Morgunblaðið - 10.10.1999, Side 18

Morgunblaðið - 10.10.1999, Side 18
18 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ég heiti Isbjörg frumsýnt í Stokk- hólmi GILJOTINLEIKHÚSIÐ í Stokkhólmi leggur nú loka- hönd á æfingar á sýningu á leikgerð Hávars Sigurjóns- sonar eftir skáldsögunni Eg heiti Isbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur. Leik- stjóri er Kia Berglund og í aðalhlutverkum eru leikkon- urnar Pernilla Björnsdotter og Catherine Parment. Frumsýning verður föstu- daginn 15. október. Giljotin leikhúsið var stofn- að fyrir tíu árum og hefur að- allega lagt sig eftir frum- flutningi nýrra verka sem taka á samfélagslegum þátt- um og endurspegla lífið eins og það er í nútímanum. Leik- húsið hefur sviðsett 16 leikrit frá 1989 og hefur bækistöð sína í litlu leikhúsi í Stokk- hólmi en ferðast einnig víða um Svþjóð og hefur hlotið margvíslegt lof fyrir sýningar sínar. Stjórnendur leikhúss- ins frá upphafi hafa verið Kia Berglund listrænn stjórn- andi, Rikard Borggárd tón- skáld og Birgitta Allén fram- kvæmdastjóri. Þýðandi leikgerðarinnar er Inge Karlsson og aðrir list- rænir stjórnendur sýningar- innar eru leikmyndahönnuð- urinn Björn Peters, tónskáld- ið Rikard Borggárd og And- ers Shorty Larsson ljósa- hönnuður. Aðrir leikendur eru Peter Kneip, Ana-Yrsa Palenius, Elsabet Svensson, Anders Járleby, Anders Jansson, Pelle Axnás. Pólskir tónleikar í Kaffileik- húsinu PÓLSKU hjónin Wieska og Hubert Szymczynsky halda tónleika í Kaffíleikhúsinu á morgun, mánudag, kl. 21. Þau eru eru búin að vera á tónleikaferðalagi um Banda- ríkin og koma hér við á leið heim til Svíþjóðar, þar sem þau eru búsett. Wieska er fiðluleikari, fædd og uppalin í Poznan í Póllandi. Hún var konsert- meistari með Polska Radio kammerhljómsveitinni í 10 ár og spilaði með listamönnum eins og Henrik Szeryng; Gidon Ki-emer og fleirum. I dag er Wieska konsertmeist- ari með Musika Vitae í Sví- þjóð og hefur spilað víða í Evrópu með þeirri kammer- hljómsveit og gefið út diska. Hún er jafnframt kennari við Tónlistarháskólann í Malmö. Hún hefur einnig unnið með frönskum píanista, Benedicte Haid, og með henni gefíð út disk með tónlist eftir Gr- azyna Bacewicz. Hubert er píanóleikari og eins og Wieska er hann frá Poznan í Póllandi. Hann er menntaður básúnuleikari og kennir djass við St. Sigfrids-lýðháskólann í Svíþjóð. Aður óþekkt verk eftir Beet- hoven frumflutt ÁÐUR óþekkt verk eft- ir Ludwig van Beet- hoven var frumflutt í Lundúnum í vikunni, meira er 170 árum eftir andlát tónskáldsins. Verkið, sem er strengjakvartett og tek- ur 51 sekúndu í fiutn- ingi, fannst á stöku blaði í einkaskjalasafni í Cornwall á Suður- Englandi, þar sem talið er að það hafi legið í meira en öld. Beethoven mun hafa skrifað verkið árið 1817 fyrir enskan gest sinn, Riehard Ford að nafni. Stephen Roe hjá uppboðshaldar- anum Sotheby’s, sem fann handritið, segir ekki útilokað að verkið hafi verið leikið áður en ljóst sé að flutn- ingurinn í vikunni sé sá fyrsti á opin- berum vettvangi. Handritið verður boðið upp