Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Önnur ráðstefna um konur og lýðræði í Lettlandi næsta ár
Vinmihópar skýra frá
Morgunblaðið/Kristinn
Hillary stýrði hringborgsumræðunum á ráðstefnunni um konur og lýðræði við árþúsundamót í gær. Við hlið
hennar er Penelope Beckles lögmaður frá Trinidad.
RÁÐSTEFNUNNI um konur og
lýðræði við árþúsundamót, sem
haldin er í Borgarleikhúsinu, lýkur
um hádegi í dag með ræðu Hillary
Rodham Clinton, forsetafrúar
Bandaríkjanna. Áður munu for-
menn vinnuhópa ráðstefnunnar
hins vegar ganga í pontu og skýra
frá niðurstöðum hópanna; hvaða
verkefni eigi að setja á laggirnar
og hvaða aðilar eigi að koma að
þeim. Að ári er svo stefnt að því að
halda aðra ráðstefnu í Lettlandi
þar sem fjalla á um ráðstefnuna í
Reykjavík og hverju hún hafí skil-
að.
Vinnuhóparnir hófu störf á laug-
ardagsmorgun og unnu fram eftir
degi en um miðjan dag var gert hlé
á vinnufundahöldum og haldnar
hringborðsumræður í Borgarleik-
húsinu um málefni kvenna. Hillary
Clinton stýrði umræðunum. í gær-
kvöldi var svo haldinn hátíðar-
kvöldverður á Hótel Islandi í boði
ráðstefnunnar.
Félag kvenna í atvinnurekstri
(FKA) hyggst í dag veita viður-
kenningu félagsins í fyrsta sinn en
hana hlýtur sá aðili sem þykir hafa
lagt atvinnurekstri kvenna lið
og/eða verið konum í atvinnu-
rekstri sérstök hvatning eða fyrir-
mynd. Viðurkenninguna hlýtur
Hillary Rodham Clinton. I frétt
frá FKA segir að Hillary Clinton
hafí með störfum sínum sýnt kon-
um hvarvetna í heiminum að þær
séu fullgildir og nauðsynlegir þátt-
takendur í atvinnulífí og atvinnu-
STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu lagði ályktun
fyrir aðalfund samtakanna í gær
um fyrirhugaðan niðurskurð opin:
berra útgjalda vegna þenslu. I
ályktuninni er varað við þeim
hugmyndum að láta niðurskurð í
framkvæmdum bitna eingöngu á
höfuðborgarsvæðinu.
Auk þess lagði stjórnin fram
ályktun um tekjustofna sveitarfé-
laganna. Þar er hvatt til þess að
við endurskoðun þeirra, sem nú
sé í undirbúningi, verði tekið mið
af því að sveitarfélögum verði
bætt sú skerðing sem orðið haíi á
tekjum þeirra á undanförnum ár-
um. Einnig er hvatt til þess að
forræði sveitarfélaga til að
ákvarða gjöld og ráðstöfun tekna
sinna verði eflt, að ákvæði um
tekjustofna og sértekjur sveitar-
félaga verði einfölduð frá því sem
nú er og að framlög ríkissjóðs til
sveitarfélaga verði flest almenn
og að sveitarfélögum verði ekki
mismunað.
Grasagarðurinn hlýtur
viðurkenningu
Á aðalfundinum var Grasagarði
Reykjavíkur í Laugardal veitt við-
urkenning Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu fyrir
merkt framlag til umhverfís-, úti-
vistar- og skipulagsmála. Stjórn
rekstri sem og á öðrum sviðum
þjóðlífsins.
Komst ekki til Eyja
Forsetafrúin heimsótti Þingvelli
í gær, en ekki varð af heimsókn
hennar til Vestmannaeyja í gær-
SSH veitir þessa viðurkenningu
árlega og er þetta í 16. skipti sem
hún er veitt, en meira en tuttugu
einstaklingar, stofnanir og sveit-
arfélög hafa hlotið viðurkenningu.
Markmiðið með viðurkenning-
unni er að hvetja sveitarstjórnir,
hönnuði og framkvæmdaaðila á
höfuðborgarsvæðinu til að leggja
áherslu á það heildarumhverfí
sem mótað er á svæðinu.
Tilraunir með gróðurtegundir
Grasagarðurinn var stofnaður
árið 1961 og er honum skipt í sex
hluta. Hann hefur að geyma um
350 innlendar gróðurtegundir og
plöntur auk þess sem um 2.000 er-
lendar tegundir er þar að finna.
Garðurinn er einn 1.500 sambæri-
legra garða víðs vegar um heim-
inn sem starfræktir eru með það
að markmiði að bjóða upp á tæki-
færi til fræðslu og ánægju. Eitt
meginmarkmiðið með starfsem-
inni er að gera tilraunir með gróð-
urtegundir sem þrifíst geta hér-
lendis og í þeim tilgangi eru
starfsmenn hans í samskiptum við
400 sambærilega garða erlendis.
