Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 22
22 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
NYR SAMSKIPTAMATI - KRKIÐ OG SMÁSKILABOÐIN
ISLENDIN GA-
SAGNASTÍLL
UNGLINGANNA
AUK umræðna um ýmis
dægurmál er daðrað á irk-
inu, ráðgerð stefnumót,
auglýstir munir til sölu og
skipst á skólaritgerðum. Fjöldi
þeirra sem tengdir eru irkinu á Is-
landi í gegnum vefþjón Intís fer yfir
500 manns í einu. Flestir eru að irka,
spjalla á Netinu, upp úr klukkan sjö
á kvöldin til tvö á nóttunni.
Þeir sem tengjast irkinu í gegnum
íslenskan vefþjón tengjast í gegnum
fyrirtækið Intís. Hægt er að fara inn
í mismunandi rásir. A rás sem nefn-
ist #Iceland ena flestir á aldrinum
12-16 ára. Arni Arent, einn af
gæslumönnum #Iceland-rásarinnar,
segir að á rásinni sjálfri fari ekki
fram mikið af samræðum heldur sé
frekar verið að auglýsa eftir ein-
hverjum til að eiga samræður við.
Þá eru myndaðar rásh- í kringum
Iceland-rásina sem eru minni og
sérhæfðari.
Losnar um hömlur
Mörgum finnst sem það losni um
ákveðnar hömlur þegar þeir spjalla
við ókunnugt fólk í gegnum tölvu.
Enginn þeirra sem eru á spjall-
rásinni veit meira um annan en fólk
gefur upp. Þá sést hvorki hvernig
fólk lítur út né heyrist rödd þess.
Fólk getur þvi verið bólugrafið og
stamað án þess að nokkur hinna á
spjallrásinni viti af því. Sumum finnst
lika að þeir geti látið ýmislegt flakka
án þess þeir þui’fi að taka afleiðing-
unum af því.
Bjarni Rúnar Einarsson, forritari
og fyrrverandi kerfisstjóri hjá net-
þjónustu Margmiðlunar, til þriggja
ára, hefur irkað í níu ár: „Sumir
verða árásargjarnir og átta sig ekki
alveg á því að þeir eiga samskipti við
fólk en ekki tölvu og sleppa sér alveg.
Það eru miklu meiri öfgar í allar áttir
á irkinu, sérstaklega hjá þeim sem
eru nýbyrjaðir að irka, en þegar fólk
er aðeins búið að venjast þessu veit
það að það kemst ekki upp með hvað
sem er.“
Flestir irkarar vilja hafa einhverja
hugmynd um við hvem þeir eru að
spjalla. Því er ein af fyrstu spurning-
unum ASK, sem stendur fyi’ir aldm’,
staður og kyn. Bjarni heldm- að flest-
ir gefi réttar upplýsingar því fólk hafi
sjaldnast ástæðu til að villa á sér
heimildir. „Það er ekki hægt að
skemmta sér lengi yfir því að þykjast
vera einhver gervipersóna." Arni er
ekki samþykkur þessu og telur að
um helmingur unglinga gefi rangar
upplýsingar um sig oftast um aldur
og kyn. „Þetta er sýndarveröld
þeirra," bætir hann við.
Daður og ritgerðir
Dagny Stuedahl, fræðimaður í
menningar- og upplýsingatækni-
deildum Háskólans í Ósló, hefur
rannsakað samskipti ungs fólks á
Netinu. Hún segir að fólk sýni
ákveðna hlið á sjálfu sér, þ.e. velji
hvaða upplýsingar það gefi um sig og
sýni oft aðrar hliðar en það gerir til
dæmis í skólanum. „Þau eru leik-
stjórar lífs síns á Netinu. Að hluta til
gerum við það sama í raunveruleik-
anum. Við erum okkur meðvitandi
um það hvernig við lítum út, ákveð-
um hvað við segjum. A Netinu hefur
fólk fleiri möguleika til að leikstýra
sjálfu sér en í raunveruleikanum."
Jón Pétur Zimsen vann ásamt
Skúla Ki'istjánssyni lokaverkefni í
Kennaraháskólanum um málfar á
irkinu síðastliðið vor. Hann segir að
mikið sé daðrað á irkinu og það notað
til að mæla sér mót utan netheima.
