Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 37 AFMÆLI SIGURYEIG GUÐMUNDSDÓTTIR og FRÚ Sigurveig K.S. Guðmundsdóttir, til heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði, er níræð í dag, hinn 6. september 1999. Hún er fædd í Hafn- arfirði, dóttir hjónanna Guðmundar Hjaltason- ar, lýðskólafrömuðar og kennara, og konu hans, Hólmfríðar Mar- grétar Björnsdóttur. Stundaði hún nám við Flensborgarskól- ann í Hafnarfírði til 1924. Lauk svo Kvennaskólanum I Rvk. 1927 tók loks kennarapróf 1933. Árið eft ir gerðist hún kennai'i við Landa- kotsskóla og síðan við unglingaskól- ann á Patreksfirði til 1945. Það var svo árið 1949 að hún flutti aftur til Hafnarfjarðar og tók að kenna við St. Jósefsskóla þar, eitt ár. Lengst af kenndi hún við Lækjarskóla í Hafnarfirði, eða frá 1957, fram til þess er hún fór á eftirlaun. Frú Sigurveig er heiðursfélagi í Bandalagi kvenna í Hafnarfirði og Kvenréttindafélags íslands. Auk þess hefir hún gegnt formennsku í fjölda félaga, til dæmis; Kvenrétt- indafélagi Islands, Orlofsnefnd hús- mæðra í Hafn., Bandalagi kvenna í Hafnarfirði, sem hún vai’ einnig stofnandi að. Félagi kaþólskra leik- manna og svo hefir hún einnig setið í ílokksráði Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Ekki er þó allt hér talið sem hún hefir áorkað í félagsmálum. Frú Sigurveig hefir ekki síður verið mikilvirk í skrifum sínum og erindaflutningi á árum áður. Minn- ist sá er þetta skrifar, að fengur þótti að hverju nýju útvarpserindi er hún flutti og hverri grein hennar eða bókarkorni, sem á prent kom. Ferðaðist hún í ritverkum sínum allt frá írskri frumkristni, um Þing- völl og Straumsvík, til páfans í Róm. Þá voru þau nokkuð mörg tímaritin og blöðin er hún skrifaði fyrir, eins og Lesbækur Tímans og Morgunblaðsins, Hamar í Hafnar- firði, tímarit Vemdar, Máls og menningar, Merki krossins, Gangleri, auk útvarpserinda henn- ar, eins og áður var nefnt. Hefði þar verið nóg efni úr að moða í svo sem eina stóra bók. Fyrir utan allt þetta barðist frú Sigurveig við berkla í æsku og sigr- aði loks þann sjúkdóm eftir langar dvalir á berlahælum í samfylgd ungs fólks þess tíma. En komum þá að fjölskyldulífi frú Sigurveigar. Hún giftist Sæmundi Leópold Jó- hannessyni, stýrimanni og skip- stjóra, frá Patreksfirði, 26. desem- ber, 1939. Hann varð síðar vélstjóri Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. hjá Áburðai-verksmiðj- unni. Sæmundur lést í desember 1988. Börn þeirra hjóna eru eftir- talin: Jóhannes kenn- ari, sem lést 10. apríl, 1983. Guðrún, skrif- stofumaður og hús- freyja í Hafnarfirði. Margrét Hrefna, fóstra og fulltrúi hjá Umferðarráði. Gull- veig Theresa, kennari og ritstjóri hjá Fróða hf. Guðmundur Hjalti, varðstjóri hjá Land- helgisgæslunni. Logi Patrekur, sem starfar í Noregi, og Tómas Frosti, lögreglumaður í Reykjavík. Við hjónin áttum því láni að fagna, að kynnast frú Sigurveigu og fjölskyldu hennar, er hún flutti aft- ur í Hafnarfjörð. Er við kynntumst vorum við hjónakornin um tvítugt, en þau nær helmingi eldi'i. Þau kynni hafa varað æ síðan og verið hluti af lífi okkar. Þannig kynnist maður ekki nema sérlega góðu fólki og er þar sama hver af fjölskyldu hennar á í hlut. Minnumst við þess hve gefandi var að vinna með þeim í kh'kjustarfi