Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Fjölþjóðleg ráðstefna í Brussel um umhverfísþætti hinnar „Norðlægu víddar“ Evrópusambandsins
Beinir athygli að norð-
vestursvæði Evrópu
Umhverfísþáttur framkvæmdaáætlunar
Evrópusambandsins um hina „Norðlægu
vídd“ verður til umfjöllunar á ráðstefnu
sem íslenzk stjórnvöld standa fyrir í Brus-
sel á mánudaginn. Auðunn Arnórsson
grennslaðist fyrir um umfjöllunarefni ráð-
stefnunnar og þýðinffu hennar fyrir Island.
SENDIRÁÐ íslands hjá Evr-
ópusambandinu (ESB)
stendur á mánudag fyrir um-
fangsmikilli ráðstefnu í
Brussel um umhverfisþætti hinnar
Norðlægu víddar, sem er áætlun
1 ESB um aðgerðir til að taka á
► vandamálum í norðri, einkum er
varða vernd viðkvæms lífríkis norð-
lægra slóða fyrir mengun frá iðnaði
sunnar og austar í álfunni.
Ráðstefnuna sækja háttsettir full-
trúar stjórnvakla allra ESB-ríkjanna
fímmtán auk íslands, Noregs, Rúss-
lands, Eystrasaltslandanna og fleiri
hlutaðeigandi landa, sem og embætt-
ismenn framkvæmdastjórnar ESB.
Ráðstefnan er haldin sem liður í for-
mennskuáætlun íslands í Norrænu
ráðherranefndinni og sitja hana því
einnig embættismenn ráðherra-
nefndarinnar, auk fulltrúa stofnana á
borð við Evrópsku umhverfísstofn-
unina (EEA), EFTA, Norræna fjár-
festingabankann og fleiri.
Dagana 11. og 12. nóvember koma
utanríkisráðherrar Evrópusam-
bandsríkjanna saman í Helsinki til
að ræða framkvæmdaáætlunina um
hina Norðlægu vídd. Að sögn Grét-
ars Más Sigurðssonar, sendifulltrúa
í sendiráði íslands hjá Evrópusam-
bandinu í Brussel, er tilgangurinn
með ráðstefnunni á mánudaginn
ekki sízt sá, að stuðla að því að vest-
urhluti Norðurslóða Evrópu gleym-
ist ekki, þ.e. að beina athyglinni að
umhverfísvandamálum í norðvestri,
ekki sízt á hafsvæðinu í kring um Is-
land.
„Evrópuþingið samþykkti á sínum
tíma að skilgreina Island og Noreg
og hafsvæðið í kring inn í fram-
kvæmdaáætlunina um hina Norð-
lægu vídd,“ segir Grétar Már. Eftir
að Finnland fékk inngöngu í ESB ár-
ið 1995 hafa Finnar öðrum fremur
verið málsvarar hinnar Norðlægu
víddar, þ.e. að Evrópusambandið
verði einnig að beina kröftum sínum
og fjármunum til að takast á við
vandamál í norðri, og frá bæjardyr-
um Finna séð er skiljanlega einna
mest litið til þeirrar ógnar sem lífrík-
inu í norðri stafar af mengunarvöld-
um í Norðvestur-Rússlandi, þ.á m.
losun kjarnorkuúrgangs í Barents-
haf.
„Þrátt fyrir að umhverfísmál og
nýting auðlinda sé eitt af meginvið-
fangsefnum hinnar Norðlægu víddar
er markmið hennar mun umfangs-
meira og nær m.a. yfir vísindasam-
starf, menntamál, starfsþjálfun, fjar-
skipti, afbrotavarnir o.s.frv.,“ segir í
viðauka um hina Norðlægu vídd sem
fylgdi yfirlitsskýrslu um starf sendi-
ráðs íslands í Brussel í júní sl.
Samþykkt sem sameiginlegf
stefnumið ESB
Lengi vel var Finnland það ríki
sem kynnti þessa stefnu innan ESB
og það voru helzt ríkin í suðurhluta
álfunnar sem voru því mótfallin að
þetta stefnumið þeirra yrði sam-
þykkt sem stefnumið ESB, einkum
með þeim rökum að þau óttuðust að
dregið yrði úr framlögum til upp-
byggingar í suður- og austurhluta
Evrópu. En í desember 1998 sam-
þykkti leiðtogafundur ESB í Vín
Norðlægu víddina sem sjálfstætt
viðfangsefni ESB og bað ráðherra-
ráðið um að gera leiðbeiningar um
það hvernig bezt væri að koma henni
í framkvæmd.
