vora um samfélagið - getur maður skilið hvernig þetta hafði áhrif á hug- myndir Platóns og Ai’istótelesar um manninn og samfélagið. Að sjá hið sögulega samhengi er gífurlega mikilvægt, held ég.“ - Telurðu að það sé svo mikil- vægt að án þessa sögulega sam- hengis sé grísk heimspeki merking- arlaus? „Það væri of langt gengið. Ég myndi frekar segja að í ljósi sögu- legs samhengis verði merking hennar dýpri. Og þetta er líka áhugavert á okkar dögum, því ein af stærstu spurningunum í siðfræðinni núna er um stöðu mannsins í samfé- laginu, hvort hann sé órjúfanlega í samhengi. Samfélagssinnar (communitari-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.