Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 49
klappa fyrir okkur. Eftir hádegi
héldum við svo vel sótta tónleika í
þessari sömu kirkju. Efnisskráin
var sýnishorn af því sem kórinn hef-
ur flutt undanfarin misseri, íslensk
sem erlend lög, kirkjuleg og verald-
leg, svo og lög sem hafa verið sér-
staklega samin fyrir kórinn. Viðtök-
urnar voru mjög góðar og var kóm-
um ekki sleppt fyrr en eftir nokkur
aukalög.
Næst var ferðinni heitið til New
York-borgar. Við héldum tónleika í
Washington Square Methodist
Church, kirkju sem er rétt hjá stúd-
entagörðunum í Greenwich Village
þar sem við gistum. Þessi kirkja er
líka notuð sem leikhús og hefur
greinilega mátt muna sinn fífil feg-
urri, rykug og illa við haldið. Leist
okkur eiginlega ekkert á þetta og
greip hálfgert vonleysi um sig með-
al okkar kórkvenna. Skyldi nokkur
koma á tónleikana? En þær áhyggj-
ur voru algjörlega óþarfar. Smám
saman fylltist kirkjan af fólki, bæði
Islendingum og Bandaríkjamönn-
um, og þegar við byrjuðum að
syngja stigmagnaðist móður okkar
þegar við sáum hvaða áhrif við höfð-
um á áheyrendur, brosandi andlit
hvert sem litið var. Sérstaklega var
yndislegt að fylgjast með hvíthærð-
um eldri manni á fremsta bekk þeg-
ar Diddú söng Litfríð og ljóshærð.
Svo vitnað sé í dagbók ferðarinnar:
„Við vorum flestar búnar að sjá fyr-
ir okkur íslensku mömmuna eða
ömmuna sem hafði sungið þetta fyr-
ir hann þegar hann var lítill. Það
var víst tengdamamman og hann
ekkert mjög lítill, en tilfinningin var
greinUega sönn og djúp.“ Þetta
voru magnaðir tónleikar, við sjaldan
verið betri, ÞórhUdur í essinu sínu,
Diddú frábær og Sigrún ekki síðri.
Stemmningin var einstök og viðtök-
urnar stórkostlegar. Þetta kvöld er
ógleymanlegt! Eftir stutta en
ánægjulega dvöl í New York var
lagt af stað tU Baltimore. Þar skyldi
vera bækistöð okkar það sem eftir
var ferðar.
Þjóðhátíðardagurinn var einn af
þessum dögum sem er eiginlega
ekki hægt að gleyma. Þegar við lit-
um út var rigningarlegt, - hvað
annað? Þennan dag var ferð okkar
heitið til Washington D.C. Við vor-
um ekki fyrr komnar á tónleikastað,
á tröppunum fyrir neðan minnis-
varðann um Lincoln forseta, þegar
byrjaði að dropa úr lofti. Þrátt fyrir
bjartsýnisraddir um að það væri að
stytta upp stigmagnaðist rigningin.
Þeir voru ekki margir áheyrendurn-
ir sem héldu þetta út nema hinir
allra hörðustu. Kórinn klæddur
plastslám, Diddú í síðkjól og úlpu
frá 66°N, að ógleymdri henni Þór-
hUdi sem hélt uppi stemmningunni
með bravóhrópum sínum, enda
hljómborðið óstarfhæft vegna úr-
komunnar. Sendiherrahjónin, Jón
Baldvin og Bryndís, birtust í ís-
lenskum búningum sínum og stóðu
þarna tignarleg í grenjandi rigning-
unni undir ljósrauðri regnhlíf þann
hálfa klukkutíma sem við héldum út
að syngja.
Snemma kvölds var móttaka í bú-
stað sendiherrahjónanna þar sem
kórinn ásamt Diddú átti að syngja.
