Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fjallað um
Sunnivu í
háskóla-
fyrirlestri
DR. RUDOLF Simek, pró-
fessor í norrænum fræðum
við háskólann í Bonn, flytur
opinberan fyrirlestur í boði
heimspekideildar Háskóla Is-
lands fimmtudaginn 14. októ-
ber kl. 17.15 í stofu 201, Árna-
garði. Fyrirlesturinn nefnist
Sunniva: The legend about
the oldest Scandinavian saint.
Bein Sunnivu fundust á dög-
um Ólafs Tryggvasonar Nor-
egskonungs. I fyrirlestrinum
verður fjallað um skyldleika
sagnarinnar um Sunnivu við
sögu heilagrar Ursulu.
Rudolf Simek lagði stund á
þýsku, heimspeki og kaþólska
guðfræði við háskólann í Vín.
Hann hefur kennt við háskól-
ana í Edinborg og Vín, en síð-
an 1995 hefur hann verið pró-
fessor í norrænum fræðum
við háskólann í Bonn. Hann
hefur ritað bækur og greinar
um íslenskar miðaldabók-
menntir, goðafræði og vís-
indasögu miðalda. Meðal
verka hans má nefna Hugtök
og heiti í norrænni goðafræði
sem kom út 1993 í þýðingu
Ingunnar Ásdísardóttur.
Dr. Simek er gistikennari í
íslenskuskor heimspekideild-
ar 12.-21. október og er
kennsla hans liður í Sókrates-
samstarfsnetinu Heathen and
Christian religion in early
Germanic literature and its
Latin Counterparts.
Fyrirlesturinn verður
fluttur á ensku og er öllum
opinn.
Verk Gunn-
ars Arnar
á Netinu
GUNNAR Örn listmálari er
listamaður mánaðarins á The
Ai’tNetGallery, en það sýnir
alþjóðlega nútímalist. Á næst-
unni eru væntanlegar sýning-
ar með verkum 28 lista-
manna.
Slóðin er http:/Avww.art-
netgallery.com.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýja altaristaflan eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur.
Altaristafla vígð
í Stykkishólmi
NÝ altaristafla verður vígð í
Stykkishólmskirkju í dag. Taflan
er eftir Kristínu Gunnlaugsdótt-
ur listmálara. Hún sagðist ekki
hafa málað altaristöflur áður en
aftur á móti íkona í mörg ár.
Munurinn væri að í íkonamynd-
um legði maður eigin persónu í
verkið, væri að fást við sjálfan
sig, en í altaristöflu væri glímt
við heildina og úr þyrfti að verða
samkomulag milli listamannsins
og safnaðarins, kirkjunnar.
Er þá um eins konar málamiðl-
un að ræða?
Kristín var ekki hrifin af orð-
inu heldur vildi orða það þannig
að maður þyrfti að taka tillit til
safnaðarins en brytist engu að
síður út yfír sjálfan sig þótt
söfnuðurinn ætti aðgang að
Iistamanninum. Taflan væri ein-
föld og niðurstaðan líka. Hún
væri af Maríu með Jesúbarnið
sem hún réttir fram, færir söfn-
uðinum.
„Hún er mjög einföld, en
margt liggur undir niðri,“ sagði
Kristín. „Málamiðlunin felst í því
að hafa myndina einfalda en
margbrotna í sér. í lúthersku er
fólk oft hrætt við Maríu en það
er nauðsynlegt að hleypa móður-
myndinni inn í lútherska kirkju.
Kaþólskir hafa ekki einkarétt á
Maríu.“
Kristín sagði að fólk teldi íkon-
ana kaþólska en það væri hættu-
legt þegar fólk væri hætt að
hugsa. Yfir myndinni væri þögn
og kyrrð eins og hún hefði stefnt
að. María byði sig fram.
Miimimáttar,
meiriháttar
MYM)LIST
Gallerf@hleininur.is,
Þverliolti 5
BLÖNDUÐ TÆKNI
ERLING Þ.V. KLINGENBERG
Til 24. október. Opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 14-18.
FRANSKA 19. aldar skáldið
Charles Baudelaire er gjarnan
kallaður fyrsti borgaralegi lista-
maðurinn vegna þess hve næmur
hann var fyrir breyttum aðstæð-
um listamannsins í borgarsamfé-
lagi nútímans. Fallið úr stöðu
hirðskálds eða hirðmálara var
hátt. Baudelaire gerði sér afar
góða grein fyrir umkomuleysi hins
embættislausa listamanns, hversu
vesæll og varnarlaus hann gat
verið, og berskjaldaður eftir að
hið gamla konunglega og kirkju-
lega bakland var horfið. Eins gat
hann sér til um óhjákvæmilega
samkeppni listamannsins við aðra
framleiðendur þegar fram liðu
stundir. Sem fyrsti gluggakúnni
sögunnar hreifst hann mjög af
varningi þeim sem stillt var út í
búðarglugga í glæsilegum versl-
unum og verslunarkjörnum París-
arborgar. Hann skildi samstundis
að listaverkið gat hæglega beðið
ósigur í baráttunni við svo töfr-
andi og vel gerða söluvöru.
