Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 14

Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 14
14 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðio/P( Rússinn Vadím Forafonov á giftusaman feril að baki sem sundmaður. Hann hefur yfirumsjón með þjálfun sundmanna í Armanni Vadím Forafonov, nýr sundþjálfari Ármanns, vann ellefu Rússlandsmeistaratitla Hann elskar vatn Hann segist elska vatn, Rússinn Vadím Forafonov sem Armenningar hafa ráðið sem yfírþjálfara sunddeildar sinnar. Þeir réðust ekkí á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann vann ellefu Rússlandsmeist- aratitla og keppti lengi vel fyrir hönd Rússa á glæstum ferli sínum sem sund- maður, en hann hefur snúið sér að þjálfun - nýtir þannig menntun sína frá Olympíu- akademíunni, virtum íþróttaháskóla í Rússlandi. Edwin Rögnvaldsson ræddi við Rússann um ólíka heima sundíþrottarinnar hér á landi og í heimalandinu. Morgunblaðið/Þorkell Vadím og dóttir hans, Anastasía, ásamt heims- og Ólympíu- meistaranum Alexander Popov í Moskvu. Forafonov er frá bænum Volzsky nærri Volgograd, borginni er áður nefndist Stalíngrad. Þótt að- eins þrítugur sé, á hann langan og giftusaman feril að baki sem sund- maður, vann ellefu gullverðlaun á meistaramótum Rússlands frá 1985 til 1992 og keppti fyrir hönd lands síns á alþjóðlegum mótum, en ekki gömlu Sovétríkjanna. Vad- im hóf sundiðkun sjö ára að aldri í Volzsky, þrjú hundruð þúsund manna „bæ“, æfði mikið og er hann var orðinn fjórtán ára hafði hann uppfyllt öll skilyrði til að komast í úrvalshóp sundmanna í Rússlandi, varð svokallaður „meistari" í grein- inni. Forráðamenn sundfélags í Volgograd fengu þá veður af hon- um og í kjölfarið fluttist hann til borgarinnar. Hann útskrifaðist úr Ólympíu- akademíunni svonefndu, virtum íþróttaháskóla. Þar kynntist hann Alexander Popov, margföldum heims- og Ólympíumeistara sem er eflaust fremsti sprettsundsmaður sem uppi hefur verið. Forafonov og Popov, sem býr nú í Ástralíu, voru herbergis- og æfingafélagar í Ólympíuakademíunni og hittast enn í dag er tækifæri gefst, t.d. gisti Vadím og fjölskylda hans í íbúð Popovs í Moskvu á leið sinni til íslands. Síðustu ár hefur Forafonov verið við þjálfun sundmanna í heimabæ sínum og nýtt þannig þekkingu, sem hann hefur aflað sér eftir fímm ára nám í „akademíunni“ og á keppnisferli sínum. Hann syndir þó enn, æfir daglega og í fyrra varð hann fjórfaldur heimsmeistari öld- unga, en hann hefur einnig orðið Evrópumeistari í þremur greinum. Synti fyrst í lítilli á nærri Volgu Forafonov segist elska vatn; að hann hafí snemma tekið ástfóstri við það og hafi oft synt ásamt öðr- um börnum í lítilli á, sem rennur í Volgu. En hvernig stendur á því að Vadím er kominn til Islands að leiðbeina og þjálfa unga, upprenn- andi sundmenn? Því svarar hann: „Vinur minn, Júrí Sinovjev [sem þjálfar í Vestmannaeyjum], hefur þegar dvalið hér. Við þekkjumst mjög vel og Armenninga vantaði þjálfara. Júrí hefur náð góðum ár- angri hér og var beðinn að mæla með einhverjum í starfið. Hann valdi mig; við erum góðir vinir - æfðum saman í eina tíð. Því næst hafði Armann samband við mig og þess vegna er ég hér,“ segir Vadím, sem hefur dvalið á íslandi í tæpa tvo mánuði ásamt fjölskyldu sinni; eiginkonunni Marinu, sem er verkfræðingur að mennt og hafði aldrei séð hafið áður en hún kom til Islands, og dótturinni Anastasíu, sem er átta ára. Forafonov gerði þriggja ára samning við Armann. En hvernig brást hann við eftir fyrstu kynni sín af íslensku sund- fólki? „Það er mjög mikill munur á sundi hér og í Rússlandi, sérstak- lega á viðhorfi iðkendanna sjálfra," segir Vadím. „Hér hefur það mjög áhugamennskulegt yfirbragð. Fólk stundar þessa grein í félögum eins og Armanni, en tekur hana ekki al- varlega, ekki með það fyrir augum að ná sem allra lengst. Það kom mér mjög á óvart að sjá stúlkur koma á æfingu á laugardegi og segja: „Ég ætla ekki að æfa í dag, því ég ætla á dansleik.