Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ALLMARGIR íslendingar hafa nú nýtt sér tölvu- tæknina til að stunda fjar- nám við erlenda háskóla, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Erfítt er þó að fá traustar upplýs- ingar um fjöldann og hvað fólkið leggur einkum stund á enda hvergi til nein miðlæg skrá yfir nemendurna. Námsframboðið er mismunandi fjölbreytt í skólunum, um er að ræða BS-gráður og BA- gráður en einnig mastersnám. Einkum virðast Bretar vera fram- arlega á þessu sviði. Lítið er enn um að Islendingar stundi fjamám við háskóla á Norðurlöndunum, þó hefur Háskólinn á Akureyri verið milliliður íyrir fjamám við háskóla í Svíþjóð. Hægt er meðal annars að fá upplýsingar og heimilisföng fjöl- margra háskóla erlendis á heima- síðu Alþjóðaskrifstofu háskóla- stigsins, http:/Avww.ask.hi.is. Guðbjörg Guðmundsdóttir er fædd 1962 og útskrifaðist með BS- gráðu í hjúkrun frá Háskóla ís- lands 1988, vann lengi á krabba- meinsdeild Landspítalans en vinn- ur nú hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hún er í sambúð en á engin böm. Guðbjörg lýkur í haust tveggja ára mastersnámi í hjúkmn við há- skólann í Manchester en Háskólinn á Akureyri hefur milligöngu um námið hér heima. „Við vorum 12 íslendingar, þar af tveir karlar, í þessu námi en ein- hverjir hættu og nýr hópur byrjaði í haust, hef ég heyrt. Frá því í fyrrahaust hefur verið boðið upp á mastersnám í hjúkmnarfræði við Háskóla Islands en mjög fáir eru teknir inn. Þurftu aldrei að fara út Við fómm aldrei út til Manchest- er en við sem vomm hér fyrir sunnan þurftum að fara nokkmm sinnum norður. Seinna árið gátum við þó notað fjarfundakerfíð í Há- skóla íslands og sleppt öllum ferðalögum. Við höfðum alltaf ís- lenska leiðbeinendur í hverju nám- skeiði og bresku kennarana vomm við í tölvupóstsambandi við eftir þörfum. Námsefnið fengum við sent að utan í pósti auk hugmynda um ítarefni." Skólagjöldin vora um 190 þús- und krónur á ári en þar við bættist bókakostnaður, síma- og ljósritun- arkostnaður og fleira. Hún giskar á að beinn heildarkostnaður hennar við námið hafí verið um 500 þúsund krónur en þá vantar að vísu kostn- að vegna vinnutaps. íslendingar njóta aðOdarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu og greiða nú ekki mikið hærri skólagjöld en bresku nemendurnir. „Kostnaðurinn er því miklu minni en við hefðbundið nám er- lendis en á hinn bóginn er þetta ekki lánshæft nema maður hætti alveg að vinna. Ég var í u.þ.b. 60% vinnu en not- aði öll leyfi tO að vinna ritgerðir. Þetta var því mjög stíf vinna í tvö ár. Ég áttaði mig ekki á því í byrj- un hvað það var mikil vinna að skrifa ritgerðirnar. Mér finnst mjög gott að hafa lokið námi í þess- ari grein við breskan skóla vegna þess að hjúkranarfræðinámið hér heima er mjög amerískt en aðstæð- ur allt öðruvísi í heilbrigðismálum vestra en hér á landi. Breskar að- stæður minna meira á okkar. Þetta tók meira á en ég bjóst við en var mjög skemmtilegt. En ég hugsa að fólk með stóra fjölskyldu þurfi virkilega að beita sig aga til að hafa tíma fyrir námið. Hins veg- ar er hægt að gefa sér meiri tíma, ég lauk þessu á „réttum tíma“ en nokkrir fengu að fresta námskeið- um. Hægt er að vera fimm ár að ljúka náminu. Auðvitað er mjög gott að fara út og stunda þar nám en það getur verið erfitt ef makinn hefur ekki tök á því að fara með.