Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 11 Fjarnám Iná gnunnskóla upp í háskóla FJARNÁM af ýmsu tagi á sér áratugalanga sögu hér á landi, minna má á bréfaskól- ana en Netið, tölvupóstur- inn og fjarfundabúnaður hafa gætt hugtakið nýju inntaki. Einnig var hægt að blanda saman hefðbundnu námi og fjarnámi við Kennaraskól- ann, nú Kennaraháskóla Islands, en heimildarmenn eru sammála um að Verkmenntaskólinn Akureyri hafi verið frumkvöðull að nýtingu tölvusamskipta við fjarnám hér á landi. Verkmenntaskólinn er fram- haldsskóli þar sem áherslan er á iðnmenntun en hægt að leggja stund á fjölmargar námsgreinar og hægt að ljúka sumum brautum með stúdentsprófi. Afangar í fjar- kennslunni eru á annað hundrað. Fjarkennslan hófst 1994 og nem- endur hennar skipta nú hundruð- um, eru á öllum aldri og sumir hverjir búsettir í fjarlægum heims- áifum. I fyrra gerðu Háskóli Islands, Kennaraháskólinn og Háskólinn á Akureyri með sér samning um samstarf á sviði fjarnáms. Við- fangsefnið er meðal annars þróun tæknibúnaðar og kennslugagna, kennaramenntun og kynningar- starf. Um 400 af alls 1.200 nemend- um Kennaraháskólans eru nú í fjarnámi en einnig hafa hundruð manna tekið þar þátt í endur- menntun sem fram fer að að öllu leyti eða hluta á Netinu. Hjúkrunarfræði á fsafirði Háskólinn á Akureyri hefur einnig tekið upp margs konar fjar- kennslu. í fyrrahaust var m.a. byrj- að jiar að kenna hjúkrun í fjarnámi á Isafirði. Þar stunda nú 10 nem- endur nám, námsárangur þeirra er alveg sambærilegur við heimanema á Akureyri, að sögn Sólveigar Hrafnsdóttur námsráðgjafa. Byggðaþróun hefur verið Vest- firðingum óhagstæð undanfarna áratugi. Bent hefur verið á að ef umræddir nemendur hefðu þurft að fara ásamt fjölskyldum sínum af staðnum til Reykjavíkur eða Akur- eyrar hefði það getað orðið mikil blóðtaka fyrir ísafjörð og alls ekki víst að allir hefðu snúið aftur í heimabyggð. í þessu námi er um að ræða samstarf við Framhaldsskóla Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Fjórðungssjúkrahús- ið á ísafirði og ísafjarðarbæ. í haust bætast við tveir nemendur á Egilsstöðum. I fyrrahaust hófst fjarkennsla í rekstrarfræði á Austurlandi, hér er um að ræða þriðja árs námskeið til B.S.-gráðu. Notuð er gagnvirk sjónvarpstækni og stunda sex nem- endur námið á Egilsstöðum. Verk- efnið er framkvæmt í samvinnu við Fræðslunet Austurlands. Fjarnám í leikskólafræðum er tilraunaverkefni sem hófst við há- skólann í haust. Þetta nám er hugs- að þannig að ófaglært starfsfólk á leikskólum eigi þess kost að stunda leikskólakennaranám meðfram starfi og geti lokið því á fjórum ár- um. Þetta nám stunda tuttugu nemendur þar af fimm í Skagafirði. Háskóli íslands bauð í fyrra- haust upp á tilraunanám á Netinu í ferðamálafræðum í samstarfi við Fræðslunet Austurlands, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Framhaldsskóla Vestfjarða. Einnig á skólinn samstarf við Rannsóknar- setrið í Vestmannaeyjum og Sí- menntunarmiðstöð Vesturlands og hefur Rögnvaldur Ólafsson dósent haft umsjón með undirbúningi fjar- námsins. Reglulegt fjarnám hefst við Háskólann á tveim námsbraut- um, ferðamálafræði