“ Hún gerir það og dansar til klukkan þrjú að nóttu, mætir á æfíngu daginn eftir og er alveg ónýt - getur ekki gert það sem henni er ætlað á sunnu- dagsæfingu. Þetta ber ekki vott um fagmennsku. Iþróttin á að vera efst í forgangsröðinni. En ég ætla ekki að gagnrýna þetta viðhorf frekar. Ég skil vel að hér eru aðstæður allt aðrar en í Rússlandi. Það er mun meiri sam- keppni og maður þarf að leggja mjög hart að sér til að ná einhverj- um árangri og til að komast áfram. Hér er ekki þörf á því. Hér er nán- ast allt auðfengið og leiðin er greið. Maður klárar menntaskóla, kaupir sér bíl og því næst hús eftir því sem á líður. Þess vegna spyr fólk: „Til hvers er þetta erfiði?" Hér líð- ur fólki vel án gullverðlauna. Rússar metnaðar- gjarnari Fólk er metnaðargjarnara í mínu heimalandi, ekki eingöngu í íþróttum. Þar er lífsgæðakapp- hlaupið erfiðara. Samkeppnin er meiri og fólk verður að standa sig virkilega vel til að ná einhverju, ekki öllu - bara til að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Til að ná langt í íþróttum er ekki nóg að vera bara hæfileikaríkur. Maður verður að hafa trú á sjálfum sér. Það er örugglega hægt að finna mjög hæfileikarík börn hér, en þá er nauðsynlegt að telja við- komandi trú um að hann geti náð langt með því að æfa vel og eyða ekki kröftum sínum í einhverja smámuni, heldur gera hlutina af fullri alvöru," segir Forafonov. Vadím segir að sundiðkendur þurfi hvatningu, ekki aðeins þeir sem eiga undir högg að sækja, heldur líka þeir sem skara framúr í sífellu. „Hafist skal handa um leið og börnin hefja sundiðkun, innleiða aga og ábyrgðartilfinningu - að þeim beri skylda til að gera sitt besta og eins og ég sagði áðan, ekki eyða kröftunum í hvað sem er. En það eru ekki aðeins börnin, sem ala á upp með þessum hætti, held- ur einnig umhverfi þeiiTa - foreld- rana - svo þeir finni líka fyrir ábyrgðinni og hjálpi börnunum - taki þátt í starfinu með öðrum hætti en því einu að keyra þau á æfingar, en segi ekki: „Þú ferð ekki á æfingu núna því við erum að fara í heimsókn til frænku.“ Auk þess á að kappkosta að sig- urvegari á einhverju tilteknu móti fái fleira fyrir sinn snúð en gull- verðlaunin ein. Hann á að heiðra með einhverjum hætti og koma skilaboðum áleiðis, til dæmis til fjölmiðla, þess efnis að viðkomandi hafi náð ákveðnum árangri. Það er hvatning fyrir aðra að leggja harð- ar að sér. Ef við heiðrum ekki strákinn eða stelpuna, sem skaraði framúr, veltir hann eða hún fyrir sér áður en langt um líður hver til- gangurinn með öllu erfiðinu er.“ Vadím hefur sterkar skoðanir á hvernig bæta megi frammistöðu ís- lenskra sundmanna, veit hvað til þarf eftir að hafa sjálfur verið í fremstu röð. Hann bendir þó á að hér á landi sæki mörg börn sundæfingar sem afþreyingu og vegna félagsskaparins. „Allir krakkar eru velkomnir til mín. Sund er mjög hollt fyrir líkamann, stuðlar að því að öll líffæri hans þroskist vel og eðlilega. Það er einnig gott fyrir hrygginn, sérstak- lega eftir að börnin hafa setið lengi í skólanum. Þess vegna er tilvalið að koma á sundæfingu eftir skól- ann, til að rétta úr sér. Ég mun ekki beita hörku, því ég geri mér grein fyrir að sumir mæta einfaldlega á æfingar vegna þess að sund er áhugamál þeirra og að aðeins örfáir komi til að keppa. Ég vil þjálfa krakkana með það að leið- arljósi að kenna þeim rétta tækni, en einblína ekki á mikinn hraða og tímatöku. Þeir, sem ætla sér að ná langt, verða í strangri þjálfun, en ekki þau allra yngstu," segir Forafonov.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.