Leiðbeiningar ráðherraráðsins
voru samþykktar í lok maí sl. og hafa
Finnar eftir það reynt að „aftengja
Finnland frá verkefninu“ vegna þess
að nú sé þetta orðið eitt af sjálfstæð-
um viðfangsefnum ESB og eigi ekki
lengur að líta á málaflokkinn sem
finnskt sérhagsmunamál heldur alls
sambandsins. Einmitt af þessari
ástæðu var Finnum mikill akkur í
því nú, þegar þeir gegna formennsk-
unni í ráðherraráðinu, að fá fram-
kvæmdastjórnina og næstu for-
mennskuríki til að „taka við keflinu".
Að sögn Grétars Más lögðu Finnar
mikið til skipulagningar ráðstefn-
unnar.
Tengt formennskuáætlun í Nor-
rænu ráðherranefndinni
Fnimkvæði að því að ráðstefnan,
sem fer fram á mánudag, skyldi
haldin kom upprunalega frá Halldóri
Asgrímssyni á norrænum ráðherra-
fundi í byrjun marz sl., er hann
gegndi bæði embætti utanríkisráð-
herra og samstarfsráðherra Norður-
landa og Island hafði tekið við for-
mennsku í Norrænu ráðheiranefnd-
inni. I formennskuskjali Islands í
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vernd hafsins, sem geymir grundvallarauðlind íslenzks efnahagslífs,
gegn mengun sunnan úr hinni háiðnvæddu Evrópu er meðal viðfangs-
efna framkvæmdaáætlunar ESB um hina „Norðlægu vídd“.
Norrænu ráðhen-anefndinni er ítar-
legur kafli undir heitinu Fólk og haf
í norðri, sem lýsir umhverfismálum
og auðlindanýtingu sem sérstöku
áherzlumáli íslenzku fonnennskunn-
ar. Sérstaklega er tekið fram að
þessi stefnumið séu nátengd áherzl-
um Finna í sambandi við hina Norð-
lægu vídd.
Var þess vegna afráðið að Island
stæði fyrir noirænni ráðstefnu þar
sem stefnt væri saman völdu fólki úr
fí-amkvæmdastjórn ESB og núver-
andi og næstkomandi formennsku-
ríkjum ráðherraráðs sambandsins.
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi-
herra íslands hjá ESB, stýrir ráð-
stefnunni og aðalfulltrúi Islands á
henni verður Siv Friðleifsdóttir, um-
hverfísráðherra og samstarfsráð-
herra Norðurlanda.
Er ávinningurinn af ráðstefnunni
talinn geta verið margþættur. Hún
sé gagnlegur undirbúningur fyrir ut-
anríkisráðherrafund ESB í Helsinki
í nóvember. Hægt sé að hafa áhrif á
þróun framkvæmdaáætlunarinnar
um Norðlægu víddarinnar þannig að
hún beinist ekki einvörðungu í norð-
austur heldur taki einnig mið af
þeim vandamálum sem við er að etja
í norðvestri. Auk þess gefst íslenzk-
um aðilum kærkomið tækifæri að
komast í návígi við helztu sérfræð-
inga hjá framkvæmdastjórninni og
ESB-ríkjunum. Einkum er mikil-
vægt að nálgast sérfræðinga Finn-
lands, sem gegnir formennskunni í
ESB þetta misserið, og Portúgal,
sem gegnir henni fyrri helming árs-
ins 2000. „Slík tengslanet geta einnig
komið að góðum notum við almenna
hagsmunavörzlu t.d. á sviði umhverf-
ismála og öðrum sviðum," segii' í við-
auka við skýrslu sendiráðsins í Brus-
sel. í stuttu máli sagt felist ávinning-
urinn í því að festa í sessi norrænar
áherzlur á þessu sviði sem taki mið
af íslenzkum hagsmunum.
„Við höfum viljað minna á að ESB
er ekki að fínna hina Norðlægu vídd
upp, það séu ýmsir aðrir aðilar að
vinna á þessu sviði,“ segir Grétar
Már. Dæmi um slíka aðild séu Nor-
ræna fjárfestingabankinn, sem vinn-
ur mjög mikið á sviði umhverfísmála,
Eystrasalts-, Barents- og Heim-
skautaráðið.
„Við viljum líka minna fólk á að
Norðlæga víddin beinist ekki aðeins í
norður og austur, hún er líka í norð-
ur og vestur,“ segir Grétar Már.