hjá Sotheby’s í desember og er búist við að allt að 23 milljónir króna fáist fyrir það. „Það er hvergi getið um þetta verk í ítarlegum bókum sem skrifaðar hafa ver- ið um tónskáldið. Nýtt verk eftir Beethoven á uppboði er án efa eins- dæmi á okkar tímum,“ segir Roe. Fiðluleikarinn Lucy Howard, sem tók þátt í frumflutningi kvar- tettsins, hældi verkinu og sagði það mikinn feng fyrir Beethoven- aðdáendur. Kvartettinn er í b-moll, sem er óalgengt hjá Beethoven. Umrætt handrit var í eigu Mo- lesworth St. Aubyn-fjölskyldunnar en í sama skjalasafni fundust einnig handrit og bréf Verdis, Abrahams Lincolns og Charlotte Bronté. Beethoven Bald auglýsingagerðarmaður (Eggert Kaaber) og Rósa kyn- lífspistlahöfundur (Katrín Þorkelsdóttir) hafa ólíkar skoðanir á kynfræðslu unglinga. Kynfræðsluleikrit í leikför KYNFRÆÐSLULEIKRITIÐ Rósa frænka eftir Valgeir Skagfjörð er í leikför um Austfirði dagana 11.-13. október. Á morgun, mánu- dag, kl. 14.30 verður leikritið sýnt í grunnskóla Reyðarfjarðar; í grunnskóla Vopnafjarðar kl. 14 þriðjudaginn 12. október; mið- vikudaginn 13. október grunn- skóla Seyðisfjarðar kl. 10 og í grunnskóla Egilsstaða kl. 14 sama dag. Leikritið fjallar um Bald aug- lýsingagerðarmann og Rósu kyn- lífspistlahöfund en þau ákveða að hittast á kaffihúsi og ræða saman hvernig standa eigi að kynfræðslu fyrir unglinga. Þau hafa ólíkar skoðanir á hlutunum og skapast við það fjörlegar umræður, þar sem tími og rúm er engin fyrir- staða. Það er Eggert Kaaber sem leik- ur Bald og Katrín Þorkelsdóttir Rósu. Hljóðmynd vann Hjörtur Howser, leikmynd og búninga vann leikhópurinn, tæknimaður er Jón Ingvi Reimarsson og leikstjóri er Jón St. Kristjánsson. Leikrit.ið var frumsýnt 29. september sl. af Stoppleikhópn- um og þetta er samstarfsverkefni Landlæknisembættisins, Stopp- leikhópsins og Þjóðkirkjunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Kjartansson listmálari segist óttast aðþrenginguna í lífi manna og list, ofliönnunina. Krókaleiðir í sýningarhaldi Magnús Kjartansson listmálari heldur nú --------------------5»---- sýningu í Galleríi Sævars Karls. I samtali Jóhanns Hjálmarssonar við hann kemur fram að hann óttast aðþrengingu í listum og það að menn verði ofsmíðaðir. MAGNÚS Kjartansson listmálari heldur nú sýningu í Galleríi Sævai's Karls. Stutt er síðan hann var með sýningu á sama stað en annars hef- ur ekki farið mikið fyrir sýningum hjá honum á liðnum árum. Hann sýnir nú eldri verk, eða frá árunum 1990-92, en á fyrmefndri sýningu voru fimmn ára gömul verk. Magnús var spurður að því hvort verkin nú væru í svipuðum anda og áður en neitaði því. Hann sagðist fara krókaleiðir í sýningarhaldi, það lýsti kannski best sýningum hans á undanfömum áium. „Þetta er einföld sýning," sagði Magnús, „ég var beðinn um að sýna þessar myndir sem bmnnu inni hjá mér, vora aldrei sýndar. Það má eiginlega segja að þau séu grannur- inn að því sem síðar varð hjá mér.