Morgunblaðið - 10.10.1999, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Fur Berlin.
Wir ká mpfen!
Kosningabaráttan hefur sett sterkan svip á Berlín að undanförnu.
A
Ibúar Berlínar kjósa sér nýtt landsþing
Gagnrýni Lafontaines
veikir stöðu jafnaðarmanna
EFTIR marga kosningaósigra Jafn-
aðarmannaflokksins (SPD) á þessu
hausti varpaði stjómin öndinni íéttar
þegar flokknum tókst að rétta stöðu
sína með þokkalegum árangri í borg-
ar- og sveitarstjórnarkosningunum í
Nordrhein-Westfalen fyrh- tveimur
vikum. Það entist þó ekki lengi því
um sömu mundir hóf Oskar
Lafontaine, fyrrverandi flokksfor-
maður SPD og fjármálaráðherra
Þýskalands, vægðarlausa gagnrýni á
stefnu sambandsstjómarinnar.
Lafontaine hafði verið spar á yfirlýs-
ingar eftir að hann sagði af sér í
mars á þessu ári eftir meira en
þriggja áratuga starf fyrir fiokkinn.
Bók hans „Hjartað slær vinstra
rnegin" mun koma út 13. október en
Die Welt hefur að undanförnu birt
valda kafla úr bókinni. Lafontaine er
jafnframt farinn að veita viðtöl og
virðist í samráði við útgefendur
markaðssetja bók sína af mikiili list.
Gagnrýnendur segja Lafontaine síð-
ur bjóða lesendum sínum fágaða
pólitíska greiningu en söluvæna
ádeilu. Lafontaine sakar Schröder
um að hafa misnotað traust kjós-
enda, svikið kosningaloforð og gert
pólitíska stefnubreytingu eftir að
sigurinn var í höfn. Um stefnu
stjórnarinnar notar Lafontaine
skammarheitið „nýfrjálshyggja".
Álitshnekkir fyrir
flokkinn
Jafnaðarmenn hafa brugðist illa
við því að reynslumikill stjórnmála-
maður á borð við Lafontaine skuli
ráðast gegn gamla flokknum sínum
með þessum hætti. Schröder segist
ekki ætla að taka þátt í hinni opin-
beru umræðu um bók Lafontaines
og margir jafnaðarmenn fylgja í fót-
spor hans. Fjármálaráðherrann,
Hans Eichel, segir ummæli
Lafontaines hafa orðið til þess að
styrkja samstöðuna innan flokksins.
Gunter Grass, sem nýlega hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels, sleit vina-
sambandi við Lafontaine í kjölfar yf-
irlýsinga hans, en Grass hefur lengi
verið stuðningsmaður SPD. Ljóst er
að gagnrýni Lafontaines er mikill
álitshnekkir fyrir SPD og sérstak-
lega óheppileg fyrir jafnaðarmenn í
Berlín sem spáð var slæmu gengi í
landsþingskosningunum í dag og
þurftu síst á mótbyr úr eigin röðum
að halda.
Berlínarbúar ganga að kjörborðinu í dag
og velja sér nýtt landsþing. Davíð Krist-
insson, fréttaritari í Berlín, segir athyglina
m.a. beinast að því hvort kristilegir
demókratar nái hreinum meirihluta á
landsþinginu svo og hvort PDS takist á ný
að fá meira fylgi en jafnaðarmenn.
Eberhard Walter
Diepgen Momper
Lafontaine, sem verið hefur helsti
talsmaður vinstri arms Jafnaðar-
mannaflokksins, hefur nú lýst því yf-
ir að hann sé hlynntur aukinni sam-
vinnu SPD við Flokk hins lýðræðis-
lega sósíalisma (PDS). Formaður
PDS, Lothar Bisky, segir flokk sinn
reiðubúinn að veita Lafontaine inn-
göngu. Ætla má að Lafontaine hall
ákveðna samkennd með þeim armi
PDS sem samanstendur af
vinstrisinnuðum sósíaldemókrötum
en hinn armur flokksins sam-
anstendur af klassískum sósíalistum.
Þótt nokkrir liðsmenn SPD hafi að
undanförnu gengið til liðs við PDS er
talið ólíklegt að Lafontaine stígi
þetta skref. Ljóst er að PDS hefur á
undanförnum mánuðum með slag-
orðinu „félagslegt réttlæti“ fyllt upp
í skarð það sem Lafontaine skildi
eftir sig á vinstri vængnum. Upp-
sveifla PDS á sér þó lengri sögu. Af
þeim 28 skiptum sem kosið hefur
verið í sambandslöndum fyrrverandi
Austur-Þýskalands frá því 1992 hef-
ur PDS 27 sinnum aukið fylgi sitt.
