Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 26/8 - 4/9 Þorskstofninn réttir úr kútnum ►EITT öflugasta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins verð- ur til með sameiningu Isfé- lags Vestmannaeyja hf., Vinnslustöðvarinnar hf., Krossaness hf. og Óslands ehf, en félögin sem undirrit- að hafa viljayfirlýsingu um sameiningu í eitt félag, ráða yfír 20 þúsund þorskígildsi- tonna kvóta. ►VERÐBÓLGUHRAÐINN siðustu tólf mánuði nemur 4,2% og hefur ekki verið jafnmikill í meira en fímm ár eða frá þvi í desember ár- ið 1993 þegar hann var 4,7%. Hækkun á húsnæðis- verði hefur mest áhrif á verðbólguna, en að auki vegur hækkun á verði elds- neytis, matvöru og þjónustu þungt. ►FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur komist að þeirri nið- urstöðu að ekki sé ástæða til að véfengja það mat á áhrif- um breytinga á skaðabóta- lögum sem lá að baki stærst- um hluta hækkunar á ið- gjöldum bifreiðatrygginga, sem tóku gildi i vor. Eftirlit- ið telur brýnt að trygginga- félögin taki forsendur hækkananna til endurskoð- unar um leið og reynsla er fengin af lagabreytingunum. ►TÆKNIVAL hf., Skýrr hf. og Opin kerfí hf. hafa stofn- að nýtt hugbúnaðarfyrir- tæki, AX-hugbúnaðarhús hf., sem taka mun yfir starf- semi hugbúnaðarsviðs Tæknivals og Agresso-sviðs Skýrr. SEIÐAVÍSITALA þorsks hér við land er sú langhæsta sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1970. Sam- kvæmt mælingum Hafrannsóknastofn- unar er árgangurinn nú meira en þrefalt stærri en árgangurinn í fyrra, sem þó var metárgangur. Utbreiðsla þorskseiða er ennfremur mjög mikil og ljóst að hér er á ferðinni efniviður í sterkan þorskárgang. Þetta er þriðja góða seiðaárið í röð, en næstu ellefu ár- in þar á undan voru mjög léleg. Bensínverð hefur hækkað um 25% BENSÍNVERÐ hefur hækkað um 25% frá áramótum, en síðasta hækkun var 1. september er bensínverð hækkaði 5,30 krónur lítrinn. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar nú 87,70 kr. og hefur verðið aldrei verið hærra. Hækkunin hefur þau áhrif á vísitölu neysluverðs að skuldir heimilanna hækka um 4,3 millj- arða. Hækkanirnar leiða til þess að tekjur ríkissjóðs af bensínsölu aukast verulega vegna gjalda sem hann leggur á bensínið og þá fá bankamir einnig verulegan tekjuauka vegna vísitölu- tengingar lána heimilanna. Vörubíl- stjórar lokuðu annarri akrein Reykja- nesbrautar í Hafnafirði í eina klukku- stund á miðvikudaginn til að mótmæla hækkununum. Bygging álvers á Reyðarfirði undirbúin FIMM íslensk fjármálafyrirtæki hafa ásamt Norsk Hydro ákveðið að stofna undirbúningsfélag sem hefur það hlut- verk að fjármagna og undirbúa bygg- inug álvers á Reyðarfirði. Fyrirtækin leggja fram 200 milljónir króna til þessa verkefnis, en þar af kemur helmingur- inn frá Norsk Hydro. Stefnt er að því að ljúka undirbúningsvinnunni eftir 8 til 10 mánuði. fbúar Austur-Tímor kjósa sjálfstæði YFIRGNÆFANDI meirihluti íbúa Austur-Tímor kaus sjálfstæði frá Indónesíu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram á mánudag. 78,5% kjósenda greiddu sjálfstæði atkvæði sitt, en talið er að meira en 99% skráðra kosninga- bærra manna hafi mætt á kjörstað. Nokkurs óróa gætti á A-Tímor í kjölfar atkvæðagreiðslunnar, og voru fjórir eft- irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna myrtir, en andstæðingar sjálfstæðis hafa sakað starfsmenn SÞ um að hafa stutt við bak- ið á sjálfstæðissinnum. Stjómvöldum í Indónesíu ber nú skylda til að gera til- lögu að stjómarskrárbreytingu þess efnis að Austur-Tímor hljóti sjálfstæði, og leggja hana fyrir indónesíska þingið. ísraelar og Palestínu- menn ná samkomulagi FULLTRÚAR ísraela og Palestínu- manna áttu í