Hálfri annarri öld eftir að
Baudelah-e komst að sinni merki-
legu niðurstöðu er listamaðurinn
ennþá óráðin afgangsstærð í sam-
félaginu. Erfiðleikarnir eru nær
hinir sömu og þeir voru á öldinni
sem leið. Hinn misskildi, menning-
arlegi borgarskæruliði, sem lista-
maðurinn er í raun og sannleika,
fær trauðla uppreisn æru fyrr en
eftir dauðann, og þá vitanlega er
orðið of seint að bjóða hann vel-
kominn í samfélag mannanna.
Að vísu hefur átt sér stað bylt-
ing erlendis sem rekja má aftur til
loka heimsstyrjaldarinnar síðari.
Ernst Gombrich, sá ágæti list-
frömuður, bendir á hvílíkum
stakkaskiptum listmat almennings
tók eftir að mönnum varð ljós
skaðinn af menningarlegri for-
herðingarformyrkvan í Þýskalandi
og Sovétríkjunum á fjórða og
fimmta áratugnum. En hvar
skyldum við mörlandarnir standa í
þessum efnum?
Erling Klingenberg hefur aldrei
Listrottan býður fram þjón-
ustu sína á sýningu Erlings
Þ.V. Klingenberg í Gall-
erí@hlemmur.
vandað okkur kveðjurnar. Allt frá
því hann fór að starfa sem lista-
maður hefur hugur hans snúist um
þann spéspegil sem staða lista-
mannsins er í samfélagi nútímans.
Sjálfsmat hans kristallast í þeim
vel til fundna orðaleik „minnimátt-
ar - meiriháttar", sem Erling gerir
að eins konar kjörorðum sýningar
sinnar. Velgengni listamannsins er
að mati hans fólgin í smjaðri og
þjónkun. Uppstoppuð rotta sem
býður fram ódýra þjónustu sína í
þeim efnum er þungamiðja skipan-
innar í GalleríEhlemmur.
Um leið angar loftið af brenni-
vínslykt - meðali hins marghrjáða
listamanns - og hálfreyktir vind-
lingastubbar liggja í klofhæð á þar
til gerðri hillu. Með nöturlegri fá-
tækt í uppsetningu sendir Erlingur
okkur skilaboð úr leiksmiðju listar-
innar. Þar eru allir fangaðir í rang-
hugmyndum um raunverulega
stöðu mála; listamaðurinn; áhorf-
andinn; gagnrýnandinn og kaup-
andinn. Væntingarnar sem liggja í
loftinu á opnunardaginn eru jafn-
raunhæfar og víman og vindlinga-
reykurinn. Á meðan ekki fara fram
önnur samskipti milli listamanns-
ins og samferðamanna hans er
samkeppnisstaða hans næsta von-
laus á markaðstorgi vöruviðskipt-
anna.
Halldór Björn Runólfsson
Tónaljóð tilfínn-
inganna
TÓHfLIST
S a 1 u r i n n
KAMMERTÓNLEIKAR
Izumi Tatcno píanóleikari, Auður Hafsteins-
dóttir fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir
sellóleikari fluttu verk eftir Astor Piazzoila og
Ernesto Nazareth. Miðvikudagskvöld kl. 20.30.
VERK eftir argentínska tónskáldið Astor
Piazzolla eru sjaldheyrð á tónleikum hér-
lendis, þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir tón-
skáldsins um þessar mundir. Nýtt tangótríó,
skipað japanska píanóleikaranum Izumi Ta-
teno, Auði Hafsteinsdóttur fíðluleikara og
Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara hef-
ur litið dagsins ljós. Það hefur ekki farið
hátt um tríóið hér á landi - en í Japan hafa
tónlistarmennirnir verið að gera garðinn
frægan á tónleikaferð og með nýútkomnum
geisladiski, sem hefur fengið góðar viðtökur
þar í landi. Tríóið lék saman verk eftir Astor
Piazzolla, og Le Grand Tango fyrir selló og
píanó, en einnig lék Tateno píanóverk eftir
Ernesto Nazareth.