og hagnýtri ís- lensku, í haust og er um að ræða 45 eininga nám sem lýkur með svo- nefndu diplómaprófi. Alls eru um 110 nemendur ski'áðir í brautirnar tvær, þar af gert ráð fyrir að 30-50 muni verða í fjarnámi. Fjarnám á gömlum merg „I reynd má segja að stunduð hafi verið fjarkennsla við Háskóla ís- lands í tvo áratugi," segir Þórður Kristinsson, kennslustjóri Háskól- ans. „Upp úr 1980 var fjarkennsla í réttindanámi framhaldsskólakenn- ara á vegum félagsvísindadeildar og stóð tO 1997. Haldin voru sumar- námskeið og síðan fengu nemendur verkefni send með pósti yfir vetur- inn, verkefni sem nú eru send yfir Netið. Þegar notaður er gagnvirkur búnaður með sjónvarpsskjám eins og í Byggðabrúnni, sem er rekin af Landssímanum, verða nemendur úti á landi að hafa aðgang að honum hjá fræðslumiðstöðvunum. Kennar- inn er þá á skjánum og nemandi getur spurt hann beint og hann nemendur. Svo er einnig notast við tölvupóstinn einan, þá geta nem- endur unnið verkefnin heima hjá sér og sent kennaranum úrlausnina beint um tölvupóstinn. Seinni aðferðin er reyndar notuð talsvert í hefðbundnu námi hér í Háskólanum, kennari setur þá verkefnið beint upp á Netið og nem- andinn sækir gögn þangað. Við höf- um einnig gert tilraunir með að prófa nemendur beint á vefnum. Þá liggur niðurstaðan fyrir mun fyrr en ella.“ Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, hefrn’ gagn- rýnt Landssímann fyrir að standa ekki nógu vel að tæknilegri hlið þessara mála. Bent er á að vegna þess hve ftutningskerfið er seinvirkt sé erfitt að nota það tO að senda myndir, Byggðabrúin sé of mjó. Einnig mun hafa verið misbrestur á því að gagnvirki búnaðurinn úti á landi hafi fengið nógu örugga þjón- ustu. Hefur meðal annars komið fyrir að hópur nemenda hafi verið kominn á staðinn en enginn tækni- maður þar fyrir tO að kveikja á tækjunum. Þórður segir það rétt að hún hafi kannski ekki alltaf verið í nógu góðu lagi en telur að úr þessu verði bætt í vetur. Hann segist telja að það sé af hinu góða að í fjarnáminu stundi fólk námið bæði út af fyrir sig en einnig í hópunum sem hittist á fræðslumiðstöðvunum. „Fjarnám kemur aldrei alveg í staðinn fyrir hefðbundið háskólanám vegna þess að hluti námsins er bara mannleg samskipti. Það er mikilvægt að skiptast beint á skoðunum við aðra í hópnum án þess að tækin séu milli- liður. En fjamámið gefur auðvitað fólki kost á að stunda námið úr sinni heimabyggð að mestu leyti. Hins vegar er þetta nokkuð dýrt íyrir Háskólann, bæði stofnkostnaður í búnaði og reksturinn. Gerð kennslu- efnis er vinnufrekari og kennarinn getur þurft að sinna einstökum nemendum meira en í venjulegu námi, utan kennslustundanna. Það koma upp slík mál sem við reynum að sinna eftir bestu getu.