Voru margar kórkvenna í íslenskum
búning sem setti fallegan svip á
hópinn. Þegar gestir voru komnir,
bæði íslenskir og erlendir, söng
Diddú fyrst nokkur lög við undirleik
Þórhildar. Vegna þrengsla innan-
húss hafði götunni verið lokað af
lögreglu tU að kórsöngurinn gæti
farið fram utan dyra. Að þessu sinni
var dagskráin rammíslensk og
skapaðist sannkölluð þjóðhátíðar-
stemmning þegar kórinn byrjaði á
þjóðsöngnum. Það voru stoltir Is-
lendingar sem stóðu þama í kvöld-
kyrrðinni og nutu stundarinnar
Þó mikið hafi verið sungið var
stundum stund milli stríða og þá
ýmislegt aðhafst. Vakti það mikla
athygli þegar þessi fríði hópur hljóp
af stað á götum Baltimore hinn 19.
júní, allur klæddur grænum
Kvennahlaupsbolum. Var það vel
við hæfí að enda stórkostlega
kvennakórsferð með þátttöku hóps-
ins í Kvennahlaupinu á kvennadag-
inn.
MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR,
Vesturvallagötu 5, Reykjavík.
ÍA/g/ hafið stör
á harsnyrtistofunni Flóka,
Staðarbergi 2-4, Hafnarfirði, síma 565 0670.
EVA ÆGISDOTTIR
Lokaumferðin
Allir á völlinn!
14. UMFERÐ
5. september ÍA - Stjaman 17:00
5. september Fjölnir - Grindavík 17:00
5. september KR - Válur 17:00
5. september Breiðablik - ÍBV 17:00
Söngfólk
Skagfirska söngsveitin í Reykjavík getur bætt
við sig nokkrum góðum röddum.
Upplýsingar gefur söngstjóri kórsins, Björgvin
Þ. Valdimarsson, í síma 553 6561 eftir kl. 19.
Viltu rétta
HJÁLPARHÖND?
Sjálfboðaliðar Rauða krossins starfa við
átaksverkefni eða föst
verkefni 10-12 tíma
í mánuði hjá:
- Vinalínu
- Ungmennadeild
- Kvennadeild
- Sjálfboðamiðlun
- Rauðakrosshúsi
Starfið er fjölbreytt og
uppbyggjandi,
en ekki síst -
skemmtilegt!
KYNNINGARFUNDUR KL. 20.00
MÁNUDAGINN 6. SEPTEMBER
í SJÁLFBOÐAMIÐSTÖÐ
REYKJAVÍKURDEILDAR
RAUÐA KROSS ÍSLANDS,
HVERFISGÖTU 105.
Upplýsingar í síma 551 8800.
Sölubúðir á sjúkrahúsum, alþjóðahópur, símsvörun,
verkstæði, skyndihjálp, sjúkravinir, unglingastarf.
KVeNNAKÓR R6YKJAVÍKUR
Skógarhlíð 20 • 101 Reykjavík
Kórskóli Kvennakórs Reykjavíkur
Námskeið verður haldið á haustönn fyrir konur með litla
eða enga reynslu af kórsöng. Kennsla hefst miðvikud. 15. sept. kl. 18:00.
Kennt er einu sinni í viku. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir, kórstjóri
Kvennakórs Reykjavíkur.
HAUSTSTARF
Skráning og frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 6460,
mánud. 6. september til miðvikud. 8. september frá kl.13:00-17:00.
Kvennakór Reykjavíkur
Kórfélagar mæti miðvikud. 15.sept. kl. 20:30.
Kórinn getur bætt við sig vönum söngröddum.
Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir.
Vox feminae
Æfingar hefjast sunnud. 5. sept. kl. 10:00.
Stjórnandi er Margrét J.Pálmadóttir.
Gospelsystur Kvennakórs Reykjavíkur
Æfingar Gospelsystra hefjast mánud. 13. sept.
kl. 17:00. Kórinn getur bætt við sig nokkrum
konum með söngreynslu.
Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir.
Senjoritur
Félagar mæti mánud. 13. sept. kl. 15:45.
Stjórnandi er Rut Magnússon.
Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur
Félagar í Léttsveitinni mæti þriðjud. 14. sept.
kl. 20:30. Kórinn getur bætt við sig nokkrum
konum með söngreynslu.
Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Stúlknakór Reykjavíkur
Kórinn er ætlaður 9 til 13 ára stúlkum.
Æfingar hefjast miðvikud. 15. sept. kl 16:30.
Skráning hjá kórstjóra í síma 551 5263
kl. 9:00 - 1 1:00 fyrir hádegi.
Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir.