Morgunblaðið - 10.10.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 23
Orðabók
irkara
HER á eftir fara nokkur orð sem
algengt er að sjá á irkinu. Sum
þeirra eru einnig notuð í SMS-
skilaboðum. Orðabókina er að
fínna á vef Félags íslenskra
irkara:
U You (Þú)
BTW By The Way (Meðan ég
man)
I C I see (ég skil)
gr8t Great (frábœrt)
ASK Aidur staður kyn
LOL Lot Of Laughter eða
Laughing Out Loud (hlátur)
ROFL Rolling On the Floor
Laughing (gífurlegur hlátur)
:) Broskarl (hallaðu þér lárétt til
vinstri)
BRB Be Right Back (kem strax
aftur)
BBL Be Back Later (kem aftur
seinna)
NP No Problem (ekkert mál)
WTF WhatThe F*** (blótsyrði)
AFAIK As Far As I Know (ann-
að veit ég ekki)
FLOOD Flæði, eða þegar ein-
hver sendir frá sér heilan hell-
ing af texta
NUKE Pakkar sem eru sendir á
aðrar vélar í þeim tilgangi að
notfæra sér galla í neteklum
stýinkerfa og láta þau hrynja
(þetta er stranglega bannað og
gilda viðurlög við þessu)
MSG Message (skilaboð, notkun:
/msg)
(CHAN)OP Þýðir Operator, eða
Channel Operator (rásarstjórn-
andi, hann getur kickað eða
bannað þig ef þú hegðar þér
illa)
CO-OP Meðlimur í stjóm IsIRC.
Hefur ‘gífurleg’ völd og getur
‘shitlistað’ þig
KICK Spark af rás
BAN Utilokaður frá viðkomandi
rás í smátíma
SHITLIST Útilokaður frá við-
komandi rás í óákveðinn tíma
FAKEUSERID Þegar einhver
kemur á IRCið undir öðru en
sínu eigin notandanafni.
K Stytting á OK
L8R Later (sjáumst seinna)
MAR Maður
NEWBIE Nýr í faginu (á við um
þig?:)
PHEW Hjúkk
RE Return (Re Hi, hæ aftur), á
við þegar einhver kemur til
baka eftir að hafa verið BRB
eða BBL
SSKAN Elskan (oftast eru það
ljúflingar sem nota þetta)
KNÚS Faðmlag
AWAY í burtu
ir að það gildi alveg það sama á Net-
inu og utan þess, að fólk sé misjafn-
lega áberandi. „Ef maður vill að tekið
sé eftir manni er nauðsynlegt að
kynna sig fyrir öðrum.“
Aðspurður segist Jón Pétur þess
fullviss að einhverjir krakkar í þess-
um aldurshópi séu orðnir þekktir á
irkinu. Þegar fólk tengist inn á spjall-
rásirnar velur það sér gælunafn.
Hann segir að þéir þekktustu séu oft
eldri strákar sem stjórna rásunum.
Þá telur Jón Pétur að það sé venj-
an með irkarana að þeir viti ekki
hverjir hinir irkararnir eru í raun-
veruleikanum því hægt sé að fara um
irkið með leynd. „Þegar maður kem-
ur inn á irkið þarf að slá inn netfang-
ið sitt og nafn en það ljúga nánast all-
ir til um það, nema þeir sem eru rétt
að byrja. Þannig að þú veist ekkert
hver hver er, nema hafa séð hann
lengi og talað við hann á einkarás og
þannig kynnist fólk oft og fer að veita
hvert öðru upplýsingar. Annars veit
enginn hver er hvað.
Árni segir krakkana á #Iceland-
rásinni aðallega þekkja nöfn gæslu-
mannanna og svo vélmennanna sem
sparka þeim út sem brjóta ákveðnar
reglur.
Stuedahl segir gælunöfnin sem
fólk noti á irkinu geta haft mikið að
segja um ímyndina. Saga af ungum
manni sýni þetta vel. Hann hafði
komið sér upp ákveðnu gælunafni
sem hann notaði á Netinu og var orð-
inn þekktur í hópi irkara. Einn dag
uppgötvar hann að annar er búinn að
taka upp gælunafnið hans. Við þetta
missti hann kennimark sitt. Hann
var vanur að stunda irkið mikið en
vildi ekki fara aftur inn á Netið fyrr
2-3 mánuðum seinna þegar hann var
búinn að finna sér nýtt gælunafn.