“ íslensku nemendurnir fengu fréttabréf sem nemar í fjamáminu í Manchester gefa út, að öðm leyti vora samskiptin engin við erlendu nemana. Hún sagðist hafa haft mikið samband við þá úr íslenska hópnum sem vom fyrir sunnan en eðlOega minna við Norðlendingana. Námið er allt fræðilegs eðlis og gengið út frá því að nemandi sé þegar kominn með nokkurra ára starfsþjálfun auk BS-prófs. Guð- björg sagðist eiga erfitt með að meta hvort mastersnámið væri sambærilegt við það sem nú er haf- ið hér á landi en prófið ætti að vera metið jafnhátt. „Skólinn í Manchester er mjög virt stofnun og námið hefur verið viðurkennt af félögum hjúkrunar- fræðinga annars staðar í Evrópu og ég geri ráð fyrir að þetta verði viðurkennt hér eins og aðrar mastersgráður. Kosturinn við fjar- námið er að maður ræður sínum tíma meira sjálfur en gallinn að maður er einangraður. Það vantar auðvitað stemmninguna sem fylgir því að vera í bekk og tala reglulega við hina nemendurna, í kaffinu og á göngunum," sagði Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Mastersnám fyrir 700 þúsund Svava Friðgeirsdóttir er 26 ára bókasafnsfræðingur og vinnur á skjalasafni Landsbankans þar sem hún hefur unnið í fjögur ár. Hún er ógift og barnlaus. Svava lauk BA- prófi frá Háskóla íslands 1995 og þriggja ára fjarnámi í skjalastjóm við breskan háskóla í fyrra. „Ég hafði alltaf hugsað mér að fara tO Bandaríkjanna í framhalds- nám, ætlaði að safna peningum íyr- ir náminu. Ég skuldaði þegar yfir mOljón í námslánum hér heima en ef ég hefði farið út í framhaldsnám hefði skuldin hækkað, farið yfir þrjár milljónir. Og í Bandaríkjun- um em skólagjöldin oft miklu Tölvu- og fjarskiptatæknin er að umbylta mörgu og þá ekki síst námi af ýmsu tagi. Líkamleg ná- lægð við kennara er ekki lengur skilyrði fyrir því að geta stundað * nám, Islendingur í Taílandi getur stund- að nám við Verk- sjálfsaga menntaskólann á Akureyri, handbolta- maður í Magdeburg nám við breskan há- skóla. Áður þurfti fólk úti á landi að rífa sig Guðbjörg Guðmundsdóttir Svava Friðgeirsdóttir Ólafur Stefánsson hærri í góðum skólum, jafnvel yfir milljón á ári og þá á maður eftir að fæða sig og klæða. Ég sá auglýsingu í bresku blaði um væntanlegt fjarnám í skjala- stjórn við háskólann í Nort- humbria í Newcastle, aflaði mér upplýsinga og yfirmaður minn vildi að ég sækti um. Ég fékk strax já- kvætt svar en fyrsta árið vora að- eins 12 nemendur teknir inn.“ Hún segist hafa verið eini útlendingur- inn í hópnum en einn Bretanna sé búsettur í Hollandi. Svava fór út í stutta heimsókn þegar námið byrj- aði en þá var námið kynnt og nem- endur fengu með sér pakka af gögnum, frekari gögn voru send í hefðbundnum pósti og tölvupósti. Úrlausnir voru sendar út í tölvu- pósti, formleg próf vom ekki tekin en úrlausnirnar metnar. Síðan fór hún út í nokkra daga á haustin í upphafi hvers skólaárs þar sem farið var yfir námsefnið. „Námskráin er samin með það í huga að fólk sé í starfi. Við notuð- um verkefni í fyrirtækjunum sem við unnum hjá sem dæmi til að leysa og ég lærði miklu meira af því en af dæmum í einhyerjum ímynduðum fyrirtækjum. Ég gat kannað hér í fyrirtækinu hvernig lausnirnar virkuðu og þannig gat ég séð jafnóðum hvort ég var á réttri braut. Það var ætlunin að nota gagn- virkan búnað á fyrirfram ákveðn- um tímum en það voru ekki allir með nauðsynlegan búnað á tölvun- um sínum til þess svo að það datt upp fyrir. En þetta kom ekki að sök því að við áttum mjög góð sam- skipti innan hópsins með tölvupóst- inum. Og kosturinn var sá að ég gat lært þegar mér hentaði en svona nám byggist mikið á sjálfs- aga.“ upp með rótum til að stunda framhaldsnám í Reykjavík, nú er hægt að spara stórfé og fyrir- höfn, læra á staðnum. Áhrifin á byggðaþróun geta orðið mikil, eitt helsta vandamálið við að búa á fámennum, afskekktum stöðum er einmitt skorturinn á menntunartækifærum. Kristján Jónsson kynnti sér þessi mál og ræddi við fólk í fjarnámi. Fyrstu tvö árin vora skólagjöld- in um 140 þúsund krónur á ári en um 90 þúsund síðasta árið. Svala segist telja að námið með bóka- kostnaði, flugferðum og öðm hafi alls kostað sig nálægt 700 þúsund krónur. Hún hafi ekki tapað neinu í launum. „Ég var svo lánsöm að mér var sýndur mikOl skilningur hér í fyrir- tækinu. Ég tók mér sumarfrí þeg- ar ég fór út á haustin en í síðustu ferðinni fékk ég að fara út á laun- um. Erlendis