“ Yinsum hlutum raðað saman „Þetta era einfaldar uppstillingar með því sem næst mér er á vinnu- stofunni ogjiemað er næstum því ekki neitt. Eg raða saman ýmsum hlutum. Aður var ég þekktur fyrh' að hirða ýmis snifsi á förnum vegi og vinna úr þeim. Verkin voru sam- klippur, einkum unnar á áranum 1972-76. Kannski vora þau eins kon- ar mótmæli gegn trönumálverkinu og menn vora undrandi yfir því hvemig ég vann þetta. Það er í eðli mínu að setja saman hluti, ég er með samtíning úr ýms- um áttum, ekki við eina fjölina felld- ur. Mér finnst þrengja að nútíma- málurum. Eftir því sem þeim fjölg- ar vex sú tilhneiging að gera sig þekkjanlegan með einföldu athæfi, með því að velja sér mjög fastan ramma um vinnubrögð eða við- fangsefni. Kannski er einhver nátt- úra sem menn kannast við í mynd- um mínum?“ Er það náttúran inni og í kring- um þig? „Eg minni í því sambandi á það sem Jackson Pollock sagði: „Eg er náttúran.“ Hann breytti málverkinu í orustuvöll. Fram hjá honum verð- ur ekki gengið. Það á vel við mig að vinna frjálslega. Verkin á hinni sýningunni voru þungunnin og gott er að skoða það sem maður hefur áður gert og setja það í samhengi. Eg er sáttur við þessa sýningu. Þema verkanna er smátt og skapar þess vegna mynd- gerðinni sjálfri meira íými. þetta ei- lífa verkefni að glíma við að setja saman er mín leið. Eg óttast eins og ég sagði að- þrengingu myndlistarinnar. Það var meiri breidd hjá eldri málunmum, t.d. Þorvaldi Skúlasyni. Það er ekki gott að menn verði ofhannaðir og ofsmíðaðir, of meðvitaðir, það gerist að menn geti reiknað allt út, skil- greint og flokkað, til dæmis módemismann." Sýning Magnúsar Kjartanssonar í Galleríi Sævars Karls stendur til 14. október. Fiðluhljómar í Hömrum STARFSÁR Tónlistarfélags ísa- fjarðar hefst með fiðlu- og píanó- tónleikum í Hömram, tónlistarhúsi Isafjarðar, í dag, sunnudag, kl. 20:30. Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Leos Janacek, Antonin Dvorák, Arnold Schönberg og Lu- dwig van Beethoven. Sigurbjörn Bernharðsson lauk einleikaraprófi árið 1991 frá Tón- listarskólanum í Reykjavík, og stundaði framhaldsnám í Banda- ríkjunum. Hann hefur víða komið fram á tónleikum, einn og með öðr- um. Hann var nýlega ráðinn pró- fessor við Oberlin-Tónlistarháskól- ann í Bandaríkjunum. Metnaðarfull dagskrá Anna Guðný Guðmundsdóttir hefur m.a. komið fram sem einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Islands og Kammersveit Reykjavíkur og einnig leikið inn á fjölda hljóm- diska og á fjölmörgum tónleikum innanlands sem utan. Á dagskrá Tónlistarfélagsins í vetur koma m.a. fram Jónas Ingi- mundarson píanóleikari, Ólafur Reynir Guðmundsson og Hólmfríð- ur Sigurðardóttir, Sönghópurinn sólarmegin, Finnur Bjarnason og Sigurbjörn Bernharðsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir koma fram á fyrstu áskriftartónleikum Tónlistarfélags Isafjarðar. Örn Magnússon, sellóleikarinn Er- ling Blöndal Bengtsson og Kristinn Sigmundsson óperusöngvari. Áskriftarkort Tónlistarfélags ísafjarðar gilda á tónleikana. Fólk getur skráð sig fyrir þeim við inn- ganginn, en einnig er hægt að kaupa staka miða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.