Málfar
unglinga
Tvær lokaritgerðir hafa verið skrifaðar um ís-
lenskt málfar á irkinu. Höfundar annarrar
segja unglinga sem stunda irkið skrifa verri
stíl en þá sem ekki irka. Höfundur hinnar rit-
gerðarinnar er þess fullviss að irkið muni
breyta íslenskri stafsetningu innan tíu ára.
Skólastjóri Tjarnarskóla segir að skeytastíll-
inn í SMS-skilaboðunum og á irkinu minni sig
að hluta til á Islendingasögurnar.
ÞEGAR kemur að ritgerðarsmíð
ungmenna skrifa þeir sem mikið
nota spjallrásir á Netinu, irkið,
lieldur verri stíl en þeir sem ekki
irka (þ.e. stunda ekki spjallrásir).
Þetta kemur fram í því að þeir
sem irka mikið nota færri auka-
setningar en þeir sem ekki irka,
meira af einkvæðum orðum og
nokkuð vantar á uppbygginguna.
Þetta eru meginniðurstöður
könnunar Jóns Péturs Zimscns og
Skdla Kristjánssonar í lokaritgerð
þeirra í Kennaraháskólanum.
Síðastliðið vor skoðuðu þeir rit-
gerðir um seinni heimsstyrjöldina
hjá tveimur hópum 15-16 ára
nemenda í tíunda bekk.
Knappt og stutt
Jón Pétur segir að sá hópurinn
sem stundaði spjallrásir hafi
skrifað tíu aðalsetningar fyrir
hverjar þrjár aukasetningar en
hinir fimm aukasetningar fyrir
hverjar tíu aðalsetningar. Jón
Pétur segir setningar þeirra sem
ekki irkuðu hafa verið eðlilegri
en irkaranna. Setningar irkar-
anna hafi verið knappari og
styttri. Jón Pétur segir þetta
vera í samræmi við málfarið á
irkinu því þar sé venjan að liafa
setningar stuttar því miklu skipti
að vera fljótur að koma þeim frá
sér.
Irkarar notuðu fleiri einkvæð
orð en þeir sem ekki irkuðu. Ein-
kvæð eru þau orð sem hafa ein-
ungis eitt atkvæði.
Jón Pétur hefur stundað irkið
mikið síðastliðin þrjú sumur.
Hann segir þar vera mikið um
enskuskotið mál og orð séu stytt.
Hann segir þá sem fara inn á irk-
ið í fyrsta sinn oft ekkert skilja
hvað sé skrifað þar.
Jón Pétur segir talmál vera
ríkjandi á irkinu líkt og irkarar
hljóðriti. Þá virðist enginn leggja
sig eftir því að skrifa samkvæmt
íslenskum stafsetningarreglum.
Til dæmis verði elskan að sskan
og heyrðu að hurru.
Enskuskotið málfar
Kjartan Jónsson, sem gerði
lokaritgerð við Háskóla Islands
um málfar íslenskra unglinga á
irkinu, sagðist í samtali við dag-
blaðið DV í marsmánuði siðast-
liðnum stundum hafa fengið á til-
finninguna að hann væri staddur
á bandarískri spjallrás. Þegar
hann skoðaði málfar á irkinu fyrir
tveimur til þremur árum segir
hann unglingana hafa notað mik-
ið af enskum frösum og enskum
skammstöfunum.
IQ’artan er samt sem áður þeirr-
ar skoðunar að irkið muni ekki
ganga af íslenskri tungu dauðri.
Hann segir irkarana ekki gera
veður út af réttri stafsetningu
heldur stafsetji þeir mun hljóð-
réttara en reglur um íslenska staf-
setningu geri ráð fyrir. Þá segist
hann þess fullviss að irkið muni
breyta íslcnskri stafsetningu þeg-
ar fram líða stundir og spáir því
að það gerist innan tíu ára.
Kjartan segir að unglingum á
irkinu takist vel að gera sig skilj-
anlega. Þá segir hann unglinga í
dag skrifa miklu meira en for-
eldrar þeirra gerðu á unglings-
aldri. Ungmenni í dag séu miklu
virkari notendur ritmálsins en
forfeður þeirra hafi verið.