Mikilvægt sé að hafið gleymist ekki í
þessu sambandi, þ.e. sú mengun sem
skilar sér þangað. „Þessi mengunar-
hætta stafar ekki bara frá Rússlandi
heldur höfum við líka miklar áhyggj-
ur af mengun frá Vestur-Evrópu.“
Fimmtíu ára stjórn
kommúnista í Kína
Hátíðarhöldin vegna fímmtíu ára afmælis hins „Nýja
Kína“ eru nú að baki og Kínverjar hlaupa á harða-
spretti til móts við nýtt árþúsund, skrifar Niels Peter
Arskog, fréttaritari Morgunblaðsins 1 Peking.
KÍNVERJAR hafa nú fagnað söguleg-
um merkisatburðum. Fyrst ber að
nefna sigur kommúnista, undir
stjórn Maós Zedongs, á þjóðern-
issinnum þann 1. október 1949 og flótta her-
sveita þjóðernissinna í kjölfarið til eyjunnar
Taívan. Þá hafa Kínverjar ekki síður fagnað
stofnun Alþýðulýðveldisins Kína, hins „Nýja
Kína“ eins og þeir keppast við að kalla það.
Agnúarnir hafa verið sniðnir af hinu nýja
Kína - fimmtugsafmælisbarninu - og hægt er
að fullyrða að það sé orðið fullþroska. Afmælis-
deginum, sem bar upp á föstudag í liðinni viku,
var fagnað með öllum kúnstarinnar reglum.
Hraðað var frágangi mannvirkja, stjórnsýslu-
bygginga, verslunarhúsnæðis, auk annars, svo
allt yrði tilbúið á afmælisdaginn, þ.e. þjóðhátíð-
ardag Kínverja. Þá voru borgir og bæir um allt
landið sett í sparifötin og ráðist var í umhverf-
isumbætur í fjölda stórborga - höfuðborginni
Peking, fjármálamiðstöðinni Sjanghæ, iðnaðar-
borgunum Chonquing, Guangzhou, Tianjin, og
mörgum fleirum. Gjöf kínverskra stjórnvalda
til þjóðarinnar voru svo launaðir hátíðisdagar.
Nú eru slíkir dagar tíu á hverju ári.
Ný stétt útvalinna fagnar
Hinn 1. október einkenndist af hinum „opin-
beru“ hátíðarhöldum þar sem leiðtogar lands-
ins og stjórnsýslan fagnaði ásamt erlendum
gestum, heimspressunni, eftirlifandi stríðshetj-
um úr borgarastríðinu, þýðingarmiklum emþ-
ættismönnum og kaupsýslumönnum - nýrri
stétt útvalinna í Kína.
Almenningur varð að gera sér að góðu að
fylgjast með hátíðarhöldunum í sjónvarpi en
sent var beint frá hátíðarskrúðgöngunni, og
hátíðarsamkomunni, gnægtarhorni söngva,
dansa og tónlistar. Þá var sýnt frá viðhafnar-
mótttöku „hinna háttsettu“ og loks frá hinni
geysimiklu flugeldasýningu um kvöldið. Alls
fylgdust hátt á hálfa milljón Kínverja með há-
tíðarhöldunum úr návígi, þ.e.a.s. þeir sem
gengu í skrúðgöngunni og þeir sem skemmtu
mönnum á samkomunni.
Almenningur fékk að fagna tímamótunum í
þá fímm daga sem eftir fylgdu og söfnuðust
saman í almenningsgörðum stórborga þar sem
sýningar og ýmis skemmtiatriði hafa verið á
boðstólum.
Kínverjar eru glaðir í hjarta. Allir sem einn,
jafnvel þeir fátækustu, bera því vitni að lífskjör
hafa batnað síðan hið nýja Kína fæddist.
Leggja menn, leiðtogar sem aðrir, áherslu á
hagvöxt og framfarir síðustu tuttugu ára og
lýsa árunum þrjátíu þar á undan sem „vanda
unglingsáranna“. Þá hafí kínverska þjóðin átt í
erfiðleikum með að finna auðkenni sín og „hinn
rétta veg“. Er það viðtekið að „Stóra stökkið"
hans Maós formanns og menningarbyltingin
hafí leitt þjáningar yfír þjóð og land en að nú
hlaupi Kína á harðaspretti á vísum vegi til
móts við bjarta framtíð.