Búist er við að uppgangur PDS
haldi áfram í landsþingskosningun-
um í Berlín í dag og jafnvel um
ókominn tíma á meðan óánægja ríkir
með sambandsstjórn jafnaðarmanna
og græningja. PDS hefur beitt sér
fyrir félagslegu réttlæti og hags-
munum Austur-Þjóðverja og í kjöl-
farið hefur flokkurinn verið upp-
nefndur ,A-ustur-þýski réttlætis-
flokkurinn". Margir Austur-Þjóð-
verjar kjósa PDS á þeim forsendum
að flokkurinn sé líklegastur til að
verja hagsmuni þeirra. Ófáir kjós-
endur telja þó að flokkurinn sé ekki
enn fullfær um stjórnarábyrgð og
virðast margir leiðtogar flokksins
sömu skoðunar. PDS er þó orðinn
næststerkastur flokka í Thuringen
og Saxlandi og svo gæti farið að
flokkurinn færi einnig fram úr SPD í
landsþingskosningunum í Berlín í
dag. Meginandstæðingurinn, Kristi-
legir demókratar (CDU), útilokar
því ekki þá þróun að PDS verði ráð-
andi flokkur á vinstri vængnum í
framtíðinni. Á undanförnum dögum
hafa Kristilegir demókratar því end-
urskoðað afstöðu sína til PDS, arf-
taka Austur-þýska kommúnista-
flokksins (SED). Endurskoðun þessi
fer þó fram með gát og Kristilegir
demókratar líta sem fyrr á PDS sem
meginandstæðing sinn. Gregor Gysi,
leiðtogi Sósíalista á sambandsþing-
inu, hefur hvatt flokk sinn til að
hefja viðræður við CDU nú þegar tíu
ár eru liðin frá falli múrsins og segir
hann tíma til kominn að binda enda á
„kalda stríðið“.
Hin fjölmörgu
„landamæri“ Berlínar
Þótt vissulega megi líkja átökum
CDU og PDS í þýskum stjórnmálum
við kalt stríð eru átök þau þó léttvæg
miðað við hið svonefnda „kalda stríð“
sem leiddi til þess að múrinn var
reistur þvert í gegnum miðdepil
átakanna, Berlín. I samanburði við
önnur sambandslönd í Austur-
Þýskalandi er sérstaða Berlínar sú
að hún samanstendur af tveimur
borgum sem voni aðskildar milli
austurs og vesturs í marga áratugi.
Tíu árum eftir fall múrsins endur-
speglast þessi pólitíski aðskilnaður
enn í atkvæðum kjósenda. Þannig er
PDS ráðandi í Austur-Berlín á með-
an CDU hefur yfirburðastöðu í vest-
urhluta borgarinnar. Þótt íbúar
Vestur-Berlínar séu að undanförnu
farnir að hlusta á ræður PDS er
flokknum einungis spáð 4% atkvæða
í þeim hluta borgarinnar en á sama
tíma hefur flokkurinn 35% fylgi í
Austur-Berlín. Aðskilnaðurinn milli
borgarhluta Berlínar takmarkast þó
ekki við austur og vestur heldur er
jafnframt mikill munur á vel stæðum
og efnaminni hverfum borgarinnar,
en þau síðarnefndu eru mörg hver í
Vestur-Berlín. Með flutningi sam-
bandsþingsins og þar með valdsins
til Berlínar hafa andstæður þessai’
aukist enn frekar með glæstri end-
uruppbyggingu miðborgarinnar.
Berlínarbúar eru meðvitaðir um
ólíka stöðu borgarhlutanna. í
Zehlendorf, best stæða hverfi Vest-
ur-Berlínar, er atvinnuleysi einun-
ungis 7,5%, íbúar hverfisins eru
tekjuhæstir Berlínarbúa og hlutfall
útlendinga er mjög lágt (10%). í slík-
um hverfum hefur það lítið upp á sig
að boða miklar breytingar í kosn-
ingabaráttunni og leggja flokkarnir
því fyrst og fremst áherslu á stöðug-
leika. PDS sem vill innleiða hátekju-
skatta í Berlín hefur að sjálfsögðu
nánast ekkert fylgi í slíkum hverf-
um. Kreuzberg er hins vegar verst
stæða hverfi Vestur-Berlínar, en at-
vinnuleysi er þar rúmlega 25%.
Þriðji hver íbúi hverfisins er af er-
lendum uppruna og býr þar fólk af
yfir hundrað þjóðernum. í hverfinu
er búsettur stór hluti þeirra 135.000
Tyrkja sem búsettir eru í Berlín og
er hverfíð því stundum nefnt „næst
stærsta tyrkneska borgin á eftir Ist-
anbúl“. Eitt af vandamálum Kreuz-
berg er að á ákveðnum svæðum
þessa borgarhluta eru flestir nem-
endur skólanna útlendingar og hafa
þýskir foreldrar því áhyggjur af
gæðum móðurmálskennslunnar. í
kjölfarið er þróunin í slíkum hverf-
um sú að þýskar fjöldskyldur fiytja í
auknum mæli úr hverfinu. Kreuz-
berg er háborg græningja sem hafa
þar 31,5% fylgi, eða 20 prósentustig-
um meira en meðalfylgi flokksins í
Berlín.
Kúrdinn Özcan Mutlu, sem er í
framboði fyrir græningja í Kreuz-
berg, er annar tveggja Tyrkja sem
taldir eru eiga öruggt sæti á lands-
þinginu eftir kosningarnar. Ekki
hafa þó allir flokkar jafn jákvæða af-
stöðu til innflytjenda og græningjai'.