er reyndar mikið um að fyrirtæki kosti starfsmenn sína til að stunda fjamám, þau gera þetta ef þau vilja halda í fólkið. Ein stúlkan hafði unnið í sex vikur hjá fyrirtæki og var ráðin af því að hún vOdi fara í þetta nám, það var gert að skilyrði þegar staðan var aug- lýst. Ég mæli hiklaust með því að fólk notfæri sér þennan möguleika, námið er jafngott í sjálfu sér og hefðbundið nám, gráðan er ekkert lélegri. En auðvitað fer maður á mis við menninguna og allt umhverfið í erlendum háskóla, kynnist ekki öðm þjóðfélagi. Hins vegar fær maður heOmikla þjálfun í að nota enskuna, bæði í að skrifa og lesa. Umsjónarkennarinn minn hringdi líka öðru hverju tO að kanna hvernig gengi, hann lét ekki tölvupóstinn duga og fylgdist með einkahögum og öðru, hvort ég þyrfti að fresta verkefni eða eitt- hvað annað. Þetta er mjög vel skipulagt enda hafa aðrir skólar fengið þarna ráðgjöf um skipulagn- ingu á fjarnámi,“ sagði Svava Frið- geirsdóttir. Fjarnám með handboltanum Ólafur Stefánsson er 25 ára gamall atvinnumaður í handbolta og hefur leikið með þýska liðinu Magdeburg í tvö ár þar sem hann býr með eiginkonu sinni, Kristínu Soffíu Þorsteinsdóttur og barni. Hann var um hríð í læknisfræði hér heima en hefur nú í eitt ár stundað fjarnám í húmanískum greinum við Opna háskólann í Bretlandi. Opni háskólinn er starfræktur sem sérstök deild í mörgum há- skólum í Bretlandi en skóli Ólafs er í Newcastle. Hann er svo ásamt mörgum öðrum nemendum Opna háskólans með tengilið í miðstöð í Hamborg, eina af þrem slíkum í Þýskalandi og þar er kennari til staðar. Getur nemandi farið þang- að tO að sækja námskeið þriðju hverja viku en hægt er að stunda námið algerlega án slflcra beinna samskipta við miðstöðina eða Bret- land, láta tölvupóst og hefðbundin póstsamskipti við kennarann duga. „Þeir senda allt námsefni, útbúa sjálfir bækur og snældur og mynd- bönd. í 60 eininga námskeiðinu sem ég er í núna á að skila átta rit- gerðum, 2.000 orðum að meðaltali, og gefin er einkunn fyrir hverja ritgerð en ekki formleg próf í áfanganum. Ef ég lýk alls 360 ein- ingum er ég kominn með BA-próf í greininni og myndi þá taka prófin í Hamborg eða Berlín." Atvinnumennska í þýskum hand- bolta er krefjandi, mikil ferðalög um helgar vegna leikjanna en með skipulagningu segist hann hafa nægan tíma að sinna náminu. „Námstíminn er frá því í febrúar fram í október, ég er núna í hálfu námi en ætla að auka við mig eftir áramótin. Ég er núna í svonefnd- um inngangsfræðum en á næsta ári byrja ég í námskeiði sem heitir upplýsingastefnan og einnig frönsku, tek þá alls 90 einingar. Greinarnar á sviðinu sem ég valdi eru margar, t.d. listasaga og klass- ísk fræði, auk þess er hægt að læra um tækni og vísindi, rekstrarfræði, bókmenntir og tónlist svo að eitt- hvað sé nefnt. Svo em þeir líka með margs konar framhaldsnám fyrir þá sem lokið hafa BA- eða BS-prófi. Þetta er mjög vel skipu- lagt enda eru þeir komnir með mikla reynslu undanfarna áratugi og maður fær mikla og stöðuga hvatningu í náminu.“ Ólafur fór sl. sumar á námskeið Opna háskólans í Skotlandi og hitti þar hóp nemenda sem leggja stund á sömu greinar, alls um hundrað manns sem skipt var í minni hópa. Uppihaldið var innifalið í skóla- gjöldunum en hann þurfti sjálfur að greiða flugmiðana. Á kvöldin voru fyrirlestrar og fleira í boði sem hann segir hafa komið sér vel enda ljóst að helsti gallinn við fjar- námið er að geta ekki kynnst öðr- um nemendum milliliðalaust og lært líka af þeim. Sjálfur kemst hann ekki á námskeiðin í Hamborg vegna leikjanna. Ólafur er nú í tölvupóstsambandi við nokkra nemendur sem hann kynntist í Skotlandi. Skólagjöldin eru um 120 þúsund krónur árlega fyrir fullt nám og segir hann að oft styrki fyrirtæki námsmanninn, vilji þannig auka verðmæti starfsmanna sinna með aukinni menntun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.