Hann segir að ýmist sé verið að
stofna til sambanda eða til einnar
nætur kynna. Fyrir helgamar sé
Mikill fjöldi unglinga nýtir sér spjallrásir á
Netinu. I sumar varð sprenging í fjölgun
textasendinga milli GSM-síma. Unglingar
hafa verið fljótir að tileinka sér nýja tækni og
fundið leið fram hjá takmörkununum með því
að þróa nýtt ritmál. Stílnum svipar til Islend-
ingasagna, setningarnar kjarnyrtar og lítið
um orðflúr. Kristín Sigurðardóttir kynnti sér
hvað fer fram á irkinu, hvort nýja ritmálið
hafí áhrif á málfar og hvað beri að varast.
FYRIR þá sem ekki hafa irkað kann h’kið að
virðast talsvert torskilið. En hvað er þetta irk,
hvað þarf til að irka og hvaða reglur eru irkurum
settar?
Irkið er dregið af skammstöfuninni IRC
(Internet Relay Chat) og höfundm’ upphaflegu
útgáfu þess árið 1988 er Finninn Jarkko Oikar-
inen. Irkið er notað í rúmlega sextíu ríkjum í
heiminum. Bjami Rúnai’ Ein-
arsson, fomitari og fyrrver-
andi kerfísstjóri hjá netþjón-
ustu Margmiðlunar, segir að
gróflega megi þýða þetta sem keðjutengt net-
spjallkerfi. Irkið sé í raun safn margra IRC-
þjóna (tölva) sem tengjast saman og láta ganga
sín á milli skilaboðin sem fólk sendir hvert öðra.
Með því að tengja sig við IRC-þjóninn á Islandi
(irc.isnet.is) sé verið að tengja sig við stórt net
slíkra þjóna sem allir vinna saman til að gera
fólki kleift að spjalla við annað fólk víðsvegar í
heiminum. Þá segir Bjarni að hægt sé að tengja
sig inn á önnur IRC-net og það sé gert með því
að nota annan IRC-þjón en þann íslenska.
Stærst hinna netanna eru EFnet í Bandaríkjun-
um og undernet.
Irkið
Til að komast inn á irkið þarf í fyrsta lagi að
hafa aðgang að tölvu með nettengingu. Því næst
þai’f að sækja sér sérstakt forrit á vefnum. PC-
notendur ná sér í forritið á vefnum
http://www.mirc.com en Macintosh-notendur
http://www.ircle.com. Til að komast inn á ís-
lenska irkið þarf að skrá nafn sitt og netfang og
velja sér gælunafn. Svo er valin einhver _af
spjallrásum Internets á ís-
landi hf. (INTIS), wwwr.is-
net.is, t.d. spjallrásin #Iceland
eða #Iceland20+.
Með spjallrásunum íylgjast bæði sérstakir
gæslumenn (svokallaðir oppar á irkinu) og vél-
menni (robotar) eða sérstök forrit. Hlutverk
gæslumanna er mismunandi eftir rásum og get-
ur farið eftir duttlungum þeirra sjálfra því hver
sem er getur stofnað nýja spjallrás og við það
öðlast hann stjórnenda- eða gæslumannsrétt-
indi. Það er svo hans hlutverk að velja sér með-
stjórnendur.
Á rásinni #Iceland sem er vinsælasta spjall-
rásin hér á landi eru nokkrir sem fai’a með hlut-
verk gæslumanna. Þeii’ stjórna rásinni sam-
kvæmt reglum Félags íslenskra irkara. Megin-
Teikning/Andrés
inntak þeirra reglna er að lágmarkskurteisi gildi
í samskiptum, að fólk sé ekki að svívirða hvert
annað, ekki lagt í einelti og að koma í veg fyrir
auglýsingar og söiu muna.
Vélmennin henda notendum sjálfkrafa út af
rásinni ef nákvæmlega eins skilaboð era endur-
tekið send út á spjallrásina, ef of oft er skipt um
gælunafn á of skömmum tíma og ef of mikill
texti er sleginn inn í einu.
Hlutverk gæslumanna er jafnframt að taka
við kvörtunum frá notendum og veita fólki
áminningar. Þá koma þeir gjarnan með innlegg
inn í samræðurnar til þess að reyna að beina
þeim inn á ákveðnar brautir eða skapa umræður
um tiltekið efni.
