Morgunblaðið - 10.10.1999, Side 24
24 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
NYR SAMSKIPTAMATI - IRKIÐ OG SMASKILABOÐIN
ORYGGI
OG HEIÐ-
ARLEIKIÁ
NETINU
Fréttir af nauðgunarmálum sem rakin
voru til kynna fólks á spjallrásum á Netinu
og orðrómur um sölu þýfís og fíkniefna
vekja ugg hjá mörgum. Lögreglunni í
Reykjavík eru farnar að berast kærur frá
unglingum sem urðu fyrir áreitni eða ein-
elti frá öðrum unglingum 1 gegnum
SMS-skilaboð GSM-símanna.
Teikning/Andrés
IEVRÓPU og Bandaríkjunum
hafa verið iramin höfundarrétt-
arbrot á Netinu þar sem af-
brotamennirnir eru unglingar.
Einnig standa ýmis fyrirtæki
frammi fyrir þeim vanda að starfs-
fólk þess greinir ekki á milli hvenær
það skrifar tölvupóst í nafni fyrir-
tækisins og hvenær persónulegan
tölvupóst.
Margir þeirra sem eru á spjallrás-
unum finna til mikils frelsis og tjá
sig mjög óþvingað og stundum með
miður skemmtilegum athugasemd-
um um aðra. Þetta á einna helst við
um þá sem eru nýbyrjaðir að nota
rásirnar. Gæslumenn með rásunum
reyna að koma í veg fyrir að fólk sé
að h'tilsvirða hvað annað á irkinu. Ef
einhver lætur sér ekki segjast eftir
nokkrar aðvaranir frá gæslumanni
er haft samband við fyrirtækið eða
netþjónustuna þar sem hann hefur
netaðgang.
Ólátabelgjum úthýst
Árni Arent, einn af gæslumönn-
um #Iceland-rásarinnar á irkinu,
segir að nokkrum sinnum hafi það
komið fyrir að loka hafi þurft fyrir
netaðgang ákveðinna notenda
vegna óláta á irkinu. Þó svo að
margir af irkurunum gefi upp rangt
nafn og netfang þegar þeir tengja
sig inn á irkið er hægt að rekja slóð
hvers og eins í gegnum netþjón-
ustufyrirtækið sem veitir þeim net-
aðgang.
Bjarni Rúnar Einarsson, forritari
og fyrrverandi kerfisstjóri hjá net-
þjónustu Margmiðlunar til þriggja
ára, sagði að í sumum tilvikum hefðu
rifrildi á irkinu þær afleiðingar að
annar aðilinn reyndi að brjótast inn
á net netþjónustu „óvinarins" til að
valda usla þar. Hann segir að sá sem
rífst við einhvem á irkinu finni
sjaldnast sjálfur fyrir afleiðingunum
af því heldur netþjónustufyrirtækið
sem viðkomandi hefur netaðgang
hjá. Bjarni segir slíkar árásir vera
helstu rökin fyrir því að hótað sé að
loka fyrir netaðgang þeirra sem eru
með leiðindi á irkinu.
Hann segir að þeir sem sífellt eru
leiðinlegir við aðra í raunveruleikan-
um séu ekkert betri í netheimum.
„Það eru alltaf einhverjir leiðinlegir
og þeir þrífast á irkinu af því að það
eru fáir sem kunna að stöðva þá og
henda þeim út og oft er erfitt að gera
það því að tæknin er mjög fmm-
stæð.“ Bjami segist hafa heyrt sögur
af fólki sem hafi verið að rífast á irk-
inu og svo hafí rifrildið þróast í
slagsmál á skólalóðinni. Hann hikar
þó við að kenna irkinu um slagsmálin
og segir að þeir sem um ræðir
myndu áreiðanlega finna sér ein-
hverja leið til að rífast og slást, hvort
sem irkið væri til eða ekki.
Þá bendir Bjami á að fjarlægðir
skipti miklu máli. Erlendis era yfir-
leitt meiri fjarlægðir en hér á milli
þeirra sem em að ræða saman á irk-
inu og ef tvær manneskjur ákveða að
hittast í eigin persónu séu þær oftast
nær búnar að kynnast vel áður en til
þess kemur, þ.e. spjalla mikið á irk-
inu og skiptast á upplýsingum hvor
um aðra. En vegna nálægðarinnar á
Islandi eigi fólk þess oft kost að hitt-
ast án mikillar fyrirhafnar í eigin
persónu. Það sé því ekki endilega
búið að afla sér mikilla upplýsinga
um hvort annað eða orðnir góðir vin-
ir í gegnum Netið þegar það hittist í
raunveruleikanum eins og væri lík-
legra ef það væri mikil fyrirhöfn að
hittast.