Kaþólsku kirkjunnar og félagsstarfinu uppi í Kató. Auk þessa áttum við öll sameiginleg áhugamál um bókmenntir, ferðalög og íleira. Þá skulu henni hér tjáðar þakkir fyrii' hvatningu hennar, til að undiritaður héldi áfram námi og lyki því. Það var satt að segja mikill lærdómur í því falinn að umgangast þessa fjölskyldu. Á þessum hátíðisdegi skal henni óskað allra heilla og heilsu, sem og fjölskyldunni. Tel ég henta vel að ljúka þessu með setningum úr bók þeirri er Ingibjörg Sóli'ún Gísla- dóttir borgarstjóri skrifaði um líf hennar og kom út hjá Forlaginu 1991. „Þegar sálin fer á kreik“. „Saga Sigui-veigar Guðmunds- dóttur, kennara úr Hafnarfirði, er einstök frásögn konu sem lifað hefir umrót þessarar aldar, fylgst með andlegum og félagslegum straum- um hennar og kynnst ýmsum þeim litríkustu persónum er mótuðu þessa sti'auma. Hún kynntist kajx- ólsku og lét skíi-ast til hennar. Is- lenskur skáldskapur varð henni andleg næring og leiddi hana meðal annars í ógleymanlega heimsókn til Einars Benediktssonar í Herdísar- vík. Hlutskipti Sigui-veigar varð líka til að vekja hana til vitundar um stöðu kvenna, sem var henni slíkt hugðax-efni, að hún gekk síðar meii’ ódeig fí-am fyrir skjöldu í stjórn- mála- og félagsstarfi íslenskra kvenna." U U Sjálf segir frú Sigurveig í bókai'- lok: „Börnin eru lán mitt og laun. Hvað er ox-ðið af fötunum sem ég átti, húsgögnum og skartgripunum? Allt var það einskis virði og er nú ýmist ónýtt eða týnt. Þegar ég var ung kona langaði mig til að eignast falleg húsgögn og hluti þó að efnin vænx oft rýr, en ég sé núna að það var einber hégómi. Börnin og bæk- urnar hafa enst mér best og verið mér mestir félagar.“ Lifðu heil, fi'ú Sigurveig, og allt þitt fólk. Sigurður H. Þoi'steinsson, uppeldisfr., Hafnarfirði. m Gríptu gæsina á meðan hún gefst! -----Allt sem þú þarft í skotveiðina færðu í Útilífi- bestuverö. Gervigæsir, 12 stk. í kassa, kr. 11.285,- Gerviendur, 4 stk. í kassa, kr. 2.990,- Andastél, 2 stk. í kassa, kr. 1.500,- Felunet, 3 x 6m, kr. 4.490,- Felulitaðir jakkar, vatnsheldir með öndun, kr. 23.900,- Felulitaðar smekkbuxur, vatnsheldar með öndun, kr. 18.500,- Stuttir felulitaðir jakkar, kr. 14.400,- Neophrene vöðlur í felulitum, kr. 9.900,- Skotvesti, kr. 5.590,- V'el'íUK\l <\0% a's'* Tilboð kr. 3.960.- á 250 stk. skeet skotum og 150 stk. leirdúfum krrftSSO^ Gæsaskot - eitt landsins mesta úrval: Eley 36g 4-5, 25stk„ kr.795,- Eley 42g 1-3,25 stk., kr. 990,- Eley 3" 46g 1-3, 25 stk., kr. 1.190,- Express 36g 1 -3-4-5,25 stk., kr. 890,- Express 42g 1-3-4-5,25 stk. kr. 990,- Express 3” 46g 1-3-4-5,25 stk. kr: 1.280,- Munið eftir fríkortinu! RIO 100 24g 9,25 stk. kr. 390,- RIO 100 36g 2-4-5-6, 25 stk. kr. 690,- RIO 100 42g 2-4-5-6,25 stk. kr. 740,- Remington 42g 2-4-6,25 stk. kr. 1.990,- Remington 3" 54g 2-4,25 stk. kr. 2.490,- Winchester 42g BB-2-4-5,25 stk. kr. 1.990,- Winchester 3" 54g 2-4,25 stk. kr. 2.690,- Winchester 40g 1-2-3-5,10 stk. kr. 490,- Sé tekinn heill kassi af skotum er 10 % staðgr. afsláttur. HAGLABYSSUR - MIKIÐ ÚRVAL Benelli, Beretta, Churchill, Remington, Mossberg, Zabala, Lanber, Franchi, Baikal og Brno. UTiLiF £3 ES19 H! Glæsibæ Póstsendum sími 5812922 • www.utiiit.is samdægurs!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.