Á #Iceland-rásinni eru aðallega yngstu irkar-
arnir, á aldrinum 12-16 ára. Á rásinni er fólk að-
allega að sjá hverjir era að irka og ná sambandi
við fólk. Síðan er iðullega stofnuð önnur rás sem
færri safnast inn á og stundum fer fram spjall
milli einungis tveggja einstaklinga. Sumir eru á
mörgum spjallrásum í einu. #Ieeland-rásin er
því nokkurs konar félagsmiðstöð eða kaffihús og
svo sest fólk saman niður við borð í minni hópum
og ræðir saman.
mikið um það að krakkar og ungling-
ar auglýsi partí. „Ef krakkarnir era
búnir að drekka eitthvað era þeh’
ekkert hræddir við að hittast eftir að
hafa mælt sér mót við einhvern sem
þeir þekkja bara í gegnum h'kið.“
Ennfremur segist Jón Pétur
margoft hafa séð á irkinu auglýst eft-
ir ritgerðum og spjallað við einstak-
linga sem sögðust vera komnir með
safn ritgerða allt frá grunnskólastigi
yfir á háskólastig. Hægt er að senda
ritgerðir í gegnum irkið á netformi.
Þá er ekkert annað en að breyta
nafni á forsíðu, prenta út og skila til
kennara „Eg veit ekki hvort kennar-
ar gera sér almennt grein fyrir þess-
um möguleika. Ég spyr mína nem-
endur út í ritgerðirnar þeirra til að
vera viss um að þeir hafi sjálfir skrif-
að þær.“
Sölumennska
og aðgangsorð
Jón Pétur segir að ýmislegt sé
selt á irkinu, til dæmis GSM-símar,
boðtæki og skellinöðrur. Þá sé mikið
um myndasendingar, til dæmis
klámmyndir, og svo sé skipst á upp-
lýsingum. Talsvert sé um að að-
gangsorð inn á ýmsa vefí á Netinu
séu látin ganga á milli. Oft séu þetta
aðgangsorð inn á klámvefi. Jón Pét-
ur segir að þetta gangi yfirleitt í
nokkra klukkutíma, svo sjái umsjón-
armaður vefjarins að óeðlilega mikill
fjöldi manna sé inni á vefnum á
sama aðgangsorðinu og breytir því.
Þó að ekki sé leyfilegt að auglýsa
muni til sölu segir Ami ómögulegt
að fylgjast með öllu því sem fi'am fer
á irkinu. En oft séu veittar áminn-
ingar vegna þessa.
Dagny Stuedahl líkir Netinu við
myrkraherbergi. Hún segir það bæði
vera ógnvekjandi en einnig herbergi
möguleikanna og möguleikai’nir eru
margs konar. Líkaminn sé fjarver-
andi og fólk hafi frelsi til að gera ým-
islegt.
Hefðbundin kynhlutverk
Þó segir hún að þegar allt komi til
alls séu kynhlutverkin mjög hefð-
bundin. Stúlkurnar tali og upplifi og
strákarnir framkvæmi. Hún bætir
við að margir séu að gera tilraunir
með að vera annars kyns en þeir era
í raun. En það sé í sjálfu sér ekki
hættulegt því að ekki sé hægt að
smitast, t.a.m. af eyðni, á Netinu.
Hún segir að sumu leyti megi líkja
kynlífi á Netinu við símaklám sem
hafi verið stundað mjög lengi og að
hið falda kynferði hafi alltaf heillað
marga.
Bjarni segir að þar sem kynlíf sé
eitt helsta áhugamál fólks komi það
fram á irkinu. Hann segir að fólk
myndi upplifa það sama á skemmti-
stað ef það væri aðeins minna bælt.
Þegar menn setjist niður fyrir
framan skjáinn sé eins og það losni
um einhverjar hömlur og þar sem
unglingar séu sérstaklega bældir
fái þeir mjög mikið út úr því að
vera á irkinu og líða eins og enginn
geti séð þá. Fólk láti því ýmislegt
flakka sem það myndi annars ekki
gera.
Ái’ni vildi taka fram að irkið geri
mörgum gott, sértaklega fólki sem
ekki á vini og er jafnvel lagt í einelti í
skóla því að á irkinu skipti ekki máli
hvernig maður líti út eða hvort mað-
ur eigi við líkamlega fötlun að stríða.
Sjálfur segist hann hafa eignast góð-
an vin á irkinu sem er fatlaður. Árni
segist ekki hafa vitað af fötluninni
fyri’ en hann hitti hann í eigin per-
sónu.
Bjarni segir kosti irkisins heil-
mikla. Hann hefur notað irkið frá því
hann var fjórtán ára eða í um níu ár.
Hann segist hafa verið mjög bældui’
unglingui’ en á irkinu hafi hann feng-
ið mikla æfingu í mannlegum sam-
skiptum. Annar kosturinn við irkið er
hversu auðvelt sé að halda tengslum
við vini sem eru staddir í öðru landi.
Samskiptareglur og hefðir
Félag íslenskra irkara sem hefur
umsjón með #Iceland-rásinni hefur
sett fram ákveðnar reglur fyrir not-
endur sem gæslumenn rásarinnar
framfylgja. Megininntak reglnanna
er að sýna öðrum kurteisi og sóa ekki
tíma, peningum og skjáplássi fyrh’
öðrum og auglýsa ekki.
Stuedahl segir að þó að Netið bjóði
fólki upp á ýmsa nýja möguleika eins
og til dæmis að gera tilraunir með
ímynd sína, sýna af sér aðra mynd er
í raunveruleikanum og jafnvel segj-
ast vera annars kyns, þá séu netsam-
skiptin byggð á gamalli hefð og göml-
um siðareglum, reglum um það
hvernig við eigum að hafa samskipti
og reglum til að tryggja að fólk skilji
hvert annað.
Hún segir að á Netinu gangi menn
fram án hiks og samskiptin eigi að
vera auðveld. Til þess að þetta sé
hægt þarf að hafa reglur. Þessi sam-
skipti kosta líka peninga, það þarf að
hugsa um símreikninginn. „Sá sem
er bara að fíflast á Netinu sóar pen-
ingum og allir hinir þurfa að eyða
tíma í að lesa bullið frá honum.“
Þá segir Stuedahl að samskipti á
spjallrásunum séu ekki ósvipuð gam-
alli frásagnarhefð þar sem sögumað-
ur breytir áherslum eftir því hverjum
hann segir söguna. Hann verður að
gera sig skiljanlegan og lesa í viðtak-
endahópinn. Samfélagið í hverjum
hópi á Netinu viðheldur reglunum og
refear þeim sem brýtur þær. Þeim
sem brýtur reglurnar er spai’kað út
af rásinni, bætfr Stuedahl við.
Hún telur að á irkinu skrifi fólk yf-
irleitt það fyrsta sem kemur upp í
hugann, dálítið eins og götumál.
Þetta minni sig á leikhússpuna, því
flæðið sé oft mjög hratt.
Að verða vinsæll og þekktur
Þeir sem eru hraðskreiðir á lykla-
borðinu, fljótir að hugsa og hafa
hnyttin tilsvör á reiðum höndum, „slá
í gegn“ á irkinu. Sumir gera ýmislegt
til að vekja á sér athygli til dæmis
með því að nota stóra stafi eða liti. Þá
er líka öruggt að tekið sé eftir því ef
maður brýtur reglurnar og er spark-
að út af rásinni. Við það birtast skila-
boð á skjánum um að Jónu irkara
hafí verið sparkað út.
Jón Pétur segir þann hóp unglinga
sem stunda irkið vera mjög breiðan,
allt frá íþróttaiðkendum til tölvusér-
fræðinga. Á sunnudögum geta verið
allt að 400 manns inni á sömu rásinni
og til að vera gjaldgengur í umræð-
um þar sem 50 manns tala í einu gild-
ir að vera fljótm- að hugsa og vélrita,
segir hann. „Ef það kemur spurning
á irkinu þýðir ekkert að fletta svai’-
inu upp í bók því að eftir 2-3 mínútur
snýst umræðan um annað.“
Jón Pétur segir að þeir ki’akkar
sem draga að sér mesta athygli á irk-
inu séu þeir sem eru fljótir að svara
fyrir sig og tekst oft að gera grín að
öðrum. „Það virkar vel ef einhver
kemui’ inn og er mjög skemmtilegur
og með hnyttin tilsvör."
Stuedahl tekur undir þetta og seg-