„Heilhuga traust til
verkamannastéttarinnar"
í heiðursávörpum afmælisdagsins bar fátt
nýtt á góma. Jian Zemin forseti nýtti sér tæki-
Reuters
Stúlkur, sem þátt téku í hundruða þús-
unda manna fjöldagöngu um miðborg
Peking á 50 ára afmælisdegi hins „Nýja
Kína“ 1. október sl., bera mynd af Deng
Xiaoping, fyrrverandi forseta.
færið og geirnegldi því föstu að hann væri
óyggjandi leiðtogi þjóðarinnar, þriðja kynslóð-
in á eftir Maó Zedong og Deng Xiaoping, og að
undir hans stjórn héldu Kínverjar á vit næstu
fímmtíu ára og nýrrar aldar, staðráðnir í að
Kína verði í forystuhlutverki meðal þjóða
heims. Zemin gaf tóninn með 50 nýjum slag-
orðum, með stuðningi flokksforystunnar, en
var það þó mál manna að lítið hefði breyst frá
dögum Maós, utan hins nýja orðbúnings: „Heil-
huga traust til verkamannastéttarinnar";
„Nýttu eigin kraft til að skapa þér nýtt líf,
starfaðu hörðum höndum, byggðu upp þjóðina
með vinnu þinni og forsjálni“; „Sýndu útlensk-
um vinum okkar virðingu sem og því fólki af
ólíku þjóðerni sem hafa áhuga á og styðja nú-
tímavæðingu í Kína“; „Lengi lifi mai-x-lenín-
isminn, túlkun Maós Zedongs og kenningar
Dengs Xiaopings“; „Ti-úðu á friðsama þjóð -
eitt land, tvö kerfi - sem forsendu hins mikla
verks sem er að sameina móðurjörðina", og
margt fleira í sama dúr.
í ávörpum voru framfaraskref síðustu fimm-
tíu ára hyllt og sérstök áhersla lögð á undan-
gengin tuttugu ár, síðan Deng Xiaoping hóf
umbætur og opnaði dyr stjórnkerfisins sem,
samkvæmt ræðu Jiangs Zemins fyrr um dag-
inn við Torg hins himneska friðar, „færði mikl-
ar breytingar til hins fátæka og veika Kína for-
tíðarinnar" og „hefur sýnt fram á að sósíalismi
með kínverskum sérkennum er leiðin til efna-
hagslegs styrks og samfélagsumbóta í Kína“.
Hét hann því að Kína muni halda fram sama
veg og mótast hafi undanfarin tuttugu ár og að
sú leið muni á endanum sameina Taívan við
Kína. Á þemri stundu myndi landið standa uppi
sem velmegandi, valdamikið, lýðræðislegt og
menningarlegt nútímasamfélag í austurvegi.
Þegar hátíðarljóminn
er að dofna
Næstu stóru hátíðarhöld verða þann 20. des-
ember nk. er Macao fer undir stjórn Kína að
nýju, eftir 450 stjórn Portúgala. En þegar há-
tíðarljóininn vegna afmælis Alþýðulýðveldisins
fer að dofna og stjórn Macao verður komin í
hendur stjórnvalda í Peking verður af nægum
málum að taka heima fyrir. Sem dæmi má
nefna áframhaldandi umbætur, tilfærslu valds
og einkavæðingu. Þá má ekki gleyma snar-
hækkandi atvinnuleysi og þróun félagslegs ör-
yggisnets með það að markmiði að atvinnulaus-
ir, sjúkir, fatlaðir og aldraðir geti lifað nokkurn
veginn áhyggjulausu lífí.
Spilling hefur færst í aukana þrátt fyrir stór
orð um hið gagnstæða. Lýðræðislegar umbæt-
ur, nútímavæðing og opnun stjórnmála og rétt-
arfars, framþróun í löggjöf landsins. Á öllu
þessu er þörf svo samfélagið allt geti starfað á
traustum grunni laga og reglna í stað hefð-
bundinnar stjórnunar misvitra embættis-
manna.
Þau mál er munu skyggja á önnur í upphafi
nýs árþúsunds verða annars vegar aðild Kína
að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO), sem
stefnt hefur verið að undanfarin 14 ár, og hins
vegar þíða í samskiptum Kína við Taívan sem
er forsenda þess að af sameiningu geti orðið.
WMHPfflK-----..... i JMIiMfc i _______ jééBMíMBé ________ .tfHIIHMtÉ , ■ -.. . ..._jÉSS&SBB&SSk..- .. MMHHHBft_____ MfflMiHhÉi