Símanúmer og stefnumót
Bjarna finnst yfirleitt óhætt að
gefa einhverjum símanúmerið sitt
eða mæla sér mót á fjölmennu kaffi-
húsi í gegnum irkið. „Menn virðast
af einhverjum ástæðum mjög
hræddir við margt á Netinu sem
þeir eru ekki hræddir við dagsdag-
lega. Til dæmis allt þetta fár yfir því
að fólk gefi upp kreditkortanúmer
sitt þegar það verslar í gegnum
Netið. En svo fer það út í sjoppu og
borgar 200 krónur með kortinu sínu
og kreditkortanúmerið stendur á
hvíta miðanum sem verður eftir í
sjoppunni." Þá segir Bjarni að Net-
ið sé ekki miklu óöraggara en um-
hverfið en af því að fólk þekki það
minna þá viti það kannski síður
hvernig það á að bregðast við ef
eitthvað bregður út af. Helsti vand-
inn sé sá að fólk gleymi stundum að
vera varkárt í netsamskiptum, gefi
of miklar upplýsingar um sjálft sig
eða mæli sér mót við einhvern sem
það veit ekkert um.
Jón Pétur Zimsen vann lokarit-
gerð í Kennaraháskólanum um mál-
far á irkinu. Hann segist oft hafa
orðið vitni að því að fólk hældi fíkni-
efnum á irkinu eða spyrði um þau.
Hann segir að hægt sé að svara
fólki með því að senda skilaboð til
fyrirspyrjanda án þess að aðrir á
rásinni sjái þau eða sjái að verið sé
að senda einkaskilaboð. Þá sjá
hvorki umsjónarmenn rásarinnar að
verið sé að senda slík skilaboð né
netþjónusta. Jón Pétur segist þó ef-
ins um að þetta sé leið sem fíkni-
efnasalar myndu nota til að afla
nýrra viðskiptavina því að fíkniefna-
salinn veit ekkert við hvern hann er
að spjalla.
Brot gegn höfundarrétti
I Evrópu og Bandaríkjunum hef-
ur talsvert komið upp af kærum
vegna ólöglegrar dreifingar efnis á
Netinu þar sem brotinn er höfund-
arréttur. I mörgum tilvikum er um
að ræða unglinga. Gunnar
Thoroddssen, lögfræðingur, segir að
Netfíklar
flýja til
netheima
NETFÍKILL er sá sem er hel-
tekinn netnotkun, eyðir sífellt
meiri tíma í netheimum, hefur
gert ítrekaðar en árangurs-
lausar tilraunir til að draga úr
vera sinni í netheimum, stefnir
starfsframa, skólagöngu eða
nánu sambandi í voða með net-
notkuninni, lýgur til um hversu
miklum tíma hann eyðir í
netheimum, flýr frá vandamál-
unum til netheima og gengur á
nauðsynlegan svefntíma sinn
til að geta eytt meiri tíma í
netheimum. Þetta era niður-
stöður rannsóknar dr. Kim-
berley Young um netfíkn, sem
hún segir vera vaxandi vanda-
mál og að neikvæð netnotkun
hafi alvarlegar afleiðingar á líf
fólks.
Hún segir persónuleynd
þess sem ferðast um netheima
gera honum auðveldara fyrir
að ala á fikn sinni og geti jafn-
vel hvatt hann til netafbrota
eins og t.d. að sækja sér ólög-
legt efni af vefnum.
Mark Grittiths, kennari í
sálarfræði við Nottingham
Trent háskólann, hefur rann-
sakað áhrif mikillar netnotk-
unar og hefur kynnt sér rann-
sókn Young. Hann segir að
netfíkn sé enn sem komið er
smávægilegt vandamál og að
viðmiðun Young skilgreini of
marga sem netfíkla. Margir
þeirra sem hún segi vera net-
fíkla séu það ekki heldur séu
þeir háðir kynlífi eða fjár-
hættuspilum og noti Netið
sem tæki til að svala þeirri
fíkn.
oft sé um það að ræða að hugverk
annarra séu beinlínis afrituð og
þeim dreift undir öðru höfundar-
nafni. Gunnar segir að alls kyns efni
sé dreift á Netinu sem menn hafi
ekki leyfi til að dreifa. Þetta geti
verið texti, hugbúnaður, myndir,
tónlist og fleira. Gunnar tekur sem
dæmi að nýlega birti ónefndur
fréttavefur breytta útgáfu af merki
fyrirtækisins OZ.COM. Hann segir
hafa færst í vöxt að mál, þar sem
grunur leikur á höfundarréttarbroti
á Netinu, séu sótt fyrir dómstólum
bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.
Hann segir lagarammann mjög svip-
aðan að þessu leyti bæði á Islandi og
annars staðar í Evrópu, svo og í
Bandaríkjunum.
Dagny Stuedahl, fræðimaður í
menningar- og upplýsingatækni-
deildum við Háskólann í Ósló, telur
unglinga sem brjóta af sér á þennan
hátt ekki gera sér grein fyrir því að
Strákar heillast af
tækninýjungum og stelpur
hugsa um notagildið
STÚLKUR virðast sýna tækn-
inni á Netinu minni áhuga en
drengir. Þær velja síður tölvu-
fræðival í skólum og virðast al-
mennt ekki eins fljótar og strák-
ar að læra á Netið og það sem
það býður upp á.
Á Norðurlöndunum hefur ver-
ið umræða um það hvernig megi
laða stúlkur að náttúruvisindum
og þá er talað um að í kennslu
náttúruvísinda í skólum sé byijað
á röngum enda. Stúlkur sjái eng-
an tilgang í að læra formúlur og
reglur þegar þær viti ekki til
hvers hægt sé að nota þær.
Jón Pétur Zimsen, sem vann
lokaritgerð í Kennaraháskólan-
um um málfar á irkinu, segir að
af þeim sem stundi irkið séu
drengir í miklum meirihluta.
Hann segir það sjáist í tölvu-
fræðivali i skólunum að strákar
séu miklu áhugasamari um tölv-
ur og Netið en stelpur.
Hann segir að þegar stelpur
fari á Netið skoði þær fyrstu síð-
una á vefnum sem þær fari inn á
og lesi allan textann sem er þar,
en strákarnir fara á fyrstu síð-
una, sleppi því að lesa textann á
síðunni, heldur smelli óðara á
„next page“ og fara í næstu síðu,
og fari því miklu víðar um Netið
en stúlkurnar. „Þeir eru miklu
hvatvísari, en stelpurnar eru
miklu samviskusamari og því
staðnaðri í þessu. Strákarnir æða
áfram og Iæra miklu hraðar á
þetta þó að þeir brenni sig eitt-
hvað. Stelpurnar eru hræddar
um að skemma eitthvað."
Kynbundinn munur
Dagny Stuedahl, fræðimaður í
menningar- og upplýsingatækni-
deildum Háskólans í Ósló, segir
að karlar og konur noti Netið á
ólíkan hátt. Hún segir þó erfitt að
alhæfa nokkuð um þetta og það
skorti sárlega tölulegar upplýs-
ingar og kannanir. En Stuedahl
segir að það hafi komið fram í
viðtölum hennar við fólk, þegar
hún vann að rannsókn um ímynd
fólks á Netinu, að konur velji per-
sónulegri leiðir til að íjá sig t.d.
með spjallrásum og tölvupósti.
Aftur á móti hafi karlmenn frek-
ar tilhneigingu til að nota vefinn
og fréttalista sem eru opnari og
almennari. Stuedahl segir þetta
vera endurspeglun á því hvernig
karlar og konur hafa valið sér
ólíkar leiðir til tjáningar. Áður
fyrr, að minnsta kosti, hafi kon-
urnar verið meira inni á heimil-
inu en karlarnir meira út á við.
Stuedahl bendir þó á að þetta sé
mikil einföldun. Þó er óhætt að
fúllyrða, segir Stuedahl, að al-
mennt fylgist konur ekki með
tækniþróuninni sem fer fram á
Netinu. Þær missi fljótt áhugann.
Þær sjái þetta ekki sem mikil-
væga tækni í framtíðinni heldur
tæki til samskipta. Karlmenn
byrji hins vegar nijög ungir, jafn-
vel sjö ára, að kynna sér Netið og
hugbúnaðinn sem tengist því.
Stuedahl segir mjög mikilvægt
að breyta því viðhorfi sem sé
ríkjandi meðal stórs hluta
kvenna, að Netið sé bara leikur
og skipti ekki máli. Ef ekki takist
að fá stúlkur til að mennta sig í
upplýsingatækni muni þær ekki
taka þátt í að móta Netið og vef-
inn og þess vegna muni tækninni
ekki fleyta jafnt ört frain á þeim
sviðum Netsins og vefsins, sem
veki mestan áhuga þeirra.
Alvarlegt vandamál
Stuedahl segir að frá jafnræðis-
sjónarmiði finnist henni þetta
mjög mikið vandamál. Norðmenn
hafi fram að þessu reynt að
þvinga stúlkur til að læra forrit-
un, kenna þeim að skoða tækið.
En þær hafi ekki haft áhuga. Hún
segir sífellt fleiri kannanir sýna
fram á að stúlkumar hugsi ætíð
um notagildið. „Hvers vegna ætti
ég að forrita þetta, til hvers er
þetta notað?“ Hefðin í kennslu
náttúruvísinda í Noregi hafi verið
að kenna fyrst reglur og formúlur
og svo bent á notagildið.
Stuedahl segir að um Ieið og
rætt sé hvernig hægt sé að fá
stúlkur til að leggja stund á
raungreinar sé þessi kennsluað-
ferð gagnrýnd. Hún segir að sú
aðferð sem verið sé að reyna
sums staðar í Svíþjóð, að byija á
hinum cndanuin, lofi góðu. Hún
segir að meginmunurinn felist í
því að með nýju aðferðinni sé
byrjað á því að tala um upplýs-
ingasamfélagið við nemendurna
og hvernig tæknin og samfélagið
fléttist saman. Hvernig notagild-
ið mótast af tækninni og hvernig
hægt sé að þróa tæknina þannig
að notendum séu settar sem
minnstar hömlur. Stuedahl segir
að eftir að hafa lært allt þetta sé
farið að kenna stúlkunum þær
formúlur og reglur sem þær
þurfi að nota til að geta fram-
kvæmt það sem þær lærðu.
Við ættum að varast að
skamma stelpur og segja að þær
séu heimskar ef þær sýna tækn-
inni ekki áhuga, segir Dagny
Stuedahl að lokum.