Slagorð ungliðahreyfingar CDU hef-
ur verið „að endurheimta hið þýska í
Kreuzberg". Öfgasinnaðir hægri-
flokkar á borð við repúblikana
(REP), sem spáð er 2% atkvæða, eru
óheflaðri í ummælum sínum.
Þremur dögum fyrir kosningarnar
lýsti þingmaður CDU í Berlín, Wolf-
Dieter Zupke, óvænt yfír áhuga á
samsteypustjórn með repúblikönum
á þeim forsendum að stefna flokk-
anna í öryggismálum sé áþekk.
Stjórn CDU í Berlín brást illa við yf-
irlýsingum Zupke og íhugar að
krefjast afsagnar hans. Stjórnin seg-
ir það skýra stefnu flokksins að sam-
vinna með repúblikönum sé ekki á
dagskránni. Ándstæðingar flokksins
telja Zupke þó tjá hug fleiri flokks-
bræðra sinna. Víst er að yfirlýsingar
hans eru líklegar til að fæla ein-
hverja kjósendur frá CDU og gætu
þessi óheppilegu ummæli því styrkt
annars veika stöðu vinstriflokkanna
síðustu dagana fyrir kosningar.
Diepgen gegn Momper
Það er þó engin tilviljun að Zupke
skuli svipast um eftir flokki sem hef-
ur svipaða stefnu og CDU í öryggis-
málum. Undanfarin tvö kjörtímabil
hafa CDU og SPD myndað stóra
samsteypustjórn í Berlín. CDU legg-
ur mikla áherslu á öryggismál og
ákveðinn armur innan flokksins vill
auka framlag til löggæslu um ein-
hverjar milljónir marka. SPD hefur
ávallt komið í veg fyrir slíkar áætl-
anir og borgarstjóri Berlínar, Eber-
hard Diepgen, hefur sakað jafnaðar-
menn um að vera með fjandsamlegt
viðhorf í garð lögreglunnar. Annars
hefur Diepgen farið varlega í gagn-
rýni á SPD í kosningabaráttunni
enda varla ástæða til þar sem CDU
er í mikilli uppsveiflu í Berlín og
skoðanakannanir útiloka ekki hrein-
an meirihluta flokksins á Iandsþing-
inu. Fái SPD og PDS talsvert minna
en 20% atkvæða gætu 45% tryggt
CDU hreinan meirihluta. Diepgen
telur þó óraunhæft að flokkur hans
nái hreinum meh'ihluta í Berlín þar
sem fjórir flokkar hafa allir nokkuð
stöðugt fylgi. Auk þess óskar hann
sér síður hreins meirihluta en áfram-
haldandi samsteypustjórnar með
SPD. Hann segir ástæðuna þá að
enn séu mörg verkefni óklái'uð varð-
andi sarrieiningu borgai'innar og að
æskilegt sé að stóru flokkarnir vinni
saman að því verkefni. Samvinna við
Flokk frjálsra demókrata (FDP)
mun líklegast ekki standa til boða
þar sem talið er ólíklegt að flokkur-
inn nái þeim 5% atkvæða sem þarf til
að komast inn á landsþingið. Ki'isti-
legir demókratar vonast því til að
jafnaðarmenn fái ekki minna en 20%
atkvæða þar sem vinstri armur SPD
er þeirrar skoðunar að flokknum
beri að segja sig úr samsteypu-
stjórninni verði árangurinn lakai'i.
Flokkurinn hlaut 23,7% atkvæða í
kosningunum 1995 og var það versti
árangur jafnaðarmanna í Berlín til
þessa.
Eftir sambandsþingskosningarnar
fyrir ári voru horfur SPD í Berlín
nokkuð góðar. Nú sýna nýjustu vin-
sældakannanir að á sama tíma og Di-
epgen hefur mest íylgi frambjóð-
enda í sögu Berlínar hefur frambjóð-
andi SPD, Walter Momper, minnst
fylgi. Efth’ að Momper var óvænt
valinn frambjóðandi SPD í upphafi
árs mældist fylgi hans nokkuð gott
en síðan hefur það farið smám sam-
an dvínandi. Mompers man sinn fífil
fegurri. Hann „sigraði" Diepgen í
kosningunum í Vestur-Berlín 1989
og var borgarstjóri þau tæpu tvö ár
sem SPD og græningjar mynduðu
sína fyrstu samsteypustjórn. Hann
var því borgarstjóri Berlínar þegar
múrinn féll og fóru þá myndir af
honum út um allan heim. Momper
dró sig út úr stjórnmálum eftir að
hafa tapað fyrir Diepgen í kosning-
unum 1990 og sneri sér að fasteigna-
viðskiptum. Eftir að Momper sneri
aftur í upphafi ársins hefur honum á
skömmum tíma tekist að verða óvin-
sælasti stjórnmálamaður borgarinn-
ar. Hinar pólitísku línur eru ekki
lengur jafn skýrar og fyrir fall múrs-
ins.