“ Metnaðarfúll áform og aðkeypt þekking Viðskiptaháskólinn í Reykjavík tók tO starfa í fyrra í nýju og glæsi- legu húsnæði. Guðfinna Bjarnadótt- ir rektor segir að þegar hafi vaknað áhugi á að gefa kost á fjamámi og þá einkum í tölvunarfræðinni en yf- ir henni er Ágúst Valgeirsson. „Við emm með stóra drauma núna og markmiðið er að hægt verði að stunda helst allt námið við skólann í fjamámi," segir Guðfinna en leggur áherslu á að fjarnámið geti ekki komið að öllu leyti í stað hefðbundins nám. Það sé hins vegar mjög góður valkostur með. „I vor fengum við Bandaríkja- mann, Stephen Anspacker, sem er með fremstu sérfræðingum heims á þessu sviði, tO að kynna okkur hug- myndafræðina sem hann er búinn að þróa á undanfömum ámm. Hann er með fjarkennsluskóla í New York og 3.000 nemendur úti um all- an heim, þeir koma að sjálfsögðu aldrei í skólann en stunda námið al- gerlega með tölvu. Við settumst á skólabekk hjá þessum manni, keyptum hjá honum þekkingu og reynslu sem hann hefur öðlast með því að brenna sig. Kennsla er fyrst og fremst mann- leg samskipti, tölvan er þekkingar- vél og Anspacker gaf góð ráð jafnt í tæknimálunum sem mannlega þættinum, hvernig hægt er að búa tO nálægð líka með tölvunni. Það kostar mikið fé að kaupa slíka þekk- ingu en þannig getum við eiginlega þjófstartað og í vetur verður hægt að læra alla tölvunarfræðina, sem er veigamesti hluti námsins hér, í fjamámi." Af um 500 nemendum skólans eru um 350 í tölvunarfræði en hinir í viðskiptadeöd. Um 50 af 200 nem- endum sem hefja nám í haust eru í fjarnámi eða um 25% og eru 11 þeirra frá stöðum utan höfuðborg- arsvæðisins. Síðastliðin vetur var gerð tOraun með fjarkennslu í tölvunarfræðinni sem 14 nemendur tóku þátt í, jafnt úti á landi sem á höfuðborgarsvæð- inu en ljóst er að margir vilja nýta sér frjálsræðið sem fjamámið veit- ir. Nemendm’nir vom á ýmsum aldri, frá 25 upp í 45 ára og í hópn- um vom kennarar og menntafólk í stjómunarstöðum, margt af fólkinu er frá Austurlandi. Margir heltust úr lestinni eða frestuðu prófum en átta luku náminu og mun þau öll halda áfram í vetur. „Við gerðum ýmsar tdraunir og prófuðum ýmiss konar tækni sem stóð tO boða, meðal annars fjar- fundabúnaðinn, Byggðabrúna, sem Byggðastofnun hefur mælt með,“ segir Sigfinnur Valur Viggósson, sem hefur einkum haft fjamámið á sinni könnu og byggir starfið á hug- myndum Anspackers. Niðurstaðan vai' sú að Byggðabrúin hentaði ekki skólanum. Þau segja að tækndega hafi búnaðurinn ekki reynst nógu vel en ekki síst hafi mönnum þótt óhagræði að því að nemendur og kennarar væru með fjarfundabún- aðinum of bundnir af því að vera samtímis á ákveðnum stað en öðm- vísi nýtist búnaðurinn ekki. Nemendur úti á landi hafi margir þurft að ferðast mdli staða, sækja þjónustu í fræðslumiðstöðvarnar þar sem Byggðabrúin er með út- stöðvar og því má segja að brúin merki frekar að verið sé að búa td mörg útibú skólans en sveigjanleiki tölvu- og fjarskiptatækninnar ekki nýttur. Sigfinnur segir að fjöldi þeirra sem geti nýtt myndabúnaðinn sam- tímis sé auk þess takmarkaður og samskiptin séu of stirðbusaleg, minni á talstöðvafjarskipti. „Egds- staðir, hafið þið einhverjar spum- ingar? Skipti.