samningaviðræðum í Jer- úsalem í vikunni um hvemig hægt væri að hefja aftur fram- kvæmd á ákvæðum Wye-friðarsamkomu- lagsins. Tókst Ehud Barak, forsætisráð- herra ísraels, og Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, á föstudagskvöld að komast að samkomu- lagi um brotthvarf ísraelskra hersveita frá Vesturbakkanum og lausn 350 palestínskra fanga úr ísraelskum fang- elsum, gegn öryggisráðstöfunum af hálfu Palestínumanna. Viðræðurnar voru tvísýnar, og hafði verið ákveðið að undirrita samning í Alexandríu í Eg- yptalandi á fimmtudag, en ekki varð af því. Meginásteytingarsteinninn á loka- spretti samningaviðræðnanna mun hafa verið hve margir palestínskir fangar skyldu látnir lausir úr ísraelskum fang- elsum. ►AÐ minnsta kosti sjötíu manns týndu lifí er Boeing 737-farþegaflugvél argent- ínska flugfélagsins LAPA fórst í flugtaki í Buenos Aires á miðvikudag. Þar af létust tíu menn á jörðu niðri, ökumenn sem áttu leið um veg, er flugvélin rann yfir áður en hún brotnaði alelda skammt frá flugvellinum. ►BORIS Jeltsín Rússlands- forseti hét Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta- Rússlands, því á mánudag að áfram yrði starfað að fullri sameiningu Rússlands og Hvíta-Rússlands. Árið 1996 undirrituðu forsetarnir tveir sáttmála þar sem nánum póli- tískum, hernaðarlegum og efnahagslegum tengslum ríkjanna er heitið. ►STJÓRNARSKRÁRSAMK UNDA Venesúela svipti þing landsins nær öllum völdum á þriðjudag, og fullyrðir sljórnarandstaðan að tilskip- unin geri það að verkum að forsetinn Hugo Chavez sé nú í raun einráður í sljórnmál- um landsins. f þarsíðustu viku voru völd þingsins skert verulega og sögðust stjórn- völd hafa gripið til þeirra að- gerða til að stemma stigu við útbreiddri spillingu innan stjórnkerfisins. ►PAUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerk- ur, bað á fimmtudag íbúa Thule á Grænlandi afsökunar á nauðungarflutningunum árið 1953. Þeir þurftu þá með fárra daga fyrirvara að yfir- gefa heimili sín, sökum hern- aðarframkvæmda Banda- ríkjamanna á Grænlandi. * RKI og dómsmálaráðuneyti undirrita samkomulag um flóttamenn Mannúðleg meðferð flóttamanna tryggð títlendingalög komin til ára sinna „ /mm Morgunblaðið/Ásdís Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Sigrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross fslands, undirrita samning um aðstoð RKÍ við fólk sem leitar hælis á íslandi sem flóttamenn. DÓMSMÁLARÁÐHERRA segir að lög um útlendinga séu komin til ára sinna og í burðarliðnum sé frumvarp til nýrra útlendingalaga sem væntan- lega verði lagt fram á komandi þingi. Þetta kom fram í máli Sólveigar Pét- ursdóttir, dóms- og kirkjumálaráð- herra, þegar hún undirritaði samning við Rauða kross Islands um aðstoð við hælisleitendur hér á landi í gær. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið og Rauði kross íslands hafa gert með sér samkomulag um aðstoð RKI við fólk sem leitar hælis á Islandi sem flóttamenn. Sólveig Pétursdóttir og Sigrún Amadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða krossins, undirrituðu samning þar að lútandi í gær. Með samningnum mun RKI annast að- hlynningu og fyrirgreiðslu við hælis- leitendur og standa straum af kostn- aði við það í allt að þrjá mánuði. V erkaskiptingin skilgreind Útlendingaeftirlitið mun sam: kvæmt samningnum tilkynna RKI um hvem þann sem leitar hælis á íslandi og fulltrúa hans verður ávallt veitt færi á að vera við fyrstu skýrslutöku hælisleitanda. Samn- ingurinn gildir til ársloka 2003 en framlengist óbreyttur um eitt ár í senn, sé honum ekki sagt upp með sex mánaða fyrirvara. „Rauði krossinn hefur á liðnum áram aðstoðað stjómvöld á marg- víslegan hátt í