Íslendingasagnastíll
Unglingar eru farnir að tala
meira í skeytastíl Iíkt og í SMS-
skilaboðunum. Þetta er knappur
stíll sem minnir að hluta til á fs-
lendingasagnastílinn, segir María
Solveig Héðinsdóttir, skólastjóri
Tjarnarskóla, sem kennir ung-
lingum á aldrinum 13-16 ára. Þau
eru ekki að eyða of mörgum orð-
um í SMS-skilaboðin, t.d.: „Mæti í
bíóið, sé þig, bless.“ María segir
að þar sem plássið á símaskjánum
sé mjög lítið þurfi þeir sem skrifi
skilaboðin að vera mjög knappir í
orðavali. Þess vegna hverfi allt
málskrúð og eftir standi kjarni
málsins. „f Islcndingasögunum er
lítið um lýsingar á því hvernig
fólki líður, hvort það hlakkar til
einhvers eða er sorgmætt. Þetta
er meira eins og hlutlæg lýsing á
því hvernig hlutirnir eru.“
María segir að hægt sé að líkja
SMS-skilaboðunum við Islend-
ingasagnast ílinn því bæði formin
séu mjög knöpp. Á þeim ti'ma sem
Islendingasögurnar voru skrifað-
ar var ekki mikið að skrifa á, því
bæði var lítið af skinnum á lausu
og hvert skinn bauð upp á tak-
markað pláss. Sama máli gegni
um SMS-skiIaboðin, því krakkarn-
ir geti sagt ótrúlega mikið í mjög
fáum orðum.
Þá finnst Maríu orðaforði ung-
linga hafa minnkað. Hún segir það
vera eðli tungumálsins að breytast
eftir því sem líf og umhverfi fólks
breytist. „Við erum hætt að tala
um amboð og tó. Það er eðlilegt,
en hins vegar hrekkur maður í kút
ef unglingur veit ekki hvað feðgar,
mágur eða svili er, sem eru orð
sem teljast til almenns orðaforða."
Hún segist finna talsverðan mun á
orðaforða þeirra barna sem eru
bókhneigð og þeirra sem lítið hafa
lesið nema skyldulesningu fyrir
skóla. Bókhneigðu börnin hafa
meiri orðaforða.
Blótsyrði afþökkuð
María segist þó ekki sjá áhrif
irkmálfarsins eða SMS-skilaboð-
anna í þeim ritgerðum og stærri
verkefnum sem nemendur hennar
vinna. Hún segir að krakkarnir
setji sig í ákveðnar stcllingar og
grípi til spariíslenskunnar þegar
þau skrifa ritgerðir fyrir skólann.
Maríu finnst unglingarnir mjög
úrræðagóðir í því að segja mikið
á irkinu eða í SMS-skilaboðunum
með táknum, eins og brosköllum
og fýluköllum. Henni finnst þetta
tungumál, sem samsett er úr ís-
lensku, ensku og táknuin, vera
mjög sérstakt og ekki til þess fall-
ið að þjálfa unga fólkið í tal- og
ritmáli.
Þá finnst Maríu það segja tals-
vert um notkun unglinga á ensk-
um blótsyrðum að á forsíðu sam-
ræmds prófs í ensku skyldi vera
tekið fram að notkun blótsyrða
væri óviðeigandi í svörum á próf-
inu.
Margboðaður dauði málverksins
lætur enn ekki á sér kræla við aldar-
lok. Þvert á móti virðist það dafna
sem aldrei fyrr og telja má fúllvíst að
aldrei hafi jafnmargir lagt stund á
þessa listgrein á Islandi og nú.
Vissulega hefúr nýr skilningur á
virkni táknmáls og fjölföldun, og
fjöldaframleiðsla myndefnis, ger-
breytt forsendum málaralistarinnar
frá því um miðja öldina.
Sýningin Nýja málverkið á 9. ára-
tugnum er hugsuð sem vitnisburður
um fjölbreytni og grósku samtíma-
listar á margmiðlunaröld.
AÐRAR SÝNINGAR:
• Öræfalandslag
• Nan Goldin
• Helgi Þorgils Friðjónsson
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7 • Sími 562 1000
Opið alla daga ncma mánudaga kl. 11 - 17
LANDSSÍMINN STYRKIR
LISTASAFN ÍSLANDS
LANDS SIMINN