“ Sigfinnur segir að tímaleysið sé helsti kosturinn við fjarkennsluna, með því að setja kennslugögnin inn á Netið og nota tölvupóstinn td samskipta geti nemandinn ákveðið sjálfur hvemig hann hagar námi sínu, hvort hann læri á nóttunni eða á daginn, á virkum dögum eða um helgar. „Hann getur stundað námið á eigin forsendum." Tilraun í Grundarfirði í Grannskóla Eyrarsveitar í Gmndarfirði verður gerð tdraun í vetur, þar munu sjö nemendur á aldrinum 16-20 ára stunda fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri með hjálp fjarfundabúnaðar. Einn af starfsmönnum skólans verður í hálfu starfi sem umsjónarmaður og tækndegur ráðgjafi fyrir nemend- uma og námið geta þau stundað að öllu leyti þar, fá aðgang að tölvum, bókum og öðra. „Nemendumir fá því ákveðið að- hald hér í skólanum," segir Anna Bergsdóttir skólastjóri. „Nemar á grunnskólaaldri hafa varla nægdeg- an sjálfsaga td að geta lært alveg upp á eigin spýtur og þess vegna mun starfsmaðurinn vera með þeim tvær stundir á dag. Hann mun fylgjast með því að þau skili verk- efnum á réttum tíma í tölvupósti og geri það á réttum tíma. Prófin taka þau hér hjá okkur. Þau eru skráð í Verkmenntaskól- ann en kennarar verða á fleiri stöð- um á landinu, m.a. í Fjölbrautaskól- anum á Akranesi." Anna segist aðspurð telja að tak- ist tilraunin vel þurfi ekkert að vera því td fyrirstöðu að nemendurnir geti lokið stúdentsprófi á þeim brautum Verkmenntaskólans sem gefa kost á því. Hún segir að krakkamir muni þó setja fyrir sig að geta ekki myndað félagsleg tengsl í framhaldsskólan- um sjálfum. Reynt verði að koma eitthvað td móts við þá þörf með því að nemendumir í fjarnáminu fari ef til vid einu sinni í mánuði í dagsferð í Fjölbraut á Akranesi, geti þá setið þar í tímum og tekið þátt í félagslífi. Hún segir ljóst að kostnaður for- eldra við að senda ungling í fram- haldsskóla annars staðar á landinu sé að sjálfsögðu mjög misjafn en spamaðurinn og hagræðið af því að nemandinn geti verið áfram á heimaslóðum, fyrstu árin eða jafn- vel öd námsárin, sé mikdl. Auk þess geti óhörðnuðum unglingi þótt erfitt að fara að heiman um 16 ára aldur. Hátt í þúsund manns búa í Gmndarfirði og Ijóst að kostnaður sveitarfélagsins við tilraunina getur að sögn Bjargar Ágústsdóttur sveit- arstjóra hlaupið á midjónum. Lík- legt er að Rannsóknarráð íslands veiti einhvern styrk td að kanna ýmislegt í tengslum við tilraunina, t.d. félagsleg áhrif, kennslufræði- legar niðurstöður, hugsanleg áhrif á byggðaþróun og fleira en ekki er búið að semja um þá hluti enn. Anna segir að margir voni að tak- ist fjamámið vel geti það orðið til þess að treysta byggðina á staðn- um. Mikill áhugi hafi vaknað á staðnum á ijamámi og nú séu auk unglinganna sjö um tuttugu full- orðnir nemendur búnir að skrá sig í margs konar fjamám við Verk- menntaskólann og hyggist þá m.a. nýta sér fjarfundabúnaðinn sem keyptin- hefur verið tU sveitarfé- lagsins. Konur em í meirihluta en einnig em karlar í hópnum, þar á meðal sjómenn. Gmnnskólinn verður opinn tvö kvöld í viku og þar getur fólk fengið aðgang að tölvum skólans, hist og spjallað saman. „Þetta getur skapað skemmtdega stemmningu, fólk fær stuðning hvert af öðm. Einnig em dæmi um að fólk úr sömu fjöl- skyldu, foreldri og barn, séu sam- tímis í fjamáminu. Ég man eftir móður sem sagði mér að hún og sonur hennar yrðu að einhverju leyti í sömu áfongum og þau gætu því átt samstarf um nárnið!" sagði Anna Bergsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.