sambandi við flótta- mannamál, en þetta er í fyrsta sinn sem við setjum verkaskiptingu okk- ar í milli niður á blað, þar sem skuldbindingar era ákveðnar á báða bóga,“ sagði dómsmálaráðherra við undirritun samningsins í gær. Hún sagði að breytingar væra í vændum í meðferð flóttamannamála. I fyrsta lagi vegna þess að útlend- ingaeftirlitið yrði sjálfstæð stofnun frá næstu mánaðamótum og tæki upp nafnið Útlendingastofa. í öðra lagi vegna nýrra útlendingalaga sem lögð verða fram á komandi þingi. Sagði hún að í drögum að útlend- ingalögum sem lægju fyrir væri tekið mið af löggjöf nágrannaríkja okkar og alþjóðlegum skuldbinding- um sem við höfum að gegna gagn- vart flóttmönnum. Þar væri að finna heildarreglur um réttarstöðu út- lendinga hér á landi, komu þeirra, dvöl og brottför. Þá væra þar sér- stakar reglur um rétt flóttamanna til að fá hér hæli og um vernd gegn ofsóknum. í fyrra vora hælisleit- endur samtals 24 og það sem af er þessu ári hafa sex manns sótt um hæli sem flóttamenn af stjómmála- ástæðum. Máiþing um skipulag ferðamannastaða Fjöldi ferðamanna ekki mælikvarði á velgengni ERLENDIR fyrirlesarar á mál- þingi um ferðamannastaða, sem haldið var í gær, lögðu áherslu á „vistvæna ferðaþjónustu“, að ekki væri einblínt á magn, þ.e. fjölda ferðamanna, heldur reynt að höfða til „áhugasamra“ ferðamanna sem hefðu áhuga á náttúra. Þingið fór fram í fyrirlestrasal Endurmennt- unarstofnunar Háskóla íslands og sal í Háskólanum á Akureyri en staðimir höfðu „fjarfund" sín á milli. Prófessor Gerda Priestley, sér- fræðingur í ferðamálum frá Bar- selónaháskóla, lagði í máli sínu áherslu á að aldrei mætti meta vel- gengni í ferðamálum út frá fjölda ferðamanna. Gæði ferðaþjónustunn- ar og umhverfisins skiptu höfuð- máli. Reyna ætti að laða að „góða ferðamenn", sem kunna að meta það sem þeir upplifa og dvelja þar með lengur. Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands sagði í setningarávarpi sínu tímabært fyrir aðila ferðamála að mynda heildarstefnu í skipulags- málum sínum. Hann lagði sérstaka áherslu á að vemdun náttúrannar yrði að vera þáttur í ferðaþjónustu. Benedikt Karl Valdimarsson, talsmaður Landsvirkjunar, benti á að virkjanaframkvæmdir, með til- heyrandi vegalagningu, hefðu aukið aðgengi almennings að áður lokuð- um svæðum. Aðeins takmarkaður hópur hætti að sækja svæðin en fjöldi ferðamanna hefði aukist til muna og það „samrýmdist hug- myndum ferðaþjónustunnar hér á landi en ekki hugmyndum úr nýju skipulagi miðhálendisins sem beinir þjónustunni frá hálendinu." Prófessor Valene L. Smith frá Ríkisháskóla Kalifomíu í Chieo, tók ýmis dæmi um „slæma“ og „góða“ ferðaþjónstu á alþjóðavettvangi. Hún benti á að góð ferðaþjónusta væri sjálfbær og þar yrði að koma til heildarskipulag og framtíðarsýn. Nauðsynlegt væri að vernda náttúr- una tO þess að hún héldi áfram að vera auðlind. Eyjabakki í Grindavík BREYTINGAR á innsiglingunni til Grindavíkur og dýpkun hafnarinnar era nú á lokastigi og verður höfnin opnuð formlega næstkomandi mið- vikudag. Þrjár bryggjur eru í Gr- indavíkurhöfn, Svíragarður, Mið- garður og Eyjabakki. í frétt frá bæjaryfirvöldum er vakin athygli á því í ljósi umræðu síðustu missera að hægt sé „að aka að Eyjabakka allan ársins hring og litlar líkur á að hann fari undir vatn nema í stórflóði, ef svo fer er um- hverfismat óþarfi". Hafnarhátíð Gr- indvíkinga hefst klukkan 16 miðviku- daginn 8. september með því að björgunarskipið Oddur V. Gíslason siglir inn ósinn, en ásamt áhöfn verða um borð samgönguráðherra, sóknarprestur, fulltrúar Skanska Dredging, sem unnið hefur við verk- ið, hafnarstjórn og hafnarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.