Listamennirnir Kolbrún Björg-
ólfsdóttir (Kogga) og Magnús
Kjartansson hönnuðu verðlauna-
gripinn sem afhentur var. Hann á
að tákna samspil mannsins við
umhverfí sitt og náttúru.
morgun. Töluverður viðbúnaður
var í Eyjum vegna heimsóknarinn-
ar, flestir lögregluþjónar voru á
vakt og höfðu yfirmenn lögregl-
unnar í Eyjum notað síðustu daga
til að skipuleggja komu forsetafrú-
arinnar. „Menn eru svekktir yfír
DAGSKRÁ alþjóðageðheilbrigðis-
dagsins hefst með opnun listsýn-
ingar heimilanna Vinjar og Dval-
ar í sjálfboðamiðstöð Rauða kross
Islands á Hverfísgötu 105 í
Reykjavík. Klukkan 13:30 verður
svo gengið frá Hlemmi niður í
Ráðhús Reykjavíkur þar sem há-
tíðardagskrá hefst í Tjarnarsaln-
um klukkan 14:00.
Pétur Hauksson, formaður
Geðhjálpar, setur hátíðarsam-
komuna og minnist 20 ára afmæl-
is Geðhjálpar og flytur söngsveit
Vinjar svo tónlist undir stjórn
Sigvalda Kaldalóns. Þá flytja
ávörp Ólafur Ólafsson, formaður
að hún skyldi ekki geta komist
hingað, af því að hún ætlaði að
skoða Keikó og hafði áhuga fyrir
því,“ segir Pétur Steingrímsson,
varðstjóri í Vestmannaeyjum, en
hætta varð við heimsóknina vegna
veðurs.
félags eldri borgara í Reykjavík,
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir
og Vilhjálmur Guðjónsson. En
fjallað verður um geðheilbrigði og
öldrun. Einnig verður sagt frá
sjálfshjálparhópi fólks sem orðið
hefur fyrir einelti og sjálfshjálp-
arhópi fólks með geðhvörf.
Að lokinni hátíðardagskrá,
klukkan 15:30, verða bornar fram
kaffíveitingar í húsi Geðhjálpar á
Túngötu 7 og einnig verður opið
hús frá klukkan 14:00 á heimilinu
Dvöl í Kópavogi.
■ Alþjóðageðheilbrigðis-
dagurinn/34-35
« c c o
MEÐ Morgunblaðinu í dag er
dreift blaði frá Ecco.
íslenzki framleiðand-
inn er hornsteinn fé-
lagsins
► Rætt við Róbert Guðfinnsson,
stjórnarformann SH, um breyt-
ingar á rekstri Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna. /10
Beinir athygli að norð-
vestursvæði Evrópu
► Fjölþjóðleg ráðstefna í Brussel
um umhverfisþætti hinnar „norð-
lægu víddar“ ESB. /12
Irkið og smáskiiaboðin
► Islenskir unglingai- hafa verið
fljótir að tileinka sér nýja sam-
skiptatækni. /22
Að selja íslenska
knattspyrnumenn
►Viðskiptaviðtalið er við Ólaf
Garðarsson, lögmann og umboðs-
mann knattspyrnumanna. /30
►1-32
íslandi gleymum við
aldrei
► Margir Kosovo-Albanar hafa
snúið heim eftir dvöl í nálægum
löndum eða fjarlægum. Nú er
kominn tími uppgjörs og upp-
byggingar. /1& 16-20
Endurskipulagning frá
grasrótinni
►Ólafur Proppé, nýkjörinn for-
maður Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar, hefur unnið að samein-
ingu björgunarfélaganna. /2
Átt þú spariföt?
► Elísabet Kristjánsdóttir hefur
ekki farið troðnar slóðir og víða
lagt hönd á plóginn. / 8
FERÐALÖG
► l-4
Ferðamálaráðstefnan á
Egilsstöðum
► Bláa lóninu voru veitt umhverf-
isverðlaun Ferðamálaráðs á ferða-
málaráðstefnunni. /1
Sunnudagssíðdegi í
Edinborg
►Vilmundur Kristjánsson gerði
sér ferð til Edinborgar og skoðaði
þessa fallegu borg. /2
D BÍLAR
► 1-4
Vetrardekk
Continental
prófuð á Langjökli
►400 blaðamenn frá Evrópu hafa
sótt kynningu dekkjaframleiðand-
ans Continental á Langjökli. /2
MAZDA Premacy
► Nýr bíll í flokki minni fjölnota-
bíll verður kynntur um helgina hjá
umboðsaðilanum Ræsi. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► l-20
Þóknanir í hlutabréfa-
viðskiptum lækkaðar
►Viðskipti á Vefnum og Kauphöll
Landsbréfa. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50
Leiðari 32 Stjörnuspá 50
Helgispjall 32 Skák 50
Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54
Minningar 38 Útv/sjónv. 52,62
Myndasögur 48 Dagbók/veður 63
Bréf til blaðsins 48 Mannl.str. 22b
ídag 50 Dægurtónl. 30b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Fjármál rædd á fundi Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Niðurskurður bitni
ekki aðeins á höf-
uðborgarsvæðinu
Alþj óðageðheilbrigðis-
dagurinn er í dag