Piazzolla var kunnur tangóspilari í heima-
borg sinni Buenos Aires; - lék með frægri
hljómsveit Anibals Troilos. Piazzolla vildi
vera öðru vísi en aðrir tangósmiðir, en
Troilo kunni ekki að meta verk hans - þótti
útsetningarnar of flóknar og viðamiklar til
að geta fallið í kramið. Um tíma hætti Pi-
azzolla alveg í tangónum, og sneri sér að sí-
gildri tónlist og tónsmíðanámi; m.a. hjá
Nadiu Boulanger í París. Heim kominn
sneri hann sér þó aftur að tangónum og
stofnaði hann sinn eigin kvintett. Unnendur
hins sígilda argentínska tangós úthrópuðu
Piazzolla fyrir byltingarkenndar hugmyndir
hans um það hvað tangó var. Piazzolla þótti
fara út yfir öll leyfileg mörk. Hann leyfði
laglínu tangósins að flæða þangað sem hún
vildi, bætti inn nýjum hljómum og krómatík,
og lék sér að því að sveigja hrynjandi
tangósins frá því sem danshæft þótti. Hann
skapaði nýjan tangóstíl - tango nuevo - sem
á endanum var tekinn í sátt og nýtur í dag
gríðarlegra vinsælda víða um heim. Vin-
sældir Piazzollas voru svo innsiglaðar þegar
Grace Jones söng lag hans Libertango og
gerði óhemju vinsælt um 1980.
Uppistaða fyrri hluta efnisskrárinnar á
tónleikunum á miðvikudagskvöldið var Árs-
tíðasvíta Piazzollas; Vor, Vetur, Sumar og
Haust, samin eða útsett fyrir fíðlu, selló og
píanó. Tónlist Piazzollas ber í sér allt litróf
tilfinninganna, nema kannski helst þær sem
líkjast deyfð eða dáðleysi. Hér er allt með
afgerandi hætti; ástríðan er mikil, hryssing-
urinn er mikill, yndið er mikið og treginn er
mikill. Flutningur tríósins var frábær, og
túlkunin rík af tilfinningu og músíkalskri
gleði. Hvert þeirra um sig fékk að njóta sín í
einleiksstrófum hér og þar, einkum fíðlan og
sellóið, og voru þær Auður og Bryndís Halla
gjörsamlega í ham. Sumarþátturinn var sér-
staklega fallegur og leikur Auðar hlýr og
heitur. Tregafullt stef sellósins í Haustþætt-
inum - lítil þríund í hálftónaskrefum - var
þrungið tilfinningu og virkilega fallega spil-
að. Það var helst að píanóleikarinn hefði
mátt vera jafn hamslaus og frjáls í leiknum
og konurnar. Hann var eiginlega of fágaður
og elegant, þar sem mest lét í tónlistinni, og
náði ekki alltaf að vekja upp ögrunina sem í
tónlistinni býr.
Le Grand Tango fyrir selló og píanó var
yndislega fallega spilaður. I þessum tangó
má vel heyra áhrif frá ýmiss konar tónlist
annarri - blús og dægurtónlist til að mynda,
en einnig frá Bartók og Stravinskí.
Ekkert var fjallað um brasilíska tónskáld-
ið Emesto Nazareth í efnisskrá tónleikanna,
þótt hann verðskuldi ekki síður athygli en
Piazzolla. Nazareth, sem uppi var 1863-1934,
var á sinn hátt líka frumkvöðull, með því að
skapa nýjan stíl píanótónlistar, þar sem
dægurlagið og klassíkin renna saman í eitt.
Tónlist Chopins hafði mikil áhrif á Nazareth,
og hann stílfærði danstónlist rétt eins og
Chopin, nema hvað hans dansar voru flestir
suður-amerískir að uppruna. En vinsældir
og áhrif tónlistar Nazareths voru gríðarleg,
og þau má heyra í tónlist tónskálda á borð
við Scott Joplin og Ernesto Lecuona.
Verk Nazareths sem Izumi Tateno lék
voru Confidencias, Ep~nina, Carioca og
Odeon tangó, sem er eitt af kunnustu lögum
tónskáldsins. Píanóleikur Tatenos var fín-
legur og hófstilltur, en hér í þessum þokka-
fullu smáverkum átti fágaður leikur hans
miklu betur við en í tónlist Piazzollas. Þetta
var fallega spilað; allt músíkalskt mótað; fal-
leg lína í hendingum og blæbrigði margvís-
leg og listrænt útfærð.
Síðustu þrjú lögin voru eftir Piazzolla,
Revolucionario, Oblivion og Libertango. Það
fyrsta þessara þriggja er frábær tónsmíð,
full af krassandi andstæðum, dramatík og
ólgandi tilfinningum. Tríóið lék fantavel og
var í miklu spilastuði. Oblivion er lýrískt
verk og rólegt - yndislega fallegt og var frá-
bærlega leikið. Libertangóinn rak lestina og
var eins og annað á þessum ágætu tónleik-
um, spilaður af innileik og tilfinningu.
Bergþóra Jónsdóttir